Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011 flygill í stofunni en bæði Regína og móðir hennar Guðbjörg spiluðu á píanó. Mér fannst eins og ég væri komin inn á útlenskt heimili. Fallega silfrið hennar Guðbjargar var í fína stofuskápn- um og við Regína fengum að pússa það fyrir jólin. Eitt sinn var Gunnar pabbi Regínu sendur út í búð að kaupa inn til heimilisins sem var svosem ekkert óvenju- legt en þegar hann kom úr búð- inni var hann sendur jafnskjótt til baka með klósettpappírinn því hann var ekki í rétta litnum, hann varð að vera bleikur og mjúkur. Það var yndislegt að vera inni á heimili Regínu. Þegar við komum heim úr skólanum var Gunnar pabbi hennar kominn heim og smurði brauð handa okkur í eld- húsinu. Einkennisklæðnaður Gunnars eftir vinnu á daginn var blái sloppurinn sem náði niður á hné, hvítu síðu nærbuxurnar sem voru vel girtar niður í svörtu sokkana og flókainniskór. Svo gekk hann um eldhúsgólfið og hélt heilu ræðurnar um ungdóm- inn og hvað lífið væri varasamt, á meðan hámuðum í okkur brauðið og skoluðum því niður með kakó- malti. Við brostum út í annað og sögðum já þar sem við átti. Í uppeldi Regínu var trúin mjög mikilvæg og ég veit að í veikindum sínum sótti hún mik- inn styrk í Biblíuna sem hún hafði alltaf við hlið sér. Regína var mik- il pabbastelpa og annaðist hún pabba sinn af alúð og umhyggju þegar hann veiktist og þar til hann dó 1998. Sömuleiðis hefur Regína sýnt móður sinni Guð- björgu mikla umhyggju undan- farin ár og verið henni stoð og stytta, voru þær mæðgur mjög samrýmdar og veit ég að Regínu þótti gott að leita ráða hjá mömmu sinni. Missir Guðbjargar er mikill. Elsku Rabbi, Gunnar og Skorri. Missir ykkar er mestur. Hver hefði trúað því fyrir 4 mán- uðum síðan að þið stæðuð í þess- um sporum í dag. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Það eru ótal góðar minningar sem koma upp í hugann eftir 30 ára órofinn vinskap, við vorum eins og systur. Í einum skilaboð- unum af mörgum sem hún sendi mér í sumar skrifaði hún: „Við er- um óaðskiljanlegar og á milli okk- ar er sterk taug sem mun aldrei rofna.“ Guð geymi þig. Þín besta vinkona, Hrefna Lind Borgþórsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Þó er eins og yfir svífi enn og hljóti að minna á þig þættirnir úr þínu lífi, þeir, sem kærast glöddu mig. Alla þína kæru kosti kveð ég nú við dauðans hlið, man, er lífsins leikur brosti ljúfast okkur báðum við. (Steinn Steinarr) Regína mín, hvíl í Guðs friði. Þín æskuvinkona, Anna Fríða Garðarsdóttir. Frænkuhópurinn samanstend- ur af tuttugu systkinadætrum, sú elsta fæddist árið 1941 og var Regína Sólveig síðust í röðinni, fædd árið 1969. Við sem eldri er- um kynntumst í æsku en þegar fjölskyldan hélt áfram að stækka og engin venjuleg fjölskylduhús gátu hýst hópinn tvístraðist hann, sem smám saman varð til þess að við hættum að hittast og þekkt- umst lítið sem ekki neitt. Það var á sorgarstundu eins og þessari í janúar 1999, ein frænkan úr hópnum hafði misst son sinn og við vorum allar samankomnar að fylgja ungum frænda okkar til hinstu hvíldar. Þá tók Díssella, sem er elst okkar, af skarið og hó- aði okkur öllum saman með þeim orðum að nú gengi þetta ekki lengur, við yrðum að hittast og kynnast hver annarri. Í febrúar þetta sama ár hitt- umst við allar og frá þeim degi hafa vináttu- og frænkutengslin verið að þéttast og styrkjast. Eins og við er að búast eru við- fangsefnin ólík í svona stórum og aldursbreiðum hópi. Við deildum hver með annarri því sem við vor- um að fást við, bæði gleðitíðindum