Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 33
Þegar ég rakti fyrir honum hvern-
ig þýska utanríkisráðuneytið væri
að gera upp fortíð sína á valdatíma
nasista var þetta honum mikið
fagnaðarefni og tók hann af mér
loforð að senda sér efni um þetta.
Það loforð efni ég ekki úr þessu og
sakna þess að geta ekki fylgt Ein-
ari síðasta spölinn.
Gunnar Snorri
Gunnarsson.
Fjaran við Ægisíðu í Reykjavík
hefur löngum verið leiksvæði
barna. Á fjöru hafa ókannaðar
slóðir sem annars eru undir sjó
seiðandi aðdráttarafl. Hvað er þar
að sjá sem annars er hafsbotn?
Hver kemst lengst frá landi?
Snemma á sjöunda áratugnum
atvikaðist það svo að tveir strákar
höfðu brölt yfir sleipan þarann og
náð alla leið þangað sem nokkrir
stórir steinar gnæfa upp úr og
sjást jafnt á fjöru sem flóði. Þeir
gleymdu sér líklega af spenningi
og tóku ekki eftir að flæddi að fyrr
en þeir og hinir krakkarnir, sem
skemmra höfðu farið, áttuðu sig á,
að engin fær leið var að landi.
Enginn var syndur á svo ungum
aldri. Upp hófust hróp og köll á
hjálp.
Svo vildi til að mann bar að sem
án þess að hika óð út í sjóinn og út
að steinunum þar sem hinir tveir
hímdu, sótti þá og bar á land.
Mamma hlúði að stráknum sínum
þegar heim var komið, en síðan
setti að henni skjálfta við tilhugs-
unina um hvað hefði getað orðið.
Ég gaf mig fram við Einar B.
Pálsson fyrir mörgum árum og
vakti máls á þessum atburði með
þakkarorðum. Já, varst það þú,
sagði hann og lét falla vinsamleg
orð í minn garð. Við heilsuðumst
ávallt síðan, meðal annars á tón-
leikum Sinfóníunnar. Fyrir fáum
árum mættumst við á göngu við
Ægisíðu á björtum og fögrum
degi. Tókum tal saman, rifjuðum
upp atvikið og hann benti ná-
kvæmlega á staðinn sem þetta
gerðist. Fleira ræddum við, vor-
um þingsveinar á Alþingi með hátt
í hálfrar aldar millibili og bárum
saman bækur um þá skemmtilegu
reynslu.
Að Einari B. Pálssyni látnum
hugsa ég með virðingu og þökk til
þessa heiðursmanns sem bar aug-
ljós merki gæfu og farsældar í lífi
sínu. Ástvinum hans færi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Ólafur Ísleifsson.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Gisting
Höfum til leigu íbúð með
gistiaðstöðu fyrir 6-7 manns.
Fullbúin íbúð, gott verð.
Upplýsingar í síma 690-4899.
Hljóðfæri
Píanótímar
Tek að mér að kenna fólki á öllum
aldri á píanó. 20+ ára reynsla í
kennslu. Fyrsti tími frír. S. 698 8288.
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Tómstundir
Fjarstýrðar þyrlur í úrvali
Erum með mikið úrval af fjarstýrðum
þyrlum. Nýjasta tækni. Tilbúin til
flugs beint úr kassanum. Netlagerinn
slf. / Tactical.is - Dugguvogi 17-19,
2. hæð. S. 517-8878.
Til sölu
Plastgeymslu-útihús
Plastgeymslu-útihús. 4,5 fm. Auðveld
í uppsetningu og viðhaldsfrí. Verð
180 þús. Uppl. í síma 893-3503 eða
845-8588.
Óska eftir
Kaupi gamla mynt og seðla
Kaupi gömul mynt- og seðlasöfn. Met
og geri tilboð á staðnum. Áralöng
reynsla. Kaupi einnig minnispeninga
og orður. Gull- og silfurpeninga.
Sigurður 8215991.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Ýmislegt
TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ
Dömuskór úr leðri.
Verð: 3.500,-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími: 551 2070,
opið: mán. - fös. 10 - 18,
opið lau. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bílaþjónusta
SÖLUSKOÐANIR BIFREIÐA
Ertu að kaupa bíl? Láttu fagmenn
greina ástand hans áður en þú
gengur frá kaupunum. Skoðunin
kostar frá kr. 9.900. Ekki þarf mikið
til að hún borgi sig margfalt. Fáðu
aukna vissu í bílakaupin með
söluskoðun Frumherja.
Tímapantanir í síma 570 9090.
Frumherji –
örugg bifreiðaskoðun.
Hjólbarðar
Kebek vetrardekk
Hönnuð og prófuð í Kanada.
4 dekk + umfelgun - Tilboð
185/65 R 15 49.900 kr.
195/65 R 15 53.900 kr.
205/55 R 16 63.900 kr.
215/65 R 16 79.900 kr.
Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b,
Kópavogi, s. 5444333.
Ökukennsla
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '11.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Auris '11.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
BMW 116i.
8921451/5574975.
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur, laga
ryðbletti á þökum og tek
að mér ýmis smærri verk.
Upplýsingar í síma 847 8704
eða manninn@hotmail.com.
Stigahúsateppi
Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík. S. 533 5800.
www.strond.is.
Það stafaði ævintýraljóma af
nafni Óla Tynes. Hann var að
sönnu afburða blaða- og frétta-
maður; stjörnublaðamaður eins
og nú tíðkast að kalla slíka. Hann
kom víða við sögu á löngum ferli,
átti mörg „skúbbin“. Sól Óla reis
líklega hæst þegar ég var að stíga
mín fyrstu spor í blaðamennsku
eftir að hafa orðið þeirrar gæfu
aðnjótandi að vera einn af stofn-
endum Dagblaðsins haustið 1975.
Þá stafaði ævintýraljóma af nafni
Óla Tynes. Hann var á vettvangi
sögulegustu stundar þorskastríð-
anna þegar freigátan Falmouth
sigldi á varðskipið Tý vorið 1976.
Það var heimssögulegur atburð-
ur og mikil mildi að enginn fórst í
þeim hildarleik. Óli var um borð í
Óli Tynes Jónsson
✝ Óli Tynes Jóns-son fæddist í
Reykjavík 23. des-
ember 1944. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 27. októ-
ber 2011.
Útför Óla Tynes
fór fram frá Foss-
vogskirkju í
Reykjavík 3. nóv-
ember 2011.
Falmouth. Breska
ljónið öskraði af öll-
um mætti en þá
stóð Ísland í lapp-
irnar gagnvart evr-
ópsku ofbeldi og á
barmi mesta sigurs
íslenska lýðveldis-
ins; fullnaðarsigurs
í baráttunni um
landhelgina. Þá var
Ísland áhrifamesta
smáríki veraldar og
Henry Kissinger, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, talaði um
vald „hinna smáu“ yfir stórþjóð-
um.
Ég gef Óla orðið: „Týr var
fram undan á stjórnborða – mér
fannst makalaust hvað freigátan
var fljót að ná upp hraða. Vél-
arafl Falmouth var gífurlegt –
hraðinn var farinn að nálgast
hraða bílanna á Miklubrautinni.
Þegar Plumer skipherra sagði
„Hard to starboard!“ áttaði ég
mig á hvað var að gerast. Ég var
kominn með dynjandi hjartslátt.
Mér brá hrikalega, rann kalt
vatn milli skinns og hörunds. Nú
sá ég raunverulega hvað stóð til.
Gat þetta verið? Ég ætlaði ekki
að trúa þessu – ekki síst af því að
þetta mikla herskip var á fullri
ferð. Nú blasti við að þúsundir
tonna myndu rekast á Tý. Eins
og stórt mótorhjól keyrði á vespu
– slíkur var stærðarmunurinn.
Það lá ljóst fyrir hvað breski
skipherrann ætlaði sér. Hann
hugðist sigla beint inn í hliðina á
Tý á fullri ferð – nokkuð sem
aldrei hafði gerst í neinu þorska-
stríði. „Nei, nei, nei!“ hrópaði ég.
Það er við hæfi að minnast
hinna miklu atburða, nú þegar
þessi góði drengur hefur kvatt en
hann lýsti atburðum í gamla Vísi
og ágætri bók Óttars Sveinsson-
ar fyrir nokkrum árum. Það var
ekki fyrr en á tíunda áratugnum
sem leiðir okkar lágu saman á
Stöð 2 og Bylgjunni. Það tókst
með okkur góð vinátta sem aldrei
bar skugga á. Af Óla stafaði ein-
læg vinsemd í garð allra.
Góður drengur er fallinn frá,
langt um aldur fram. Ég votta
fjölskyldu Óla innilega samúð
mína.
Hallur Hallsson.
Elsku vinur, nú kveð ég þig í
hinsta sinn. Minningarnar eru
margar sem munu lifa með mér
það sem ég á eftir ólifað. Þú
snertir mörg hjörtu á þinni lífs-
leið, mitt hjarta er eitt af þeim.
Orð þín þegar við hittumst voru
alltaf: „Svenni minn, hvernig hef-
ur þú það, elsku karlinn minn“ og
svo kom faðmurinn á eftir. Það
var sannkallaður heiður að fá að
hafa kynnst þér, vinna með þér,
læra af þér. Allar þær stundir
sem við eyddum í að skiptast á
skoðunum. Ég naut hverrar mín-
útu af þeim tíma. Með andláti
þínu er stórt skarð höggvið í
stétt fréttamanna. En það góða
við þetta allt er að goðsögn þín
mun lifa um aldur og ævi. Ég
verð einn af þeim sem segja sög-
ur af vini mínum Óla Tynes og
ævintýrum hans
Ég ætla að kveðja þig með
þessum orðum: Ef það er til ann-
að líf eftir þetta líf þá ætla ég að
þekkja þig líka þar.
