Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011
Ágústu var eðlislægt að gera allt
fínt, vel og vandað. Hálft Borg-
arnes, skyldir jafnt sem óskyldir,
leit við í kaffi í bæjarferðunum,
að ótöldum öllum leigjendunum
sem þau hýstu í áranna rás og
sem héldu við þau órofa tryggð.
Ágústa þreyttist aldrei á að
segja mér frá uppvexti sínum í
Borgarnesi, og sýna mér myndir
af foreldrum sínum og systkin-
um, öfum og ömmum og frænd-
liðinu öllu. Vissi sem var að ekk-
ert í ættfræðinni var mér
óviðkomandi. Hún gladdist líka
þegar Ragnhildur litla, lang-
ömmubarnið hennar, dóttir Ingv-
ars og Bjargar, fékk móðurnafnið
hennar, og ég rakti það 700 ár
aftur í tímann, til ársins 1300, í
kvenlegginn hennar.
Síðustu árin voru Ágústu erfið,
en lífslöngunin var mikil. Hún
vildi svo gjarnan fá að vera með
fólkinu sínu örlítið lengur. Nú er
stundaglasið hennar tæmt og eft-
ir sitjum við hnípin og syrgjum
yndislega konu. Hún varð minn-
isstæð öllum sem henni kynntust.
Við munum sakna Ágústu
Björnsson, ömmu Diddu, ömmu
„lang“; hennar skarð verður
vandfyllt.
Guðfinna Ragnarsdóttir.
Við daglega umhyggju alls,
fyrir óskir, löngun og þörf
hún beitir sér eins og best er unnt
og býr undir framtíðarstörf.
Hún vinnur sín verk í kyrrð,
hún vinnur þau löngum duld.
Við hana eru allir að endi dags
- allir í þakkarskuld.
(Sig. Jónsson frá Arnarvatni)
Þessar ljóðlínur koma mér í
hug þegar ég minnist vinkonu
minnar, Ágústu Björnsson, en
þær lýsa vel hæversku hennar,
umhyggju og örlæti sem öllum er
kynntust henni var svo dýrmætt.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
þegar ég hóf nám í Kennarahá-
skóla Íslands haustið 1985. Hún
vann þá á skrifstofu skólans, og
fundum við nemendur fljótt
hversu gott var að leita til hennar
ef eitthvað bar út af. Viðmót
hennar var einstaklega hlýtt og
greiðvikni hennar viðbrugðið. At-
vikin höguðu því þannig að við
urðum síðar samstarfskonur um
tveggja ára skeið í Kennarahá-
skólanum og treystust þá vin-
áttubönd okkar sem entust til
hennar síðasta dags.
Þegar kynni okkar hófust
hafði ég nýlega flust til Reykja-
víkur og má segja að hún hafi
tekið mig undir sinn verndar-
væng. Var hún ætíð reiðubúin að
leiðbeina mér og styðja á alla
lund í dagsins önn og stóð heimili
þeirra hjóna Ágústu og Þor-
björns Ásbjörnssonar að Nes-
haga 17 mér ávallt opið sem væri
ég þeirra dóttir. Við Ágústa tók-
um okkur ýmislegt fyrir hendur,
m.a. var saft- og sultugerð árleg-
ur viðburður ásamt sörubakstri,
og var lærdómsríkt að kynnast
hennar fumlausu vinnubrögðum
en ekki síður lífsviðhorfi hennar
og gildum. Þótt 40 ár skildu okk-
ur að í aldri fann ég aldrei fyrir
kynslóðabili í samskiptum okkar,
enda fylgdist Ágústa vel með, var
víðlesin og fjölfróð og hafði mik-
inn áhuga á mönnum og málefn-
um.
Ágústa var óvenjulega heil-
steypt manneskja, stálgreind og
velviljuð og gestrisin svo af bar.
Aldrei heyrði ég hana halla orði á
nokkurn mann og var jákvæðni
og jafnlyndi hennar aðalsmerki.
Má með sanni segja að hún hafi
haft mannbætandi áhrif á um-
hverfi sitt.
Við leiðarlok vil ég þakka fyrir
allt það sem hún var mér, fyrir
skemmtilegar samverustundir,
öll góðu ráðin, gefandi samræður
en ekki síst þann kærleika sem
hún ávallt sýndi mér.
Dætrum Ágústu, þeim Ragn-
hildi og Sesselju, og fjölskyldum
þeirra votta ég einlæga samúð.
