Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011
Össur Skarphéðinsson, utanrík-isráðherra, kannast ekkert við
að Samfylkingin eða hann sjálfur
hafi talað um að flýtimeðferð væri
möguleg inn í Evrópusambandið.
Þetta kom fram í
umræðum á Alþingi
í gær þar sem Vigdís
Hauksdóttir minnti á
að ein af mörgum
blekkingum í ESB-
málinu væri
flýtimeðferðar-
kenningin.
Össur kannastsem sagt ekk-
ert við þetta og þá
líklega ekki heldur
við fyrrum formann
sinn, fóstra og sam-
flokksmann sem tal-
aði snemma árs 2009
um „flýtimeðferð“ og að unnt væri
„að ljúka samningum við EES-ríkið
Ísland á hálfu ári“.
Össur kannast auðvitað ekki held-ur við að því var haldið fram að
engan tíma mætti missa við að sækja
um aðild að ESB á meðan Svíar
væru í formennsku. Það skipti
óskaplega miklu máli að mati Sam-
fylkingarinnar þá, vegna þess að
Svíar áttu að tryggja okkur hrað-
ferð í gegnum aðlögunarferlið.
En magnaðasta hraðferðin semsamfylkingarmenn lofuðu var
þó ekki að viðræðurnar við ESB
tækju aðeins hálft ár. Það eitt að
umsókn væri samþykkt átti sam-
stundis og tafarlaust að gjörbreyta
öllu til hins betra í efnahagsmálum
hér á landi. Umsókn um aðild að
ESB væri svo skýr skilaboð um að
Ísland væri á réttri leið.
Nú sjá hins vegar allir – nemaríkisstjórn Íslands – að
aðildarumsóknin er aðeins skilaboð
um að hér séu stjórnvöld ekki með
réttu ráði.
Össur
Skarphéðinsson
Þrætt fyrir
staðreyndir
STAKSTEINAR
Vigdís
Hauksdóttir
Veður víða um heim 8.11., kl. 18.00
Reykjavík 8 skýjað
Bolungarvík 6 skýjað
Akureyri 9 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 9 rigning
Vestmannaeyjar 7 alskýjað
Nuuk -11 léttskýjað
Þórshöfn 9 þoka
Ósló 5 skýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 5 heiðskírt
Helsinki 7 skýjað
Lúxemborg 11 heiðskírt
Brussel 12 skýjað
Dublin 11 skýjað
Glasgow 11 alskýjað
London 11 súld
París 11 skúrir
Amsterdam 7 þoka
Hamborg 8 skýjað
Berlín 11 heiðskírt
Vín 11 léttskýjað
Moskva 1 snjóél
Algarve 17 skýjað
Madríd 15 heiðskírt
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 12 þrumuveður
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg -5 léttskýjað
Montreal 12 heiðskírt
New York 16 heiðskírt
Chicago 10 skúrir
Orlando 24 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:37 16:48
ÍSAFJÖRÐUR 9:58 16:36
SIGLUFJÖRÐUR 9:41 16:19
DJÚPIVOGUR 9:10 16:13
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tuttugu og tvær umsagnir höfðu síð-
degis í gær borist um drög að þings-
ályktunartillögu tveggja ráðherra
um verndun og nýtingu náttúru-
svæða. Frestur til að skila umsögn-
um rennur út á miðnætti næstkom-
andi föstudag.
Tólf vikna kynningar- og samráðs-
ferli hófst þegar ráðherrar iðnaðar-
og umhverfismála kynntu drög að
þingsályktunartillögu. Þau grund-
vallast á vinnu starfshóps um
rammaáætlun þar sem 66 hugsan-
legum orkuöflunarsvæðum var skipt
upp í þrjá flokka, verndar-, bið- og
nýtingarflokk.
Óskað er eftir að athugasemdum
sé skilað á vefnum rammaaaetlun.is.
Þar birtast þær jafnóðum. Miðað við
reynsluna af slíku ferli má búast við
að fjöldi umsagna komi síðustu dag-
ana eða jafnvel síðasta daginn.
Þær 22 umsagnir sem borist hafa
eru af ýmsu tagi, bæði almenns eðlis
og um einstaka virkjanakosti, þar
sem mælt er með eða á móti tiltekn-
um virkjunum. Sem dæmi um ein-
stakar athugasemdir má nefna að
sveitarstjórn Bláskógabyggðar og
einstaklingar fara fram á það að
Hagavatnsvirkjun verði flutt úr bið-
flokki í orkunýtingarflokk enda
myndi hún stuðla að stöðugra vatns-
yfirborði Hagavatns og draga úr
jarðvegsfoki yfir byggðir Suður-
lands. Meirihluti sveitarstjórnar
Skeiða- og Gnúpverjahrepps lýsir
þeirri skoðun sinni að Norðlinga-
ölduveita eigi fremur heima í bið-
flokki en verndarflokki. Einstakling-
ur og lögmaður þriggja sveitarfélaga
í Þingeyjarsýslu mótmæla því að
Gjástykki verði sett í verndarflokk.
Nýjasta umsögnin er frá einstaklingi
sem mótmælir Urriðafossvirkjun.
Þegar búið verður að fara yfir um-
sagnir munu umhverfisráðherra og
iðnaðarráðherra sameiginlega
leggja fram þingsályktunartillögu
fyrir Alþingi á haustþingi. Umsagn-
irnar eiga að fylgja tillögunni.
Með og á móti virkjunum
22 umsagnir hafa borist í kynningar- og samráðsferli þingsályktunartillögu um
vernd og nýtingu náttúrusvæða Umsagnarfrestur rennur út á föstudag
Morgunblaðið/RAX
Virkjað Búðarhálsvirkjun bíður ekki eftir afgreiðslu Alþingis á virkj-
anafrumvarpi enda framkvæmdir þar komnar á fullt skrið.
Um hádegisbil þann 4. nóvember
2011 var merktur hnúfubakur norð-
ur af Arnarnesnöfum í Eyjafirði.
Hvalurinn var þá í hópi 10-15 hnúfu-
baka í Eyjafirði. Engin merki bárust
frá hvalnum fyrr en að kvöldi merk-
ingardags og var dýrið þá statt ná-
lægt mynni Eyjafjarðar.
Hnúfubakurinn hélt sig á þeim
slóðum allan næsta dag en að
morgni 6. nóvember synti hvalurinn
mjög ákveðið til norðvesturs og
hafði að kvöldi þess dags lagt að baki
um 130 km. Þann 7. nóvember synti
hvalurinn rólega til norðvesturs og
um hádegi 8. nóvember var hann
staddur grunnt úti fyrir Horn-
ströndum. Ferðir þessa hnúfubaks
hingað til líkjast mjög ferðum hvals
sem merktur var 21. október 2009.
Þessi merking er framhald rann-
sókna Hafrannsóknastofnunarinnar
á árstíðabundinni útbreiðslu og fari
skíðishvala við Ísland. Rannsóknir
þessar, sem byggjast á merkingum
með gervitunglasendum, hafa nú
þegar varpað nýju ljósi á ýmsa þætti
er tengjast viðveru og fartíma hvala
við landið, segir á www.hafro.is. Þá
hafa rannsóknirnar gefið fyrstu vís-
bendingar um aðsetur hrefnu að
vetrarlagi. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Kristján
Skutu merki
í hnúfubak
í Eyjafirði
Tunguhálsi 10,
110 Reyjavík