Morgunblaðið - 25.11.2011, Qupperneq 16
FRÉTTASKÝRING
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Forsvarsmenn atvinnulífsins eru afar
ósáttir við áform stjórnvalda um
hækkun kolefnisgjalds af jarðefna-
eldsneyti og upptöku gjalds af jarð-
efnum í föstu formi, m.a. rafskautum í
stóriðju. Telja þeir að um tvísköttun
sé að ræða, auk þess sem skattlagn-
ingin sé brot á fjárfestingarsamning-
um og samkomulagi sem fjármálaráð-
herra og iðnaðarráðherra gerðu við
SA og stóriðjufyrirtækin í desember
árið 2009. Þessu hafnar talsmaður
fjármálaráðuneytisins alfarið, en nán-
ari viðbrögð fengust ekki í gær.
Ríkissjóður gerir ráð fyrir að fá 800
milljónir króna í viðbótartekjur árið
2012 af hækkun kolefnisgjalds á jarð-
efnaeldsneyti. Í dag er kolefnisgjaldið
75% af verði losunarheimilda á svo-
nefndum viðskiptamarkaði Evrópu-
sambandsins, ETS, með losunar-
heimildir, en í frumvarpi fjármála-
ráðherra um ráðstafanir í ríkis-
fjármálum, bandorminum svokallaða,
er lagt til að kolefnisgjaldið fari í
100% af viðmiðunarverði. Á þessu ári
býst ráðuneytið við því að gjaldið skili
um 1,6 milljörðum kr. í ríkissjóð. Það
er varlega áætlað ef miðað er t.d. við
upplýsingar frá LÍU, sem gerir ráð
fyrir að fiskiskipaflotinn sé að greiða
um 1,1 milljarð í ár vegna gjaldsins og
það muni fara í rúma 1,4 milljarða á
næsta ári. Er þá ótalið gjald sem fyr-
irtæki í iðnaði og samgöngum þurfa
að greiða, t.d. flugfélögin, en þær fjár-
hæðir skipta hundruðum milljóna.
En fjármálaráðherra hyggst ná í
frekari tekjur af kolefnisgjaldi og þar
telur atvinnulífið að um tvísköttun sé
að ræða. Nær sú gjaldlagning m.a. til
stóriðjufyrirtækja frá 1. janúar 2013
sem atvinnulífið telur hvergi annars
staðar tíðkast. Frá ársbyrjun 2013
fara stóriðjufyrirtæki undir ETS-við-
skiptakerfið með losunarheimildir og
í því kerfi er almennt ekki gert ráð
fyrir skattlagningu á kolefnisgjaldi.
„Breikka gjaldstofninn“
Í bandorminum er talað um að
„breikka gjaldstofninn“ frá ársbyrjun
2012 þannig að hann nái einnig til los-
unar kolefnis af jarðefnauppruna í
föstu formi. Þannig mun gjaldið ná til
brennslu kola og koks og einnig til
rafskauta og skyldra vara úr kolefni
af jarðefnauppruna. Í frumvarpinu
segir að fjárhæð gjaldsins sé reiknuð
með sama hætti og gert hefur verið
með fljótandi jarðefnaeldsneyti. Mið-
að er við að skattlagning kolefna í
föstu formi verði 50% af viðmiðunar-
verði losunarheimilda árið 2013 en
hækki síðan í 75% árið 2014 og 100% á
árunum 2014 og 2015. Er miðað við að
verð á losunarheimildum sé 8 kr. fyrir
hvert kíló kolefnis. Með 50% af því,
eða 4 kr. á hvert kíló, telur ríkissjóður
að 1,5 milljarða króna viðbótartekjur
fáist árið 2013.
Þessi tekjuáætlun ríkisins er einnig
varfærin ef miðað er við tölur sem
koma frá Samtökum álframleiðenda.
Þau hafa reiknað út að samanlagt
muni greiðslur Alcoa, Norðuráls, Rio
Tinto Alcan í Straumsvík og Elkem á
Grundartanga vegna kolefnisgjalds-
ins fara úr 0 kr. á næsta ári í 1.830
milljónir kr. árið 2013. Er þá ekki
miðað við endurgreiðslur vegna ETS-
viðskiptakerfisins með losunarheim-
ildir. (Sjá töflu.) Samtökin telja þess-
ar tölur mjög varlega áætlaðar og geti
vel orðið tvöfalt hærri fyrsta árið sem
þessi lög taka gildi.
