Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011 Það er mikið í húfi þegar tím-inn er orðinn gjaldmiðill oglífsbaráttan í fátækrahverf-unum snýst um það að ná að skrapa saman nógu mörgum mín- útum til að lifa af fram á næsta dag. Þetta er grunnhugmyndin á bak við ræmuna In Time og vekur mann sjálfkrafa dálítið til umhugsunar um eigið gildismat og hversu háð við er- um orðin peningum og hvernig lífs- gæðakapphlaupið á það til að hlaupa með fólk í gönur. Will Salas (Timberlake) býr í fá- tækrahverfinu og lifir lífinu dag fyrir dag. Hann rekst eitt kvöldið á mann sem virðist ekki skorta tíma, er með heila öld á sér, en eftir að maðurinn gefur honum allan tímann sinn og fyrirfer sér er Salas sakaður um morð. Hann hafði hugsað sér að taka móður sína með sér til New Gren- wich, þar sem fína fólkið býr, en þau hittast ekki í tæka tíð og tíminn henn- ar rennur út. Hann ákveður þá að fara samt en þegar hann er kominn á staðinn kemst hann á snoðir um það að það er ekki allt fallegt í heimi ríka og fína fólksins. Hann kynnist, fyrir tilstilli föður hennar, Sylvíu Weis (Seyfried), mold- ríkri stúlku sem hefur aðgang að nær ótakmörkuðum tíma þar sem téður faðir rekur banka sem lánar fátæka fólkinu á okurvöxtum. Þau ákveða að leggja af stað í eins konar krossför gegn oki hinna ríku og eru um leið í Hróa hattar leik að ræna þá ríku og gefa þeim fátæku og á flótta undan tímaverðinum Raymond Leon (Murphy). Þetta fléttast allt saman í nokkuð spennandi eltingaleik og er handritið nokkuð vel úthugsað í kringum þetta allt saman og flækju- stigið nokkuð passlegt. Kvikmyndataka er í höndum hins margverðlaunaða og óskarstilnefnda Roger Deakins og er þar augljóslega gott handbragð og vel að verki staðið. Í heildina er þetta nokkuð skemmti- leg ræma sem heldur manni vel og er unnin út frá nokkuð skemmtilegri hugmyndafræði. Leikararnir standa sig prýðilega og er ekkert út á þeirra framistöðu að setja þó svo að ekki sé um nein þrekvirki að ræða. Heilt á litið er In Time skemmtileg afþreying sem fær mann til að hugsa aðeins um eigin efnishyggju og held- ur manni vel við efnið, jafnvel þótt klukkan sé að ganga eitt á mánudags- kvöldi. Spenna Það er víst öruggt að það er best að vera ekkert að slóra þegar þú átt örfáar mínútur eftir ólifaðar en getur fengið meira. Tíminn er peningar Borgarbíó, Laugarásbíó og Smárabíó In Time bbbmn Leikstjórn : Andrew Niccol, aðalleikarar: Justin Timberlake, Amanda Seyfried og Cillian Murphy HJALTI ST. KRISTJÁNSSON KVIKMYNDIR Julian, sonur Johns Lennons heitins, segist hafa verið að grínast þegar hann ásakaði Paul McCartney um að hafa sniðgengið sig, en Julian var ekki boðið til brúð- kaups McCartneys sem haldið var á dögunum. Lennon kvartaði undan þessu framferði McCartneys á Facebook-síðu sinni, en hefur nú skrifað nýja færslu þar sem hann segir að ummæli sín hafi verið tekin úr samhengi og að glettin ummæli sín hafi verið tekin of alvarlega. Nancy Shevell er auðug bandarísk kona og er þriðja eiginkona McCartneys. Hún hefur sæmilega mikið