Sveinn Snorri Sighvatsson.
Sunnudag 6. mars 1966 stofn-
uðu nokkrir ungir áhugamenn
um froskköfun með sér fé-
lagsskap. Var stofnfundurinn
haldinn á ísjaka úti á Elliðavogi.
Aðalhvatamaður að stofnuninni
var Óli Tynes, og var Óli einróma
kjörinn formaður félagsins. Að
hans uppástungu var félagið og
félagarnir kallaðir „Syndaselir“
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.
„Ég hringi á morgun,“ ég hugsaði þá,
„svo hug minn fái hann skilið“,
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli’ okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég
gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
(Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson)
Ég votta ættingjum innilega
samúð mína.
Óli Rafn (Syndaselur).
Sveitakeppni lokið
í Gullsmáranum
Sveit Þorsteins Laufdal sigraði í
sveitakeppni félagsins, eftir harða
lokabaráttu. Auk Þorsteins spiluðu í
sveitinni: Páll Ólason, Sigurður
Njálsson og Pétur Jónsson.
Lokastaða efstu sveita:
Sveit Þorsteins Laufdal 238
Sveit Lúðvíks Ólafssonar 227
Sveit Ármanns J. Lárussonar 224
Sveit Guðrúnar Gestsdóttur 216
Sveit Birgis Ísleifssonar 214
Sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 212
Sveit Einars Markússonar 206
Sveit Þorleifs Þórarinssonar 205
Að lokinni sveitakeppninni,var
spilaður stuttur tvímenningur.
Úrslit íN/S:
Ragnar Haraldsson - Bernhard Linn 183
Næsta sunnudag, 13. nóv., hefst
fjögurra kvölda tvímenningskeppni,
þar sem þrjú bestu kvöldin gilda til
úrslita. Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum klukkan
19.
Svæðamót Norðurlands
vestra í tvímenningi
Laugardaginn 5. nóvember var
spilaður tvímenningur í brids í bók-
námshúsi Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra. Um var að ræða svæða-
mót Norðurlands vestra.
Til leiks mættu 14 pör. Spilaðar
voru 13 umferðir, 4 spil milli para eða
52 spil.
Úrslit urðu sem hér segir:
Eyjólfur Sigurðsson -
Ólafur Sigmarsson 75
Reynir Helgason - Frímann Stefánsson 71
Björn Friðriksson - Björn G. Friðriksson 47
Smári Víglundsson - Marinó Steinarsson 37
Jón Örn Berndsen - Ásgr. Sigurbjörnss. 16
nóvember. Spilað var á 13 borðum.
Meðalskor: 312 stig. Árangur N-S:
Haukur Harðarson – Ágúst Helgason 385
Björn Svavarss. –
Jóhannes Guðmannss. 380
Birgir Sigurðsson – Jón Þór Karlsson 366
Júlíus Guðmss. – Magnús Halldórss. 330
Árangur A-V:
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnss. 388
Sigurjón Helgason – Helgi Samúelss. 384
Oddur Jónsson – Óskar Ólafsson 350
Höskuldur Jónss. – Elías Einarss. 327
Bridsdeild
Breiðfirðinga
Sunnudaginn 6/11 var spilaður
eins kvölds tvímenningur. Hæsta
skor kvöldsins í N/S:
Jórunn Kristinsd. - Stefán Óskarsson 222
Birgir Kristjánsson - Jón Jóhannsson 221
Oddur Hannesson - Árni Hannesson 209
Austur/Vestur:
Magnús Sverriss. - Guðlaugur Sveinss. 197
Sigrún Andrews - Ólöf Ingvarsd. 188
Birna Lárusd. - Sturl. Eyjólfsson 183
Katarínus Jónsson - Jón Bjarnar 76
Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 73
A/V
Örn Einarsson - Pétur Antonsson 81
Gunnar Alexanderss. - Elís Helgas. 72
Það verður svo tvímenningur á
dagskrá til jóla.
Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl 4, mánudaginn 7.
nóvember. Spilað var á 14 borðum.
Meðalskor: 312 stig. Árangur N - S:
Júlíus Guðmss. - Magnús Halldórss. 403
Bjarni Þórarinss. - Oddur Halldórss. 390
Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 346
Valdimar Ásmundss. - Björn Péturss. 346
Árangur A - V:
Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 386
Albert Þorsteinsson - Bragi Björnss. 384
Hrólfur Guðmss. - Karl Loftsson 382
Jón Þór Karlss. - Magnús Jóhannss. 358
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 3.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota innsendi-
kerfi blaðsins. Smellt á Morgun-
blaðslógóið í hægra horninu efst
og viðeigandi liður, "Senda inn
minningargrein", valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar