Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011
✝ Eiríkur Guðna-son fæddist í
Keflavík 3. apríl
1945. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans 31. októ-
ber 2011. For-
eldrar hans voru
Guðni Magnússon
málarameistari, f.
21. nóvember 1904,
d. 15. september
1996 og Hansína
Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 8.
maí 1911, d. 5. nóvember 1997.
Alsystur Eiríks eru Steinunn, f.
4. júní 1949, maki Neville Yo-
ung og Árnheiður, f. 3. desem-
ber 1951, maki Jónas H. Jóns-
son. Hálfbræður Eiríks af fyrra
hjónabandi Guðna eru Vignir, f.
30. ágúst 1931, d. 26. ágúst
1998, maki Guðríður Árnadótt-
ir, d. 2009 og Birgir, f. 14. júlí
1939, maki Harpa Þorvalds-
dóttir. Hálfbróðir Eiríks af
fyrra hjónabandi Hansínu er
Ellert Eiríksson, f. 1. maí 1938,
maki Guðbjörg Sigurðardóttir.
Árið 1965 kvæntist Eiríkur
Þorgerði Láru Guðfinnsdóttur
kennara, f. 14. desember 1946,
dóttur hjónanna Guðfinns
Guðna Ottóssonar verkamanns,
f. 25. ágúst 1920, d. 10. desem-
ber 2002 og Guðrúnar Ingi-
bjargar Kristmannsdóttur,
verkakonu, f. 30. mars 1926.
Börn þeirra eru: 1) Guðfinnur,
málarameistari, f. 23. desember
1964, eiginkona Agnes Geirdal,
stoðarbankastjóri árið 1987 en
var skipaður bankastjóri vorið
1994. Því starfi gegndi hann til
ársins 2009. Auk þess gegndi
Eiríkur margs konar trún-
aðarstörfum á fjármálamarkaði
og var m.a. formaður stjórnar
Verðbréfaþings Íslands 1986-
1999 og sat um árabil í stjórn
Reiknistofu bankanna. Einnig
átti Eiríkur sæti í stjórn
Þjóðhátíðarsjóðs. Eftir Eirík
liggur fjöldi ritgerða um pen-
ingamál og fjármálakerfi.
Eiríkur var virkur í fé-
lagsstörfum, var m.a. félagi í
Rótarý Miðborg og um tíma
forseti klúbbsins. Hann átti
mörg áhugamál og stundaði
ýmsar íþróttir í gegnum tíðina,
s.s. blak og badminton. Einnig
hafði hann yndi af ferðalögum,
útivist og veiði og var sérstakur
áhugamaður um trjárækt. Ei-
ríkur hafði mikla ánægju af
tónlist og skipaði hún stóran
sess í hans frítíma. Hann spilaði
á gítar og flutti gjarnan frum-
samdar gamanvísur við ýmis
tækifæri með fjölskyldu og vin-
um. Þá tók hann virkan þátt í
starfi Árnesingakórsins í
Reykjavík.
Lengi bjuggu Eiríkur og
Þorgerður í Árbænum í Reykja-
vík en hin síðari ár hafa þau
búið á Mánabraut í Kópavogi
þar sem Eiríkur naut þess að
sinna garðinum og fegra um-
hverfi sitt. Síðustu tvö árin áttu
þau afdrep í Borgarholti í Bisk-
upstungum þar sem áhugi Ei-
ríks á trjárækt og útivist fékk
notið sín.
Útför Eiríks fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 9. nóv-
ember 2011, og hefst athöfnin
klukkan 13.
synir þeirra eru
Bragi Geirdal, unn-
usta Björk Gunn-
björnsdóttir og
Bjarki Geirdal,
unnusta Hólm-
fríður Frostadóttir.
2) Guðni Magnús,
líffræðingur, f. 31.
janúar 1970, eig-
inkona Gunnhildur
Sveinsdóttir, dætur
þeirra eru Auður
Lóa og Ásdís Hanna. 3) Hanna
Rún, kennari, f. 13. ágúst 1971,
eiginmaður Magnús J. E. Gunn-
arsson, synir þeirra eru Gunnar
Þorri, Ísak Einir og Hinrik
Logi. 4) Oddný Lára, f. 22. nóv-
ember 1979, eiginmaður Arnór
Bjarki Blomsterberg, börn
þeirra eru Sigurður Snorri og
Þorgerður Bryndís. Fyrir átti
Oddný Fannar Snædal og Arn-
ór átti fyrir Bjarka Frey.
