Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Side 18
MAÐUR OG KONA.
Framh. af bls. 15.
og tók á sig afbragðs gerfi.
Heigi Skúlason var eðlilegur og
fjörugur í hiutverki Finns
vinnumanns og Valdimar
Helgason stóð sig hreystilega
í hlutverki Bjarna frá Leiti,
enda þótt hann megnaði ekki
að skipa Bjarna á þann sess,
sem honum ber, — og slags-
málin við feðgana er eitt
liörmulegasta atriði leiksins,
jafn hlátursvekjandi og það
gæti verið.
Ernilía Jónasdóttir átti auð-
velt með Staðar-Gunnu, en
eitthvað hlýtur að hafa verið
ankanalegt við búninginn
hennar í seinasta þætti. Nína
iSveinsdóttir lék Grasa-Guddu
vel á sínum tíma, en Guddan
í' Hlíð var „merglaus og bein-
skorin“. Ef Bessi Bjarnason
ætlar sér að gera grínleik að
sínu aðal-„l'agi“, verður hann
að leggja Gvend smala alger-
lega á hifluna í staðinn fyrir
að leggja hann til grundvallar
með smávægilegum breyting-
um, eins og hann gerir í hlut-
verki Egils, — temja sér fjöl-
breytilegri limaburð og mál-
róm. Því að Bessi á áreiðan-
lega betra lilutskipti skilið en
brauðstritið.
Það mátti teljast furðulegt,
að Sigurður bóndi í Hlíð skyldi
lifa af fjóra þætti (sjö sýning-
ar), jafn hrumur og hann var
í meðförum Gests Pálssonar, og
Anna Guðmundsdóttir rnætti
vel leggja niður |)ctta eirðar-
lausa flökt á setningum um
sviðið, þótt hún gerði að vísu
rnargt skörulega í hlutverki
Þórdísar.
Bryndís Pétursdóttir og
Benedikt Árnason léku elsk-
endurna, og tóku sig sæmilega
út og föðmuðust innilega, en
röddin verður Benedikt fjötur
um fót, er á reynir og lætur
þá jafnvel illa f eyrum.
Regína Þórðardóttir er þarna
í hlutverki prestsfrúarinnar á
Stað. Setningarnar, sem henni
eru lagðar í murin, er ekki
18 — GESTUR
Anna Guðmundsdóttir.
— Eirðarlaust flökt rögg-
samrar húsfreyju.
hægt að saka liana um, en þær
sænta naumast prestsmaddömu,
enda verður Regína harla ut-
angarna og allt of unggæðis-
leg. Endilega finnst manni
skorta á virðuleikann.
Og þá er farið að síga á
seinni hlutann. Ævar R. Kvar-
an, Klemenz jónsson og Þor-
grímur Einarsson fara þarna
nteð hlutverk. Ævar bregður
gamalkunnri mynd úr Tópaz
upp fyrir áhorfandann, fígúr-
an þarna er að vísu skítugri
og rifnari en fjárkúgarinn, en
þáð þarf meira en lítið ímynd-
uharafl til þess að þekkja
Hjálmar tudda af þeim óskapn-
aði. Klemenz býr sig í gerf-i
Dofrans og bregður sér síðan
á hliðarhoppi yfir í Ketil
skræk, og er hvort tveggja jafn
ólíkt Grími meðhjálpara og
Jtugsazt getur. Þorgrímur leik-
ur smalann.
Og að lokum — séra Sig-
valdi. Haraldi Björnssyni hefur
vafalaust þótt svo, að þarna
fengi hann skemmtilegt við
fangsefni, sem „interessant"
myndi verða að beina inn á
aðrar brautir en þegar hafa
verið troðnar. Árangurinn
verður sá, að áhofandinn kann-
ast ekki við þennan séra Sig-
valda. Sigvaldi Haralds ber
lymskuna og fláttskapinn utan
á sér, þannig að öllum má ljóst
verða, hvern mann hann hefur
að geyma, og þarf meira en
lítið auðtrúa mann til að trúa
honum fyrir einhverju. Reynir
Haraldur að bæta úr skák
með lítt sannfærandi og við-
vaningslegum (merkilegt nokk!)
hláturvekjandi brögðum, en
við það verður manngerðin í
heild laus í reipunum og lilýt-
ur tómlæti áhorfandans að
launum.
Áður var tekin samlíking við
Marz, og þangað virðast leik-
tjöldin hafa verið sótt, lág-
kúruleg undir allt of bláum
himni (útisviðin) og þilið á
miðju sviðinu byrgir Iielmingi
leikhússgesta sýn yfir Hjálmar
tudda í dyragættinni — en það
gerir máske ekkert til.
★
Margur lesandinn kann nú
að hugsa sem svo, að hér sé
óþarflega hart vegið að sýn-
ingu og leikendum; í rauninni
sé ekki ástæða til annars en
feta í fótspor annara gagnrýn-
enda, skamma leikritið, kenna
því um mistökin, gera sem
minnst úr göllunum, en reyna
að finna hið góða. En mistök-
Bryndís og Benedikt.
— Utanaðlcerður tepruskapur.
Bessi og Baldvin,,
in eru ekki leikritsins sök, held-
ur er það alvarleg staðreynd,
að sýningin á Manni og konu
í Þjóðleikhúsinu er óheillaþró-
un, sem gæti endað með skelf-
ingu, ef ekki er tekið fvrir
hana í tíma.
Okkur er það lítils virði að
eiga glæsilegt leikhús, ef þar
er aðeins hægt að túlka er-
lendan hugsunarhátt og rnann-
gerðir, svo að vel fari, en ís-
lenzkt umhverfi afskræmt og
bjagað. Fyrir þreni árum sýndi
Þjóðleikhúsið Skugga-Svein,
sem var nánast máttlaus skraut-
sýning í stað hins magn-
þrungna þjóðsöguleikrits Matt-
híasar. Piltur og stúlka bar
sömuleiðis glögg merki hnign-
unarinnar. Þó gætti hins lé-
lega naumast þar eins og hér,
og verði um slíka afturför að
ræða í framtíðinni hjá þessari
stofnun, er víst kominn tími
til að biðja guð að hjálpa sér.
Forráðamenn leikhússins vita
það, að til þess eru gerðar
meiri kröfur en annara leik-
húsa, það stenzt kröfurnar
hvað snertir erlend leikrit, —
en um íslenzku leikritin gegn-
ir öðru máli. Það er skylda
Þjóðleikhússins að varðveita
þjóðlega mcnningu í stað þess
að spilla henni með tepruleg-
um gantaskap, sem vafalaust er
hingað kominn erlendis frá og
hefur ekki náð að frjósa í hel,
sakir dálætis og aðhlynningar
þeirra, sem hann fluttu.
27. jan. ’56.