Heiðrún Kristjánsdóttir.
✝ ÞorsteinnBjörnsson
fæddist 31. júlí 1945
í Kaupangi, Öng-
ulsstaðahreppi,
Eyjafirði. Hann lést
á heimili sínu 1.
nóvember 2011.
Foreldrar hans
voru Björn Ólafur
Ingvarsson, f. 20.
maí 1917 í Reykja-
vík, d. 28. ágúst
2010, bóndi í Kaupangi 1944-
1947, lögfræðingur og lög-
reglustjóri á Keflavíkurflugvelli
1954-1973, síðan yfirborgardóm-
ari í Reykjavík, og Margrét Þor-
steinsdóttir, f. 12. febrúar 1922 á
Reyðarfirði, d. 29. ágúst 2009,
húsmóðir í Kaupangi og í
Hafnarfirði. Bræður Þorsteins
voru Ingvar Björnsson, f. 8. júlí
1944 í Kaupangi, Öng-
ulsstaðahreppi, Eyjafirði, d. 7.
apríl 1997 og Björn Björnsson, f.
Nína Örk Ingvarsdóttir, f. 11.
nóvember 2005 og barn Sigríðar
og fóstursonur Ingvars er Natan
Örn Helgason, f. 20. febrúar
2000. Synir Önnu og stjúpsynir
Þorsteins eru: 1) Ólafur Gunnar
Guðlaugsson, f. 6. janúar 1964,
grafískur hönnuður, maki hans
er Herdís Finnbogadóttir, f. 7.
október 1964, sálfræðingur og
börn þeirra eru Ari Ólafsson, f.
21. maí 1998 og Ragnar Ólafsson,
f. 21. apríl 2000. 2) Daníel Magn-
ús Guðlaugsson, f. 12. júlí 1965,
kaupmaður, maki hans er Hafdís
Guðmundsdóttir, f. 5. ágúst 1964,
kaupmaður, synir þeirra eru
Ólafur Gunnar Daníelsson og
Sigurður Þór Daníelsson, f. 1.
febrúar 1996.
Þorsteinn lærði prentiðn og
vann meirihluta ævinnar við þá
grein. Hann stundaði handbolta
með FH á yngri árum en á seinni
árum stundaði hann golf og átti
golfið hug hans allan. Hann var
meðlimur í Kiwanisklúbbnum
Hraunborg í Hafnarfirði og í
Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði.
Útför Þorsteins fer fram í dag,
9. nóvember 2011, frá Hafn-
arfjarðarkirkju og hefst athöfnin
kl. 15.
8. júní 1947 á Syðra-
Laugalandi, Eyja-
firði, d. 18. desem-
ber 2009.
Þorsteinn kvænt-
ist Jónínu Jóns-
dóttur, f. 5. sept-
ember 1946 í
Hafnarfirði, kenn-
ara í Reykjavík,
þann 17. mars 1967,
þau skildu. Þor-
steinn kvæntist eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Önnu V.
Heiðdal, 13. ágúst 1992. Synir
Þorsteins og Jónínu eru: 1) Jón
Örn Þorsteinsson, f. 22. maí 1969
í Hafnarfirði, grafískur hönn-
uður, maki hans er Ólína S. Þor-
valdsdóttir, f. 1. maí 1972 í Hafn-
arfirði, markaðsfræðingur. 2)
Ingvar Björn Þorsteinsson, f. 29.
júlí 1974 í Hafnarfirði, nemi,
maki hans er Sigríður Júl-
íusdóttir, f. 9. janúar 1975 í Hafn-
arfirði, dagmóðir, barn þeirra er
Í dag kveðjum við elsku
pabba, tengdapabba og afa. Það
eru þung skref fyrir okkur að
kveðja en í leiðinni gleðjumst við
yfir þeim minningum sem afi
Steini sleikjó hefur gefið okkur.
Þegar Nína fór í vinnuna til
pabba og afa þá fór afi alltaf í
sjoppuna með hana og keypti tvo
sleikjóa og var því afi fljótur að
fá viðurnefnið afi Steini sleikjó.
Allar ferðirnar okkar í Fuglavík
þar sem afi og Anna amma
hugsuðu um fuglana sína af mik-
illi ást og umhyggju. Alltaf var
búið að gera heita pottinn tilbú-
inn með sápufroðu út um allt.
