Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Síða 25

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Síða 25
— Já, já, ég er ekkert reið! En livers vegna farið þér ekki og spyrjið heldur konuna yðar, á neestu hœð? að Waterloo-stræti. Skömmu seinna kom liann að Tanswell-stræti og barði að dyrum hússins nr. 78A. Feitlagin kona, stríhærð og í óhreinum kjól, kom til dyra. „Góðan dag, herra Wall“, sagði hún. „Þér komið fljótt aftur“. „Já, einum degi fyrr en ráð var fyrir gert, frú Chapman“. Hann gekk inn í forstofuna. „Hefur nokkur spurt eftir mér — máske komið póstur?" „Nei, það er nú ekki svo“, svaraði konan á leiðinni fram í eldhúsið. Mick gekk upp stigann upp á næstu hæð, síðan að dyrum fyrir enda gangsins, opnaði þær og gekk inn í herbergið sitt. Ekki gat það beinlínis talizt ríkulegt. Fyrir rykföllnum gluggunum héngu óhrein gluggatjöld, sem eitt sinn höfðu verið livit. í einu horni herbergisins stóð járnrúm, hálfhulið and- styggilegu, eldrauðu teppi, sem eitt sinn hafði verið prýtt fugl- um og blómum, en bæði upplitað og slitið. Fyrir framan rúmið lá tötralegt gólfteppi á fjalagólfinu. Skakk- ur tágastóll hallaðist upp að veggnum skammt frá svefnherberg- isskáp, sem á stóðu fat og kanna. Rétt fyrir innan dyrnar stóð bæsaður eikarskápur. Frú Chapman hafði yndi af að nefna hann „klæðaskápinn". Mick hafði tekið herbergið á leigu nokkrum dögum áður. Hann borgaði heila tólf shillinga á viku í leigu, og hafði seinast farið þaðan hálfri klukkustund áður en hann var mættur á Cavendish torgi. Hann var ekki lengi að konta dökkgráu jakkafötunum, hatti, skóm, hálsbindi, sokkum og armbandsúri lyrir í klæðaskápnum. Þegar hann gekk aftur niður stigann, var hann í teinóttum, blá- um fötum, jakkinn var helzt til þröngur um mittið og buxurnar í víðasta lagi. Skyrtan var blá með svörtum rákum, sömuleiðis flibbinn. í prjónuðu hálsbindinu bar hann similiustein. Lakk- skórnir voru afar támjóir, og skræpóttir sokkarnir báru vott um skartgirni, og hana talsverða. Mjó úrfesti teygði sig yíir þvert vestið. I öðrum enda hennar var lítið vasaúr, en skrautpeningur hinum megin. í vasanum bar hann urrnul bréfa, sem árituð voru Herra Stan Wall, Tanswell-stræti nr. 78A, Waterloo. Þau hafði Mick sjálfur skrifað öll sömun með mismunandi rithönd. Hann hafði með öllu hugsanlegu móti tryggt sig. Hann bárði á dyrnar á eldhúsinu. „Ef einhver spyr eftir mér, frú, skuluð þér segja honum, að ég komi aftur innan klukkustundar. Eg þarf að skreppa út og rabba við mann viðvíkjandi hundi. Hann deplaði augununt til hennar og hún brosti kankvíslega. Hún hafði áður kynnzt raönn- um af hans tagi. Hún var sannfærð um, að hann væri nýkominn úr „veiðiför í sveitinni". Nú, þetta voru erfiðir tímar, maður varð að taka hvaða leigjanda sem bauðst. Auk þess var maður- inn hennar kominn í' tugthúsið í þriðja skijjtið. Hann gat sem sagt ekki lengur séð konu og fjölskyldu farborða — ekki fyrr en eftir fjögur ár. Frú Chapman, áður þekkt sem „Betty með hor- inn“, fannst það bæði synd og skömm, að hennar ágæti niaki, „Sólarlags-Chapman", skyldi hætta sér út í þetta klandur í Esher án þess