Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Út er komin platan Aðeins meira
Pollapönk sem er þriðja plata þess-
arar síkátu hljómsveitar.
Pollapönk er hugarfóstur leik-
skólakennaranna Heiðars (Heiðar
Örn Kristjánsson) og Halla (Har-
aldur Freyr Gíslason) en þeir fé-
lagar voru/eru báðir meðlimir í hafn-
firsku rokksveitinni Botnleðju. Árið
2007 barst félögunum liðsstyrkur
þegar þeir Guðni Finnsson og Arnar
Gíslason gengu til liðs við sveitina og
hefur leiðin legið upp á við allar göt-
ur síðan.
Frelsi og ábyrgð
„Við erum mjög stoltir af þessari
plötu,“ segir Haraldur. „Eins og öll-
um hinum. Og það er einföld ástæða
fyrir því að við erum að þessu og er-
um að halda áfram með þetta verk-
efni. Þetta er alveg meiriháttar
skemmtilegt og gefandi. Þetta er t.d.
ótrúlega skemmtilegur vettvangur
fyrir popplagasmíði, frelsið er mikið
en ábyrgðin sömuleiðis.“
Haraldur segir að innan sveit-
arinnar reyni meðlimir mark-
miðsbundið að búa til tónlist sem
foreldrar og börn geti hlustað á sam-
an. Það sé hins vegar erfið lína að
feta.
„Við semjum inn á plöturnar jafnt
og þétt og ég og Heiðar erum að-
allega í því. Fyrir þessa plötu vorum
við með 25 laga bunka og úr honum
völdum við 12 lög. Textarnir eru hins
vegar snúnastir, það fer mikil vinna í
þá alla jafna.“
– Maður skynjar lítil þreytumerki
á ykkur, frekar að þið séuð að færast
í aukana …
„Það er ótrúlega gaman að spila á
tónleikum fyrir fólk. Það er nærandi
að fá kraft frá áhorfendum og gildir
þá einu hvort þeir eru þriggja eða
hundrað ára. Það er líka einu sinni
þannig að ef þú hefur ekki sjálfur
gaman af því sem þú ert að gera þá
er þér ómögulegt að dýrka gleðina
upp í öðrum.“
Pöllapönk fyrir alla
Haraldur segir að hann og Heiðar
hafi bara verið tveir í þessu í upphafi
en þegar þeir Guðni og Arnar bróðir
hans hafi slegist í hópinn hafi nýjar
víddir opnast.
„Þá varð þetta að starfandi hljóm-
sveit sem ber virðingu fyrir við-
fangsefninu og leggur sama kraft og
sömu elju í það sem hún er að gera
og aðrar sveitir. Það er ekkert
minna kúl að vera í Pollapönki og að
vera í Botnleðju eða spila með Mug-
ison eða hvað það er. Við erum Polla-
pönk, við erum í göllum, við erum í
stuði og erum að búa til popplög sem
við vonum að sem flestir fíli.“
Pollapönk hefur slegið í gegn hjá
ungviðinu en „gamlviðið“, svo ég ný-
yrðist aðeins hefur verið móttæki-
legt sömuleiðis – sem er jú bundið í
tilgang sveitarinnar eins og fram
hefur komið.
„Við spiluðum að kvöldi til á
Kántríhátíðinni á Skagaströnd ein-
hverju sinni og það var troðfullt. Al-
veg eins og við værum á unglinga-
balli. Svo spiluðum við einhvern tíma
í kringum Airwaves og útlending-
arnir fíluðu þetta í botn, skildu auð-
vitað ekkert í textunum. Við erum
alltaf að pota í útgefandann okkar
um að bóka okkur inn á „venjuleg“
gigg og hann heldur að við séum að
djóka en við erum ekkert að djóka.
Af hverju ekki Pollapönk á Airwa-
ves? Músíkin er flott, bandið er gott
og ef þú tekur þessa barnabreytu út
þá er þetta bara músík – fyrir alla!“
Stefnt er að útgáfutónleikum í til-
efni plötunnar í desember.
Hressir! Haraldur, Guðni, Arnar og Heiðar skipa Pollapönk. Þrjár plötur eru nú að baki og þreytumerkin eru nákvæmlega engin.
Næring, kraftur, stuð
Hljómsveitin Pollapönk gefur út þriðju plötu sína, Aðeins meira Pollapönk
Tveir íslenskir kvikmyndagerð-
armenn sýna kvikmyndir sínar á
Bíódögum á Norðurbryggju í Kaup-
mannahöfn á næstunni.
Friðrik Þór Friðriksson mætir
fyrstur til leiks hinn 17. nóvember
með kvikmynd sína Mamma Gógó
og þann 1. desember sýnir Hilmar
Oddsson sína nýjustu mynd „Des-
ember“. Eftir sýningarnar munu
leikstjórarnir ræða myndirnar við
áhorfendur sem og umsjónarmann
Bíódaganna, Birgi Thor Møller.
Ísland á dönsk-
um Bíódögum
Hljómsveitin Reykjavík! mun
fagna útgáfu breiðskífunnar Locust
Sounds með heljarinnar veislu á
KEX Hosteli á morgun og verður
hún með nokkuð óvenjulegu sniði.
Tjöruhúsið, hinn sögufrægi ísfirski
veitingastaður, verður með dýr-
indis fiskihlaðborð áður en tón-
leikar hefjast og Markús Bjarnason
og FM Belfast flytja tónlist ásamt
að sjálfsögðu Reykjavík!
Reykjavík! með
útgáfutónleika!