Afi Steini hafði alltaf nægan
tíma fyrir okkur barnabörnin,
hvort sem það var að finna flotta
trjágrein til að tálga eða gera
trampólínið tilbúið.
Ekki má gleyma því hversu
mikill dýravinur þú varst. Alltaf
var tekið vel á móti Bangsa og
seinna Birtu, og vissu dýrin í
kringum þig að hjá þér fengu
þau nóg af góðgæti.
Í dag gleðst ég yfir minning-
um um alla golfhringina sem við
pabbi höfum tekið saman og allt-
af vann hann mig á stutta
spilinu. Við gátum endalaust tal-
að um golf og fótbolta saman þó
við höfum ekki alltaf verið sam-
mála um hvort liðið var betra.
En alltaf vorum við sammála um
að FH var besta liðið. Minningin
um þessi tólf ár sem við unnum
saman er mér ofarlega í huga
þessa dagana og er ég óendan-
lega þakklátur fyrir að hafa átt
þann tíma með þér.
Sumarið 2010 fórum við fjöl-
skyldan ásamt þér og Önnu
austur í Kolstaðargerði og áttum
við saman yndislega viku þar
sem barnabörnin fengu óskipta
athygli og sögustundir um æsku-
slóðir fjölskyldu okkar.
Það verður tómlegt að fá ekki
að sitja með þér við jólaborðið
og borða purusteik og afgang af
rjúpu en þú verður okkur efst í
huga, elsku pabbi.
Við vitum að foreldrar þínir
og bræður taka vel á móti þér á
nýjum stað ásamt ossagóðum
voffa honum Bangsa.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar samna í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Hvíldu í friði, elsku pabbi, afi
og tengdó.
Þín
Ingvar, Sigríður, Natan
Örn og Nína Örk.
Elsku pabbi.
Við kveðjum þig í dag með
mikla sorg í hjarta og stórt
skarð sem verður ekki fyllt. Þú
varst tekinn frá okkur svo
snögglega og alltof snemma, en
það er víst ekki spurt að því. Þú
áttir bara að jafna þig, við trúð-
um því allavega. Það verður
skrítið að hringja í þig í næstu
viku og fá í augnablikinu er
þetta númer utan þjónustusvæð-
is. Það var orðinn fastur punktur
hjá okkur feðgum síðustu mán-
uði að taka smá rúnt á bílnum
þínum á leiðinni heim á Berg-
staðastrætið.
Þú varst góður maður með
stórt hjarta, yndislegur og róleg-
ur maður sem vildi allt fyrir okk-
ur gera ef við báðum um aðstoð-
ina, en þú hafðir mjög ákveðnar
skoðanir á lífinu og tilverunni en
varst lítið fyrir að flækja hlutina.
Það var ósjaldan sem ég svaf
við hliðina á prentvélinni í
vinnunni hjá þér meðan ég beið
eftir að þú myndir klára vinnu-
daginn. Og þegar ég náði að
halda mér vakandi lærði ég allt
um prentarastarfið, fékk að
handleika og þefa af pappírnum
og sjá hvernig þetta allt gerist.
Allt þetta hefur hjálpað mér í
mínu starfi sem grafískur hönn-
uður og mótaði mig í starfi.
Þú og elsku Anna þín tókuð
alltaf vel á móti okkur hvort sem
það var á heima Bergstaðastræt-
inu eða í Fuglavík þar sem þú
gast setið heilu og hálfu dagana
og frætt okkur um alla fuglana
sem settust á pallinn í sumarbú-
staðnum, og þeir voru margir,
og voru þeir farnir að stóla á það
að karlinn í sumarbústaðnum
myndi fæða þá. Auðvitað hefðu
þessar stundir mátt vera miklu
fleiri.
Eitt sem gleymist ekki er
þegar fjölskyldan sat öll saman á
Sunnuveginum hjá ömmu og afa
og borðaði saman. Þetta var eins
og atriði úr Sopranos. Allir sam-
mála um að vera ekki sammála,
þangað til afi sagði jæja, og þá
var kominn tími til að allir færu
heim.
En það er einmitt stór hluti af
þeim hópi sem sat á Sunnuveg-
inum sem hefur tekið á móti þér
hinum megin, flottur hópur þar
sem pabbi þinn og mamma eru í
fararbroddi ásamt bræðrum þín-
um, sameinuð á nýjan leik. Nú
verður líklegast eitthvað karpað
á himnum. En við vonum þín
vegna að það séu margir góðir
golfvellir þar sem þú ert núna
því þá hefur þú nóg fyrir stafni.
