Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011 ✝ Regína SólveigGunnarsdóttir fæddist 1. júlí 1969. Hún lést 29. októ- ber 2011. Foreldrar henn- ar: Gunnar Bjarna- son fv. hrossarækt- arráðunautur, f. 13. desember 1915, d. 15. september 1998 og Guðbjörg Jóna Ragn- arsdóttir, f. 3. febrúar 1930. Bróðir hennar: Gunnar Ásgeir Gunnarsson, f. 3. maí 1964, eig- inkona hans er Ingibjörg Adda Konráðsdóttir. Hálfsystkini hennar: Halldór Gunnarsson, f. 14. janúar 1941, eiginkona hans er Margrét Kjerúlf Jónsdóttir. um Rafnari Karli Rafnarssyni, f. 16. júlí 1968, þau eiga synina Gunnar, f. 28. febrúar 2002 og Skorra Hrafn, f. 7 ágúst 2004. Rafnar er sonur hjónanna Rafn- ars Karls Karlssonar, f. 12. nóv- ember 1937 og Unu Olgu Ragn- arsdóttur Lövdahl, f. 28. janúar 1940. Systkini Rafnars eru Karl Jóhann, f. 18. maí 1959 og Hulda Ingibjörg, f. 15. febrúar 1965. Regína lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og brautskráðist síðar sem rekstrarfræðingur frá Sam- vinnuháskólanum við Bifröst. Regína starfaði að námi loknu sem sölumaður og sölustjóri við fraktflutninga hjá skipa- félögum, var markaðsstjóri Landssambands hestamanna- félaga og nú síðast versl- unarstjóri hjá Líflandi. Útför Regínu fer fram frá Digraneskirkju í dag, 9. nóv- ember 2011, og hefst athöfnin klukkan 13. Bjarni Gunnarsson, f. 25. júlí 1948, eig- inkona hans er Guðrún Helga Kristinsdóttir. Ragnar Haralds- son, f. 15. desember 1949, eiginkona hans er Sigríður Þórðardóttir. Gísli Haraldsson, f. 9. júní 1955, eig- inkona hans er Ingibjörg Grímsdóttir. Margrét Haraldsdóttir, f. 19. júní 1956, maður hennar er Kristján Stef- ánsson og Haraldur Haraldsson, f. 11. október 1958, d. 7. nóv- ember 1997. Regína giftist 27. september 2003 eftirlifandi eiginmanni sín- Regína er yngsta barn foreldra sinna. Hún á einn albróður, Gunn- ar Ásgeir Gunnarsson, og sex hálfsystkini. Þar af aðeins eina systur, sem er ég, og á milli okkar eru heil þrettán ár. Oftast var hún kölluð Regína Sól. Hún var sólin í lífi fjölskyldunnar og augasteinn föður síns. Regína var óskaplega ljúft barn og vel heppnuð ung kona. Það voru forréttindi að fá að taka þátt í lífi hennar. Hún var ágæt námsmanneskja og lauk stúdentsprófi frá FB og prófi í rekstrarhagfræði frá Sam- vinnuháskólanum í Bifröst. Hún vann alltaf mikið og var alla sína ævi á bólakafi í hestamennsku. Hún var mikil tungumála- manneskja og bjó m.a. í Þýska- landi um hríð. Þar eignaðist hún marga vini. Hún fylgdi foreldrum sínum í ferðum til að kynna ís- lenska hestinn á erlendri grundu. Regína brasaði með pabba sinn og var hans helsta hjálparhella þar til hann dó 1998. Síðan þá hef- ur hún verið vakin og sofin að hugsa um velferð móður sinnar. Síðast í vetur stóð hún fyrir því að taka íbúð móður okkar í gegn hátt og lágt. Hún stýrði okkur fjöl- skyldunni röggsamlega og sá um að allt gengi eins og hún hafði skipulagt. Það var eftir á að hyggja eins og hún væri að búa al- mennilega um mömmu áður en hún færi héðan. Regína fann ástina í lífi sínu þegar hún hitti Rabba. Hann var hennar lífsförunautur og saman eiga þau tvo yndislega drengi, þá Gunnar og Skorra. Guð gefi þeim styrk og kjark til að takast á við erfiðasta verkefnið í lífi sínu. Fjöl- skylda Rabba hefur verið einstak- lega samrýnd og hjálpast að við erfið veikindi Regínu og mun standa sterk saman áfram. Ég þarf að kveðja Regínu syst- ur mína og lifa áfram með perlur minninganna einar til að orna mér. Margar myndir koma upp í hugann: Regína Sól litla systir að kalla saman