og einnig þegar erfiðir tímar bönkuðu uppá hjá okkur. Í byrjun vorum við flestar búnar að ala upp börnin okkar en Regína var enn að leita að hinum eina rétta og þrátt fyrir að hún gæti verið dótt- ir okkar flestra kom hún á fræn- kufundina með sína glaðlyndu fal- legu útgeislun sem lýsti upp umhverfi okkar. Hún hlustaði með athygli og einlægum áhuga á það sem við sögðum og deildi draumum sínum með okkur. Óteljandi margar ánægju- og gleðistundirnar erum við búnar að eiga saman en sú stund sem okkur er öllum eftirminnilegust er þegar Regína varð ástfangin og bauð okkur öllum í brúðkaupið sitt. Og þvílíkt brúðkaup, Regína var eins og álfaprinsessa úr hulduheimum, svo ótrúlega falleg og hamingjan geislaði af henni. Stuttu síðar kom hún í frænkuhóp og átti von á öðru barni, allt gekk upp eins og í ævintýrunum hjá al- vöruprinsessum. Regína Sól blómstraði í sínu nýja hlutverki, eiginkona og móðir tveggja sona. Fyrr á árinu áttum við frænku- fund á fallegu heimili Regínu og Rabba, draumahúsinu sem þau byggðu saman. Það geislaði af ungu frænku okkar, hún var stolt og glöð húsmóðir, ástfangin og hamingjusöm. Síðasti fundur okkar með Reg- ínu var í lok júní í sumar. Hún skaust inn í nokkrar mínútur til að segja okkur að hún hefði verið að koma frá lækni, bara eitthvert lítið mein sem yrði fjarlægt, svo brosti hún, hló og gerði að gamni sínu eins og venjulega. Yndislega, fallega unga Regína okkar er sú fyrsta úr hópnum sem kveður. Við þökkum henni sam- fylgdina, gleðina og fegurðina sem hún kom með inn í líf okkar allra. Rabba, Gunnari, Skorra og allri stórfjölskyldunni sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Díssella, Þórdís Guðrún, Þórdís Stefáns, Soffía, Alda, Sólveig Björg, Kristín, Þórdís Kjartans, Margrét, Björg Kjartans, Sæunn, Ásta Kjartans, Þórdís Ósk, Lóa Dís, Ásta Jovva, Tordis Gu- drun, Ásdís Rósa, Guð- rún og Björg Baldurs. Glæsileiki var það sem kom upp í hugann þegar ég hitti Reg- ínu í fyrsta skipti er við hófum að vinna saman að skipulagningu Landsmóts hestamanna 2008. Við urðum fljótt nánar vinkonur og í framhaldinu myndaðist fallegt samband milli fjölskyldna okkar. Farið var í hestaréttir, útreiða- túra, útilegur, matarveislur, hleg- ið og glaðst. Regína og Rabbi, lífs- förunautur hennar, voru glæsileg hjón, gefandi félagsskapur og ekki var annað hægt en að kolfalla fyrir litlu yndislegu pjökkunum þeirra, Gunnari og Skorra. Enginn komst hjá því að hrí- fast af Regínu, heiðarleiki og ein- lægni einkenndi allt hennar fas. Hún var frábær móðir og eigin- kona. Tindrandi falleg og greind. Skemmtileg og sannur vinur. Regína var eins og kletturinn í hafinu og dýrmætt að eiga hana að þegar 14.000 manna sam- kunda, Landsmót 2008, stóð sem hæst. Þá reyndi oft á. Kímnin og fallega brosið hennar var hins vegar aldrei langt undan og gat gert kraftaverk. Eitt sinn rák- umst við hvor á aðra á hlaupum innan um gríðarlegan mannfjöld- ann, stöldruðum við, horfðumst í augu, fengum þvílíkt hláturskast að við gátum vart staðið upprétt- ar og tárin runnu niður skítugar kinnarnar. Á meðan hringdu sím- ar okkar beggja látlaust. Útjask- aðar af þreytu og álagi eins og gengur, svefnlausar en sáttar, náðum við í sameiningu að losa um spennu og halda ótrauðar áfram. Ósérhlífni og dugnaður Regínu var aðdáunarverður, aldrei var neitt hálfkák í vinnubrögðum hennar. Hún áorkaði miklu en hreykti sér aldrei af hvað henni tókst vel til. Hæfileiki hennar til að gera hlutina vel var meðfædd- ur og væri henni hrósað fyrir dugnað hváði hún í forundran. „Já, er það?