Morgunblaðið - 25.11.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011
Hátíðarkörfur
Ostabúðarinnar
eftir þínu höfði
OSTABÚÐIN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum
í síma 562 2772 og á ostabudin.is
Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00
Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00
Texti: Hólmfríður Gísladóttir
Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurðsson
Fólk á förnum vegi
Fæstir eiga von á því að finna spjald-
tölvu í jólapakkanum á aðfangadag
Dómnefnd á vegum Rannsóknarseturs verslunarinnar komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að spjaldtölva væri jólagjöf-
in í ár en þær kosta allt frá 20 og upp í 200 þúsund krónur. Blaðamaður hitti fólk á förnum vegi, forvitnaðist um jóla-
gjafaóskalistann og jólagjafainnkaupin og lagði upp með spurninguna: Átt þú von á því að fá spjaldtölvu í jólagjöf?
Mér finnst þetta nú svolít-
ið dýr gjöf og er hlynntari
lopapeysugjöfinni í
fyrra, finnst hún bæði
passa betur þjóðfélag-
inu og bara meiri hug-
ur á bak við hana. Mér
finnst alveg rosalega
gaman að fá bækur
en svo finnst mér nú
yfirleitt vænst um
gjöfina frá syninum,
því hann hefur
mjög skemmtilegt
ímyndunarafl og
það er alltaf
mest spennandi
gjöfin á hverju
ári. Svo skiptir það
mestu máli að vera með fjölskyld-
unni, það er stærsta jólagjöfin.
Kristín
Skjaldardóttir
Nei, ég á ekki von á
því og það er ekki á
óskalistanum. Mig
langar í bíl í jóla-
gjöf og vona að ég
fái hann frá pabba.
Svo langar mig í
síma og fartölvu. Ég
hlakka mest til að
pakka inn jólagjöfum
og gefa þær. Ég gef
sjálf svona fimm gjafir
og eyði á milli 20 og 30
þúsundum í þær.
Sif
Gunnarsdóttir
Nei, reyndar
ekki. Ég veit
ekki hvað mig
langar í í jóla-
gjöf, hef ekkert
sérstakt í huga.
Bara eitthvað
fallegt. Það er
svolítið mis-
jafnt hvað ég
eyði í jólagjafir
en ég ætla að
reyna að vera
sparsöm í ár. Ætli
ég gefi ekki sirka
fimm jólagjafir.
Harpa
Finnsdóttir
Nei. Ég fæ engar
jólagjafir, ég gef
bara. Ég gef
svona tíu jóla-
gjafir og hlakka
mest til þess.
Það besta við
jólin er að fólk
kemur saman
og nýtur þess
að vera saman.
Þetta er ekkert flókið.
Haraldur
Kristmundsson
Ég á spjaldtölvu,
iPad. Mig langar í
leiki og bíómynd-
ir, blue-ray
myndir, í jóla-
gjöf. Ég er að
safna þeim. Ég
gef svona fimm
jólagjafir og eyði
svona um 60 þús-
und krónum í gjafir,
þá til fjölskyldunnar.
Það skemmtilegasta
við jólin er stemningin
sem kemur svona viku
fyrir jól, þá fer maður
að hlakka til. Mér
finnst margir byrja að-
eins of snemma á
þessu.
Kristján Fannar
Þorgrímsson
Nei, ég hef í rauninni
ekkert við svoleiðis
að gera. Ég veit
ekki eftir hverju er
farið en ég held að
þetta hafi kannski
átt við árið 2007,
ekki í dag. Mig lang-
ar í bækur og kon-
fekt. Ég gef svona
fimm jólagjafir, yf-
irleitt eitthvað sem
nýtist vel eða eitt-
hvað sem ég veit að
fólk vantar. Ég myndi
segja að ég færi með
svona 70-100 þúsund
krónur í gjafir.
Linda
Hrafnkelsdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þótt korni hafi verið sáð í jafn stórt
land og mest hefur verið lítur út fyr-
ir að heildaruppskeran verði mun
minni en síðustu þrjú árin, eða 12-13
þúsund tonn.
Byggi og fleiri tegundum var
sáði í tæplega 4.800 hektara í vor,
samkvæmt upplýsingum Borgars
Páls Bragasonar, jarðrækt-
arráðunautar Bændasamtaka Ís-
lands. Akrarnir eru stærri en þekkst
hefur áður, að árinu 2009 und-
anskildu þegar sáð var í jafn marga
hektara.