systkini sín í kringum dán- ardag pabba. Regína að halda upp á afmæli mömmu. Regína alsæl á hestbaki. Með fjölskyldunni á fótboltamóti. Fallega systir mín með ljósa fallega hárið og bjarta brosið mætt í eitthvert af mörgum til- efnum fjölskyldunnar. Elsku hjartans systir mín var í essinu sínu þegar til stóð að skipuleggja landsmót hesta- manna eða ættarmót. Hundrað prósent manneskja í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Regína Sól sem var fílhraust alla sína stuttu ævi. Svo kom hræðilegi úrskurðurinn að hún væri með krabbamein. Hún sat hugsandi og sagði ekki orð lengi, lengi. Svo reisti hún höfuðið og sagði einbeitt: „Þá er sumarið farið!“ Hún ætlaði að berjast og klára þetta dæmi til enda. Fyrir litlu drengina sína og ástina sína. Í morgunroðanum lagði hún af stað og hennar beið pabbi með ið- andi himnagæðinga. Með honum fór hún ríðandi á sléttuna á vit nýrra ævintýra. Að skipuleggja himnahestamót. Þar sem enginn er tíminn, enginn söknuður og enginn sársauki. Þar mun hún taka á móti okkur með allt klárt og fínt þegar okkar tími kemur. Minning um yndislega mann- eskju lifir hjá okkur og einn góð- an veðurdag mun kannski fæðast lítil stúlka með einstaklega falleg blá augu og hrifandi bros, lítil Regína Sól. Guð var ætíð með þér og í húsi Drottins býrðu langa ævi. Margrét Haraldsdóttir, framhaldsskólakennari. Líkn. Ég hygg að það þurfi mannsævi til að skilja og mæta þessu eina orði. Regína Sólveig var skírð með fyrra nafni í höfuðið á ömmu sinni í móðurætt og langömmu sinni í föðurætt, sem dó þrjátíu og sjö ára gömul frá manni sínum sr. Benedikt á Grenjaðarstað og fjór- um ungum börnum. Seinna nafnið bar langamma hennar í móður- ætt, tengt sól og gleði, sem stúlk- an færði foreldrum sínum, – sú þráða dóttir föður, sem hann elsk- aði og bar svo mikla umhyggju fyrir alla sína ævi. Hún varð hamingjugeisli for- eldra sinna, bróður og hálfsystk- ina, síðar manns síns og tveggja sona, vina og svo margra annarra, sem kynntust henni í margvísleg- um störfum og áhugamálum, einkum í ævintýrum hesta- mennsku. Kraftmikil, djörf, áræðin og alltaf glöð með sínum jákvæðu úr- lausnum. Undirbjó t.d. samveru- stundir með systkinum sínum á afmælisdegi föður, til að geta minnst hans og hló með föður- frænkum sínum á skipulögðum samverustundum, sem töluðu hratt saman og fundu þessi sterku ættartengsl. Það voru engin vandamál nema til að takast á við og sigra. Selja t.d. íbúðina og byggja upp ein- býlishús frá grunni með arkitekt, sem átti m.a. að geta boðið móður hennar velkomna til dvalar og velja síðan allt til hússins, frá fyrstu spýtu til síðasta húsgagns með manni sínum og mæta þá þjóðarhruni, sem hrifsaði allt og meira. Til hins allra síðasta var reynt að sigra það. Þegar það tókst ekki var eins og mótstaða líkamans gæfi skyndilega eftir, en andi hennar, – hugsunin og sálin – gafst ekki upp, – ekki eitt einasta andartak. Hún sótti styrk sinn til trúar og bænar, – barnatrúarinnar frá æsku, með bænum og trú foreldra sinna, lestri ritningagreina, sem hún dró sér og fann styrk gagn- vart með bænarsvari. Það var hún, sem styrkti fjölskyldu sína, ættingja og vini frá því banamein- ið greindist fyrir fjórum mánuð- um síðan. Það var hún, sem gekk um á sjúkrahúsinu til að styrkja aðra, hvetja og biðja fyrir. Það var hún, sem sem tók utan um syni sína og horfði á bíómynd með þeim heima, fyrir svo stuttu síðan. Og það var hún, sem valdi að fá að hvíla hjá föður sínum. Það var þegar hún hafði fundið miskunn Drottins Guðs frá þjáningu og sorg