Undirbýr afmælistónleika í Eldborg
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég er að verða eldri en nokkru sinni
áður og því liggur beint við að fagna
þeim merku tímamótum,“ segir Val-
geir Guðjónsson sem verður sextugur
23. janúar nk. og hyggst af því tilefni
blása til veglegra afmælistónleika í
Eldbogarsal Hörpu sunnudaginn 22.
janúar nk. „Þetta verða persónulegir
tónleikar þar sem ég fer í gegnum
það efni sem ég hef lagt til í þjóð-
arbúið,“ segir Valgeir, en eftir hann
liggja yfir 600 lög og tónverk og því
úr nógu að moða, auk þess sem Val-
geir segir allar líkur á að hann muni
kynna nýtt efni til sögunnar á tónleik-
unum. Í tilefni tónleikanna er von á
geislaplötu frá Senu með lögum Val-
geirs.
„Þetta verður tvöföld ef ekki þref-
öld plata sem mun gefa gott yfirlit yf-
ir lögin mín,“ segir Valgeir og tekur
fram að ekki sé ósennilegt að platan
og tónleikarnir muni kallast á með
einhverjum hætti í lagavalinu. Spurð-
ur hvort von sé á endurkomu Spil-
verksins og Stuðmanna á tónleik-
unum segir Valgeir aldrei að vita, en
tekur fram að enn sé ýmislegt á
huldu. „Ég verð með einvalalið af val-
inkunna taginu með mér,“ segir Val-
geir og tekur fram að honum finnist
skemmtilegast þegar tekst að mynda
hlýlegt andrúmsloft með mikilli ná-
lægð á tónleikum. Spurður hvort ekki
geti verið vandasamt að fanga slíka
stemningu í stærsta sal Hörpu svarar
Valgeir því neitandi.
„Þetta er svo hlýr og umfaðmandi
salur auk þess sem allir eru sammála
um að hljómburðurinn þar sé sá besti
í heimi,“ segir Valgeir. Valgeir hefur í
nógu að snúast þessa dagana því
hann er að undirbúa tónleika með
Jóni Jónssyni, en þeir munu koma
fram í Fuglabúri FTT á Café Rósen-
berg þriðjudaginn 6. desember. „Vin-
ur minn Jón Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri FTT, kom með þessa
hugmynd, en í tónleikaröð félagsins
er hleypt saman tónlistarfólki af sitt
hvorri kynslóðinni,“ segir Valgeir og
tekur fram að þeir Jón eigi það sam-
eiginlegt að vera afskaplega skapgóð-
ir tónlistarmenn.
„Það skilar sér í lögum sem stafa af
sér kæti og gleði sem aldrei er of mik-
ið af í lífinu. Svo er Jón mjög flinkur
gítaristi, raunar miklu betri en ég,
þannig að ég hlakka mikið til. Svo
ætla ég að spila hjá mínum gamla fé-
laga Tómasi M. Tómassyni á Obladí
tónlistarkránni þann 3. desember þar
sem ég hitti fyrir gamla tónlistarvini“
Valgeir brá sér nýverið í hlutverk
tónlistarstjóra fyrir gamansöngleik-
inn Hrekkjusvín sem sýndur er um
þessar mundir í Gamla bíói og byggir
á hljómplötunni Lögum unga fólksins
sem Valgeir samdi bróðurpart laga á
fyrir 34 árum. Í tilefni uppfærslunnar
tóku hann og Sigurður Bjóla sig til og
endurhljóðblönduðu upprunalegu
plötuna. „Bjólan, sem er einn fremsti
upptökustjóri og upptökumaður
landsins, er búinn að fara um þetta
höndum og mýkja hljóminn og skýra.
En við erum engu að breyta,“ segir
Valgeir og tekur fram að reyndar
verði nokkur ný lög á nýju geislaplöt-
unni sem hann samdi sérstaklega fyr-
ir söngleikinn, en platan er vænt-
anleg síðar í þessum mánuði. Þar með
er ekki upptalið allt það sem Valgeir
er með á sinni könnu því dagleg við-
fangsefni hans felast í starfsemi
menningarhússins NemaForum í
Hafnarhvoli við Tryggvagötuna undir
merkjum www.nemaforum.com
ásamt eiginkonu sinni, Ástu Krist-
rúnu Ragnarsdóttur. „Við leigjum út
NemaForum-stofur sem eru afar sér-
stakar og þykja hlýlegar og umfaðm-
andi í anda liðinnar tíðar fyrir teiti,
fundi og ráðstefnur, auk þess að nýta
þær sjálf til námskeiðahalds og fyrir
eigin menningarvökur með tónlist og
sögum. Framundan eru jólavökur af
ýmsum stærðum og gerðum fyrir þá
sem leggja meiri áherslu á að auðga
andann er magann í aðdraganda há-
tíðanna. Nábýlið við gömlu höfnina
gefur góðan straum og kraft!“ segir
Valgeir í blálokin.
Von á geislaplötu frá Valgeiri Guðjóns-
syni með úrvali laga af löngum ferli
Flottur Hinn síungi Valgeir Guðjónsson verður sextugur á næsta ári.
Emilía, ekki Elsa
Í blaðinu síðasta laugardag áttu þau
mistök sér stað í dómi um bókina
Nóvember 1976 að hönnuður bók-
arkápunnar var rangnefndur. Kápu-
hönnun var í höndum Emilíu Ragn-
arsdóttur. Ekki Elsu Bjargar
Magnúsdóttur eins og ritað var, hún
tók aftur á móti mynd af höfundi
bókarinnar.
Beðist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTTING