Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 2
FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Þetta verður bara kært til Hæstaréttar og þá fáum við rétta niðurstöðu,“ segir Grímur Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og skipta- stjóri þrotabús eignarhaldsfélagsins Mile- stone. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá máli þrotabúsins á hendur Karli Wernerssyni á þeim forsendum að frestur til þess að höfða málið hefði verið liðinn sam- kvæmt lögum um gjaldþrotaskipti og einka- hlutafélög. Var þrotabúinu gert að greiða honum 600 þúsund krónur í málskostnað. Karl var stjórnarformaður og stærsti hlut- hafi Milestone á árunum 2005-2009 bæði sjálfur og gegnum félög í hans eigu, en fé- lagið var tekið til gjaldþrotaskipta með úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur 18. sept- ember 2009. Málið höfðað innan tímamarka Þrotabúið fór fram á það fyrir dómi að rift yrði greiðslum Milestone til Karls að fjár- hæð rúmlega 504 milljónum króna, en sam- kvæmt rannsókn sem endurskoðendafyrir- tækið Ernst & Young framkvæmdi fyrir skiptastjóra þrotabúsins fékk Karl fjölmörg lán frá félaginu á síðustu tveimur árunum fyrir gjaldþrot þess. Grímur segir að forsaga málsins sé sú að í nóvember 2009 hafi kröfulýsingarfrestur vegna Milestone runnið út. Á þeim tíma hafi lögin verið með þeim hætti að höfða varð riftunarmál innan sex mánaða frá því að fresturinn rann út. Í tilfelli þrotabús Mile- stone hafi það verið í maí 2010. „Í apríl 2010, það er að segja mánuði áður en frestinum lauk, þá er lögunum breytt og þessi frestur sem var sex mánuðir lengdur í eitt ár. Við höfðuðum svo málið áður en þetta ár var liðið,“ segir Grímur. Hann segir það almenna reglu í lögfræði að ef frestir séu ekki liðnir megi framlengja þá með laga- breytingu og þá gildi hinir nýju frestir. Ann- að mál sé ef frestir séu liðnir enda sé breyt- ingin þá afturvirk. Héraðsdómur hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að höfða hefði átt riftunarmálið innan sex mánaða frá því að kröfulýsingarfresturinn rann út eins og lögin voru fyrir breytingu. Með tíu sambærileg mál í vinnslu Umrætt mál hefur annars mun víðari skír- skotun en aðeins varðandi þrotabú Milestone að sögn Gríms en í heildina er lögfræðistofa hans Landslög með tíu slík mál í vinnslu. Í raun snúist málið um það hvaða reglur gildi í þeim tilfellum þar sem fresturinn til þess að höfða riftunarmál var ekki útrunninn þegar lögunum var breytt og fresturinn lengdur úr sex mánuðum í ár. Um prófmál sé að ræða. „Það er bara örlítill hluti af málum sem voru höfðuð innan sex mánaða frá því að kröfulýsingarfrestur rann út og ég held að það sé nú búið að höfða þau fæst eins og til að mynda í stóru bönkunum,“ segir Grímur. Um sé að ræða sömu breytingu á lögum og hafi verið gerð vegna slita bankanna. Ágætt að fá reglurnar á hreint Þó að Grímur sé ósammála þeirri nið- urstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa málinu frá þá segir hann að í því felist einnig jákvæðar hliðar. Með því hafi skapast tæki- færi til þess að kæra frávísunina til Hæsta- réttar og þar með verði hægt að fá nið- urstöðu um það áður en byrjað verði að reka málið hvaða reglur gildi um umrædda fresti. „Að því leytinu er þetta ágætt, nú getum við kært þetta og fáum bara strax nið- urstöðu frá Hæstarétti um hvað sé rétt. Þá liggur þetta fyrir,“ segir Grímur. Málið hefur mun víðari skírskotun  Máli gegn Karli Wernerssyni vegna þrotabús Milestone vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær  Niðurstaðan að málið hafi verið höfðað eftir að frestur til þess rann út  Verður kært til Hæstaréttar Morgunblaðið/Hjörtur Dómsmál Máli vegna þrotabús Milestone var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Héraðsdómur » Samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur hvergi fram í lögum hvort lenging frests til þess að höfða mál vegna gjaldþrotaskipta eigi við um mál þar sem frestur var þegar hafinn þegar lagabreytingin átt sér stað. » Af þeim sökum verði að líta svo á að sex mánaða frestur gildi um slík mál eins og kveðið var á um í lögum fyrir laga- breytingu en ekki eitt ár. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 stig varð rétt fyrir klukkan 10 í gærmorgun syðst í Kötluöskj- unni í Mýrdals- jökli. Annar skjálfti upp á 2,5 stig varð klukk- an 10.18 í öskj- unni. Ekki mæld- ust fleiri skjálftar á þessum slóðum í gærdag og fram eftir kvöldi sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og enginn gosórói var sjá- anlegur. Í fyrradag mældust tveir skjálftar upp á 2,5 og 2,3 stig í Mýr- dalsjökli. Stærri skjálftinn í gærmorgun fannst greinilega í Vík í Mýrdal og nágrenni vegna þess hve sunnar- lega hann var í jöklinum. Tveir jarðskjálftar í Kötluöskjunni Órói Katla í Mýr- dalsjökli. Karl á sextugsaldri hefur verið úr- skurðaður í áframhaldandi gæslu- varðhald til 6. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu vegna gruns um aðild að inn- flutningi á verulegu magni af fíkniefnum og sterum og er það gert á grundvelli almannahags- muna. Maðurinn hefur kært úr- skurðinn til Hæstaréttar. Fíkniefnin og sterarnir sem um ræðir fundust við leit lögreglu og tollgæslu í gámi sem kom til landsins í síðasta mánuði. Rann- sókn málsins hefur staðið yfir í alllangan tíma og hefur verið unn- in í samvinnu við tollgæsluna. Karl á fimmtugsaldri er í haldi lögreglu vegna sama máls en sá hefur áður komið við sögu hjá lög- reglu. Í gæsluvarðhaldi fram í desember Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Í þessu felast engar nýjar fréttir. Það hefur alltaf legið fyrir að leikskól- ar taki börn fædd 2010 inn árið 2012,“ segir Líf Magneudóttir, fulltrúi VG í skóla- og frístundaráði, um tilkynn- ingu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér í gær um stöðuna í leikskólamál- um. Í henni kemur fram að borgin skoði nú hvort svigrúm sé til þess í fjárhagsáætlun 2012 að taka hinn stóra árgang barna sem fædd eru árið 2010 í áföngum inn í leikskólana. „Á fyrri hluta ársins yrðu börn sem fædd eru snemma á árinu 2010 tekin inn. Önnur börn úr árganginum yrðu í síðasta lagi tekin inn eftir sumarleyfi þegar elstu leikskólabörnin fara í grunnskóla,“ segir í tilkynningunni. Líf segir borgina ekki svara brýn- um spurningum. „En það sem skiptir máli og við höfum ekki fengið svör við er að nú eru ónýtt pláss í leikskólum borgarinnar og það er samt ekki tekið inn í þá. Það eru nú þegar börn fædd 2010 orðin 18 mánaða og þau fá ekki þessi pláss,“ segir Líf og bætir við að það ætti ekki að fela í sér mikinn aukakostnað að nýta plássin, þetta sé bara spurning um forgangsröðun. Í umræðunni að hækka gjöld Um 100 rými eru laus í leikskólum Reykjavíkur nú. Ekki er til fjármagn til að