Eiríkur ólst upp í Keflavík,
fór síðan í Menntaskólann að
Laugarvatni þar sem leiðir
þeirra Þorgerðar lágu saman
og lauk hann stúdentsprófi það-
an 1965. Árið 1970 lauk hann
prófi í viðskiptafræði frá Há-
skóla Íslands. Eiríkur átti allan
sinn starfsferil í Seðlabanka Ís-
lands, í samtals um 40 ár. Hann
hóf störf við hagfræðideild
bankans árið 1969. Hann var
forstöðumaður peningadeildar
frá 1977 fram til 1984, þegar
hann var ráðinn aðalhagfræð-
ingur bankans. Eiríkur varð að-
Elsku pabbi minn er látinn.
Það var sem gráum skugga
væri sveipað yfir heiminn þegar
pabbi færði mér þær fréttir að
hann væri með ólæknandi
krabbamein. Lífið var ekki samt,
maturinn hætti að bragðast og
vorsólin skein ekki nærri eins
skært. Pabbi tók þessum fréttum
af einstöku æðruleysi og kenndi
mér að njóta dagsins í dag því nú-
ið er það eina sem við eigum.
Hann leiddi mig áfram og í já-
kvæðni tókumst við á við lífið og
nutum góðu daganna. Ég er
þakklát fyrir allar þær stundir
sem við áttum.
Ég er óendanlega stolt af
pabba mínum. Hann var sínum
trúr og tryggur og stóð sem
klettur fyrir þá sem á þurftu að
halda. Hann helgaði sig starfi
sínu og vann það vel svo lengi
sem honum var það unnt. Hann ól
okkur systkinin upp með það að
leiðarljósi að við yrðum sjálfstæð
í hugsun og tækjum ábyrgð á
okkar gerðum. Af honum lærði
ég margt um heiðarleika og trú-
festu. Allt sem hann tók sér fyrir
hendur vann hann af alúð og heil-
indum. Það var ekkert „svona
nokkurn veginn“ eða „hér um bil“
það var allt nákvæmt. Já, margar
eru minningarnar sem ég mun
geyma í hjartanu um ókomna tíð.
Mér er þakklæti í huga fyrir að
hafa fengið tækifæri til að kynn-
ast pabba á nýjan hátt eftir hrun
þegar fjármál þjóðarinnar hættu
að hvíla á herðum hans og hann
hafði meiri tíma fyrir fjölskyld-
una. Ég naut þess að syngja með
honum í kórnum og við önnur
tækifæri þegar við sungum
skemmtilegu textana hans. Hann
sendi mér hljóðupptökur af æf-
ingum svo ég gæti æft mig heima.
Nú eru þessar upptökur hinn
mesti dýrgripur. Þegar tímar líða
verð ég nógu sterk til að geta
hlustað á þær aftur og rifjað upp,
til dæmis þegar við lærðum „Þig“
eins og pabbi kallaði verkið henn-
ar Þóru Marteinsdóttur sem við
frumfluttum á tónleikum í mars
síðastliðnum. Hér eftir mun ég
minnast pabba þegar við syngj-
um það því textinn er táknrænn.
Elsku pabbi minn, ég hélt að
tárin væru ekki til svona mörg.
Minninguna um þig mun ég
geyma í hjarta mér. Ég sakna þín
og bið þess að þú bíðir mín við
himnahliðið með gítarinn í hönd
og ég mun taka undir söng þegar
minn tími kemur.
Þín,
Hanna Rún.
Mér datt í hug að skrifa svolít-
ið til þín, pabbi minn.
Það var skrítin tilfinning að
ganga út af sjúkrahúsinu eftir að
þú hafðir kvatt okkur. Það var
fallegur haustdagur, flugvél flaug
yfir og það var mikil bílaumferð á
Hringbrautinni. Fólk að sinna
sínum venjulegu mánudagserind-
um. Ég velti fyrir mér hvort það
væri komin stöðumælasekt á bíl-
inn minn. Allt var eins og það
hafði áður verið en samt tók þessi
venjulega veröld öðruvísi á móti
mér. Ég fann fyrir óraunveru-
legu tómarúmi innra með mér.
