Morgunblaðið - 25.11.2011, Side 19

Morgunblaðið - 25.11.2011, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Lögreglan í Bandaríkjunum hefur haft hendur í hári sjö manna sem eru sakaðir um að hafa ráðist á Am- ish-fólk í Ohio til að skera skegg karlmanna og hár kvenna. Rann- sókn á málinu hefur leitt í ljós að biskupar Amish-fólksins hafa farið í hár saman og einn þeirra er sakaður um að vera harðstjóri. Hann er m.a. sagður hafa látið berja þá sem standi uppi í hárinu á honum, lokað fólk inni í kjúklingabúrum og knúið giftar konur til kynmaka við sig. Samuel Mullet, 66 ára biskup, þrír synir hans, tengdasonur og tveir aðrir fylgismenn hans hafa verið ákærðir fyrir að hafa framið trúar- lega hatursglæpi. Mullet er sakaður um að hafa skipað sonum sínum og fylgis- mönnum að skera hár og skegg þeirra sem óhlýðnuðust honum í smábænum Bergholz sem hann hef- ur stjórnað með harðri hendi. Mennirnir eru sakaðir um að hafa ráðist inn á heimili fólks á næturnar, vopnaðir stórum skærum og raf- knúnum klippum, beitt fólkið ofbeldi og skorið skegg karlmannanna og hár kvennanna. Fólkið skelfingu lostið Árásirnar ollu mikilli skelfingu meðal Amish-fólks, sem er þekkt fyrir að vera mjög friðsamt og hafna ofbeldi jafnvel þótt ráðist sé á það. Árásirnar eru álitnar mjög niður- lægjandi fyrir Amish-fólkið vegna þess að hefð er fyrir því að konurnar láti ekki klippa hár sitt og karlmenn- irnir láti sér vaxa skegg eftir að þau ganga í hjónaband, að sögn frétta- vefjar BBC. Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur rannsakað málið og segir að Mullet hafi haft heljartak á fylgis- mönnum sínum í Bergholz. „Engar ákvarðanir voru teknar í Bergholz og enginn fékk að koma í bæinn án leyfis Mullets,“ segir í eiðsvörnum vitnisburði sem FBI birti í fyrradag. Í yfirlýsingunni segir að Mullet hafi látið fylgismenn sína refsa fólki með barsmíðum fyrir að óhlýðnast honum. Fólk í söfnuðinum hafi verið lokað inni í kjúklingabúrum á landareign hans og þurft að dúsa þar dögum saman. Hann hafi einnig neytt giftar konur til kynmaka á heimili sínu í því skyni að „hreinsa þær af djöflinum“, að sögn frétta- veitunnar AFP. Mullet hefur búið í Bergholz í rúm fimmtán ár og varð biskup safnaðar- ins þar árið 2003. Tveimur árum síð- ar fluttu átta fjölskyldur úr bænum vegna óánægju með störf hans sem leiðtoga. Mullet útskúfaði fjölskyld- unum úr söfnuði Amish-fólksins en ákveðið var á fundi 300 Amish- leiðtoga að ógilda útskúfunina. Sú ákvörðun virðist hafa orðið til þess að Mullet fyrirskipaði árásirnar. Lögreglan segir að fylgismenn Mullets hafi verið sakaðir um að hafa ráðist á einn sjö biskupa, sem samþykktu ógildinguna, og skorið skegg hans. Þegar hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér sögðu árásarmennirnir að hann ætti ekki að veita mótspyrnu vegna þess að hann væri kristinn. Biskupinn svar- aði að ef þeir væru kristnir ættu þeir ekki að beita hann ofbeldi. „Við er- um ekki kristnir,“ hreyttu þeir þá út úr sér. Amish-fólk í Ohio fer í hár saman  Biskup sakaður um harðstjórn og of- beldi gegn þeim sem óhlýðnast honum AMISH-FÓLKIÐ Í BANDARÍKJUNUM B A N DA R Í K I N KANADA MEXÍKÓ Iowa Pennsylvanía Maryland Indiana Ohio Afkomendur svissneskra og þýskra endurskírenda, forðast nútímatækni á borð við bíla og flestir þeirra stunda landbúnað Söfnuðurinn er íhaldssamur angi af mennonítahreyfingunni. Klofnaði frá helstu mennonítahreyfingunni í Evrópu seint á 17. öld Amish-fólkið skiptist í meginatriðum í tvo hópa. Trúarathafnir annars þeirra fara eingöngu fram á heimilunum en hinn hópurinn hefur tileinkað sér nýjungar á borð við sunnudagaskóla Rúmmilljón manna hefur tekið skírn semmennonítar í heiminum Ríki þar sem Amish-fólkið er fjölmennast UM AMISH-FÓLKIÐHeildarfjöldi 227.000 (áætlað árið 2008) Tungumál Pennsylvaníu-þýska, enska og háþýska Trú Endurskírendur, eða anabaptistar (kristin hreyfing sem kom fram á 16. öld og aðhyllist m.a. fullorðinsskírn en ekki barnaskírn) Tengdir