Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011
Andri Karl
andri@mbl.is
Utanríkisráðherra telur það ranga
ályktun að draga beri úr vinnu við
aðildarferli að Evrópusambandinu
vegna ástandsins í Evrópu um þess-
ar mundir. „Það er einmitt núna
þegar Evrópa hefur fulla þörf á því
að fá það pólitíska heilbrigðisvottorð
sem felst í því að ríki vilji sækja um
aðild að sambandinu sem er best að
semja. Samningatæknilega ætti
frekar að gefa í en draga úr hrað-
anum,“ sagði ráðherrann á Alþingi í
gær.
Staðan í aðildarviðræðunum var
til umfjöllunar við sérstaka umræðu
á Alþingi. Upphafsmaður var Vigdís
Hauksdóttir, þingmaður Framsókn-
arflokks, sem í ræðu sinni sagði
Evrópu brenna og að um leið væri
evrusamstarfið að liðast í sundur.
„Því skil ég ekki hví ríkisstjórnin sér
þetta ekki. Ég skil ekki hvaða með-
virkni veldur því að þessi hæstvirta
ríkisstjórn sem reynir að stjórna hér
innanríkismálum á Íslandi getur
ekki séð hvað er að,“ sagði Vigdís og
bætti síðar við að henni þætti þetta
allt mjög einkennilegt.
Vigdís sagði einnig að á meðan að-
ildarviðræður við ESB ættu hug
ríkisstjórnarinnar allan lægju ráðu-
neytin nánast á hliðinni og ráð-
herrar kæmu ekki frá sér brýnum
frumvörpum til að koma atvinnulíf-
inu af stað eða heimilunum til hjálp-
ar. Hún sagði það hneyksli og van-
virðu við Alþingi að aðeins „rúm tíu
ríkisstjórnarmál“ væru á áætlun
þingsins til 1. desember nk. auk fjár-
laga og fjáraukalaga.
Fleiri tóku þátt í umræðunni sem
einkenndist aðallega af reiði
stjórnarandstöðuþingmanna í garð
viðræðnanna, upphrópunum, auk
þess sem einstaka þingmönnum
reyndist erfitt að halda sig við upp-
gefna umræðu, þ.e. stöðu aðildarvið-
ræðnanna. „Þetta kostnaðarsama,
flókna, mannfreka, tímafreka ferli
hefur verið varið af lýðræðisást. Þá
vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra,
vill hann þá ekki af lýðræðisást […]
styðja þjóðaratkvæði um aðild að
Atlantshafsbandalaginu sem kostar
ekki þetta tímafreka, kostnaðar-
mikla eða mannfreka ferli sem við
erum í nú,“ sagði Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir, þingmaður VG.
Eftir ræðu Guðfríðar kom Guð-
laugur Þór Þórðarson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, í ræðustól, vísaði í
ræðu hennar og taldi að aðildarvið-
ræðunum væri sjálfhætt þar sem
ljóst væri að annar stjórnarflokkur-
inn vildi ekki ganga í ESB.
Ásmundur Einar Daðason, þing-
maður Framsóknarflokks, nýtti
ræðutíma sinn til að hnýta í Össur.
Sagði að þegar hann talaði um mik-
ilvægi þess að ganga í ESB til að
tryggja efnahagslegan stöðugleika
væri skemmtilegt að rifja upp um-
mæli hans sjálfs um þekkingu sína í
efnahagsmálum. Ásmundur las upp
nokkur ummæli Össurar úr rann-
sóknarskýrslu Alþingis, t.d.: „Ég
var þarna náttúrlega eins og fiskur
sem stokkið hafði upp á grasbala.“
Svo sagði Ásmundur: „Þetta er
hæstvirtur utanríkisráðherra að
lýsa eigin þekkingu í efnahagsmál-
um. Svo er hann kominn út á vígvöll-
inn að ræða við nóbelsverðlaunahafa
í hagfræði. Ég held að hæstvirtur
utanríkisráðherra ætti nú að fara að
koma sér af grasbalanum og aftur
ofan í vatnið.“
Veitum pólitískt heilbrigðisvottorð
Utanríkisráðherra segir ástandið í Evrópu styrkja stöðu Íslands í aðildarviðræðunum við ESB
Andstæðingar aðildar að ESB harðorðir í sérstakri umræðu á Alþingi um stöðuna í viðræðunum
Morgunblaðið/Ernir
Alþingi Staðan í aðildarviðræðunum var rædd á þingfundi í gær.
Samninga-
tæknilega ætti
frekar að gefa í en
draga úr hrað-
anum.
Össur Skarphéðinsson
VOLVO XC70 DÍSIL VOLVO XC60 DÍSIL VOLVO XC90 DÍSIL
Notar aðeins 5,6 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Það fer ekki á milli mála
að hér er ekta Volvo á
ferð. Kjóstu einstakan
sportjeppa og finndu fyrir
sterkri nærveru Volvo
XC60 AWD.
Verð frá 8.490.000 kr.
Notar aðeins 5,7 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Áttu erfitt með að velja
málamiðlun? Söðlaðu
um. Vertu hvoru tveggja
með Volvo XC70 AWD.
Verð frá 8.890.000 kr.
Notar aðeins 6,8 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Volvo XC90 AWD er
birtingarmynd heilbrigðrar
hugsunar og áratuga
rannsókna á öryggi og
yfirburðatækni. Veldu
heilbrigði.
Verð frá 10.990.000 kr.
Notar aðeins 4,1 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Upplifðu þægindi og
munað. Volvo V70 er einn
þægilegasti bíll sem fæst.
Sjáðu hvað herragarðs-
vagninn gerir fyrir þig.
Verð frá 6.190.000 kr.
Frítt í bílastæði
í Reykjavík.
Nýr Volvo S60 er vitsmunaleg leið til
að tækla spennu og gleði, af öryggi.
Verð frá 5.690.000 kr.
Skoðaðu úrval sparneytinna dísilbíla frá Volvo.
Veldu Volvo og lágmarks losun CO2.
Veldu Volvo og lágmarks eldsneytisnotkun.
Berðu saman verð og búnað Volvo við aðra lúxusbíla.
Veldu nýjan Volvo sem fær frítt í stæði.
Veldu Volvo R-Design, sportútfærslu.
Sérpantaðu nýjan Volvo eins og þú vilt hafa hann.
Spyrðu um framlengda verksmiðjuábyrgð í allt að 5 ár.
Öryggi er lúxus. Lifðu í lúxus. Veldu Volvo.
VOLVO V70 DÍSIL