Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011
Þjóðarvakning Varðskipsmenn á Ægi hringja bjöllu og þeyta flautu á degi gegn einelti sem var í gær. Þjóðarsáttmáli gegn einelti var undirritaður í Höfða og bjöllum var hringt í tilefni átaksins.
Árni Sæberg
Almennings-
samgöngur eru
nauðsynlegar í
borgum og stærri
bæjarfélögum og
því má margt gott
segja um það, að ný-
lega var ákveðið að
setja gríðarlegar
fjárhæðir til þess að
bæta þær á Reykja-
víkursvæðinu.
Vegna strjálbýlis
höfuðborgarsvæð-
isins munu almenn-
ingssamgöngur ætíð
verða bæði óhag-
kvæmur og frá-
hrindandi kostur.
Því hefði mátt ætla
að þegar ákveðið
var efla þær með tíu
milljörðum, hefðu
hugmyndir um að
laga borgina að öfl-
ugra almennings-
samgöngukerfi fylgt
með í kaupbæti. Ég
hef hvorki séð né
heyrt af slíkum hugmyndum og
er fullviss um að allir milljarð-
arnir, sem eyða á í málaflokkinn
næstu árin, fari fyrir lítið verði
ekki litið til fleiri þátta.
Ég nam arkitektúr og skipu-
lagsfræði í Madríd, höfuðborg
Spánar og þriðju stærstu borg
Evrópusambandsins. Þar búa 3,3
milljónir íbúa og á höfuðborg-
arsvæðinu öllu einar 6,3 milljónir.
Í Reykjavík búa um 120 þúsund
og á höfuðborgarsvæðinu um 200
þúsund. Í gegnum báðar borg-
irnar liggja miklar umferð-
argötur, breiðstrætið Paseo de la
Castillana í Madrid og „hrað-
brautin“ Miklabraut/Hringbraut í
Reykjavík. Paseo de la Castillana
er 12 akreinar og Miklabraut 6-7
akreinar, auk afreina. Höfuðborg-
arsvæði Spánar er 30 sinnum fjöl-
mennara en höfuðborgarsvæði Ís-
lands. Væru svæðin jafn fjölmenn
þyrfti að fjölga akreinum Miklu-
brautar í 200, til að anna aukinni
bílaumferð. Rökfærslan á bak við
þennan útreikning
stenst sjálfsagt ekki
ströngustu fræði-
legar kröfur, en
engu að síður eru
tölurnar sláandi og
benda til þess að
eitthvað verulega
mikið sé að í skipu-
lagi höfuðborg-
arinnar. Þegar ég
sýni erlendum vin-
um mínum borgina,
reka þeir jafnan upp
augu jafnstór Síva-
laturninum, svo for-
viða eru þeir yfir
tætingi hennar.
Fjármálaáfalli
fylgdi algjört hrun í
byggingariðn-
aðinum. Stétt arki-
tekta þurrkaðist
nánast út og þeir
sem ekki hrökkl-
uðust úr landi hafa
eytt lunganum úr
síðustu þremur ár-
um í að mæla götur
bæjarins. Mikið var
talað um að „nú“
væri tíminn til að
skipuleggja og búa í haginn fyrir
betri tíð, án þrýstings frá fjár-
festum og byggingarverktökum.
Teikn eru á lofti um að „hugs-
anlega“ styttist í að byggingar
rísi að nýju, en ekkert bólar á nýj-
um og ferskum skipulags-
hugmyndum og því virðist sem að
þetta einstæða tækifæri sé að
renna skipulagsyfirvöldum úr
greipum. Þannig spara menn aur-
ana og henda krónunni, en fátt er
samfélaginu jafn dýrt og illa
skipulögð borg.
Reykjavíkurborg er föst í viðj-
um vonds skipulags og borg-
arstjórn ætti að bjóða völdum
arkitektastofum til samkeppni
um að skipuleggja hana að nýju.
Þannig mun nýrri hugsun og
ferskum hugmyndum rutt rúm á
þessum vettvangi og arkitektum
sköpuð atvinna til að skila í senn
arðbæru verki og miklu betri
borg.
