Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Unnið er að undirbúningi stofnunar jarðminja-
garða á nokkrum stöðum á landinu og hugmyndin
er í gerjun á enn fleiri stöðum. Það fljúgandi start
sem Katla jarðvangur á Suðurlandi fær er öðrum
hvatning.
Sunnlendingar tóku upp orðið jarðvangur í sinni
vinnu við gerð jarðminjagarðs, náttúrugarðs eða
eldfjallagarðs og virðist það heiti ætla að festast í
sessi. Jarðvangur er vel afmarkað svæði með
merkilegar og fjölbreyttar jarðminjar. Lögð er
áhersla á sjálfbæra þróun, fræðslu og verndun
jarðminja. Hann gengur út á það að nýta umhverfi
og menningu svæðisins til að efla byggð. Það er
meðal annars gert með því að taka saman upplýs-
ingar um jarðfræði og koma þeim á framfæri við
ferðafólk og heimamenn, skipuleggja gönguferðir
o.fl. Hugmyndafræðin virðist falla íbúum vel í geð
þar sem líta má á stofnun jarðvangs sem byggða-
þróunarverkefni, eins og gert er á Suðurlandi.
Markmiðið er að taka á móti fleiri ferðamönnum
og fjölga þannig störfum.
Auk jarðvangsins Kötlu sem nær yfir þrjú sveit-
arfélög við suðurströndina hafa jarðvangshug-
myndir verið til umræðu á Suðurnesjum, Snæ-
fellsnesi og Borgarfirði eystra.
Unnið hefur verið að stofnun náttúrugarða á
Suðurnesjum á nokkrum vígstöðvum. Nú eru
sveitarfélögin að sameinast um undirbúning að
einum jarðvangi sem gæti náð yfir allan Reykja-
nesskagann, utan fólkvangsins. Einstakir garðar
sem verið hafa í undirbúningi, svo sem 100 gíga
garðurinn vestast á Reykjanesi og Þjóðgarður til
sjávar í Sandgerði, gætu orðið hluti af honum. Þar
er eins og á Suðurlandi horft til styrkja frá Evr-
ópusambandinu en fulltrúar stækkunarnefndar
ESB bentu sveitarfélögunum á að sækja um
styrki fyrir auðlindagarð á Reykjanesi en jarð-
vangurinn gæti verið hluti af þeirri mynd.
Hópur áhugamanna hefur komið hugmynd um
stofnun jarðvangs á innanverðu Snæfellsnesi á
framfæri og er hugmyndin í vinnslu við gerð að-
alskipulags í tveimur hreppum.
Einstaklingar í ferðaþjónustu í Borgarfirði
eystra hafa verið að þróa hugmyndir um
stofnun náttúrugarðs Dyrfjalla. Arngrím-
ur Viðar Ásgeirsson hjá Ferðaþjónust-
unni Álfheimum er ekki viss um að stefnt
verði að því að gera þetta undir merkj-
um jarðvangs. Hann segir að fram hafi
komið í skoðanakönnun meðal fólks í
gönguhópum að það hafi almennt ekki
heyrt talað um geopark og meirihlutinn
ekki talið að stofnun jarðvangs
myndi hafa áhrif á lengd dvalar
þess á svæðinu. Hann tekur fram
að þörf sé á því að rannsaka
jarðfræði svæðisins, áður en
hægt verði að hugsa um að
koma þar upp jarðvangi.
Morgunblaðið/RAX
Eldvörp Gönguleiðir í Eldvörpum, í Grindavíkurlandi, verða væntanlega inni í jarðvangi á Reykjanesskaga. Gufur sem stíga upp gera svæðið draugalegt.
Jarðvangar eru í þróun á
nokkrum svæðum landsins
„Ég get alveg séð fyrir mér að nokkrir jarð-
vangar geti orðið til,“ segir Lovísa Ásbjörns-
dóttir, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun,
sem aðstoðað hefur við þróun jarðvanga-
hugmynda hér á landi. Hún telur til dæmis
að jarðvangar á Snæfellsnesi og Borgarfirði
eystra hefðu margt fram að færa. Auk jarð-
fræðinnar nefnir hún að grundvalla megi
slíka garða á annarri náttúru og sögu
byggðanna.
Hún segir mikilvægt að vinnan byggist
áfram á áhuga heimafólks. Stofnanir
styðji síðan við.
Lovísa segir að gott tengslanet fylgi
Geopark-samtökunum. 49 jarðvangar
eru nú í evrópsku samtökunum og 77
í þeim alþjóðlegu. Menn hafa þar að-
gang að þekkingu og reynslu og
vandamál eru leyst sameiginlega. Hún
segir að ekki megi gleyma kynning-
unni því hver starfandi jarðvangur
auglýsi aðra.
Mikilvægt tengslanet
Geopark-samtaka
49 GARÐAR Í EVRÓPSKUM SAMTÖKUM
Lovísa G.
Ásbjörnsdóttir
Reykjanes og Snæfellsnes fylgja í kjölfar Kötlu jarðvangs á Suðurlandi
„Þetta yrði hval-
reki fyrir ferða-
þjónustuna,“ seg-
ir Reynir
Ingibjartsson,
einn þeirra
áhugamanna sem
lagt hafa fram
hugmyndir um
þróun jarðvangs
á innanverðu
Snæfellsnesi.