og gat sigrað það sem sárast var, að missa eiginmann og syni. Líknin var þá þar með öllu því, sem engin orð geta fullkomlega skýrt, aðeins er hægt að reyna í skuggsjá mestu þjáningar Hans, sem dó á krossi. Í 31. Davíðssálmi er líknin orð- uð, sem gat verið hugsun hennar hjá manninum hennar heima í vöku eða svefni, þegar ný fæðing hennar varð til húss Drottins Guðs með herbergjunum mörgu, þar sem englarnir taka á móti: „Hjá þér Drottinn leita ég hælis… Í þína hönd fel ég anda minn, þú munt frelsa mig Drottinn, þú trúfasti Guð… Ég vil gleðjast og fagna yfir miskunn þinni… Líkna mér Drottinn.“ Halldór Gunnarsson. Fyrir fjórum mánuðum síðan buðu Reykjabörn barnabörnum Þórdísar og Bjarna frá Húsavík til ættarsamkomu á Reykjum. Regína systir hlakkað mikið til að hitta frændsystkini sín, en hún var yngst í fjölmennum hópi barnabarnanna. Þegar ég var á leiðinni til Reykja hringdi ég í Regínu til að vita hvort hún væri mætt. Þá sagði hún mér þær hörmulegu fréttir að hún hefði greinst með krabbamein og stæði nú frammi fyrir erfiðri baráttu upp á líf og dauða. Hún sagði mér yfirveguð og sterk frá veikindun- um og þannig var hún allt til enda. Ég lofaði Regínu að segja ekki að svo stöddu frá veikindum hennar, en ættarsamkoman var í miklum skugga eftir samtal mitt við Reg- ínu. Þar sem við Regína vorum ekki alin upp á sama heimili kynntist ég systur minni lítið fyrstu árin hennar. En síðar þegar hún var komin með sína eigin fjölskyldu kynntumst við betur. Hún lagði mikla áherslu á að styrkja sam- bandið og sá meðal annars um að hóa fjölskyldunni saman í desem- ber á afmælisdegi pabba okkar og voru það alltaf frábærar sam- verustundir. Regína yfirgefur okkar jarð- neska svið í blóma lífsins. Hún var yndisleg manneskja sem ég sakna mikið. En missir Rafnars og strákanna þeirra, Gunnars og Skorra Hrafns, er meiri en orð fá lýst. Megi þeim auðnast að lifa líf- inu eftir þennan mikla missi. Ég og fjölskylda mín sendum þeim og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Bjarni Gunnarsson. Elsku Regína. Ég var bara unglingur þegar Rabbi kynnti þig fyrir fjölskyldunni og mér fannst bæði spennandi og skrýtið að það væri að bætast ný kona í fjöl- skylduna en það leið ekki langur tími þangað til mér fannst þú eiga heima í fjölskyldunni. Ég kunni vel við þig og svo bjóstu til gott uppstúf, alveg eins og mamma og amma. Okkur fannst alltaf fyndið og gaman að grínast með það þeg- ar við borðuðum uppstúf. Þú komst mér iðulega til bjargar þegar mamma og Rabbi voru að fíflast og stríða mér í gríni. Það var alltaf svo gaman hjá okkur þegar við tvær vorum í liði á móti mömmu og Rabba þegar við spil- uðum vist. Ef við spiluðum ekki saman grínuðumst við með að það væri nú kannski bara fyrir bestu þar sem þau svindluðu svo mikið. Þú varst svo hláturmild og skemmtileg og svo góður kont- rast við hinar konurnar í fjöl- skyldunni. Þú varst alltaf sú sem mér fannst best að tala við þegar eitthvað hafði slest upp á vinskap- inn innan fjölskyldunnar, þú hélst alltaf bara þínu striki viss um að allt yrði gott á ný innan skamms og hafðir alltaf rétt fyrir þér. Mér þótti svo óendanlega vænt um að þú skyldir biðja mig um að vera brúðarmær þegar þið Rabbi gift- uð ykkur og það var mér stór heiður. Þú varst ekki bara kona Rabba frænda míns og mamma litlu frænda minna, þú varst nán- asta fjölskyldan mín. Ég er svo þakklát fyrir þennan allt of stutta tíma sem við fengum saman og ég er svo þakklát fyrir að þú hafir kynnst Rabba frænda mínum og gefið okkur Gunnar og