mæta viðbótarkostnaði vegna lausra leikskólaplássa á þessu ári að sögn Evu Einarsdóttur, borgarfull- trúa Besta flokksins, sem á sæti í skóla- og frístundaráði. Húsnæðiskostnaður er um 8% af kostnaði við hvert leikskólapláss. Stærsti kostnaðurinn er vegna launa. Eva bendir á að fjárframlög til rekst- urs leikskólanna hafi hækkað um rúm- an milljarð frá árinu 2008 og hafi aldr- ei verið hærri. Hvert leikskólapláss kostar um 2 milljónir á ári en um 7.000 leikskólabörn eru í borginni. „Það er nýtt í stöðunni að hafa pláss en geta ekki nýtt þau sökum fjárskorts á með- an áður voru ekki til pláss eða ekki fékkst nægt starfsfólk,“ segir Eva. En kemur til greina að hækka leik- skólagjöld? „Það er auðvitað allt í um- ræðunni núna við lok fjárhags- áætlunargerðar. Leikskólagjöld í Reykjavík eru nú þau næstlægstu á landinu,“ segir Eva. Ekki hægt að nýta laus pláss  Um 100 laus leikskólapláss í borginni  Börn fædd 2010 fá samt ekki inni Fermingarbörn á öllu landinu hófu í gær söfnun fyrir vatnsverkefni Hjálp- arstarfs kirkjunnar í Afríku. Þetta er í 13. sinn sem söfnunin fer fram og er hún ein mikilvægasta stoð Hjálparstarfsins undir vatnsverkefni í Afríku. Í fermingarfræðslunni hafa börnin fræðst um vatnsverkefni Hjálpar- starfsins í Úganda, Malaví og Eþíópíu, hvernig hreint vatn breytir öllu, bætir heilsu og allar aðstæður til hins betra. Stúlkur sem áður þurftu að nota marga klukkutíma á hverjum degi í að sækja vatn geta eftir að brunn- ur er kominn við þorpið farið í skóla og þannig öðlast menntun sem skapar grundvöll fyrir jafnrétti og framförum. Söfnun fermingarbarnanna stend- ur til 15. nóvember og taka um þrjú þúsund börn í 67 prestaköllum þátt. Fermingarbörn á Íslandi safna fyrir vatni Hreint vatn breytir öllu Morgunblaðið/Kristinn Átak Fermingabörn í Hjallakirkju í Kópavogi voru glaðleg og áhugasöm með séra Írisi Kristjánsdóttur þegar söfnun fyrir vatnsverkefnið hófst. Vatnsútflutningur frá Íslandi hefur aukist verulega síðustu ár en fyrstu sjö mánuði ársins var aukningin rúmlega 31% miðað við sama tíma- bil í fyrra. Útlit er fyrir að útflutn- ingurinn í ár verði yfir 16 þúsund tonn, sem er fjórfalt meira magn en flutt var út árið 2007. Hátt í 86% af vatninu eru flutt til Banda- ríkjanna og fer vatnið bæði til aust- ur- og vesturstrandarinnar. Til Kanada, Danmerkur, Kína, Rúss- lands og Bretlands fara um 12%. Tvö fyrirtæki eru stærst í vatns- útflutningi, Iceland Water Holding og Catco. Vatninu er tappað á flöskur hér á landi og síðan flutt til útlanda í 40 feta gámum, að lang stærstum hluta á vegum Eimskipa- félagsins. Hver gámur vegur 20-22 tonn. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hafa nokkrir aðilar byrjað til- raunasendingar á að flytja vatn í 20 feta gámum, sem eru útbúnir með sérstökum risapoka sem vatni er dælt í, og senda til átöppunar utan Íslands. Útflutningur á vatni í tankskipum er síðan annar mögu- leiki sem rætt hefur verið um. aij@mbl.is Stöðugt meira flutt út af vatni frá Íslandi Litla stúlkan, sem varð fyrir bíl í Innri-Njarðvík á sjöunda tímanum í gærkvöldi, hlaut ekki alvarleg meiðsli samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Hún var flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur á slysadeild Landspít- alans til eftirlits. Stúlka sem varð fyr- ir bifreið lítið slösuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.