Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Það sem af er þessum mánuði hafa
hlýindi verið flesta daga miðað við
árstíma. Trausti Jónsson, veðurfræð-
ingur, segir að enn vanti talsvert upp
á svo met verði slegin. Sem stendur
er nóvember í ár í fjórða sæti í höf-
uðborginni frá árinu 1945, en þá var
mánuðurinn einstaklega hlýr. Rauðar
tölur og þægilegt veður stytta vet-
urinn og auðvelda útistörfin og þær
Oddný Þórðardóttir, bóndi og oddviti
á Krossnesi í Árneshreppi, og Ásdís
Bjarnadóttir, bóndi í Auðsholti í
Hrunamannahreppi, fagna báðar tíð-
arfarinu og vona að hlýindin standi
sem lengst.
Trausti hefur reiknað meðalhita
það sem af er mánuðinum í Reykja-
vík og er hann 6,3 stig. Meðalhiti
sömu daga 1945 var 8,0 stig, 7,2 stig
1956 og 6,6 stig 1964. Á Akureyri er
hitastig það sem af er mánuðinum í
10. sæti á sama tíma. Þar hefur með-
alhitinn verið 4,5 stig, en var mest 6,7
stig á sama tíma 1956. Samkvæmt
daglegum tölum frá Stykkishómi allt
frá 1846 er þessi fyrri helmingur
mánaðarins í 14. sæti, en litlu munar
á sætum 10 til 14.
„En eru hlýindin í fyrri hluta þessa
mánaðar óvenjuleg?“ spyr Trausti á
bloggsíðu sinni. „Svarið er já (en þó
með nokkrum semingi sagt). Það eru
allmargir nóvembermánuðir sem
hafa byrjað ámóta vel og þessi, en
hafa síðan sprungið á hlaupinu og
hrapað.“ Trausti bendir á að fyrstu
tvo daga þessa mánaðar var hiti und-
ir meðallagi og kunni það að reynast
dýrt á endasprettinum. Nóvember
1945 var mjög hlýr framan af, en
hann „átti afleitan endasprett þar
sem hiti var varla í meðallagi“.
Enn eru tvær vikur eftir af mán-
uðinum og því ekki ljóst hvort nóv-
ember í ár keppir um sæti á verð-
launapalli, eins og Trausti orðar það.
Hins vegar er útlit fyrir hlýtt veður
að minnsta kosti fram yfir næstu
helgi. Í dag er spáð 7-14 stiga hita og
að smám saman dragi úr vindi. Mest-
ur mældist hitinn 17,6 gráður á Öræf-
um og 16,7 í Skaftafelli í gær.
Nánast aldrei næturfrost
Í Auðsholti í Hrunamannahreppi
vann fólk við að taka upp gulrætur í
síðustu viku. „Tíðin er búin að vera
góð í haust og nánast aldrei næt-
urfrost,“ segir Ásdís Bjarnadóttir.
„Það er sumarhiti núna og þær gul-
rætur sem enn eru í jörð eru alger-
lega óskemmdar, eiginlega bara
spriklandi ferskar og fínar. Það er
ekki einsdæmi að taka upp svona
seint, en tíðarfarið núna skemmir alls
ekki fyrir.“
Þrjár fjölskyldur vinna saman að
búskapnum í Auðsholti I og III og
uppskeran af gulrótum í ár er 70-80
tonn. Mörg handtök fylgja vinnu við
gulræturnar. Eftir upptöku og þvott
er hver einasta gulrót snyrt, upp-
skeran flokkuð og síðan er hand-
pakkað og gulræturnar settar í kalda
geymslu þar til kemur að flutningi á
markað. Íslenskar gulrætur komu í
verslanir um verslunarmannahelgi og
endast fram í mars - apríl. Auk garð-
yrkjunnar er fjölskyldan í Auðsholti
með hefðbundinn kúa- og sauð-
Rauðar tölur auðvelda útistörfin
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Mörg handtök Unnið við gulrætur í Auðsholti. Bjarni Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Harpa Vignisdóttir, Bjarney Vignisdóttir og Ásdís Bjarnadóttir.
Nóvember í ár sá fjórði hlýjasti í Reykjavík frá 1945 Enn vantar talsvert upp á svo hitamet verði
slegin í mánuðinum Gulrætur teknar upp í Auðsholti Sumarblíða í Árneshreppi á Ströndum
Hiti í Stykkishólmi kl. 9 að morgni
14°
12°
10°
8°
6°
4°
2°
0°
-2°
-4°
-6°
°C
Dagur
2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 26 28 30
1945
1956
1987
2011
Meðaltal
Í Árneshreppi á
Ströndum fagna
menn góðri tíð.
Oddný Þórðar-
dóttir á Krossnesi
segir að vorið hafi
verið kalt og sum-
arið komið seint. Í
september hafi
verið einstaklega
gott veður um tíma, en síðan hefði
október verið erfiður. Það sem af
er hausti hefur vegurinn norður í
Árneshrepp nokkrum sinnum
lokast vegna snjóa og á sama tíma
hefur verið erfitt með flug á Gjög-
ur. Mikil úrkoma hafi verið og það
skapi hættu á grjóthruni.
„Svo er allt í einu komin sum-
arblíða hérna, það er ótrúlegt
hvernig veðurfarið er að verða,“
segir Oddný. „Sumir bændur hér
hafa verið að moka úr fjárhúsum
og bera á tún og vinna þessi hefð-
bundu hauststörf
sem ekki var
hægt að sinna
fyrr vegna veðurs.
