Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 16
Niðurlag frásagnarinnar
HJÁ MANNÆTUM Á NVJU-GUINEU
Eftir ANDRÉ DUPEYRAT.
Ég iðraðist reiðikastsins jafnskjótt og ég var aftur kominn
heim í kofa minn, því að ég var engan veginn sannfærður um,
að slangan hefði verið þarna fyrir tilverknað galdramannanna.
En í fimm næstu þorpunum, sem ég heimsótti, varð ég fyrir
slönguárás, og það var sannarlega furðulegt, því að í fjöllunum
rekst maður sárasjaldan á slöngur. Þær voru í teppunum mín-
um, hreinu skyrtunum mínum, já, meira að segja í útbúnaðin-
um, sem ég notaði við guðsþjónusturnar. En í hvert skipti heppn-
aðist mér að vinna bug á meinvættunum, og hinir innfæddu
fylgdust rækilega með ferðum mínum. Frumskógasíminn starfaði
í sífellu.
c<'inasta eldraunin dundi yfir mig í Baula, þegar ég lá í
hengikoju síðari hluta dags og rabbaði við helztu ráðamenn
þorpsins. Höfðinginn var afar hrifinn af frammistöðu minni
gegn slöngunum og galdramönnunum.
En skyndilega þagnaði masið, og allir stóðu grafkyrrir og
störðu á blett fyrir ofan höfuð mitt. Án þess að hreyfa varirnar,
hvíslaði liöfðinginn Casimoro:
„Varaðu þig, Mitsinari! Hreyfðu þig alls ekki. Tvær svartar
slöngur klifra upp stólpann, sem ber hengikojuna — hreyfðu
þig alls ekki!“
Ég lá grafkyrr í óþægilegri stellingu.
Casimoro hélt áfram: „Nú eru þær komnar alla leið upp —
þetta er bersýnilega karldýr og kvendýr — þau eru að leika sér
— baneitruð! Liggðu kyrr!“
Eftir nýja, angistarfulla þögn, sem virtist aldrei vera á enda,
hélt hann áfram: „Taktu varlega við hnífnum mínum — þegar
höfuðin á þeim eru komin vel upp fyrir stólpann, skal ég segja
þér til — og þá skaltu höggva — í einu vetfangi .. .“.
Hægt og varlega rétti hann mér veiðilinífinn sinn, og á ein-
hvern óskiljanlegan hátt heppnaðist mér að ná taki á honum.
„Hvar eru þau nú, Casimoro?"
„Höfuðin sveifluðust í áttina til þín“. Ég lá grafkyrr. „Þau
eru að smeygja sér í gegnum efstu flétturnar á bandinu. Til-
búinn“. Stundarþögn, og síðan hvellt hróp: „Höggðu!“
Ég sneri mér í snöggum rykk. Hnífurinn skar báðar slöngurnar
sundur, eins og þegar greinar eru liöggnar af tré.
Okkur létti öllum stórlega.
„Enn éinu sinni hefur þú sannað yfirburði þína, Mitsinari".
„Nei, nei, ekki ég .. .“.
„Nei, auðvitað ekki, heldur Di Babé Deo, vor faðir Guð“.
Maðurinn, sem gekk af trúnni.
Með Guðs hjálp hafði ég unnið bug á galdramönnunum, ekki
þó að fullu, því að vantrúin er sterk í sinni mannanna, og
enginn hægðarleikur að fá papúana til Jjcss að láta af þúsunda
ára gömlum venjum, en veldi hins illa hafði beðið mikinn
hnekki.
Eitt sinn var ég á ferðalagi með prófastinum. Þótt hann hefði
leyft mér að reyna upp á eigin spýtur, slóst hann iðulega í för
með mér, og lögðum við leið okkar til Mondov Imakoulata, sem
16 — GESTUR
er trúboðsstöð í miðju landi Mondo-ættbálksins. Um kvöldið
sátum við og röbbuðum við Josepa, umboðsmann okkar í hér-
aðinu, tvo mektarmenn úr nærliggjandi þorpi og þrjá aldna
heiðursmenn úr Mondo. Og talið barst að Isidoro Ain u ku,
sem merkir Isidoro yam-rótarbroddur. Isidoro var ungur maður
af Uidé-ættbálkinum, framúrskarandi greindur, hraustur og kapp-
samur, hafði fyrstur manna komið til að læra af okkur, reynzt
bráðskarpur lærlingur og lokið ágætu prófi í undirbúningsfræð-
unum. Eftir reynslutímann var hann álitinn reiðubúinn til
skírnar. Áður en trúboðinn gaf honum sakramentið, spurði hann:
„Ert þú kvæntur?"
„Nei“, svaraði Isidoro. Og allir þorpsbúarnir tóku undir þau
orð hans.
í rauninni var hann kvæntur, en mjög á rnóti sínum eigin
vilja. Þegar hann var aðeins fimmtán mánaða gamall, hafði
honum verið valin brúður, sem var jafnvel yngri en hann. Þau
ólust upp saman, að heita mátti, hann hélt hana vera systur
sína og gat alls ekki þolað nærveru hennar. En þegar hann
varð eldri og skildi, hvernig í málinu lá, neitaði hann að fallast
á þennan ráðahag.
Til allrar óhamingju höfðu þau búið saman í bernsku og
hann þannig gefið sitt þegjandi samþykki. Nú var ekki hægt
að lcysa upp hjónabandið, þótt lieiðið væri, hann var neyddur
til að taka sér löglega eiginkonu sína til sambúðar — hún hafði
auk þess tekið trú líka.
Þegar Isidoro heyrði þetta, rausaði hann fram og aftur um
málið, en komst loks í reiði sinni að þessari niðurstöðu:
„Ef þetta skal vera svona, þá vil ég ekki lengur vera Guðs
barn ... ég yfirgef ykkur og gef mig djöflinum á vald!“
Og við þetta stóð liann.
Kveðja vinar míns.
Ætlunarverki mínu var lokið. Ég varð að hverfa aftur á fund
biskups, gefa honum skýrslu um starf mitt og áætlun um, hvern-
ig trúboðinu skyldi í framtíðinni háttað. Þegar ég sagði Golopui,
vini mínum, frá áætlun minni, varð hann hugsi.
„Vertu kyrr. Þú ert orðinn eins og einn okkar. Ef þú værir
maður, eins og við liinir, myndi ég gefa þér eina dóttur mína fyrir
konu, jafnvel tvær, ef þú kærðir þig um. Þú gætir eignazt börn.
Þú gætir orðið voldugur höfðingi okkar á meðal. Nei, þetta viltu
ekki. Það er gott; þú ert útsendur af andanum, sem býr þarna
uppi. Vertu samt kyrr. Við skulum færa þér mat á hverjum
degi. Þú talar við okkur. Þú segir okkur, hvað við eigum að
gera, af því að við vitum það ekki sjálfir".
Meðan Golopui þuldi þetta yfir mér, rótaði hann í hausnum
á mér; lézt síðan finna lús, sem hann velti milli þumalfingurs
og sleikifingurs, lét síðan á tunguna á sér og gleypti með þessu
einkennilega soghljóði, sem papúarnir gefa frá sér, þegar þeir
smakka á einhverju sætindi.
Með þessu sýndi hann mér fyllstu kurteisi og virðingu, enda
þótt hann hafi áreiðanlega þótt miklu miður í laumi, að ekki
skyldi vera um auðugan garð að gresja í hári mér, en það mátti
ekki láta í ljós til þess að auðmýkja rnig ekki. Hvað mig snerti,
þá var ég illa fær um að endurgjalda virðingarmerkin, til þess