Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Side 12
v&amiaLD:o?iGwt
ANGELA
„Þú hel'ur geymt það vandlega til þess að geta sært mig,
Angela".
„Nei, til þess að verja mig“.
„Ertu raunverulega svo harðbrjósta að vilja vinna mér mein,
Angela?"
*,Nei“, svaraði Angela þreytulega. Hún fann hvernig mátt-
leysið greip hana, gamalkunni verkurinn fyrir bringspölunum.
Hún flýtti sér upp í herbergi sitt og lagðist þangað til henni var
batnað. Hún fann alltaf fyrir þessu, þegar hún þurfti að bera
hönd fyrir höfuð sér.
Hún braut heilann um, hvað frú Brandan héldi eiginlega um
þctta allt. — Klara frænka hlaut að hafa klagað til hennar. „Ef
hún vildi, gat hún hafa stöðvað mig“, hugsaði Angela. „Hún
bauð mér hingað, hún gæti sent mig burt. Hún hlýtur að vilja,
að ég vinni gegn Meg “. Og einu sinni enn skaut gömlu vafa-
máli upp í huga hennar: Hún gœti verið móðir mín, en skammast
sin fyrir að kannast við mig!
Loksins herti Angela upp hugann og klæddist kvöldkjólnum.
Klara frænka myndi naumast valda óþægindum, frú Brandon
var hlutlaus, og (þær Meg höfðu samið þegjandi vopnahlé síð-
ustu dagana.
Sam hafði við furðulegustu kringumstæður komið til hjálpar.
Angela hafði kynnzt honum, og treyst með varúð vináttubönd
við hann.
„Þú munt víst vera farin að reka stjórnmálastarfsemi upp á
eigin spýtur", sagði Sam eitt sinn við Angelu. „Og það vill svo
til, að hugsjónir þínar falla í sama jarðveg og mínar. Ég skal
aðstoða þig, Angela".
„Hugsjónir þínar?“ sagði hún.
Sam kinkaði kolli, og augu hans urðu alvarleg. „Ég hef aldrei
verið hrifinn af neinni annari en Meg. Mér fannst um tíma
mér verða talsvert ágengt' en svo kom Ken aftur til sögunnar.
En ég hef ekki gefizt upp enn|þá“.
„Ég er heldur ekkert gefin fyrir að gefast upp“.
„Ég lief veitt því eftirtekt", sagði Sam og brosti. „Jæja, við
getum iivatt hvort annað í hagsmunabaráttunni. Láttu mig vita,
ef ég get orðið þér að liði“.
Hún hafði ekki viðurkennt neitt, aðeins brosað aftur til hans.
Hún hafði aldrei gengið í bandalag við neinn — og hún ætlaði
sér ekki að fara að taka upp á því nú.
SAMA KVÖLDIÐ og henni lenti saman við KÍörti frænku,
aðhafðist Angela lítið annað en undirbúa varnír sínar. Henni
hafði raunar naumast heppnazt að ná tali al' Ken. Hann stóð í
sífelldu stímabraki við Sam, því að nú nálgaðist óðum sá dagur-
inn, er skólavandamálin skyldu tekin til meðferðar.
Sam og hinir fylgismennirnir vildu fá hann til þess að styðja
hina íhaldssömu skoðun, sem ríkti í fylkinu, og var á þá leið, að
fresta sameiningu skólanna eins lengi og unnt væri.
Eftir Ware
Torry Budlong
„Láttu einhvern annan bera kyndilinn fyrir hæstarétt“, sagði
Sam æstur. „Sérstöðu skólanna verður ekki breytt á einni viku“.
Meg sagði: „Sam liefur rétt fyrir sér, alveg hreina satt“.
Ken svaraði blátt áfram: „Þú ert ekki ennþá búinn að sclja
mig, Sam“.
Svo að Sam og fylgismenn háns eyddu mestöllu kvöldina í að
reyna að sannfæra hann. Og Angelu fannst skoðun Ken vera
farin að breytast. Henni hafði hinsvegar ekki tekizt að beina
broti af athygli hans að sér allt kvöldið. Hún hafði reynt að
láta hann vita af sér, segja réttu orðin, þegar hann sneri sér að
henni, brosa til hans — en þetta var svo lítið, sem hún gat gert.
Þetta kvöld gekk hún til sængur döpur og óviss um, hvað gera
skyldi, Hún vaknaði oft um nóttina víð þá tilfinningu, að hún
yrði að komast nær Ken, en tíminn liði svo ótt. Hún var því
vön að búa sjálfri sér ráðagerðir. Ef til vill gæti henni dottið
eitthvað í hug, sem gæti hjálpað Ken í kosningabaráttunni. Hún
gæti |þá sannað það, að liún hefði upp á eitthvað að bjóða annað
en bað að vera skennntileg stúlka og myndarleg, sem hann hrifist
af um tíma.
Hún fór í huganum yfir allt, sem hún vissi ttm fylkisstjórn-
málin. Henni datt sérstaklega í hug það, sem hún hafði heyrt
Ken og Sam tala um. Andstæðingarnir óðu í peningum, einhver
hafði lagt þá til, eins og Sam benti á.
„Ég er sannfærður um, að það er Osburn, sem er hérna að
verki, en við getum ekkert sannað“, hafði Sam sagt da]mrlega.
„Ef við hinsvegar gætum komið upp um Bart Osburn, þá myndi
Faxon tapa talsverðu atkvæðamagni. Osburn læzt vera með okk-
ur, en eys svo peningunum í Faxon“.
Angela haíði lagt eyrun við, þegar minnzt var á Bart Osburn.
Hún hafði iðulega séð liann á undanförnum árum — og hún
hældi sér af því að hala beint athygli hans frá Meg að sér. Bart
var einn helzti samkvæmismaðurinn í nágrenninu, og forseti
samvinnubyggingafélagsins nieðal fleiri virðingarembætta. En
Sam grunaði, að hann ætti þátt í fjárhættuspilastarfséhii, þótt
honum hefði ekki tekizt að færa sönnur á.
„Við vitum það, að Eaxon vill gjarnan, að frjáls Ijárhættuspil
séu leyfð í fylkinu”, sagði Sam. „Svo að ef við gætum sannað
það, að Osburn veitti Faxon fjárhagslegan styrk, myndum við
fá fjölda mörg atkvæði frá þeirn, sem eru þessu andvígir. En
það er afar hætt við að hann lauini peningunum einhvern veg-
inn til hans í skjóli næturmyrkurs og þoku!“
„Það væri ekki amalegt ef við gætum komið uj5]> um sameig-
inlegt áhugamál Faxon og Osburn, fjárhættuspilin“, sagði Kcn.
„En sé hann slunginn, hefur Osburn áreiðanlega hvergi komið
nærri afhendingu peninganna, heldur hefur það farið fram með-
an hann var á einhverju ferðalaginu. — Nú kemur hann aftur úr
ferðalagi í þcssari viku, og er líklegur til þess að óska mér opjn.-
Jrerlega til hamingju fyrir baráttú mina gegú íjárhættuspiilttú,
þótt hailil hafi gert sit bezta til þess að fella mig“.
ANGELA ÍHUGAÐI allt þetta vandlega og tók að raða brot-
unum. Það var eftir Bart Osburn að styðja fjárhættuspilastarL
semina, og Ken og Sam skorti sannanir fyrir þeirri starfsemi
hans. Nú var ekki að vita nema henni tækist að vinna hyllí
hans að nýju.
Hún eyddi mestum hluta næsta dags í að undirbúa ráðagerðá
irnar. Hún komst að því, um lrvert leyti Bart væri væiitanleg-
12 — GESTUR