þjóðernishópar Svissneskir Þjóðverjar og Pennsylvaníu-Þjóðverjar Heimildir: Raber's Almanac, The Colombia Encyclopaedia, Elizabethtown College Ljósmynd: Reuters Taílendingur notar dýnu til að komast leiðar sinnar á einu flóðasvæðanna í grennd við Bang- kok. Yfir 600 manns hafa látið lífið af völdum mestu flóða í Taílandi í um það bil hálfa öld. Millj- ónir manna hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna flóðanna sem eru í rénun á mörgum svæðanna og fyrirtæki hafa víða hafið starfsemi á ný, að sögn fréttaveitunnar Reuters. Margir skólar í höfuð- borginni verða þó lokaðir í viku til viðbótar. Reuters Mannskæð flóð í rénun í Taílandi Þjóðverjar og Frakkar, turn- arnir tveir á evrusvæðinu, sögðust í gær ætla að leggja til breytingar á sáttmálum Evr- ópusambandsins til bæta stjórn ríkisfjármála á svæðinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sar- kozy, forseti Frakklands, boð- uðu breytingarnar eftir fyrsta fund sinn með nýjum forsætis- ráðherra Ítalíu, Mario Monti, í Strassborg í gær. Þau sögðu að unnið yrði að tillögunum á næstu dögum. Merkel sagði að tillögurnar myndu ekki fela í sér breytingar á hlutverki Evrópska seðlabank- ans sem ætti áfram að einbeita sér að því að halda verðbólgu í skefjum. Deilt um sameiginleg skuldabréf Áður höfðu ráðherrar í frönsku stjórninni sagt að Frakkar beittu sér fyrir því að Evrópski seðla- bankinn yrði lánveitandi til þrautavara og fengi heimild til að gefa út skuldabréf fyrir evrusvæðið til að liðsinna aðildarríkjum í skuldavanda. Þjóð- verjar eru andvígir þessu af ótta við að þeir sitji að lokum uppi með reikninginn. Þýska stjórnin beitir sér hins vegar fyrir því að sáttmálum ESB verði breytt til að herða eftirlit með fjármálum skuld- ugra ríkja á evrusvæðinu. bogi@mbl.is Merkel og Sarkozy boða breytingar á sáttmálum ESB  Þýski kanslarinn segir að hlutverki Evrópska seðlabankans verði ekki breytt Sagðar taka of langan tíma » Nicolas Sarkozy sagði að tillögur Þjóðverja og Frakka yrðu lagðar fram á leiðtogafundi Evrópusambandsins 9. desember. » Stjórnvöld í nokkrum löndum á evrusvæð- inu hafa varað við því að það geti tekið of langan tíma að breyta sáttmálum ESB. Einn- ig geti verið ógerningur að knýja fram breyt- ingar á sáttmálunum, m.a. vegna andstöðu Breta við frekari samruna ESB-landa. Sarkozy og Merkel Borgin Bo í suður- hluta Síerra Leóne býður stúlkum, sem standa vörð um meydóm sinn, fimm ára náms- styrk til háskóla- náms. Markmiðið er að draga úr tíðni þungana meðal unglings- stúlkna með því að tryggja að „minnst 80% af skólastúlkum passi upp á meydóm sinn þangað til þær ljúka námi,“ segir Mathew Margao, forseti borgarráðs Bo. „Borgarráðið ætlar að ráða kvenkyns heilbrigð- isstarfsmenn sem fá það hlutverk að færa sönnur á meydóm stúlknanna,“ segir Margao. Foreldrar og mannréttinda- samtök hafa gagnrýnt þessi áform borgarráðsins. Að sögn Abibatu Mansaray, talskonu kvenréttinda- samtaka í borginni, jaðrar styrkur- inn við brot á mannréttindum stúlkna í borginni. „Ég held að þetta sé ekki rétta leiðin til þess að vekja athygli á því vandamáli sem felst í þungunum unglingsstúlkna,“ segir Mansaray. SÍERRA LEÓNE Styrkir fyrir hreinar meyjar Unglingsstúlka með barn sitt. Rannsókn fer nú fram á starfs- háttum sjúkra- húss í Melbourne í Ástralíu eftir að læknar eyddu fóstri fyrir mis- tök. Læknar höfðu tilkynnt verðandi móður, sem gekk með tvíbura, tvo drengi, að annar þeirra væri með alvar- legan hjartagalla og að hann þyrfti að fara í langvinna og hættulega uppskurði. Að auki væru ekki mikl- ar líkur á að hann lifði fæðinguna af. Konan ákvað að láta eyða fóstr- inu, en hugðist ganga áfram með hitt barnið. Hún var komin 32 vikur á leið og gekkst undir keisaraskurð þar sem fjarlægja átti hjartveika barnið. Læknar gerðu þá þau mis- tök að fjarlægja hitt barnið. Hjart- veika barnið lést einnig við aðgerð- ina. ÁSTRALÍA Eyddu fóstri fyrir mistök

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.