Málið verður kynnt á fundi í félags-
heimilinu Breiðabliki 3. desember.
Hugmynd um jarðvang er til um-
fjöllunar við endurskoðun aðal-
skipulags Eyja- og Miklaholtshrepps
og Helgafellssveitar. Reynir segir að
þetta sé afar áhugavert svæði en
tekur fram að mörk hans hafi ekki
verið afráðin.
Haraldur Sigurðsson eldfjalla-
fræðingur hefur vakið athygli á
Ljósufjöllum sem eru austasta meg-
ineldstöðin á Snæfellsnesfjallgarð-
inum og nær raunar alla leið frá
Grábrók, um Hnappadal og vestur
til Berserkjahrauns. Því hefur verið
rætt að jarðvangurinn næði einnig
yfir nærliggjandi svæði, svo sem
fyrrum Skógarstrandarhrepp og
fyrrum Kolbeinsstaðahrepp. Eld-
fjallasafn, náttúrustofa og há-
skólasetur eru í Stykkishólmi þann-
ig að undirbúningshópnum finnst
nauðsynlegt að hann verði með.
Reynir segir raunar til greina koma
að hann nái yfir allt Snæfellsnes, ut-
an þjóðgarðsins.
Ljósufjöll yrðu
miðjan í jarðvangi
á Snæfellsnesi
Reynir
Ingibjartsson
„Hugmyndir um
eldfjallagarð
hafa legið í lág-
inni um tíma en
þegar menn sáu
hversu glæsilega
hefur gengið
með Kötlu jarð-
vang var ákveðið
að fara aftur af
stað,“ segir Þor-
steinn Gunn-
arsson, upplýsinga- og þróun-
arfulltrúi Grindavíkurbæjar, sem
vinnur að undirbúningi jarðvangs á
Reykjanesskaganum.
Þorsteinn tekur það fram að fyr-
ir liggi miklar rannsóknir frá því að
Grindavíkurbær undirbjó auðlinda-
stefnu sína. Hann segir að öll sveit-
arfélögin standi að stofnun jarð-
vangsins og vilji veg hans sem
mestan. Undirbúningshópur þeirra
og annarra hagsmunaaðila kemur
saman til fyrsta fundar á næstunni.
Stefnt er að umsókn um aðild að
evrópsku Geopark-samtökunum á
næsta ári með það að markmiði að
svæðið verði tekið út og fái aðild að
samtökunum á árinu 2013.
Jarðvangur gæti
náð yfir allan
Reykjanesskaga
Þorsteinn
Gunnarsson
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Hátt í tugur innbrota í heimahús
hefur verið framinn undanfarinn
mánuð á höfuðborgarsvæðinu og
þaðan stolið skartgripum, fé og
fleira sem auðvelt er að grípa með
sér. Lýsti lögregla eftir tveimur
mönnum í gær sem talið er að geti
tengst einhverjum innbrotanna.
Oftast var brotist inn í sérbýli og
að sögn Árna Þórs Sigmundssonar,
aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu,
hafa flest þeirra verið framin í Graf-
arvogi og Breiðholti. Fara þjófarnir
gjarnan inn um glugga eða svala-
hurðir á svefnherbergjum. Mörg
innbrotanna hafa verið framin á
tímabilinu frá 17:00 til 22:00 þegar
fólk hefur brugðið sér frá. Hefur
sést til karlmannanna tveggja ná-
lægt innbrotsstöðunum en þeir
ganga í hús og bera upp ýmis erindi
að því er virðist til að kanna hvort
fólk sé heima.
Árni Þór ráðleggur fólki að
tryggja læsingar á gluggum og dyr-
um en mikilvægast sé að íbúar séu
vel á verði og leggi hver öðrum lið.
Það hafi sýnt sig að nágrannavarsla
virki vel og að fólk sé á verði gagn-
vart umferð þeirra sem það kannast
ekki við.
„Það er mjög oft sem upplýsingar
frá fólki varðandi aðila sem það
kannast ekki við leiðir okkur
áfram. Ég tala ekki um bílnúmer
ef menn sjá bíla á sveimi. Það
er gott að skrá það hjá sér og
láta okkur fá,“ segir Árni Þór.
Þjófar banka upp á í úthverfum
Lögregla hvetur íbúa til þess að vera á varðbergi gagnvart umferð ókunnugra
Flest innbrotin framin í Grafarvogi og Breiðholti Þjófarnir sækja í skartgripi
Morgunblaðið/Þorkell
Innbrot Lögregla mælir með að fólk tryggi glugga og dyrabúnað.
Öðrum mannanna er
lýst sem 180-185 cm
háum, dökkum yfirlitum
en þó ljósum á hörund,
dökkhærðum með skalla-
blett. Er hann talinn u.þ.b.
35 ára. Hann var í svartri
dúnúlpu með hvítum stöfum
aftan á. Hinn er 20-25 ára,
grannvaxinn og dökkklæddur.
Gætu þeir verið á rauðri bif-
reið.
Tveir menn
eftirlýstir
TENGDIR INNBROTUM?