Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011 Að undanförnu hefur einn af fyrri eigendum svínabúsins að Braut- arholti, Kristinn Gylfi Jónsson, farið mikinn á Mbl-vefnum og talið Arion banka hafa farið illa með sig og sína varðandi yfirtöku bank- ans á þessu búi, sem hafði verið rekið með miklu tapi um langan tíma. Tíðarandinn er jú þannig að bank- ar og bankamenn eru upp til hópa álitnir af hinu illa. Hvers vegna ekki að væna þá og alla aðra um eigin ófarir til þess að réttlæta og upphefja sjálfan sig? Annars koma mér viðskipti Arion banka og þessa aðila auðvitað ekkert við en hlýt að staldra við nokkrar full- yrðingar, sem tengjast mér og mínu fyrirtæki. Fullyrðing í þá veru að Arion banki hafi „afhent einni fjölskyldu 70%“ af svínkjötsmarkaðnum er nokkuð mikið á skjön við veru- leikann. Skv. athugun Samkeppn- iseftirlitsins mun markaðshlutdeild Stjörnugríss vera nálægt 50% og með stöðugt auknum innflutningi minnkar að sjálfsögðu þessi hlut- deild. Svínabúin í eigu Arion banka voru keypt í þeirri trú að Samkeppniseft- irlitið hefði ekkert við þennan gjörn- ing að athuga enda veltutölur neðan þeirra marka, sem eru viðmið um af- skipti Samkeppniseftirlits af sam- runa fyrirtækja. Til vara litum við svo á að þessi fyrirtæki væru „á fallanda fæti“ en það ástand er sterk rök fyrir því að samkepppnisyfirvöld hafni ekki sam- einingu fyrirtækja. Fyrir utan fjárhagslega mjög bága stöðu beggja þessara búa, var boðið að loka þyrfti eldisdeild búsins að Hýrumel vegna sýkinga og áhöld voru um hvort „gyltudeildin“ í Braut- arholti fengi að vera áfram vegna kærumála nágranna og í framhaldi afskipta Heilbrigðiseftirlits Reykja- víkur. Ástand bústofnsins í Brautarholti var ekki í lagi ýmissa hluta vegna, og afurðir frá búinu eftir því. Þá er rétt að gera athugasemd við þá fullyrðingu Kristins Gylfa að vegna ráðandi markaðsstöðu Stjörnugríss hafi svínakjöt hækkað um heil 42%. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, hefur einmitt fjallað nýlega um verðlagsþróun kjötafurða undanfarin misseri og komist að því að svínakjöt hafi hækk- að minna en aðrar kjötvörur þrátt fyrir að aðföng til þeirrar búgreinar hafi jafnvel hækkað meira en til ann- arra. Mér skilst að nýlega hafi verið gerð verðkönnun og samanburður á verði landbúnaðarafurða á Norð- urlöndum og að sá samanburður hafi verið okkur svínabændum einkar hagstæður. Kristinn Gylfi Jónsson hefur mikl- ar áhyggjur af markaðshlutdeild Stjörnugríss og meintum einok- unartilburðum. Þessu vísa ég alger- lega frá mér og stend fast á því að okkar fyrirtæki, Stjörnugrís, hefur verið byggt upp með þeirri ætlan fyrst og síðast að geta framleitt góða vöru á skaplegu verði og að geta stað- ið í skilum. Um aldamótin síðustu þegar verð- bréfadeild Búnaðarbanka var að belgjast úr eins og líknarbelgur í bíl var stórhuga maður að nafni Kristinn Gylfi Jónsson í miklu áliti hjá spek- úlöntum bankans með eftirfarandi framtíðarsýn: Búnaðarbanki skyldi kaupa Fóð- urblönduna, sem þá átti kjúk- lingabúið Reykjagarð, síðan skyldi sameina Fóðurblönduna og Mjólk- urfélagið og í framhaldinu skyldi síð- an sameina Móa, Reykjagarð Nesbú, Síld og Fisk og Brautarholt í eitt fyr- irtæki. Hversu margir milljarðar fóru í þessi uppkaup og brunnu síðan upp veit ég ekki en auð- vitað þarf að rannsaka það og skrá formlega á afrekalista Kristins Gylfa og þeirra banka- manna, sem að þessu komu. Þessir aðilar eru í flokki annarra van- skila- og óreiðudólga hrunsins. Hefði þetta gengið eftir, hefði þessi samsteypa haft nokkurt vægi á markaðnum, eða hvað? Auðvitað hafa bank- ar, fyrirtæki og einstaklingar orðið fyrir milljarðajóni af umsvifum Kristins Gylfa Jónssonar í svína- og kjúklingarækt. Og vitanlega hefur af- urðaverð þessara sömu búgreina ver- ið hærra einmitt vegna þessara hryðjuverka innan búgreinanna. Daginn eftir að kunngert hafði verið um kaup okkar á þessum svínabúum bankans, hringdi til okkar maður að nafni Kristinn Gylfi Jóns- son og óskaði okkur innilega til ham- ingju með kaupin á þessum búum. Augljóslega hefur eitthvað breyst síðan þá, kannski hefur ný landbún- aðarpólitík Jóns Bjarnasonar um að framleitt skuli minna fyrir meira valdið því að nú segir hann: „Nú get ég.“ Það væri margt hægt að segja reyfarakennt af þessu rekstr- arumhverfi, sem við búum við og verður sjálfsagt tíundað nánar þó seinna verði. Mér datt þó í hug þegar tilkynnt var um nýtt frumvarp Jóns Bjarna- sonar um að nú skuli takmarka fram- leiðslurétt svínahirða: Það er víða Kleppur. Nú get ég Eftir Geir Gunnar Geirsson » Okkar fyrirtæki hef- ur verið byggt upp með þeirri ætlan fyrst og síðast að geta fram- leitt góða vöru á skap- legu verði og að geta staðið í skilum. Geir Gunnar Geirsson Höfundur er einn af eigendum Stjörnugríss hf. Nú stendur fyrir dyrum landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Tillaga um að um- sókn Íslands um að- ild að ESB verði dregin til baka var á síðasta landsfundi lögð fram og sam- þykkt og nú þykir vafalaust einhverjum rétt að ítreka þessa afstöðu svona til öryggis. Fylgismenn umsóknar um aðild meðal sjálfstæðismanna eru margir og þeim þykir þessi af- staða auðvitað hroðaleg. Ein- hverra hluta vegna endurspeglar landsfundurinn ekki sjónarmið almennra flokksmanna vel í þessu máli og reyndar fleiri mál- um ef út í það er farið. Sennileg skýring er að við þátttöku í starfi flokksins verði einhvers konar mótun og síun. Boðuð tillaga um að allir flokksbundnir sem áhuga hafa geti setið landsfund virðist því mikilvæg. Nú er það svo að meirihluti landsmanna vill að ESB- umsóknarferlið fái að ganga sína leið til enda, fólk fái að sjá hvernig samningur fellur að hagsmunum Íslendinga og kjósa svo um niðurstöðuna. Um helm- ingur sjálfstæð- ismanna vill þetta líka. Andstæðingar aðildar á landsfundi verða að átta sig á því mikla tjóni sem þeir valda með því að beita afli gegn „minnihlutanum“ sem túlkar í raun sjón- armið meirihluta Ís- lendinga. Það tjón sem hér er átt við er m.a. þetta: - Ef það leiðir að lokum til þess að umsóknin verður dregin til baka getur langur tími liðið þar til við fáum endanlega að vita hvernig Evrópusambandið kemur til móts við þarfir Íslendinga og hvað við þurfum að gera til að uppfylla inngönguskilmála. Þang- að til það kemst á hreint og landsmenn fá að kjósa um samn- ing munu umræður og átök um málið trufla þjóðfélagsumræðuna. Það þarf að leiða málið til lykta. - Ef það er eindregin afstaða xD að draga beri umsóknina til baka þrengir það möguleika Sjálfstæðisflokksins á að komast í ríkisstjórn. Það kann að seinka því að til komi öflug atvinnusköp- un sem gæti dragið úr atvinnu- leysi og bætt hag landsmanna. Lífskjör margra eru lakari á meðan. - Fylgismenn umsóknar meðal sjálfstæðismanna kjósa margir aðra flokka ef afstaða Sjálfstæð- isflokksins er eindregin gegn að- ild. Flokkurinn er aflminni fyrir bragðið. Nú eru hörðustu andstæðingar umsóknarinnar bændur og út- vegsmenn. Báðar stéttirnar hugsa stíft um sinn hag og vilja að umsóknin verði dregin til baka. Samtök atvinnulífsins, ASÍ o.fl. fylgja hins vegar umsókn- inni. Við verðum að hlúa að at- vinnugreinum framtíðarinnar, skapa jarðveg fyrir vel launuð góð störf fyrir komandi kynslóðir á vinnumarkaðinn á næstu árum. Það verður ekki gert í landbún- aði, sjávarauðlindin mun ekki vaxa með okkur, það fækkar góð- um virkjunarkostum. Framtíðin byggist m.a. á hátækniiðnaði, ferðaþjónustu o.þ.h. Niðurstaðan í stórum stjórn- málaflokki hlýtur að vera mála- miðlun milli hagsmunahópa þegar í raun er tiltölulega jafnt í hópum með og á móti, jafnvel þótt slag- síða meðal landsfundarfulltrúa gefi kost á að beita afli atkvæða. Stétt með stétt var eitt sinn sagt. Þess vegna ætti landsfund- urinn að rýmka umboð foryst- unnar í málinu. Það ætti líka að stuðla að því að flokkurinn vinni landinu gagn með því að nýta umsóknartímann vel til að ræða kosti og galla aðildar og skil- greina hvernig takast mætti á við breytingar sem myndu fylgja að- ild svo sem varðandi landbún- aðinn. Þá þarf að skoða tækifæri sem aðild kunna að fylgja. Um- ræðan þarf að var mikil, góð og upplýsandi til að styðja við bakið á samninganefndinni og til að landsmenn þekki málið sem best þegar þeir á endanum kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Treystum beinu lýðræði í þessu máli og hlúum að því, með því að stuðla að því að þeir sem kjósa að lokum verði vel upplýstir. Eða eigum við frekar að reyna að knýja fram að umsóknin verði dregin til baka og væri þá ekki rétt að stinga hausnum í sandinn, svona til öryggis? ESB og landsfundur: Er ekki rétt að stinga hausnum í sandinn líka, svona til öryggis? Eftir Guðjón Sigurbjartsson »Nýtum umsókn- artímann vel til að ræða kosti og galla að- ildar og skilgreina hvernig takast mætti á við breytingar sem myndu fylgja aðild. Guðjón Sigurbjartsson Höfundur er viðskiptafræðingur, smá atvinnurekandi, neytandi og bóndasonur. Það var mál til komið fyrir þjóðkirkj- una að fá úttekt á skipulagi hennar og starfsháttum. Kirkju- ráð fór á síðasta ári fram á þessa úttekt á samráðsfundi sínum við Ríkisendurskoð- anda. Þá var ég að vinna út kjörtímabil mitt í kirkjuráði og fagna núna útkomu skýrslunnar ári síðar. Um leið vona ég að breytingar verði í starfsháttum kirkjunnar sem einfalda umsýslu hennar og efla kirkjulega þjónustu með skýrari hlutverkaskipan emb- ætta, ráða og stjórna. Í stuttu máli má segja að skýrsla Ríkisendurskoðunar til Alþingis opinberi þann vanda að skipulag þjóðkirkjunnar er óþarflega flókið. Einn prófessor minn í guð- fræðideild sagði einmitt að syndin byggi í öllum óþarfa. Það verður hins vegar ekki hjá því komist að leiðrétta örfáar villur í skýrslunni, draga fram ákveðna þætti í henni og koma með ábendingar um það sem ég tel að geti orðið til meiri bóta en Ríkisendurskoðun segir í niðurstöðum sínum. Í greinagerð- um við fyrri frumvörp að nýjum þjóðkirkjulögum kemur skýrt fram að oft er mjög örðugt fyrir kirkj- una að ráða málum til lykta vegna ósamræmis í núgildandi lögum. Hvarvetna blasa við málamiðlanir fyrri tíma og núverandi kirkjuráð er í ómögulegu hlutverki. Það er mest um vert í skýrslunni að breyta þarf yfirstjórn kirkj- unnar. Ríkisendurskoðun bendir þó illu heilli á sömu ófæru leiðina og frumvarpsnefnd