Í síðustu viku
sóttu bændur fé
sem var fyrir
sunnan Djúpuvík,
en enn þá eru
kindur norður í
Ófeigsfirði og við erum með kindur
norður að Felli. Þær eru mest í
fjörunni, en þegar svona hlýtt er í
veðri sækja þær ofar.“
Oddný segir mannlífið vera í
venjulegum takti í Árneshreppi og
nú séu fjórir nemendur í grunn-
skólanum í Trékyllisvík. Eftir ára-
mót taki klúbbarnir síðan til
starfa, en þá hittast allir sem eru
heima við, jafnt konur sem karlar,
eina kvöldsstund á tveggja vikna
fresti og skiptast heimilin á um að
bjóða heim.
Allt í einu sumarblíða
BÆNDUR SINNA HAUSTSTÖRFUM Í ÁRNESHREPPI
Reykjanesbæjar, sagði að sveitarfé-
lagið hefði keypt landið og jarðhita-
réttindin fyrir tæpum tveimur árum
til þess að þetta lenti ekki í eigu
einkaaðila sem var að eignast meiri-
hluta í HS Orku hf.
„Fyrir vikið greiðum við niður
skuldir sem nema 1.230 milljónum,“
sagði Árni. Hann sagði að skatta-
skuldin sem gerð verði upp sé fjár-
magnstekjuskattur sem var lagður á
vegna sölu á hlut bæjarins í HS Orku
hf. 2009. Sveitarfélög sem seldu t.d.
hlut sinn í Landsvirkjun eða orku-
fyrirtæki á Norðurlandi hafi sloppið
við slíkan skatt. Skýringin sem gefin
er sé sú að HS Orka sé hlutafélag.
Árni sagði að Hafnarfjörður hafi
mótmælt þessari mismunun í skatt-
lagningu og ætli að leita réttar síns.
Engu að síður geri Reykjanesbær
upp skuldina. Vinni Hafnarfjörður
málið komi það öðrum sveitarfélög-
um í sömu stöðu til góða.
Árni sagði að með þessari sölu
muni Reykjanesbæ takast að greiða
alls yfir fjögurra milljarða skuldir á
þessu ári og bæta skuldahlutfall
sveitarfélagsins talsvert.
„Við ætlum ekki að stoppa þarna,“
sagði Árni. Hann sagði að Magma
Energy hafi lýst áhuga á að greiða
upp 5,8 milljarða skuldabréf, sem
bærinn á, fyrir gjalddaga 2015. Það
geti mögulega orðið á þessu ári.
Verði af því muni skuldir Reykjanes-
bæjar minnka enn meira.
Seljanlegar eignir listaðar upp
Bæjarráð Árborgar samþykkti
samhljóða 10. nóvember s.l. „að kort-
leggja hvaða eignir, lönd og/eða lóðir
og fasteignir í eigu Svf. Árborgar
kemur til greina að selja.“ Skila á
niðurstöðum og tillögum til bæjar-
stjórnar fyrir 1. janúar 2012.
Eyþór Arnalds, formaður bæjar-
ráðs, sagði að nú væri fyrst og
fremst verið að kanna hvaða eignir
komi til greina að selja. Meðal ann-
ars á Árborg fjölda íbúða og taldi
Eyþór að 83 þeirra gætu verið selj-
anlegar. „Í sumum tilvikum hafa
íbúar getað keypt húsnæði í stað
þess að leigja það,“ sagði hann.
Sveitarfélagið Árborg skuld-
ar nú rúma 9 milljarða. Ey-
þór sagði vonast til þess að
skuldahlutfall Árborgar
fari undir 200% þegar á
þessu ári, en hæst var það
209%.
„Við ætlum okkur að kom-
ast undir 150%,“ sagði Ey-
þór. Til þess þarf að
greiða um 1,5 millj-
arða skuldir.
Sveitarfélög selja eignir sínar
Reykjanesbær selur land og jarðhitaréttindi fyrir 1.230 milljónir Árborg
gerir lista yfir seljanlegar eignir Andvirðið notað til að létta á skuldabyrðinni
Gunnlaugur Júlíusson, sviðs-
stjóri hjá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, sagði það ekki
nýtt að sveitarfélög selji eignir
og noti andvirðið til fjárfestinga
eða til að greiða skuldir. Ekkert
sé að því. Hitt sé verra, raunar
bannað í sumum nágrannalönd-
um, að nota andvirðið í rekst-
urinn.
Reglur um eftirlit með fjár-
málum sveitarfélaga eru
víða strangari en hér.
Norsk sveitarfélög sem
komin eru á athug-
unarlista eftirlitsnefndar
sveitarfélaga fá t.d. ekki
að taka ný lán nema með
leyfi nefndarinnar.
Víða strang-
ari reglur
FJÁRMÁL SVEITARFÉLAGA
Gunnlaugur
Júlíusson
Morgunblaðið/RAX
Reykjanesvirkjun Reykjanesbær
selur land og jarðhitaréttindi.
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tveir alþingismenn Sjálfstæðis-
flokksins, Árni Johnsen og Ragn-
heiður E. Árnadóttir, ein stjórnar-
andstöðuþingmanna, greiddu því
atkvæði á Alþingi í gær að ríkissjóð-
ur fái heimild til að kaupa land og
jarðhitaauðlind jarðanna Kalmans-
tjarnar og Junkaragerðis á Reykja-
nesi sem eru í eigu Reykjanesbæjar.
Heimildin var samþykkt og málinu
vísað til 3. umræðu.
Jarðhitaauðlindin er nýtt af
Reykjanesvirkjun HS Orku hf. og
verður með þessu öll í eigu ríkisins.
Kaupverðið er 1.230 milljónir og
greiðist að hluta með skuldajöfnun á
tæplega 900 milljóna króna skuld við
innheimtumann ríkissjóðs. Afgang-
urinn, tæpar 300 milljónir, verður
greiddur út.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri