Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011 Forlagið Lestu.is, sem stendur að samnefndum hljóðbókavef, endur- útgefur um þessar mundir í fallegri bók fyrsta hluta klassískrar skáld- sögu Vestur-Íslendingsins Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (1866-1945), Eirík Hansson. Skáldsagan kom út á árunum 1899 til 1903 og nefnist fyrsti hlutinn Bernskan. Greint er þar frá brottför ungrar söguhetj- unnar frá Íslandi og fyrstu árunum í framandi landi. Þá kemur einnig út Dagbók vest- urfara, 1902-1918, fyrsta bindi af þremur með dagbókarskrifum Jó- hanns Magnúsar, en þær eru varð- veittar á Landsbókasafninu og lýsa einstöku samfélagi Vestur- Íslendinga. Ingólfur B. Kristjánsson, ritstjóri hjá Lestu.is, segist hafa fengið hug- myndina að endurútgáfunni á Ei- ríki Hanssyni við lestur á grein Gyrðis Elíassonar um Jóhann Magnús. „Þetta er stórmerkilegt og fallegt verk, sem fjallar um flutning frá landinu og talar á margvíslegan hátt inn í þá tíma sem við lifum í dag,“ segir hann. Ingólfur segir að Gyrðir hafi sagt sér frá dagbókum Jóhanns Magnúsar, en höfundurinn vildi sjálfur meina að þær væru með því besta sem hann hefði skrif- að og dreymdi um að þær kæmu út á Íslandi. Nú verður loksins af því. „Þetta er mjög jákvæður texti og gríðarleg heimild um skáldið og líf Vestur-Íslendinganna,“ segir Ing- ólfur. Baldur Hafstað ritar formála að Eiríki Hanssyni og Dagbókum vesturfara, auk þess sem skrif Gyrðis um höfundinn eru endur- prentuð. Stefnt er að því að annar hluti dagbókanna og sögunnar um Eirík Hansson komi út á degi íslenskrar tungu á næsta ári og lokabindi beggja bókanna fyrir jólin að ári. Ein kunnasta saga Kristmanns Lestu.is endurútgefur einnig eina kunnustu skáldsögu Krist- manns Guðmundssonar, Morgunn lífsins, en hún var fyrsta saga hans sem kom út á íslensku, árið 1932, og hafði komið út í Noregi þremur ár- um fyrr. Morgunn lífsins kom út víða um lönd, þar á meðal í mörgum útgáfum í Þýskalandi. „Morgunn lífsins er frábær saga og merkileg; aðalpersónan Halldór Bessason er mjög áhugaverður kar- akter,“ segir Ingólfur. Kvikmynd var á sínum tíma gerð eftir sögunni í Þýskalandi og verður hún sýnd í Bíó Paradís 20. nóvember. Gefa út skáldsögur Jóhanns og Kristmanns Jóhann Magnús Dagbækur hans eru gefnar út í fyrsta skipti. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Kristmann Morgunn lífsins var þýdd á meira en 30 tungumál.  Dagbók vest- urfara kemur út í fyrsta skipti Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Ný íslensk-skandinavísk veforðabók sem nefnist ISLEX verður opnuð við hátíðlega athöfn í Norræna hús- inu kl. 16.00 miðvikudaginn 16. nóv- ember, á degi íslenskrar tungu. „Þetta er stórkostlegur áfangi sem á sér langa sögu, en hugmyndin að þessu kviknaði upp úr 1990 þegar menn létu sig dreyma um að vinna íslensk-sænska orðabók. Síðan vatt þetta upp á sig,“ segir Halldóra Jónsdóttir, verkefnisstjóri á Stofn- un Árna Magnússonar sem haldið hefur utan um vinnslu orðabók- arinnar hérlendis í nánu samstarfi við Þórdísi Úlfarsdóttur sem er rit- stjóri íslenska hlutans. Aðgangur að orðabókinni er ókeypis á vefnum: www.islex.hi.is. Geymir 50 þúsund orð Að sögn Halldóru er ISLEX margmála orðabókarverk með ís- lensku sem viðfangsmál og sænsku, norskt bókmál, nýnorsku og dönsku sem markmál. „Færeyska mun inn- an skamms bætast í hóp þýðing- armálanna auk þess sem áhugi er fyrir því að hafa finnsku með líka,“ segir Halldóra. ISLEX er sam- starfsverkefni fjögurra norrænna stofnana, Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum í Reykjavík, Institutionen för svenska språket við Háskólann í Gautaborg, Institutt for lingvist- iske, litterære og estetiske studier við Háskólann í Bergen og Det Danske Sprog- og Litterat- urselskab í Kaupmannahöfn, en snemma árs bættist færeyska við tungumálin í ISLEX með aðild Fróðskaparseturs Færeyja. „ISLEX-orðabókin er fyrsta raf- ræna orðabókin sem tengir saman mörg norræn mál. Hún hefur að geyma um 50.000 flettur og þýð- ingar á þeim. Orðabókin lýsir ís- lensku nútímamáli þar sem áhersla er lögð á að sýna fjölbreytileg orða- sambönd, fasta orðanotkun og dæmi með þýðingum á markmálin,“ segir Halldóra. Tryggja þarf rekstrarfjármagn Spurð hverjum bókin muni nýtast segir Halldóra ISLEX hannaða til að geta þjónað þörfum ólíkra not- endahópa. „Það hefur lengi vantað íslensk-sænskar og íslensk-norskar orðabækur auk þess sem íslensk- danska orðabókin var mjög lítil, þ.e. inniheldur fá orð. ISLEX er því mikill fengur fyrir nemendur á öll- um skólastigum, þýðendur og al- menning sem þarf eða vill geta skrifað á Norðurlandamáli,“ segir Halldóra og tekur fram að ISLEX feli í sér mikilvægt framlag til þess að styrkja menningartengsl og efla málskilning á milli Norðurlanda- þjóðanna. Bendir hún á að þetta endurspeglist í fjárframlögum og öðrum stuðningi stjórnvalda og nor- rænna sjóða við verkefnið. „Framlag ríkisstjórnar Íslands til ISLEX á árunum 2005-2011 var 65 milljónir króna, en mótframlag Stofnunar Árna Magnússonar hefur verið annað eins,“ segir Halldóra. Bendir hún á að það hafi komið í hlut Íslendinga að leiða samstarfið sem komi til af því að frumkvæðið að gerð veforðabókarinnar hafi komið frá Íslandi. „Þannig hefur ís- lenska ritstjórnin borið ábyrgð á viðfangsmálinu sem og mótun og þróun gagnagrunnsins fyrir IS- LEX. Síðan var vinna við mark- málin í umsjón og á ábyrgð rit- stjórna í hverju landi fyrir sig,“ segir Halldóra og tekur fram að alls hafa um 30 sérfræðingar og þýð- endur unnið að verkefninu síðast- liðin 6 ár. Spurð hvernig vefnum verði við- haldið eftir opnun segir Halldóra það taka mið af fjármagni. „Fjár- veitingu íslenska ríkisins lýkur með opnun vefjarins en auðvitað er nauðsynlegt að viðhalda veforð- abókinni, bæði innihaldi hennar og tölvukerfinu, til að upplýsingar dagi ekki uppi á vefnum,“ segir Halldóra og tekur fram að þar sem ekkert fjármagn sé fast í hendi sé framtíð ISLEX sem standi ótrygg, en allar ofangreindar stofnanir vinni að því hörðum höndum að reyna að tryggja áframhaldandi fjármagn. Styrkir norrænu menningartengslin  Ný ókeypis íslensk- skandinavísk veforða- bók senn opnuð Morgunblaðið/Árni Sæberg Áfangi Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri og Þórdís Úlfarsdóttir ritstjóri. Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 21. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is JÓLABLAÐIÐ Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt jólablað laugardaginn 26. nóv. 2011 –– Meira fyrir lesendur Uppáhalds jólauppskriftirnar. Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. Villibráð. Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. Smákökur. Eftirréttir. Jólakonfekt. Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Jólasiðir og jólamatur í útlöndum Jólabjór og vínin. Gjafapakkningar. Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu og í kringum jólahátíðina. Kerti og aðventukransar. Jólagjafir Heimagerð jólakort. Jólaföndur. Jólabækur og jólatónlist. Jólaundirbúningur með börnunum. Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Ásamt fullt af öðru spennandi efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.