Uppskeran er hins vegar lakari
að meðaltali en lengi hefur verið.
Veðurfar var óhagstætt í vor og
framan af sumri og hafði það slæm
áhrif á kornvöxt á norðurhluta
landsins. Engin uppskera fékkst af
hluta akranna sem voru þá slegnir
sem grænfóður til að gefa skepnum.
Þá var víða léleg uppskera.
Helmingur kornræktarinnar er
á Suðurland og telur Jónatan Her-
mannsson, tilraunastjóri á Korpu, að
uppskeran þar verði nálægt lands-
meðaltali undanfarin ár þótt hún
standi metuppskerunni í fyrra langt
að baki.
Uppskerutölur hafa ekki verið
teknar saman en Jónatan slær á það
að uppskeran sé 12-13 þúsund tonn
yfir landið, eða um 2,6 tonn á hekt-
ara að meðaltali yfir allt landið. Ef
það reynist rétt mat er þetta slak-
asta kornuppskera í mörg herrans
ár. Heildaruppskeran stendur einn-
ig síðustu þremur árum nokkuð að
baki því 14-16 þúsund tonn hafa
komið í kornhlöður bænda.
Orðnir sjóaðir
„Kornbændur eru orðnir sjóað-
ir og átta sig á því að eitt gott ár þýð-
ir ekki endilega að öll ár verði góð og
eitt slæmt ár sé ekki endalok alls.
Ég dáist að hvað kornbændur eru
orðnir vel að sér og miklir fagmenn,“
segir Jónatan.
Lakasta kornuppskeran
Korn Sáð var í 4800 ha lands en upp-
skeran er minni en vonast var til.
Vantar fjögur
þúsund tonn af
byggi í kornhlöður
Tveir stofnfjáreigendur í Sparisjóði Norðlend-
inga voru í gær sýknaðir í Hæstarétti í inn-
heimtumálum sem Íslandsbanki höfðaði gegn
þeim vegna deilna um lántöku. Sparisjóðurinn
sameinaðist Byr sparisjóði árið 2008 og stofn-
féð varð síðan verðlaust þegar Fjármálaeft-
irlitið yfirtók Byr á síðasta ári.
Þá hefur Hæstiréttur einnig sýknað stofn-
fjáreiganda í Byr af kröfu Íslandsbanka vegna
hlutafjáraukningar í Byr. Í öllum málunum
staðfestir Hæstiréttur dóma Héraðsdóms
Reykjavíkur.
Hæstiréttur segir að Glitnir hafi átt frum-
kvæði að stofnfjáraukningunni.
„Hefðu þessi áform eflaust getað haft í för
með sér töluverðan hagnað fyrir stofnfjáreig-
endur ef forsendur um hagfelldan rekstur
sparisjóðanna og ríflegar arðgreiðslur hefðu
staðist. Þau kölluðu hins vegar einnig á um-
fangsmikla skuldsetningu af hálfu stefnda til
að fjármagna kaupin á stofnfénu og því mik-
ilvægt að honum væri gerð skýr grein fyrir
þeirri áhættu sem í því fælist,“ segir í dóm-
inum. kjon@mbl.is
Sýknuðu
stofnfjár-
eigendur
Morgunblaðið/Kristinn
Niðurstaða Íslandsbanki við Sæbraut.
„Jú, jú, mér er létt. Það er ágætt að vera
búinn að fá tilkynningu um að maður sé
ekki búinn að tapa aleigunni,“ segir Guð-
mundur Víkingsson, bóndi á Garðshorni á
Þelamörk.
Hann er í hópi þeirra mörgu stofnfjáreig-
enda í Sparisjóði Norðlendinga sem tóku
lán til kaupa á stofnfé í sparisjóðnum.
„Við ákváðum þegar þetta mál kom upp
að sjá aðeins til og halda áfram búskap. Það
var þá öruggt að maður hefði eitthvað að
borða ef illa færi,“ sagði Guðmundur í gær
í samtali við mbl.is.
Hann og kona hans tóku bæði lán til að
auka stofnfé í sparisjóðnum í samræmi við
ráðgjöf sérfræðinga þar um. Hann sagðist
telja að lánin sem þau hjónin tóku væru nú
komin upp í 70-80 milljónir króna með
áföllnum vöxtum. Hann og allir sem hann
vissi um hefðu tekið lánin í eigin nafni en
ekki í nafni eignarhaldsfélaga.
Ágætt að vera „ekki
búinn að tapa aleigunni“