Mig langar að rifja upp eina
litla sögu. Þannig var að þegar ég
var strákur, ætli ég hafi ekki ver-
ið tólf ára, greip um sig mikill
skákáhugi hjá mér og félögum
mínum. Þú hafðir kennt mér að
tefla og hafðir alltaf miklar mæt-
ur á slíkri hugarleikfimi. Við vor-
um nokkrir vinir sem hittumst og
tefldum og ég man það að einn fé-
laginn var langbestur, vann okk-
ur alla. Svo var það einhverntíma
þegar ég var að tefla við þennan
vin minn heima í Hraunbænum
að þú varst á vappi í kringum
okkur. Varst ekkert að skipta þér
af en fylgdist með útundan þér.
Kannski svolítið eins og oft á öðr-
um stundum í lífinu þá vissi ég af
þér og ég vissi að það sem ég tók
mér fyrir hendur skipti þig máli,
án þess að þú værir að blanda þér
of mikið í það. Vinur minn vann
skákina eins og alltaf áður. Þegar
vinurinn var farinn komstu til
mín og sagðir að ég gæti vel unn-
ið hann, að hann væri ekki betri
skákmaður en ég. Þú sagðir að
þegar hann léki taflmönnunum
þá skellti hann þeim niður í tafl-
borðið, það hefði truflandi áhrif á
mig og að ég þyrfti að reyna að
leiða það hjá mér. Þetta fannst
mér merkilegt, hafði aldrei tekið
eftir þessu. Ég fór heim til vinar
míns daginn eftir til að prófa
þessa skemmtilegu tilgátu. Og ég
tók eftir því að hann skellti tafl-
mönnunum í borðið en gaf mér
góðan tíma og vann hann í fyrsta
sinn. Ég held reyndar að það hafi
skipt meira máli að þú sagðir mér
að ég gæti unnið heldur en það að
ég væri meðvitaður um þessa
truflun. Um kvöldið kom ég sigri-
hrósandi til þín og sagði þér frá
þessu og þú brostir. Síðan hætti
ég að tefla en hef stundum hugs-
að um þessa skák og þann lær-
dóm sem ég dró af henni.
Og þannig tefldir þú þínar
skákir, til sigurs. Baráttan við
veikindin var kannski einmitt ein
slík skák. Þú vissir mæta vel
hvernig skákin myndi enda en þú
tókst á við hana af jákvæðni og
æðruleysi og reyndir að leiða hjá
þér óþægindin til þess að geta
notið lífsins. Það var fyrir mér
fullnaðarsigur, skák og mát.
Það er skrítin tilhugsun að
geta ekki leitað til þín eða hringt í
þig, til dæmis til að segja þér
veiðisögur af árbakkanum. En ég
veit að þú verður alltaf með mér.
Ég veit að það sem þú sagðir og
gerðir hefur haft mikil áhrif á
mig, á það hver ég er. Ég er hluti
af þér, ein grein frá þér á lífsins
tré. Fyrir það er ég þakklátur.
Þinn
Guðni.
Fyrstu kynni mín af Eiríki
voru árið 2006. Ég og Oddný
dóttir hans höfðum verið að hitt-
ast um skeið og komið var að
þeim tímapunkti að kynna átti
foreldra hennar fyrir nýja kær-
astanum og þá um leið kærastann
fyrir nýju tengdaforeldrunum.
Eftir um fimm mínútna kynni var
ísinn brotinn. Eiríkur hafði sagt
mér fyrsta aulabrandarann.
Aulahúmorinn var ekki á und-
anhaldi. Ef aulahúmor væri
mældur í gráðum þá væri Eiríkur
sjálfsagt með fimm háskólagráð-
ur.
Lífið er þó ekki aulabrandari.
1. apríl síðastliðinn fengum við
slæmar fréttir. Krabbamein
greindist og lífslíkur ekki taldar í
mörgum árum. Sjö mánuðum síð-
ar var Eiríkur allur.
Ég vil fá að minnast þess
manns sem ég kynntist á þessum
mánuðum. Öðrum eins karakter
hef ég ekki kynnst. Eiríkur var
beðinn um að flytja 10 mínútna
gamanmál viku eftir að hafa
greinst með illvígt krabbamein.
Hann hugsaði málið í skamma
stund. Niðurstaðan varð sú að
hann skyldi ganga að þessu en þó
með því skilyrði að þessi 10 mín-
útna ræða mætti taka 20 mínútur
í flutningi. Svo fór að hann hélt
gamanræðuna fyrir framan full-
an sal af fólki án þess að nokkurn
skugga bæri á. Þetta er styrkur
sem alvöru manneskjur búa yfir.