Megi algóður Guð varðveita
minningu þína í hugum og hjört-
um okkar.
Þinn sonur og tengdadóttir,
Jón Örn (Nonni) og
Ólína (Lólý).
Við bræður minnumst afa
Steina með miklum hlýhug og
þakklæti. Hann var mikill vinur
okkar og alltaf tilbúinn að gera
eitthvað með okkur. Allar ferð-
irnar með afa og ömmu upp í
sumarbústað eru okkur ofarlega
í huga. Afi var mikill golfari og
kenndi okkur að spila golf. Hann
var mikill húmoristi og alltaf
gaman að tala við hann um allt
mögulegt. Núna er afi farinn til
Guðs en allar þessar frábæru
minningar lifa með okkur.
Ólafur og Sigurður.
„Við förum bara og spilum,“
sagði Steini vinur minn þegar
við snemma á tíunda áratug síð-
ustu aldar vorum á Spáni að
spila golf og lágmarksviðmið á
forgjöf var ein af kröfum inn á
suma vellina. Steini bjó yfir mik-
illi reynslu í golfi þegar við hóf-
um að spila saman á þessum ár-
um og naut ég, byrjandinn,
góðrar og dýrmætrar leiðsagnar
hans. Nú þegar hann fellur frá
erum við búnir að vera spila-
félagar á golfvellinum í tæp tutt-
ugu ár. Steini gekk til rjúpna,
var góður og þolinn göngumað-
ur, stangveiði var honum hug-
leikin og var farið í skemmti-
legar veiðiferðir þó aflinn hafi
ekki alltaf staðið undir vænting-
um.
Hann var prentari að mennt
og vann sem slíkur um langan
tíma en kom víðar við í atvinnu-
lífinu eftir að hann hvarf af þeim
vettvangi. Um tíma rak hann
fiskþurrkun og fórst það verk
vel úr hendi, þá verslaði hann
með vinnufatnað.
Sumarbústaðalíf Steina og
Önnu konu hans og fjölskyldu
var farsælt í bústaðnum þeirra,
Fuglavík, og fengum við á síð-
asta sumri Kiwanis- og golf-
félagar ásamt mökum notið gest-
risni þeirra hjóna og
ánægjulegrar stundar þar eftir
árlegt golfmót klúbbsins.
Steini var góður félagi í lífi og
starfi, drengskaparmaður með
góða lund. Við vorum Kiwanis-
félagar í Hraunborgu frá árinu
1986, áttum ásamt öðrum íbúð á
Spáni um tíu ára skeið, stund-
uðum sameiginleg áhugamál ,
unnum á sama vettvangi um
tíma, kvæntir frænkum og aldrei
bar skugga á vinskap okkar.
Það er því sárt að horfa á eftir
vini og félaga á besta aldri eftir
stutta en snarpa baráttu við
veikindi sem vonast var allan
tímann til að myndu lúta í lægra
haldi. Sárastur er söknuðurinn
hjá Önnu, sonum hans og fjöl-
skyldunni allri. Það er með
þakklæti og virðingu sem ég og
fjölskylda mín kveðjum Þorstein
Björnsson og þökkum samfylgd
og góða samveru.
Elsku Anna, Jón Örn, Ingvar
Björn og fjölskyldur, ég, Vala og
dætur okkar vottum ykkur inni-
lega samúð. Blessuð sé minning
góðs vinar.
Friðbjörn Björnsson.
Þorsteinn
Björnsson
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samhug og hlýhug við andlát og
útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa
og vinar,
ADOLFS L. STEINSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðis-
stofnun Vesturlands á Akranesi fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Ólafur og Steinar Adolfssynir og fjölskyldur,
Hanna Jóna Traustadóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við útför elsku móður minnar, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
JÓRUNNAR ANDRÉSDÓTTUR,
Lóu,
Hellukoti,
Stokkseyri.
Hjartans þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Felli og
Kumbaravogi fyrir góða umönnun.
Ester Þorsteinsdóttir og fjölskylda.
Olga Meckle eða Ollí eins og
hún var kölluð var mamma
Önnu Erlu, bestu vinkonu minn-
ar á Hornafirði. Ollí var alveg
einstök kona og allt svo spenn-
andi í kringum hana sem og fjöl-
skylduna alla. Það var ekkert
sem var venjulegt. Þau bjuggu í
Hagatúni 12 og Anna sagði mér
að húsið þeirra væri að sökkva
af því að það væri byggt í mýri.
Þetta fannst mér alveg stórkost-
legt. Húsið var byrjað að halla
og allir voru rólegir yfir því, en
þetta jók svoleiðis á áhrifin hve
allt var framandi og spennandi í
Hagatúni 12.
Ollí kom frá Þýskalandi og
Anna sýndi mér myndir af
mömmu sinni þegar hún var ung
og á myndunum leit Ollí út eins
og poppstjarna. Hún spilaði líka
á gítar, sem mér fannst ótrúlega
svalt og Ollí kenndi mér að slá á
gítar með ákveðnum hætti. Ég
man þegar ég sá myndirnar af
Ollí að ég hugsaði: „Ætli það sé
ekki skrýtið að líta út eins og
poppstjarna og kynbomba og
koma frá svona mannmörgu
landi og setjast að á ókunnri
eyju í litlum bæ úti á landi og
þekkja eiginlega engan nema
fjölskyldu sína?“
Ollí kom til Íslands frá Þýska-
landi ásamt hundruðum kvenna í
leit að atvinnu og nýju lífi. Og
nýtt líf fékk hún. Með Þorsteini
eignaðist hún þrjú börn og þeg-
ar hún talaði um börnin sín þá
kom alveg ólýsanlegt blik í aug-
un á henni. Blik sem sagði „þau
eru langbest“og þetta blik hefur
áreiðanlega borið þau langt og
hátt í gegnum lífið. Ollí lét mann
fá á tilfinninguna að maður væri
einstaklega heppinn að fá að
leika við Önnu. „Já, hún er
Olga Meckle
Guðleifsdóttir
✝ Olga MeckleGuðleifsdóttir
fæddist í Þýska-
landi 5. júlí 1925.
Hún lést á hjúkr-
unardeild HSSA 8.
október 2011.
Útför Olgu var
gerð frá Kálfafells-
staðarkirkju í Suð-
ursveit 21. október
2011.
skemmtileg hún
Anna mín,“ sagði
hún oft við mig. Ollí
eyddi miklum tíma í
að lesa og það gerði
hún oftast inni í
svefnherbergi.
Þangað fór maður
ekkert inn. En við
Anna fengum að
leika lausum hala
um alla íbúðina og
fengum að hafa eld-
húsið, stofuna og barnaherberg-
ið út af fyrir okkur.
Við Anna spiluðum á píanóið
og fífluðumst þar til við piss-
uðum á okkur og af því að húsið
hallaði þá rann bunan þvert yfir
stofuna. Það var ægilegt, en Ollí
skammaði okkur aldrei. Henni
fannst bara frábært hvað við
vorum duglegar að leika okkur.
Eins og ég segi þá stoppaði hún
okkur aldrei nema þá bara til að
gefa okkur að drekka. Þá kom
hún á ógnarhraða út úr svefn-
herberginu eins og hún væri
með geðveika hugmynd sem
ætti að hrinda í framkvæmd eins
og skot.
Mér fannst eins og Ollí væri
stundum að springa úr húmor.
Hún var þannig í augunum. Þó
hún væri mest heima hjá sér, þá
var alveg brjálað að gera í
hausnum á henni.
Einu sinni man ég að þau
hjónin brugðu sér af bæ og ég
fékk leyfi til að gista hjá Önnu.
Og við sváfum í hjónarúminu og
ég svaf Ollíar megin. Mér fannst
ég komast í miðju leyndardóms-
ins um hana Ollí. Ég átti að
hjálpa Önnu að læra fyrir nátt-
úrufræðipróf, sem gekk mjög
illa, því Önnu var skítsama um
hringrás koltvísýrings, en ég var
alsæl að fá að upplifa hvernig
væri að vera Olga Meckle.
Olga var nefnilega pínulítil
ráðgáta. Hún hafði lent í ein-
hverjum hremmingum, fyrir og í
seinni heimsstyrjöldinni, sem
hún sagði aldrei frá og með
þessa leyndardóma fór hún í
gröfina.
Elsku Ollí, takk fyrir allt.
Þín
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
(Lolla).
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður grein-
in að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar