Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 313. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Brjálað að gera í Bónus á Selfossi
2. Besta sparnaðarráðið að hætta…
3. Harður jarðskjálfti í Kötlu
4. „Þetta er óþægilegt“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómlistarmaðurinn Valgeir Guð-
jónsson sem verður sextugur 23. jan-
úar nk. hyggst af því tilefni blása til
veglegra afmælistónleika í Eldbogar-
sal Hörpu sunnudaginn 22. janúar nk.
»40
Valgeir með tónleika
í Eldborg í janúar
Quarashi, ein
farsælasta sveit
íslenskrar dæg-
urtónlistarsögu,
mun fagna útgáfu
hinnar veglegu
safnplötu sinnar,
Anthology, með
allsvakalegu út-
gáfupartíi á Prik-
inu. Fer það fram föstudaginn 11. nóv-
ember sem ber hinar skemmtilegu
tölur 11.11.11. Óvæntar og glettilegar
uppákomur verða um kvöldið.
Quarashi-útgáfupartí
11.11.11 á Prikinu
Hljómsveitin Árstíðir gaf á dög-
unum út sína aðra breiðskífu, Svefns
og vöku skil. Af því tilefni efnir hljóm-
sveitin til tvennra útgáfutónleika.
Auk tónleika í Salnum 19.
nóv. verða tónleikar í
Hofi á Akureyri 11.
nóvember en
hljómsveitin hefur
verið reglulegur
gestur norð-
anmanna frá
stofnun.
Árstíðir með tvenna
útgáfutónleika
Á fimmtudag og föstudag Suðaustan 5-13 m/s, heldur hvassara
á fimmtudag. Rigning með köflum, einkum suðaustantil en þurrt á
Norðausturlandi. Hiti 3-10 stig. Á laugardag Austan og norð-
austan 3-10. Dálítil væta eystra, annars úrkomulítið. Hiti 1-8 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 4-10 m/s. Rigning eða súld víða
um land, einkum sunnanlands. Hiti 5 til 11 stig.
VEÐUR
Brynjar Þór Björnsson,
landsliðsmaður í körfu-
knattleik, fer vel af stað
sem atvinnumaður í íþrótt-
inni. Brynjar samdi við
sænska félagið Jämtland í
sumar eftir að hafa orðið Ís-
lands- og bikarmeistari með
KR á síðustu leiktíð. „Það
hefur gengið nokkuð vel hjá
mér,“ segir Brynjar Þór í
samtali en hann er á meðal
stigahæstu leikmanna í Sví-
þjóð. »3
Brynjari gengur
vel með Jämtland
Landsliðsmarkvörðurinn í handknatt-
leik, Björgvin Páll Gústavsson, þarf
ekki að
gangast
undir að-
gerð á öxl
eins óttast
var. Við ít-
arlega
læknis-
skoðun í
fyrradag kom
í ljós að sin í
öxl, sem óttast
var að væri slit-
in, er heil og í
góðu lagi.
Björgvin Páll
verður þar með
að óbreyttu í fullu
fjöri með landsliðinu
á EM í Serbíu í janúar.
»1
Sinin ekki slitin og
Björgvin Páll með á EM
„Jú, ég er mjög ánægð með frammi-
stöðuna og er stolt af árangrinum,“
sagði Aðalheiður Rósa Harðardóttir,
Íslandsmeistari í karate, um árang-
urinn á Opna Stokkhólmsmótinu um
helgina. Aðalheiður gekk þar vask-
lega fram og landaði tvennum silfur-
verðlaunum og bronsverðlaunum í
einstaklingskeppni auk gullverðlauna
í hópkata. »2
Aðalheiður er stolt af
árangrinum í Svíþjóð
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Þetta eru tæki sem nýtast vel fyr-
irburum eða litlum sjúklingum á
vökudeildinni sem eiga við ýmis
vandamál að stríða,“ segir Val-
gerður Einarsdóttir, formaður
kvenfélagsins Hringsins. Hrings-
konur afhentu í gær formlega
vökudeild Barnaspítala Hringsins
sex mismunandi tegundir af tækj-
um og búnaði að andvirði 12 millj-
óna króna.