Næstu mánuði og allt þar til
yfir lauk heyrði enginn nokkra
kvörtun yfir þeim örlögum sem
biðu hans. Hann stóð sem klett-
ur. Hvert brimið af öðru skall á
honum en hann stóð keikur. Svo
fast að aðrir fjölskyldumeðlimir
gátu haldið sér í þegar andlegur
máttur þeirra þvarr. Hann var til
staðar og huggaði sitt fólk.
29. október var útlitið svart.
Veikindin orðin þess eðlis að
læknarnir gerðu Eiríki grein fyr-
ir að hann myndi ekki ganga út af
spítalanum. Með fulla meðvitund
og skýra hugsun meðtók Eiríkur
þessi skilaboð með þeim orðum
að við hefðum haft góðan tíma til
undirbúnings fyrir þessa stund
og fyrir það bæri að þakka. Það
væri meira en margur annar
fengi. Ekki var að sjá vanlíðan
eða kvíða yfir því sem biði hans.
Að kvöldi 30. október átti ég
mín síðustu samskipti við Eirík.
Ég ásamt fleirum hafði verið á
spítalanum. Nokkuð var farið að
draga af honum. Þegar kom að
heimför gestanna fórum við
Magnús, hinn tengdasonur Ei-
ríks, inn á stofuna hans í þeim er-
indagjörðum að kveðja í bili og
bjóða góða nótt. Ég kvaddi Eirík
og sá að hausinn var enn í góðu
standi. Magnús hefur trúlega
ekki verið með á hreinu hvar
hann hafði Eirík. Hann tók í
höndina á honum og sagði: „Bless
Eiríkur minn, þetta er Magnús
hérna.“ Eiríkur glotti út í annað,
tók á móti í hönd Magnúsar og
sagði kíminn: „Já, já, ég sé þig al-
veg.“
Það fór vel á því að síðustu
kynni mín af Eiríki voru á sama
veg og þau fyrstu. Auladjók af
bestu sort.
Um miðjan næsta dag dró
tengdafaðir minn andann í hinsta
sinn. Á því augnabliki, við andlát
hans, fæddist ný hetja í mínu
hjarta. Hetja sem býr yfir ótrú-
legu æðruleysi og gríðarlegum
andlegum styrk. Hetja sem skák-
ar öllum ofur-hetjum.
Elsku Þorgerður. Guð gefur
og Guð tekur, því miður. Þú átt
stóra fjölskyldu og við gerum allt
sem við getum til að umlykja þig
ást og hlýju. Ekki bara núna
heldur alltaf.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að
þú grætur vegna þess, sem var gleði
þín.“
(Kahlil Gibran)
Arnór Bjarki Blomsterberg.
Kæri bróðir, þá er þínu lífs-
hlaupi lokið, langt um aldur fram,
jafngamall Vigga bróður okkar,
þegar hann kvaddi.
Það er komið stórt skarð í fjöl-
skyldu okkar, þar sem þú varst sá
sem alltaf var leitað til þegar eitt-
hvað stóð til, enda persóna sem
hægt var að treysta um alla hluti.
Þér hefur oft verið líkt við föður
okkar, heiðarlegur, samvisku-
samur, rólegur, orðvar og með
mikla kímnigáfu.
Það voru þung skref sem þú
þurftir að taka þegar starfsferli
þínum lauk. Þú hafðir ekki mörg
orð um það, en við vissum hversu
mikið þetta tók á þig. Ég tel að
þetta hafi verið upphafið að veik-
indum þínum. Þú varst búinn að
finna fyrir ýmsum kvillum sem
erfitt var að greina löngu áður en
þú fékkst greiningu sem má hik-
laust rekja til mikils álags í
vinnunni, enda gríðarlega mikil
vinna og mikið búið að ganga á.
Hjá mér kom upp reiði þegar þú
færðir okkur þær fréttir að þú
hefðir greinst með ólæknandi
krabbamein. Af hverju þú að fá
ólæknandi? spurði ég sjálfa mig.
Sumir eru svo lánsamir að fá
lækningu, hjá öðrum er hægt að
halda því niðri, jafnvel í mörg ár.
Hjá þér var þetta bara spurning
um nokkra mánuði, dauðadómur.
Hvar er réttlætið? kom strax upp
í hugann.