að gera sér það ómak að ganga úr skugga um, hvort það var öruggt. „Já, elskan, það er gott“, svaraði hún og brá óvart fyrir sig ruslmálinu, sem henni hafði áður verið svo tamt. Mick vissi mætavel, hvar hundurinn lá grafinn. Hann liafði ekki að óreyndu leigt heila viku hjá frú Chapman. Hann ráfaði niður götuna og beygði inn í öngstræti að veitingakrá einni. „Sæll, góði“, sagði lymskulegur gestgjafinn um leið og Mick gekk inn í drykkjustofuna. Við skenkiborðið stóðu þrír karl- menn og tvær konur og hvíldu olnbogana tryggilega á fágaðri mahogniplötunni. Ein útlifuð kvensan og tveir karlmennirnir kinkuðu kolli til Mick. Hin gutu tortryggnisauga til hans. Mick þekkti þrjú þeirra. Hann hafði kynnt sér ýtarlega ævi- og starfsferil þeirra úr skrám Nýja Scotland Yard. Lágvaxni maðurinn í slitnu, brúnu fötunum, var Ed Connors, sem var nýkominn heim eftir nokkra fangelsisdvöl. Áður en taugarnar biluðu, hafði liann verið snjallasti peningaskápaopnari í Lon- don. Hann gat leikið á flóknustu lása eins og aðrir á slaghörpu. Nú var hann búinn að vera, og varð að láta sér nægja lélegt starf við vörzlu og þessháttar, meðan yngri menn gáfu sig að lásunum. Við hliðina á honum stóð „Leigubíla-Langur“. Hann halði aflað sér prýðilegra tekna með því að snudda í bifreið sinni í námunda við hann „Rúðubrjót", meðan hinn síðarneíndi ruddi sýningarglugga. Þýfinu voru þeir vanir að kasta inn um opna glugga bifreiðarinnar og aka síðan á braut. Lögreglan hafði stöðvað starfsemina. Nú hafði „Leigubíla-Langur“ ekki tekjur af öðru en smávægilegum rúðubrotum einstaka sinnum í Wal- worth. Næst ltonuni stóð kvenmaður, sem hafði útatað augnaum- gjörð sína í farða, varirnar smurðar rauðum lit og kinnarnar sótthitarauðar. Það var erfitt að geta sér til um aldur hennar. En hann var einhversstaðar milli tuttugu og fimm og þritugs. Hún var í ódýrum loðfeld og fátæklegum silkisokkum. Sokkarnir pokuðust niður um hana og skóhælarnar voru skakkir. Á hönd- inni, sem hélt um vínglasið, voru tveir hringar — þeir voru allt of fallegir til þess að geta verið ósviknir. Þetta var „ungfrú Ellen“. Hún hafði tekið sér frí — af því stöfuðu fáránlega misheppnaðar tilraunir hennar til jjess að virðast fín. Þegar hún vann, réði hún sig í vist hjá efnuðum fjölskyldum, kynnti sér allar aðstæður í húsinu iyrir kunningja sína og veitti þeirn aðgang að íbúðinni. ]>að mátti reiða sig á það, að jafnskjótt og hún sagði upp, bárust lögreglunni samtímis tilkynningar um þjófnað eða innbrot. Hin tvö þekkti Mick ekki. „Ég ætla að fá bitter", sagði Mick. Hann sneri sér að Ed: „Viljið þér íá einn mér til samlætis?“ „Ætli það ekki“, svaraði innbrotsþjófurinn fyrrverandi án sýnilegrar hrifningar. „Hvað um kunningja yðar?“ „Það sakar ekki að spyrja þá“. „Ef þau nenna ekki sjálf að nota talfærin, sé ég heldur enga ástæðu til þess". Mick stakk hendinni inn í brjóstvasann á jakk- anura og dró pundseðil fram. Hann kastaði honum á borðið. Hinir gestirnir við borðið tæmdu glös sín og ýttu glösum sínum til skenkjarans. Framhald i nœsta blaði. GESTUR 25

x

Vikublaðið Gestur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.