Tækin voru þó áður komin í
notkun á deildinni og hafa þau nýst
afar vel við meðferð á yngstu börn-
um spítalans. Á meðal þeirra tækja
sem vökudeildin fékk að gjöf frá
Hringskonum eru hátíðniönd-
unarvél, kælibúnaður og tæki sem
styðja við öndun.
Stóla á gjafafé til tækjakaupa
„Tækjakaup á vökudeildina eru
nánast alfarið fjármögnuð með
gjafafé,“ segir Margrét Ó. Thorla-
cius, hjúkrunardeildarstjóri ný-
buragjörgæslu vökudeildarinnar.
Margrét bendir á að starfræktur sé
Barnaspítalasjóður þar sem al-
menningur getur gefið til Barna-
spítalans en fé úr þeim sjóði dreif-
ist á milli allra deilda Barna-
spítalans. Margrét tekur fram að
það sé þó ekki sambærilegt fyrir
deildina að leita til sjóðsins enda
gefi Hringskonur svo stórar og
dýrar gjafir til deildarinnar í formi
tækjakaupa.
Undir þetta tekur Valgerður,
sem segir að um 90% af öllum tækj-
um deildarinnar komi frá Hrings-
konum. Valgerður tekur jafnframt
fram að það séu auðvitað alltaf ein-
hverjir velunnarar sem gefi til
deildarinnar, bæði félög og ein-
staklingar.
„Við höfum notið góðs af góðvild
annarra og þá að langmestu leyti
Hringsins en hann hefur verið stór-
tækastur í því að veita okkur fjár-
hagsaðstoð til tækjakaupa, þannig
að það má segja að nánast öll okkar
tækjakaup hafi verið fyrir gjafafé,
mest af því fé hefur komið frá
Hringnum en einnig frá ein-
staklingum og minni félagasam-
tökum,“ segir Þórður Þórkelsson,
yfirlæknir vökudeildar Barnaspít-
ala Hringsins.
Góð reynsla af nýju tækjunum
„Þetta eru náttúrlega úrvals-
tæki, þannig að reynslan hefur ver-
ið mjög góð,“ segir Þórður, en hann
bætir við að um sé að ræða tæki
sem vökudeildin verði að hafa til
þess að geta veitt þá þjónustu sem
þörf er á.
Bæta aðbúnað lítilla sjúklinga
Barnaspítali
Hringsins fékk ný
tæki að gjöf í gær
Morgunblaðið/Golli
Gjafir Kvenfélagið Hringurinn afhenti í gær formlega vökudeild Barnaspítala Hringsins sex mismunandi tegundir
af tækjum og búnaði að andvirði 12 milljóna króna en tækin voru áður komin í notkun á deildinni.
Hringskonur hafa styrkt Barna-
spítala Hringsins um 30 millj-
ónir króna það sem af er þessu
ári að sögn Valgerðar Einars-
dóttur, formanns kvenfélagsins
Hringsins.
„Okkur hefur bara gengið vel,
það er alveg eins og fólk hugsi
einhvern veginn öðruvísi, það
hefur allavega ekki minnkað
heldur bara gengið vel og aðeins
betur en árið áður,“ segir Val-
gerður sem bætir við að þær
Hringskonur séu mjög þakklátar
fyrir þann góðvilja sem þær hafa
fundið fyrir í samfélaginu.
Kvenfélagið Hringurinn er með
alskyns fjáröflun, meðal annars
jólabasar, jólakaffi, jólakort,
veitingastofu á Barnaspítalanum
og söfnunarbauka á borð við
þann sem er í Fríhöfninni.
Finna fyrir miklum góðvilja
GENGUR VEL AÐ SAFNA FYRIR NÝJUM TÆKJUM