Svo fer maður að hugsa til
baka um góðu og skemmtilegu
tímana. Það var oft líf og fjör á
stóru heimili þegar við vorum
krakkar að alast upp. Ótal minn-
ingar hrannast upp sem ég mun
ávallt geyma með mér. Í fjöl-
skylduboðum mættir þú yfirleitt
með gítarinn og allt sem honum
fylgdi, dreifðir textum, oft frum-
sömdum, svo allir gætu sungið
með og haft gaman af. Jákvæðni,
glens og gaman var ætíð í fyrir-
rúmi hjá þér.
Þið Neville hittust aldrei svo að
ekki væri rætt um fótbolta. Ne-
ville dáðist að því hvað þú fylgdist
alla tíð með þínu uppáhaldsfélagi
frá menntaskólaárunum, Hudd-
ersfield. Hann gleymir ekki þeg-
ar þú sagðir honum frá bankaráð-
stefnu í London, þar sem í
fundarhléi voru kollegar þínir að
ræða úrslit dagsins. Þegar þeir
voru búnir spurðir þú hvort ein-
hver vissi hvernig Huddersfield
hefði gengið í dag. Þeir ráku upp
stór augu. Þú sagðir þeim að þú
værir sjálfsagt eini maðurinn á
Íslandi sem fylgdist með þeim.
Þeir hvöttu þig til að stofna aðdá-
endaklúbb á Íslandi, halda svo í
kjölfarið árshátíð og lofuðu að
þeir mundu allir mæta. Það var
stutt í húmorinn hjá þeim líka. Þú
hélst einnig tryggð við Keflavík-
urliðið þótt þú værir löngu fluttur
burt, mættir alltaf á völlinn þegar
þú gast. Þessi dæmi sýna trygg-
lyndi þitt í einu og öllu.
Hamingjan féll þér í skaut þeg-
ar þú kynntist Gerðu. Þið hafið
alla tíð verið mjög samrýnd, átt
góða og trausta vini og sameig-
inleg áhugamál. Þið eignuðust
yndislega fjölskyldu, fjögur börn
sem hafa fært ykkur tengda- og
barnabörn. Þú varst mikill fjöl-
skyldumaður og naust þess að
hafa þau öll í kringum þig. Nú
bíður þeirra það óæskilega verk-
efni að takast á við fráfall þitt.
Elsku Gerða, Guffi, Guðni Maggi,
Hanna og Odda, þið munuð þurfa
á öllum þeim styrk að halda sem
hægt er að fá.
Kæri Eiki bróðir, þú munt vera
í huga mínum um ókomna tíð,
Steinunn.
Eiríkur bróðir minn var dáða-
drengur og drengur góður. Hann
var ættrækinn og lagði sig í fram-
króka við að halda sambandi við
jafnt föður- sem móðurættingja.
Hann var í móðurætt af Rauð-
kollsstaðarætt og af Víkingslækj-
arætt í föðurlegg.
Allt frá framhaldsskólaárum á
Laugarvatni og til endadægurs
var Gerða hans besti vinur og lífs-
förunautur. Saman eignuðust þau
börn og barnabörn, sem eru nú
móður sinni og ömmu hinn dýr-
mætasti fjársjóður. Hann studdi
oft lítilmagnann og lagði sig í
framkróka með að gera líf þeirra
léttbærara. Umhyggja hans fyrir
fósturbörnum Vignis bróður okk-
ar, Árna og Guðnýju, er gott
dæmi þar um. Starfskrafta sína
helgaði hann Seðlabanka Íslands
í tæp 40 ár. Allt það sem leynt átti
að fara fór leynt. Samstarfsmönn-
um í Seðlabankanum lagði hann
ávallt til jákvæð og fagleg um-
mæli er þá bar á góma og fór
hann ekki í manngreinarálit þar
um. Að öðrum ólöstuðum var þó
Davíð Oddsson fremstur meðal
jafningja og náðu þeir ákaflega
vel saman og var Eiríki sérlega
hlýtt til hans.
Peningamál áttu hug hans all-
an, allt til síðasta dags. Miðviku-
daginn 26. október sl. heimsótti
ég Gerðu og Eirík á heimili þeirra
í Kópavogi, sat hann þá við skrif-
borðið sitt og fylgdist af áhuga
með efnahagsráðstefnu í Hörpu
sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
ásamt fjármálaráðuneytinu stóð
fyrir og send var út á netinu.
Hann hafði áætlað að sækja ráð-
stefnuna en sökum lasleika gat
hann það ekki. Áhuginn á málefn-
inu leyndi sér ekki og beið hann
spenntur eftir pallborðsumræð-
unum. Svo heppilega vildi til að
ég kom í kaffihléi á ráðstefnunni,
þannig að við gátum átt gott
spjall saman. En á laugardags-
síðdegi áttum við síðustu orða-
skiptin símleiðis.
Eiríkur var skemmtinn, orti
ljóð og söngtexta og samdi lög.
Hrókur alls fagnaðar þegar stór-
fjölskyldan kom saman, og dró
ekki af sér við gítarspil og söng.
Hafði á reiðum höndum söng-
bækur eftir þörfum, stjórnaði
fjöldasöng og hafði söguskýring-
ar inn á milli laga. Gerði grein
fyrir melódíunni í eigin lögum og
þeim atriðum sem veitt höfðu
honum innblástur við textasmíð-
ina. Fórst honum það vel úr
hendi, ekki furða þar sem hann er
úr Keflavík þar sem hinn frjói
jarðvegur íslenskrar dægurtón-
listar hefur verið um áratuga
skeið og mikill fjöldi tónlistar-
fólks á þar rætur og hefur gert
garðinn frægan. En svo bregðast
krosstré sem önnur tré. Eiríkur
lést langt fyrir aldur fram sjúkur
maður, og það skarð sem hann
skilur eftir verður vandfyllt. Eig-
inkonu, Þorgerði, börnum,
barnabörnum, frændgarði svo og
öllum þeim sem misst hafa við
fráfall Eiríks Guðnasonar er
vottuð dýpsta samúð og hluttekn-
ing.
Ellert Eiríksson.
Elskulegur tengdasonur minn,
Eiríkur, var aðeins 16 ára þegar
hann kom á heimili mitt í fyrsta
sinn í fylgd Gerðu dóttur minnar.
Hann var hægur og rólegur í
lund en stutt var í glettni og
græskulausa stríðni. Við áttum
góð samskipti og Eiki sýndi mér
mikla umhyggju alla tíð. Nú þeg-
ar hann er látinn alltof fljótt er
margs að sakna og margt ber að
þakka.
Mér er ofarlega í huga þegar
Eiki og Gerða buðu mér með sér
út til Kaupmannahafnar fyrir
nokkrum árum. Þessi ferð verður
mér ógleymanleg, ekki hvað síst
fyrir hvað Eika var umhugað að
gera hana sem besta. Við vorum í
viku saman og skoðuðum það
helsta sem Kaupmannahöfn og
nágrenni býður upp á. Það var
þrammað í Tívolí, skoðaðar hallir
og konungsgersemar og borðað á
glæsilegum veitingastöðum. Mik-
ið var hlegið og gantast og um-
ræðan um „bestu skó í heimi“
hefur komið upp reglulega síðan.
Oft hef ég síðan glaðst við að
skoða ferðabókina sem Eiki útbjó
fyrir mig eftir ferðina.
Ég minnist líka og sakna
reglulegra símhringinga hans og
„tilkynningaskyldunnar“ frá út-
löndum. Veikindum sínum tók
hann af einstöku æðruleysi og
hann gætti þess alltaf að upplýsa
mig sjálfur um framgang sjúk-
dómsins um leið og hann fékk
nýjar upplýsingar.
Við Eiki áttum sameiginlegt
áhugamál þar sem tónlistin var.
Hann var óþreytandi að bjóða
mér og ná í mig á ýmsar söng-
skemmtanir og mörg undanfarin
ár hef ég verið fastagestur Gerðu
og Eika á árshátíðum og söng-
skemmtunum Árnesingakórsins.
Eiki elskaði að spila á gítarinn
sinn og ég veit ekkert skemmti-
legra en að syngja í góðra vina
hópi. Oft voru sungin lög við
texta eftir Eika sjálfan. Í fjöl-
skylduboðum var Eiki líka ómiss-
andi þar sem hann hélt uppi stuði
með gítarspili og söng. Það er
sárt til þess að hugsa að þessar
stundir verði ekki fleiri.
Elsku Gerða mín, Guðfinnur,
Guðni, Hanna Rún, Oddný Lára
og fjölskyldur. Guð veri með okk-
ur á þessum erfiða tíma.
Ég og fjölskyldan öll söknum
vinar í stað.
Guðrún I. Kristmannsdóttir.
Hann var bjartur og fallegur
síðasti dagurinn hans Eiríks
Eiríkur
Guðnason