“ sagði hún þá með spurnarsvip. Þarna kom náttúru- barnið og hestakonan Regína vel í ljós. Í sveitinni sinna alvörubænd- ur störfum sínum af alúð og sam- viskusemi. Þarf rós í hnappagatið fyrir það? Regína kenndi sam- ferðafólki sínu margt enda var nærvera hennar hlý, gefandi og jákvæð. Æðruleysið sem ávallt hefur einkennt þau hjón sýndi sig vel í erfiðleikunum síðustu mánuði. Þrátt fyrir ósanngjarna baráttu örlaði aldrei á biturð eða reiði. Aðdáunarverður var lífsþroski þeirra þrátt fyrir augljósa sorg sem nísti inn að beini. Sjaldan hef ég hitt fölskvalausari manneskjur á ferðalagi mínu um lífið. Þegar ég loka augunum og hugsa til hennar Regínu minnar sé ég ljós og birtu og gott ef hinn mikli hestamaður og brautryðj- andi Gunnar Bjarnason, faðir hennar, bíður hennar ekki í nýj- um heimkynnum. Hann er búinn að leggja á fyrir stúlkuna sína og er tilbúinn með tvo glæsigæðinga. Við sem vorum svo lánsöm að kynnast Regínu munum í sorg- inni ylja okkur við fallegan minn- ingaeldinn og drengirnir, sem voru henni allt, halda áfram að fegra líf okkar. Elsku hjartans Rabbi, Gunnar og Skorri, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um yndislega móður, eiginkonu, félaga og sannan vin lifir áfram með ykkur. Ég votta eftirlifandi móður Regínu, Guðbjörgu Jónu Ragn- arsdóttur, systkinum, fjölskyld- um þeirra og tengdafólki mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín, fallega Regína. Jóna Fanney Friðriksdóttir. Það var einn fagran sumardag sem falleg fjölskylda ók í hlað á Langabarði með fullfermi af hest- um í eftirdragi og gleði í hjarta og sinni. Þar var komin góðvinkona mín til margra ára, Regína, ásamt Rafnari eiginmanni og með stolti kynnti hún fyrir mér synina tvo, Gunnar og Skorra Hrafn. Ætlun- in hjá þeim var að stunda útreiðar í sumarfríinu í fallegri náttúru Tungnanna. Það voru sannarlega ánægjulegir dagar að fylgjast með minni góðu vinkonu og sjá hversu hamingjan og gleðin fóru um hana mjúkum höndum. Af mildi og ákveðni vakti hún yfir ungum og athafnasömum sonun- um sem fóru hamförum um land- areignina þar sem ævintýraheim- ur leyndist við hvert fótmál. Árangurinn í lok frísins var myndarlegur haugur af járnarusli sem lengi hafði staðið til að safna saman til förgunar og þeir höfðu tekið ómakið af mér. Var það vissulega stolt móðir sem hafði getað laðað strákana til að eyða orkunni í gagnlega hluti. Lagði ríka áherslu á að sveinarnir ungu höguðu sér nú vel og sýndu kurt- eisi – sem þeir að sjálfsögðu gerðu. Ég hafði kynnst Regínu sem krakka í gegnum Gunnar föður hennar. Hún hafði frá fyrstu tíð heillandi framkomu, ákveðin og indæl en umfram allt skemmtileg. Við hittumst alltaf öðru hvoru á förnum vegi með mislöngum hléum og átti ég þess góðan kost að fylgjast með lífshlaupi hennar úr fjarlægð. Mér er það minnis- stætt þegar hún tilkynnti að nú væri hún komin með góðan kær- asta sem hún elskaði af öllu hjarta og ekki var hún síður stolt þegar ég eitt sinn hitti hana með barna- vagn og frumburðinn þar innan- borðs. Þá ljómaði Regína af lífs- gleði og hamingju. Eitt áhugamál áttum við sam- an sem var faðir hennar, Gunnar Bjarnason. Var hann okkur óend- anleg uppspretta umræðuefnis þar sem við rifjuðum upp og spáð- um og spekúleruðum í athöfnum og lífskoðun hans. Sögðum hvort öðru sögur af einu eða öðru sem við höfðum upplifað með honum. Þá var stutt í þennan tístandi kitl- andi hlátur Regínu sem hún fékk í arf frá föður sínum og góðan húm- or að auki. Mér var það mikið gleðiefni þegar Regína tók við starfi versl- unarstjóra hjá Líflandi. Það var ekki ónýtt að eiga hauk í horni þar innanbúðar auk þess sem það gaf okkur aukin tækifæri til að hittast og spjalla. Þá flaug tíminn með örskotshraða og urðu verslunar- ferðirnar þar oft lengri en til stóð. Ég hafði hugsað og vonað að heimsóknir Regínu með fjölskyld- una í Langabarð yrðu árlegar, svo góð sem nærvera þeirra var. Staðreyndir tilverunnar eru oft bitrar og sárar. Nú hellist harm- urinn yfir við sviplegt fráfall þess- arar góðu og áhugaverðu vin- konu. Sanngirnin er ekki alltaf með í farteskinu þegar lífið og dauðinn kallast á og verð ég að segja það ósegjanlega ósann- gjarnt að þessi unga góða móðir og elskaða eiginkona þarf að kveðja fjölskyldu sína og vini með svo ótímabærum hætti. Hennar verður sárt saknað en vissulega huggun harmi gegn að Regína skilur eftir sig góðar minningar sem ylja munu um ókomna tíð. Ég og Brynhildur sendum fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Valdimar Kristinsson. Hjarta okkar og ástvina er kramið af sorg vegna fráfalls Regínu, vinkonu okkar. Regína kom inn í líf okkar þegar hún kynntist Rabba fyrir u.þ.b. 11 ár- um. Það fyrsta sem við tókum eft- ir í fari hennar og við heilluðumst af var hlátur hennar, lífsgleði og hversu falleg hún var. Síðan kom- umst við að því að hún var ekki bara falleg að utan heldur að inn- an líka. Hún Regína var svo dug- leg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, svo metnaðarfull og mik- ill fagurkeri, það var alltaf svo hreint og snyrtilegt í kringum hana. Stórkostleg móðir og eig- inkona og hún elskaði alla strák- ana sína út af lífinu. Alltaf þegar við hittumst var svo gaman hjá okkur, sérstaklega í okkar árlegu aðventuferð á Laugarvatni þar sem við komum saman þrjár fjölskyldur og hver fjölskylda hafði sínu hlutverki að gegna að hætti Regínu. Við minn- umst einnig þegar þið Rabbi og strákarnir komuð með okkur til Spánar sumarið 2008. Yndisleg ferð í alla staði og við nutum lífs- ins í þrjár vikur í sól og hita. Reg- ína hafði gríðarlega mikinn áhuga á tísku og púlsinn því tekinn á tískunni á Spáni og ófáar ferðirn- ar voru farnar í verslunarleiðang- ur. Einnig eigum við góðar minn- ingar þegar stelpurnar okkar fengu að koma og vera hjá ykkur í hesthúsinu og þær fengu að kynn- ast hestunum ykkar og umgang- ast þá og þið Rabbi voruð svo frá- bærir leiðbeinendur fyrir stelpurnar sem vildu kynnast hestamennskunni og það var svo gaman að sjá hversu mikil ástríða hestamennskan var hjá Regínu og það var einmitt hestamennsk- an sem leiddi þau Rabba saman. Stórt skarð er höggvið í vina- hópinn og það er svo sárt að þurfa að kveðja svona yndislega konu eins og hana Regínu okkar. Við viljum votta Rabba, Gunnari, Skorra, fjölskyldu Regínu, og öll- um þeim sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hennar okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykk- ur og gefi ykkur styrk. Regína mun lifa áfram í hjörtum okkar alla ævi. Þínir vinir, Valtýr Reginsson, Ingibjörg Pétursdóttir, Thelma Lind og Theódóra Steinunn Valtýsdætur. Í dag kveð ég yndislega vin- konu mína, Regínu Sól, sem er fallin frá langt fyrir aldur fram. Við Regína höfum þekkst frá því haustið 1994 þegar við vorum báðar við nám í Háskólanum á Bifröst. Einhvern veginn þá æxl- aðist það þannig að við fórum að leigja saman sumarbústaðinn „Systraborg“ meðan við vorum í náminu. Búskapur okkar varði í þrjú misseri og okkur samdi alveg einstaklega vel. Regína varð hálf- gerð mamma mín þegar við bjuggum saman, hún vissi alltaf hvað vantaði í ísskápinn þegar leið lá