Skorra sem eru einhverjir góðhjörtuð- ustu og vönduðustu einstaklingar sem ég þekki. Þegar ég skrifa þetta hef ég haft fjóra daga til að átta mig á að þú sért farin frá okkur fyrir fullt og allt en ég get bara ekki skilið það. Ég skil ekki ennþá að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aftur og aldrei eftir að tala við þig aftur. Ég sakna þín svo mikið og mér finnst óbærileg tilhugsunin um að við eigum aldrei aftur eftir að eiga jól eða áramót saman. Takk fyrir allt, elsku Regína. Ég lofa að passa vel uppá strákana þína þrjá fyrir þig svo lengi sem ég lifi. Jana Rós. Að skrifa minningargrein um Regínu frænku er nokkuð sem ég bjóst aldrei við að gera, það hvarflaði aldrei annað að mér en að hún yrði hjá okkur miklu, miklu lengur. Við urðum strax vinir sem litlir krakkar og lékum okkur oft saman og á ég margar góðar minningar frá æskuárum okkar. Regína var alltaf hress og kát. Hún hló oft og mikið og var afar glaðlynd. Hlátur hennar var smitandi og áður en maður vissi af var maður sjálfur farinn að kæt- ast og hlæja með. Annað var bara ekki hægt! Mér er minnisstætt frá unglingsárunum þegar við ræddum um hinar og þessar grín- myndirnar og hlógum eins og vit- leysingar. Það myndaðist strax vinataug á milli okkar Regínu og ég leit alltaf á hana sem kæran vin og hugsaði oft til hennar þó ég byggi stundum fjarri. Regína var ynd- isleg manneskja og einn eftir- minnilegasti tími hin seinni ár var þegar ég var svo lánsamur að fá að taka þátt í brúðkaupi Regínu og Rafnars. Þetta var svo skemmtilegt allt saman og tvær manneskjur sem elskuðu hvor aðra afar heitt að „leiða saman hesta sína“. Það var mikil ást og kærleikur í loftinu og það eru svona minningar sem ylja og næra sálina og halda áfram að gera það um ókomna tíð, og slíkt er ómetanlegt. Drottinn kallaði Regínu sína heim miklu fyrr en allir áttu von á en líklega hefur vantað meira fjör og meiri hlátur í himnaríki. Ég vildi óska að við hefðum fengið að njóta Regínu lengur hér á jörðu og söknuðurinn er meiri en orð fá lýst. En það er huggun að hún er núna komin í faðm frelsarans og áður horfinna ástvina, og það er ég viss um að það er bæði hlegið hátt og hneggjað dátt. Í Davíðs- sálmi 23 segir m.a. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum læt- ur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta.“ Drottinn er hirðir Regínu og mun að eilífu umvefja hana og gæta hennar og hún mun sann- arlega næðis njóta. Ég votta Rafnari og sonum, Gunnari og Skorra Hrafni, Guð- björgu ömmu, systkinum og allri fjölskyldunni sem og vinum inni- lega samúð og bið Guð almáttug- an að gefa ykkur öllum styrk og von í hjarta um bjartari stundir. Elsku Regína mín, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég mun alltaf varðveita í hjarta mínu. Guð geymi þig að eilífu. Sigurður Ragnarsson. Nú er komið að því að kveðja Regínu Sól. Hún var eins og stóra systir mín. Hún passaði mig, leyfði mér að sniglast í kringum sig þegar ég var lítil, hjálpaði mér og við vorum vinkonur. Okkar samband spannaði hátt í 30 ár, stundum var það mikið og stund- um var það lítið. En hún var alltaf stóra systir mín, þannig var okkar samband. Það var ákveðin taug á milli okkar, ákveðin væntum- þykja og ákveðið umburðarlyndi sem maður hefur gagnvart litlum systrum. Á svona stundu flæða fram svo margar minningar um Regínu Sól frá því ég var lítil og þangað til dagsins í dag. Einhvern veginn stendur upp úr hláturinn hennar, svo kitlandi og fullur af húmor. Hún var alveg ótrúlega fyndin þegar hún var að