Eftir Orra
Árnason
»Reykjavík-
urborg er
föst í viðjum
vonds skipulags
og borgarstjórn
ætti að bjóða
völdum arki-
tektastofum til
samkeppni um
að skipuleggja
hana að nýju.
Orri Árnason
Höfundur er arkitekt.
Tíu milljarðar
í almennings-
samgöngur?
Þær tölur um mögu-
legar tekjur ríkisins af
makrílveiðum, sem nú
eru í umræðunni, eru út
úr öllu korti. Þegar því
er haldið fram að ríkis-
sjóður hefði getað aflað
sér 9 milljarða með út-
boði á veiðiréttinum, er
augljóslega gengið út frá
forsendum sem ekki
standast. Þessir 9 millj-
arðar eru hærri tala en nemur fram-
legðinni. Þetta er hærri upphæð en
eftir er, þegar búið er að greiða allan
breytilegan kostnað, svo sem laun sjó-
manna og annan rekstrarkostnað við
útgerðina á borð við olíu, veiðarfæri,
viðhald og svo framvegis. Þá er eftir að
fjármagna alla fjárfestinguna sem er
forsenda makrílútgerðarinnar. Þar
með sjáum við auðvitað að þessar
vangaveltur um meintan mögulegan
ávinning ríkisins af makrílveiðunum
ganga ekki upp.
Sagt er að þessi 9 milljarða ávinn-
ingur ríkisins myndi koma í ljós ef
veiðirétturinn yrði boðinn út. En er
það svo? Finnst einhverjum það líklegt
að útgerðir myndu bjóða svo hátt í
veiðirétt til eins árs, að þær ættu ekki
fyrir launum sjómanna, gætu ekki
borgað fyrir olíuna, veiðarfærin eða
gert við skipin? – Og hvað þá staðið
undir fjárfestingu sem er forsenda
þess að unnt sé að veiða og vinna mak-
rílinn.
Mikil og dýr fjárfesting
Makrílveiðar kalla á mikla fjárfest-
ingu. Þau skip sem ná mestum árangri
í veiðinni eru öflug og dýr. Til þess að
skapa sem mest verðmæti af veiðunum
réðust útgerðirnar í fjárfestingu. Ef
veiðirétturinn væri skýr og til lengri
tíma má fullyrða að fjárfestingin yrði
meiri og árangurinn enn betri. Þannig
sjáum við að þau skip sem best voru
útbúin til veiðanna og til góðrar afla-
meðferðar fengu best afurðaverð.
Leiguafnotaréttur til eins árs er
ekki líklegur til að stuðla að slíku. Þó
er öllum ljóst að aðstæður í þjóðarbúi
okkar kalla á auknar fjárfestingar.
Ekki síst hagsmunir ríkissjóðs. Varla
vilja menn þá búa til fyrirkomulag
gjaldtöku sem vinnur gegn fjár-
munamyndun, fjárfestingu, í sjávar-
útvegi.
Hvað myndu menn
bjóða hátt?
Þær vangaveltur sem
hafa verið um mögulegan
milljarða ávinning ríkis-
sjóðs af makrílveiðun
byggjast á því að útgerð-
armenn bjóði í veiðirétt-
inn það verð sem þeir
telja forsvaranlegt út frá
eigin rekstri. Finnst ein-
hverjum það líklegt að
það verð yrði svo hátt að
ekkert yrði eftir til að
borga fjárfestingu og
dygði ekki fyrir almennum rekstr-
arkostnaði? Þessi spurning svarar sér
sjálf. Það leiðir af þessu að borin von sé
að út úr þessum tilboðum rynnu 9
milljarðar í ríkissjóðinn.
Hvernig verður
staðið að útboðinu?
Og enn má velta upp öðrum fleti.
Hvernig er ætlunin að standa að útboð-
inu? Af umræðunni má ráða að ætlunin
sé fyrst og fremst að tryggja hámarks-
tekjuöflun ríkissjóðs. Það er sjónarmið
út af fyrir sig. En þá er líka ljóst að þau
sjónarmið sem hafa verið uppi í sjávar-
útvegsumræðunni almennt og makríl-
umræðunni sérstaklega, um dreifingu
veiðiréttarins, yrðu fyrir borð borin.
Nú er veiðiréttur í makríl á stórum
uppsjávarskipum, frystitogurum, ís-
fiskskipum og smábátum. Þessir út-
gerðarflokkar eru misvel eða illa í
stakk búnir að bjóða í þessar veiði-
heimildir. Hver yrðu þá örlög þeirra ef
farin yrði tilboðsleiðin?
Það er alveg ljóst að þeir sem nú
reikna sig upp í stjarnfræðilegar upp-
hæðir á grundvelli tilboðsleiðar ganga
út frá því að útboðin verði hömlulaus.
Það er í sjálfu sér sjónarmið sem á full-
an rétt á sér. En menn verða þá líka að
hyggja að afleiðingunum. Með þeim
væru borin fyrir borð öll sjónarmið um
dreifingu kvótans. Finnst þó ýmsum að
samþjöppun hans á undanförnum ár-
um hafi gengið nógu langt, svo ekki sé
tekið dýpra í árinni.
Hvernig verður verðmæti
auðlindarinnar til?
Rétt er það að makrílveiðarnar
ásamt vinnslu afurðanna til sjós og
lands hafa verið ábatasamar, en alls
ekki án áhættu. Gleymum því ekki að
við erum hér að veiða úr stofni sem
mjög nýlega er farinn að ganga í svona
miklum mæli inn í lögsöguna. Við eig-
um núna í viðræðum við önnur strand-
ríki um kvóta okkur til handa og eng-
inn veit á þessari stundu hvert þær
munu leiða okkur. Við höfum verið að
veiða aflann og vinna hann við að-
stæður sem margir töldu fyrirfram
ómögulegar. Makríllinn er veiddur að
sumarlagi þegar hann er feitur og alls
ekki auðveldur í vinnslu. Var það raun-
ar álit margra samkeppnisaðila okkar
að útilokað yrði að gera hann að al-
mennilegri vöru við slíkar aðstæður.
Sjávarútvegsmenn okkar í samvinnu
við vísindamenn okkar náðu hins vegar
tökum á þessu verkefni með árangri
sem þjóðarbúið nýtur nú mjög góðs af.
Forsenda þess var auðvitað fiskveiði-
rétturinn sem hvatti útgerðir til þess
að reyna að ná fram hámarksafrakstri
úr nýtingu takmarkaðrar auðlindar.
Þannig sjáum við enn einu sinni að það
er einmitt fyrirkomulagið við veið-
arnar sem getur haft áhrif á það
hversu verðmæt auðlindin okkar er.
Hinn einstaklingsbundni fiskveiði-
réttur stuðlar að hagkvæmni, því að
hann býr til hvata fyrir þá sem veið-
arnar stunda að búa til eins mikil verð-
mæti og framast er unnt út úr tak-
markaðri auðlind.
Langtímahugsun eða löngun
til skammtímaávinnings
Fyrir fiskveiðiréttinn er sanngjarnt
að greitt sé afgjald til eigandans, þjóð-
arinnar. Um það er ekki lengur mikill
ágreiningur. En menn hljóta þá líka að
geta sammælst um að slíkt gjald hamli
ekki fjárfestingum í atvinnugreininni,
né komi í veg fyrir að útgerðir geti há-
markað verðmæti þess takmarkaða
afla sem úr sjó er dreginn. Löngunin til
skammtímaávinnings má ekki bera
langtímahugsunina ofurliði. Jafnvel
ekki þó hún sé drifin áfram af svo göf-
ugri hugsjón sem þeirri að bera björg í
bú ríkissjóðs. Það er nefnilega aldrei
gott að menn geri villuljós að leiðarljósi
sínu.
Eftir Einar Kristin
Guðfinnsson » Finnst einhverjum
það líklegt að það
verð yrði svo hátt að
ekkert yrði eftir til að
borga fjárfestingu og
dygði ekki fyrir almenn-
um rekstrarkostnaði?
Einar K.
Guðfinnsson
Höfundur er alþingismaður.
Þegar villuljós
verður leiðarljósið