kirkjuþings mun leggja fyrir Kirkjuþing 2011. Í ítarlegri umræðu við setningu núgildandi laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1998 kom fram sú athyglisverða hugmynd að kirkjuráð yrði hvorki stjórn Kirkju- málasjóðs né Jöfn- unarsjóðs sókna. Það er þörf á að ræða hvort kirkjuþing ætti ekki að skipa þessum sjóðum sérstakar stjórnir og sinna þannig fjárstjórn- arhlutverki sínu af- dráttarlaust. Um leið bendi ég á þann galla í skýrslunni að fjalla ekki um hvað kirkju- þingsfulltrúar byggja kjör sitt á fáum kjósendum, allt niður í 4 til 5 menn. Úrelt kosn- ingakerfi örfárra kjósenda er Akkilesarhæll æðstu stofnunar kirkjunnar. Eftir afhendingu prestssetra 2006 og setningu laga í samræmi við það var Prestssetrasjóður lagð- ur af en stjórn hans hafði verið kosin sérstaklega á kirkjuþingi. Við þessar breytingar urðu allar fasteignir kirkjunnar þinglýstar eignir Kirkjumálasjóðs en áður rann framlag úr Kirkjumálasjóði til reksturs prestssetra. Fasteignir kirkjunnar eru nokkuð margar og svo verðmætar að virði þeirra er talið í mun hærri upphæðum en nokkru sinni hafa verið til umsýslu í einni stjórn á vegum kirkju hér á landi. Ekki er nógu skýrt í skýrslunni að sjóðsstreymi á milli Jöfn- unarsjóðs og Kirkjumálasjóðs er í formi úthlutana. Sama stjórnin út- hlutar oft sjálfri sér í desember fyrir næsta ár. Þetta eru gegn- umstreymissjóðir líkt og Kristni- sjóður sem úthlutar reyndar öllu framlagi sínu til Kirkjumálasjóðs. Endurbætt stjórnsýsla fælist í því að kirkjuþing skipaði sjóðunum stjórnir og styrkti um leið fjár- stjórnarvald kirkjuþings. Full seta biskups sem áheyrnarfulltrúi hjá slíkum stjórnum myndi auka flækjustig honum tengt og taka upp tíma biskups og atorku. Hlutverk kirkjuráðs myndi þá breytast í grundvallaratriðum til þess að styðja erindi kirkjunnar og þjónustu. Það yrði áfram undir forsæti biskups Íslands, forstöðu- manns Þjóðkirkjunnar, en skipan þess yrði í samræmi við breytt hlutverk. Vígslubiskupar ættu að taka sæti í slíku kirkjuráði sem varaforsetar en kirkjuráð yrði skipað leikum og lærðum. Nýtt kirkjuráð gæti einnig verið stjórn Biskupsstofu, vegna fræðslu- og þjónustusviðs, en hún hefur ekki haft kjörna stjórn. Það myndi skýra tengsl milli Biskupsstofu og sjóðsstjórna. Lykillinn að nýjum starfsháttum er að aðgreina stjórn á fjármunum og fasteignum annars vegar, og stjórn kirkjulegrar, prestslegrar, þjónustu hins vegar. Hin vígða þjónusta er undir tilsjón biskups enda felst það í embætt- isheiti hans. Það gerir enginn einn maður, en með nýrri skipan kirkjuráðs yrði biskup styrktur í kennivaldi og leiðsögn. Þannig rækir hann betur það helsta hlut- verk sitt að vera andlegur leiðtogi og gæta kenningar og helgisiða en glæða kirkjulíf með boðun og sam- tali við þjóðina í öllum mögulegum málum. Hann á að leiða faglega þætti í kirkjulegri þjónustu safn- aðanna í nafni Krists við alla sem leita þjónustu og veita. Biskup í nýrri stöðu myndi efla og bæta þjónustu þjónanna sem prestur prestanna og vera virkari tals- maður þess sem kirkja stendur fyrir í iðandi þjóðfélagi okkar tíma. Breyta þarf stjórn þjóðkirkjunnar Eftir Kristján Björnsson » Lykillinn að nýjum starfsháttum er að aðgreina stjórn á fjár- munum og fasteignum annars vegar og stjórn kirkjulegrar, prests- legrar, þjónustu hins vegar. Kristján Björnsson Höfundur er sóknarprestur Vestmannaeyinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.