umleikis og gegnir stjórnunarstöðum í fjöl- skyldufyrirtækjunum Shevell Group of Companies, LLC og The Shevell Croup/Carrier Industries INC. Hún hefur líka verið í stjórn nefnda New York-borgar sem tengjast samgöngumálum. Julian er sonur Johns Lennons af fyrra hjónabandi hans með Cynthiu Powell. Hann hefur sjálfur reynt fyrir sér í tónlistinni með mis- jöfnum árangri. Þá hefur misklíð nokkur verið lengi á milli Lennon-fólksins og McCartneys og silfrið gráa hefur staðið á hlóðum við meira en vægan hita allt síð- an Bítlana þraut örendi árið 1970. Julian Lennon kvartar und- an Paul gamla McCartney Lennon Julian ber óneitanlega svip af föður sínum. -EMPIRE HHHH - KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ & HEYRT HHHH FRÁBÆ R TÓN LIST - MÖG NUÐ DANSA TRIÐI EINN FYRIR ALLA MYNDINSEMALLIRERUAÐTALAUM SEMÓVÆNTASTASMELLÁRSINS. BYGGÐÁMETSÖLUBÓKINNI HÚSHJÁLPINEFTIRKATHRYNSTOCKETT „SÍGILD FRÁ FYRSTA DEGI“ - US WEEKLY HHHH „BESTA KVIKMYND ÁRSINS“ - CBS TV HHHH „STÓRKOSTLEG“ - ABC TV HHHH „FYNDIN, TILKOMUMIKIL“ - BACKSTAGE HHHH - ALLIR FYRIR EINN - OK HHHHH - THE SUN HHHH 15.000 MANNS Á AÐEINS 11 DÖGUM! - H.S.S., MBL HHHHH GILSHÖLLSÝND Í E MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS THEINBETWEENERS kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 16 THEINBETWEENERS kl. 8 - 10:10 2D VIP ÆVINTÝRITINNA Enskt tal kl. 5:50 - 10:20 3D 7 THEHELP kl. 5:40 - 8:30 - 10:10 2D L THETHREEMUSKETEERS kl. 5:40 - 8 3D 12 FOOTLOOSE kl. 5:50 VIP - 8 2D 10 JOHNNYENGLISHREBORN kl. 5:50 - 8 2D 7 DRIVE kl. 10:20 2D 16 / ÁLFABAKKA THEINBETWEENERS kl. 8 - 10:30 2D 16 THEHELP kl. 6 - 9 2D L ÆVINTÝRITINNA Enskt tal kl. 5:40 - 8 - 10:30 3D 7 ÞÓR kl. 5:40 3D L THETHREEMUSKETEERS kl. 8 3D 12 FOOTLOOSE kl. 5:40 - 10:30 2D 10 THEINBETWEENERS kl. 8 - 10:10 2D 16 THETHING kl. 8 - 10:10 2D 16 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI SIGFRIED(WAGNER)-ÓPERAENDURFLUTTKL.6 L THEINBETWEENERS kl. 8 - 10:10 2D 16 THEHELP kl. 6 - 9 2D L THETHREEMUSKETEERS Sýnd á morgun kl 10:20 3D 12 THE SKIN I LIVE IN kl. 5:40 2D 16 KONUNGUR LJÓNANNA Sýnd á morgun kl 6 2D L FOOTLOOSE Sýnd á morgun kl. 5:50 2D 10 THEINBETWEENERS kl. 8 - 10:10 2D 16 THETHREEMUSKETEERS kl. 8 - 10:10 2D 12 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL NÆSTU SÝNINGAR Á FÖSTUDAG SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNI Leikstjóri: James Levine Leikarar: Marina Rebeka, Barbara Frittoli, Moja Erdmann, Ramón Vargas, Mariusz Kwiecien, Luca Pisaroni, Joshua Bloom. www.operubio.is Siegfried Sigurður Fáfnisbani Wagner 5. nóv kl.16:00 í Beinni útsendingu 9. nóv kl.kl.18:00 Endurflutt ENDURFLUTT Í KVÖLD KL. 18:00 VINSÆLASTA BRESKA MYND FYRR OG SÍÐAR Í BRETLANDI MÖGNUÐ GAMANMYND TINNI, TOBBI OG KOLBEINN KAFTEINN, DÁÐUSTU HETJUR ALLRA TÍMA LIFNA VIÐ Í FLOTTUSTU ÆVINTÝRAMYND SÍÐARI ÁRA "GÓÐUR HASAR OG FRÁBÆR HÚMOR, SJÁÐU HANA UNDIR EINS!" - TÓMAS VALGEIRSSON, KVIKMYNDIR.IS HHHH - BÖRKUR GUNNARSSON, MORGUNBLAÐIÐ HHHH - EMPIRE HHHH ÍSLENSKT TAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.