Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 39
Úr kyrrðinni spretta lög Song for Wendy er samstarfs-verkefni þeirra BryndísarJakobsdóttur og danskatónlistarmannsins Mads Mouritz Gjellerod. Nafnið vísar til enska ljóðskáldsins Wendy Cope, enda voru fyrstu lög þeirra samin við ljóð úr ljóða- safninu Poem for the Day sem enska ljóðskáldið Wendy Coates setti saman og hefur að geyma ljóð frá ýmsum tím- um. Sá háttur er og hafður á á þess- ari breiðskífu; á henni eru textar byggðir á ljóðum eftir Wendy Cope, Luise Driscoll, James Henry Leigh Hunt og fleiri ljóðskáld. Platan var tekin upp að mestu á tónleikum sitt hvorum megin við síðustu áramót. Lögin eru lágstemmd og útsetn- ingar naumhyggjulegar, að hlusta á plötuna er því líkast sem maður sitji í rökkvuðu herbergi og úr kyrrðinni spretta lög og ljóð. Hljómur á skíf- unni er og góður, mjúkur og í honum gott rými fyrir tilfinningar. Bryndís Jakobsdóttir er fram- úrskarandi söngkona, í röddinni er beisluð ólga og hugljúf stemning. Mads Mouritz Gjellerod er líka raddmjúkur en röddin er sviplítil, víst syngur hann vel, en ólíkt því sem er með Bryndísi, þá finnst manni ekkert búa undir – þegar Bryndís syngur til dæmis í laginu I Wish I Didn’t Talk so Much at Par- ties fær maður nánast tár í augun yf- ir einmanaleikanum í miðju marg- menninu, en þegar Mads syngur í Jessy Kissed Me er depurðin upp- gerð. Hann stendur sig einna best þegar þau flétta raddirnar saman, eins og til að mynda í Bridal Veil þar sem útsetningin gengur einkar vel upp. Annað lag sem þau syngja einkar vel saman er I Think of Little Else þar sem sykursætur söngur þeirra liggur yfir draumkenndum trega í skældum kassagítar. Það er kostur við plötuna að text- arnir eru unnir uppúr ljóðum og mjög haganlega gert – þau klippa ljóðin til og sníða sem hentar laginu og yrkja inní þegar þörf krefur. Í einu lagi reyndar, Time Will Fill This Hole, sér Mads um textann í samvinnu við Lenu Andersen, fínt lag en klénn texti, sérstaklega fyrsta erindið. Ég var svo lánsamur að sjá fyrstu tónleika Song For Wendy fyrir hálfu öðru ári þar sem þau komu fram varla tilbúin undir tréverk. Þróunin hefur verið markviss og forvitnileg; þetta er eðalpopp sem krefst kannski ekki mikillar athygli, kjörið að láta það rúlla undir hanastélinu, en launar hlustunina ríkulega. Eðalpopp Mads Mouritz Gjellerod og Bryndís Jakobsdóttir með frumburð sinn. Meeting Point bbbmn Plata Song for Wendy, samstarfsverk- efnis þeirra Bryndísar Jakobsdóttur og Mads Mouritz Gjellerod. Sena gefur út. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Morgunblaðið/Ómar MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011 Lindsay Lohan hefur sagt vinum sínum frá því að tíminn sem hún eyddi í fangelsi yfir helgina hafi verið hræðilegur. Leikkonan var dæmd í 30 daga fangelsi í síðustu viku fyrir að brjóta skilorð. Þrátt fyrir að Lohan hafi endað á því að eyða aðeins fjór- um og hálfum tíma bak við lás og slá segir hún að þetta hafi verið versti staður sem hún hafi nokkurn tímann komið á. Heimildarmaður síðunnar TMZ hefur sagt að Lohan hafi lýst staðn- um sem drungalegum og köldum. Lohan sagði sínum nánustu frá því að reynslan hefði hvatt hana til þess að koma lífi sínu aftur á réttan kjöl og að hún sé að læra af mistök- um sínum. Lohan segir fang- elsi hafa verið hræðilegt Reuters Fangi Lindsay Lohan er eins og krækiber í helvíti á þessari mynd. Blessunin … LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar IN TIME Sýnd kl. 8 - 10:15 ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 5 ÆVINTÝRI TINNA 2D Sýnd kl. 5 BORGRÍKI Sýnd kl. 6 - 8 - 10 THE THING Sýnd kl. 10:15 NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞANN SEM ÞÚ ELSKAR? HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL HHH AK. DV -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum TINNI, TOBBI OG KOLBEINN KAFTEINN, DÁÐUSTU HETJUR ALLRA TÍMA LIFNA VIÐ Í FLOTTUSTU ÆVINTÝRAMYND SÍÐARI ÁRA. FRÁ STEVEN SPIELBERG OG PETER JACKSON B.G. -MBL HHHH SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI 5% “TIL HAMINGJU, ÍSLAND” -Þ.Þ., FT IN TIME KL. 8 - 10 12 ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 6 - 8 - 10 7 ÞÓR 2D KL. 6 L MONEYBALL KL. 6 - 9 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 5.40 - 8 - 10.20 7 MIDNIGHT IN PARIS KL. 5.50 - 8 L WHAT´S YOUR NUMBER KL. 10.10 12 ELDFJALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 L - T.V, KVIKMYNDIR.IS - IAN NATHAN, EMPIRE! -Þ.Þ., FT - B.G., MBL. IN TIME KL. 5.40 - 8 - 10.30 12 IN TIME LÚXUS KL. 10.30 12 MONEYBALL KL. 5 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7 ÆVINTÝRI TINNA 3D LÚXUS KL. 3.20 - 5.40 - 8 7 ÆVINTÝRI TINNA 2D KL. 3.20 7 HEADHUNTERS KL. 8 - 10.15 16 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 L BORGRÍKI KL. 8 - 10 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.