„Ekki frekari skattar“
Sem fyrr segir telja talsmenn at-
vinnulífsins að kolefnisgjaldið sé brot
á fjárfestingarsamningum og sam-
komulagi sem gert var í desember
2009. Með samkomulaginu, sem gilda
átti út árið 2012, var m.a. reiknað með
að stóriðjufyrirtækin greiddu fyrir-
fram tekjuskatta fyrir tímabilið 2013-
2018 til að létta undir með ríkissjóði.
Einnig var talað um kolefnisgjald
vegna fljótandi eldsneytis en það
myndi falla niður í árslok 2012, þegar
Ísland gerðist væntanlega aðlili að
ETS-kerfinu með losunarheimildir.
„Markmiðið er að slík skattheimta feli
almennt ekki í sér lakari starfsskil-
yrði fyrir fyrirtæki sem reka starf-
semi sína hér á landi samanborið við
önnur Evrópuríki og erlenda sam-
keppnisaðila á sama markaði,“ sagði
m.a. í samkomulaginu.
Í bréfi sem Steingrímur J. Sigfús-
son fjármálaráðherra ritaði forstjóra
Rio Tinto-Alcan í Straumsvík í ágúst
árið 2010 segir m.a. að ekki séu uppi
áform um annað en að virða ákvæði
fyrrnefnds samkomulags. „Það felur í
sér að ekki verða lagðir frekari skatt-
ar á stórnotendur raforku sem slíka á
gildistíma samkomulagsins. Ekki eru
heldur uppi af hálfu ráðuneytisins
önnur áform um sértækar skatt-
breytingar sem tengjast myndu stór-
iðjufyrirtækjum einum saman þannig
að raskað gæti forsendum fjárfest-
inga þeirra,“ segir Steingrímur m.a. í
bréfinu.
Morgunblaðið/Samsett mynd
Karpað um kolefnisgjald
Kolefnisgjald fær atvinnulífið til að reyta hár sitt Gjaldinu ætlað að skila millj-
örðum í ríkissjóð Ráðherra hét engum frekari sérsköttum á stóriðjufyrirtækin
Kolefnisgjald á stóriðjufyrirtækin
án greiðslna vegna ETS-viðskiptakerfis með losunarheimildir
1200
1000
800
600
400
200
0
2013 2014 2015
Samtals: 1.830
Heimild: Samtök álframleiðenda
2.745 3.660
Alcoa-Fjarðaál
Norðurál
RioTinto-Alcan
Straumsvík
Elkem
Grundartanga
Tölur eru í milljónum króna.
600
900
1.200
475
715
950
325
485
650
430
645
860
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011
„Þessi tvískatt-
lagning tíðkast
hvergi. Þar að
auki er Evrópu-
sambandið að
endurskoða
reglugerð sína
sem snýr að sam-
ræmdri skatt-
lagningu á orku-
gjafa. Þar er
beinlínis lagt
blátt bann við svona tvískattlagn-
ingu, og segir skýrum stöfum í drög-
um að þeirri reglugerð, að slík skatt-
lagning þjóni engum umhverfis-
legum tilgangi. Hún dragi ekki úr
losun og sé aðeins til þess fallin að
auka kostnað fyrirtækjanna við los-
un og auka hættuna á því að fyrir-
tæki í svonefndum kolefnislekaiðn-
aði fari eitthvað annað,“ segir
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka álframleið-
enda, um kolefnisgjald á stóriðjufyr-
irtækin. Hann segir skattlagninguna
einnig skýrt brot á fjárfestingar-
samningi stóriðjufyrirtækjanna.