í höfuðborgina og var alltaf með allt á hreinu varðandi heim- ilishaldið. Í þessari sambúð þá urðum við algjörar perluvinkonur og við leystum saman öll okkar heimsins hjartans mál. Eftir að við kláruðum skólann þá heimsótti ég Regínu oft, það var gott að koma til hennar í vin- konuspjall eða þegar eitthvað bjátaði á. Alltaf tók Regína vel á móti mér og sýndi því áhuga sem ég var að gera eða hafði að segja. Í gegnum tíðina höfum við brallað margt saman, farið í útilegur, sumarbústaði, óvissuferð og meira að segja í prinsessuferð til Spánar. Regína var mikil hestakona og þvílíkur happafengur það var hjá henni að hitta hann Rabba sem var líka hestamaður og þau gátu sameinað sitt áhugamál í lífi og leik. Regína var stolt af auga- steinunum sínum, Gunnari og Skorra Hrafni, og þeir áttu hug hennar allan. Elsku besta Regína mín, það var mikill heiður að kynnast þér, þú varst traust og góð vinkona. Þú varst kjarnakona, dugnaðar- forkur og hafðir svo mikið að gefa. Minningin um þig lifir í hjarta mínu um ókomna tíð. Elsku Rabbi, Gunnar og Skorri Hrafn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi góð- ur guð gefa ykkur styrk til að tak- ast á við þessa miklu sorg og stóra missi. Lóa Dögg Pálsdóttir. Kveðja frá Líflandi Það er alltaf sárt að sjá á eftir fólki í blóma lífsins og þá ekki síst þegar ung börn verða fyrir for- eldramissi. Regína Sólveig Gunn- arsdóttir kvaddi okkur alltof snemma – langt fyrir aldur fram. Regína starfaði fyrir Lífland um tæplega 2ja ára skeið. Hún kom til starfa á vormánuðum 2009 og mætti til leiks glæsileg og full af lífsorku. Heimur hestamanna var heim- ur Regínu, enda hafði hún alist upp við þessa íþrótt alla tíð þar sem faðir hennar, Gunnar Bjarnason, gegndi stöðu hrossa- ræktarráðunautar og vann ötul- lega að markaðssetningu íslenska hestsins á erlendri grundu. Á full- orðinsárum naut hún hesta- mennskunnar fyrst og fremst í frístundum, en oftlega lýsti hún því hversu mikilvæg hesta- mennskan væri henni og fjöl- skyldu hennar. Regína þekkti afskaplega marga í hestamennskunni og hafði lifandi áhuga á því sem um var að vera í faginu. Regína hafði mikinn metnað í starfi og auga fyrir því sem betur mátti fara. Hún var kraftmikil og með sterka útgeislun; dugnaðarforkur sem tókst á við dagleg verkefni af elju en jafnframt þó af alúð. Við samstarfsfélagar hennar minnumst hennar með hlýju og virðingu. Við sendum eiginmanni Regínu og sonum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Regínu Sólveigar Gunn- arsdóttur. Fyrir hönd samstarfsfélaga hjá Líflandi, Bergþóra Þorkelsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGÞÓR SIGURJÓNSSON veitingamaður, Brúnalandi 21, Reykjavík, sem lést á krabbameinslækningadeild 11E á Landspítalanum að morgni miðvikudagsins 26. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á minningarsjóði Landspítalans. Kristín Auður Sophusdóttir, Sophus Auðun Sigþórsson, Hjördís S. Björgvinsdóttir, Kristín Auður, Sophus Ingi, Dagur Auðun, Kristín María Sigþórsdóttir, Ben Moody, Iris Æsa María. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR EMIL ÁGÚSTSSON fyrrv. lögregluvarðstjóri, áður til heimilis að Njörvasundi 10, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugar- daginn 29. október, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Kristín Sigurðardóttir, Greta Sigurðardóttir, Hermann Sigurðsson, Alexis Boyanowski, Guðjón Sigurðsson, Sigríður Pálsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Sigurður Harðarson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.