leika fjöl- skyldumeðlimina, ömmu Guð- björgu og Halla jólapúka. Þegar ég bjó hjá henni í Fálkahöfðanum þá komu nágrannarnir einn laug- ardagsmorguninn og kvörtuðu yf- ir hávaða. Þá höfðum við vaknað snemma og lágum uppi í rúmi og hlógum og hlógum. Við áttum margar góðar stundir saman. Eins sorglegt og það er að þurfa að kveðja svona unga og fal- lega konu í blóma lífsins þá er ég svo þakklát að hafa fengið að kveðja hana. Ég er líka svo þakk- lát fyrir að hún fékk að eignast svo gott líf. Ég trúi því að hún hafi fengið allt sem hún þráði í lífinu. Hún náði að afreka mjög margt. Mennta sig, dvaldi erlendis og vann við ýmis störf. Hún eignað- ist yndislegan mann sem átti svo vel við hana og tvo fallega drengi. Hún sinnti áhugamáli sínu, hest- unum og átti marga og góða vini. Það eina sem hún fékk ekki var tími. Hún hefði þurft meiri tíma til að hugsa um litlu fjölskylduna sína. Mega englarnir og allur heims- ins kærleikur varðveita þig. Blessuð sé minning Regínu Sól- veigar. Elsku Rabbi, Gunnar og Skorri Hrafn. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð í sorg ykkar, hugur minn er hjá ykkur. Kveðja, Hulda Margrét og fjölskylda. Reginu Sól eins og ég kallaði hana alltaf kynntist ég þegar við vorum 12 ára gamlar. Við vorum saman í barnaskóla en leiðir okk- ar lágu ekki saman fyrr en einn bjartan sumardag við hesthúsin í Mosfellsbæ. Regina Sól var alvön hestum og hún var ekki mikið eldri en 2 ára þegar hún settist fyrst á hest- bak. Hestarnir áttu hug hennar allan og í kringum þá og í hest- húsinu áttum við margar góðar stundir saman. Eitt sinn fórum við í langan reiðtúr og í bakaleið- inni hleyptum við hestunum á Leirunum. Ég var með eyrna- skjól á eyrunum sem færðust allt- af til og í öllum hamaganginum voru þau komin inná mitt andlit. Ég ríghélt mér í tauminn til að detta ekki af baki, Regína lítur við þar sem hún var alltaf á undan mér og fer að skellihlæja, við fáum þetta líka hláturskast og eins og flestir vita er nánast ómögulegt að klemma lærin sam- an þegar setið er á hestbaki. Á leiðinni heim þurfti ég að klæða mig úr lopapeysunni og binda hana um mig til að leyna því að buxurnar voru blautar. Að þessu atviki áttum við oft eftir að hlæja saman. Mér er það mjög minnisstætt þegar ég kom fyrst inn á heimili hennar hvað allt var fallegt, hvítt rýjateppi á gólfum og svartur Regína Sólveig Gunnarsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Regína. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd. Í nýjum heimi æ þér vörður vísi sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir við færum þér. Við sálu þína biðjum Guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (Guðrún Elísabet Vormsdóttir.) Þínar Perluvinkonur, Hrefna Lind, Ingibjörg, Ruth og Ágústa. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og stuðning við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, HREFNU ÞORVARÐARDÓTTUR, Áskinn 7, Stykkishólmi. Hannes K. Gunnarsson, Sigurborg Kristín Hannesdóttir, Ingi Hans Jónsson, Gunnar Hannesson, Guðrún Hjartardóttir, Lárus Ástmar Hannesson, María Alma Valdimarsdóttir, Freyja, Hrefna Rós, Arna Ösp, Halldóra Kristín, Anna Soffía og Valdimar Hannes. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN ERLA MARINÓSDÓTTIR, andaðist á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar aðfaranótt mánudagsins 31. október. Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 14.00. Sigurrós Sveinsdóttir, Sverrir Gíslason, Kolbrún Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.