„Það er í okkar huga langalvarleg-
asti hlutur málsins þegar ekki er
hægt að treysta því að stjórnvöld
standi við fjárfestingarsamninga. Þá
er áhætta fyrir erlenda fjárfesta
orðin verulega mikil. Svona samn-
ingar eru gerðir til að stjórnvöld
komi ekki í bakið á mönnum á seinni
stigum, þegar þeir eru búnir að
koma sér fyrir og hefja starfsemi, og
skattpíni þá til helvítis.“
Tvísköttun
sem tíðkast
hvergi
Gjaldið brot á fjár-
festingarsamningum
Þorsteinn
Víglundsson
Samtök iðnaðarins sendu frá sér
ályktun í gær þar sem áformum
stjórnvalda um kolefnisgjaldið er
harðlega mótmælt. Fjárfestingar-
áform margra fyrirtækja séu sett í
uppnám og tilverugrunni starfandi
fyrirtækja ógnað. Í húfi séu þús-
undir starfa um allt land. „Kolefn-
isskattur brýtur gróflega í bága við
fjárfestingasamninga margra
fyrirtækja og verði af áformunum
eru miklar líkur á að stjórnvöld séu
bótaskyld. Komi til slíkra mála-
ferla dregur það enn frekar undan
trúverðugleika íslenskra stjórn-
valda,“ segir m.a. á ályktuninni.
Stjórnvöld
bótaskyld?
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra
segir ekki standa til að tvískatta
stóriðjufyrirtækin og horfa þurfi til
þess að þau verði aðilar að við-
skiptakerfi ESB með losunarheim-
ildir árið 2013. Segist Katrín vera
sannfærð um að það náist farsæl
niðurstaða um kolefnisgjaldið.
„Það eru breytingatímar núna
vegna þess að við erum að fara inn í
viðskiptakerfi Evrópusambandsins
og ég tel að þarna höfum við farið
aðeins fram úr okkur, það sem er
verið að skattleggja í þessum efnum
í föstum kolefnum úti í Evrópu er á
almenna notkun, ekki þá aðila sem
falla undir viðskiptakerfið,“ segir
Katrín og bætir við að engin áform
eða núverandi fyrirtæki verði skatt-
lögð hér á landi með þessum hætti.
Atvinnuveganefnd Alþingis ræddi
kolefnisgjaldið á fundi sínum í gær
og fékk m.a. fulltrúa iðnfyrirtækja á
fundinn til að ræða áhrif gjaldsins á
kísiliðnaðinn. Að sögn Jóns Gunn-
arssonar, þingmanns Sjálfstæðis-
flokksins og eins nefndarmanna,
kom fram að ekkert yrði af fyr-
irhuguðum verkefnum kísilfyrir-
tækja á Norðurlandi og Suðurnesj-
um næðu áform stjórnvalda um
hækkun kolefnisgjalds fram að
ganga.
Jón sagði að menn hefðu velt því
fyrir sér á fundinum hvort um væri
að ræða einhvern misskilning hjá
fjármálaráðuneytinu í nálgun sinni í
málinu. Sjálfur taldi Jón að svo væri
ekki. Ef raunverulega væri um að
ræða misskilning af hálfu fjármála-
ráðherra þá væri hann ekki starfi
sínu vaxinn og ætti að láta af emb-
ætti.
Jón sagði það hafa komið fram
hjá fyrirtækjunum að þetta mál
væri gríðarlega alvarlegt.
„Þeir segja í fyrsta lagi að þá
verði ekkert af þessum verkefnum
sem eru í pípunum ef þessu [kolefn-
isgjaldinu] verður haldið til streitu,“
sagði Jón. skulih@mbl.is
„Þarna höfum við farið
aðeins fram úr okkur“
Iðnaðarráðherra segir tvísköttun ekki standa fyrir dyrum
Morgunblaðið/Eggert
Ráðherrar Katrín Júlíusdóttir
ásamt Svandísi Svavarsdóttur.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Hitablásarar
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
Rafmagnshita-
blásari 2Kw 1 fasa
6.590
Rafmagnshita-
blásari 3Kw 1 fasa
7.990
Rafmagnshita-
blásari 5Kw 3 fasa
11.990
Rafmagnshita-
blásari 2Kw
1.999
Kapalkefli 10 mtr
2.990
15 metra rafmagnssnúra
2.995Kapalkefli 15 mtr
4.290
M
ar
ga
rg
er
ði
r
Kolefnisgjald Atvinnugreinar eins og útgerðin, iðnfyrirtæki, samgöngufyrirtæki og stóriðjan munu á næstu árum greiða stórar fjárhæðir í kolefnisgjald.