Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Síða 18

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Síða 18
lfestmannaeyjabœi* félögum hér á landi og e.t.v. einstakt hjá sveitarfélagi af þessari stærð." Vestmannaeyjar komnar í þjóðbraut Hann nefnir einnig annað stórt mál tengt ríkisfjármálunum - samgöngumálin. „Það kom verulegt bakslag í samgöngumál okkar Eyja- manna þegar sú ákvörðun var tekin að hætta við að smíða nothæfa ferju í stað Herjólfs. Það sér ekki enn fyrir endann á þeirri ákvörð- un og stór hluti af þeim vanda sem við glímum við í Landeyjahöfn er vegna þess að ekki er hægt að tryggja fjármagn til að standa straum af kostnaði við gott dýpkunar- skip og hentuga ferju." Elliði segir að þótt ný ferja sé ekki komin á teikniborðið og vandinn sé enn nokkur hafi orðið bylting í samgöngumálum Vestmanna- eyinga. „Þetta sést best með því að fara 6-8 ár aftur í tfmann og skoða stöðuna eins og hún var þá. Þá sigldi Herjólfur 1-2 sinnum á dag frá Þorlákshöfn, flug var við það að leggjast af og loks var enginn fókus í fram- tíðarsýn um samgöngumál til og frá Eyjum. Eilífar deilur voru um hvort kaupa ætti nýja ferju til að sigla í Þorlákshöfn ellegar Landeyja- höfn og margir vildu skoða möguleikann á að gera jarðgöng til lands. Seinasta heila árið sem Herjólfur sigldi um Þorlákshöfn ferð- uðust 127.000 farþegar með ferjunni." Hann segir stöðuna allt aðra og betri í dag. „Nú er Landeyjahöfn staðreynd og Herjólfur siglir allt að 8 ferðum og ekki færri en 4 ferðir á dag á milli lands og Eyja. Far- þegafjöldi með skipinu fer sennilega úr 127.000 í 270.000 í ár, sem er ríflega tvö- földun. Sigling fyrir okkur og gesti okkar tekur nú um 30 mínútur í stað 3ja klukku- stunda áður og kostnaður ríkisins við rekstur ferjunnar er um milljón krónum minni á dag en var áður, þrátt fyrir stóraukna þjónustu. Flug til og frá Eyjum stendur ennfremur styrkum fótum og Flugfélagið Ernir veitir frábæra þjónustu. Við eru því í allt annarri stöðu en áður og Vestmannaeyjar eru komn- ar í þjóðbraut." Allt í lagi með bílskúrinn þótt bílinn komist ekki inn! Elliði segir umræðuna um Landeyjahöfn mjög villandi og út f hött sé að segja að mannvirkið sé mislukkað í alla staði. „Landeyjahöfn hefur þegar valdið straumhvörfum í samgöngu- málum Vestmannaeyja eins og ég nefndi áð- an. Hvað þann vanda varðar sem við stönd- um frami fyrir þá vil ég koma með samlík- ingu. Ef þú byggir bílskúr fyrir Toyota Yaris en hættir svo við að kaupa þér Yaris og átt bara áfram gamla Bedfordinn þinn, þá er fráleitt að halda því fram að bílskúrinn sé þar með ónýtur eða rangt hannaður. Hann mun koma að fullum notum þegar að því kemur að þú kaupir þér bíl af réttri stærð. Ferjan er einfaldlega of stór og djúprist fyrir höfnina" Hann segir að vegna þess að ríkið hafi hætt við að kaupa grunnrist skip og nota gamla Herjólf áfram, liggi það í hlutarins eðli að dýpka þurfi meira. Vandræðin hafi síðan aukist við það að fá eldgos svo að segja „við bæjardyrnar", með öllu þeim framburði jarð- vegs sem því fylgdi. Elliði telur að reynslan af Breiðafjarðarferjunni Baldri, sem leysti Herjólf tímabundið af síðsumars, hafi fært mönnum heim sanninn um hvað hægt sé að gera með grunnristari ferju. „Það liggur fyrir að 18

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.