Morgunblaðið - 25.11.2011, Page 23

Morgunblaðið - 25.11.2011, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 ✝ Hólmfríður V.Kristjáns- dóttir fæddist á Bragagötu í Reykjavík 31. október 1922. Hún andaðist á heimili sínu í Hæðargarði 29 í Reykjavík 13. nóvember 2011. Foreldar henn- ar voru hjónin Kristján Einarsson múr- arameistari, f. 25. ágúst 1893 á Borg í Skógarstrand- arhreppi, og Guðríður Vil- hjálmsdóttir húsmóðir, f. 22. febrúar 1900 á Skeggjastöðum í Mosfellssókn, Kjós. Eftirlif- andi systir Hólmfríðar er Guð- rún Erla Kristjánsdóttir, f. 3. júní 1929. jana Stefánsdóttir; Guðríður, f. 1954, maki Guðmann Héð- insson; Viðar, f. 1963, maki Sigríður Svava Þorsteins- dóttir. Ömmubörnin eru 13 og langömmubörnin eru orðin 19. Fyrstu níu ár ævinnar ólst Hólmfríður upp í miðbæ Reykjavíkur en flutti svo ásamt fjölskyldu sinni að Von- arlandi í Sogamýri. Hún stundaði nám við Austurbæj- arskóla, Sjónarhól og síðar Laugarnesskóla. Hún var alla tíð húsmóðir auk þess að starfa með eiginmanni sínum við rekstur fiskbúða. Hólm- fríður helgaði líf sitt fjölskyld- unni og var miðpunktur allra samskipta innan hennar. Vel- ferð fjölskyldunnar var henn- ar hjartans mál. Eftirlifandi ættingjar munu njóta þeirra góðu gilda sem hún og eig- inmaður hennar Þorkell stóðu fyrir. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag, 25. nóvember 2011, og hefst athöfnin kl. 11. Hinn 30. október 1943 giftist Hólm- fríður Þorkeli Nikulássyni fisk- kaupmanni, f. 8. ágúst 1922 á bæn- um Söndu á Stokkseyri, d. 19. júní 2006. Þau hófu búskap í Von- arlandi og reistu sér síðar heimili á Vesturbrún 8, Reykjavík og bjuggu þar lengst af eða þar til þau fluttu heimili sitt að Hæðargarði 29. Þau nutu samvista hvort við annað í yfir 60 ár. Þau eign- uðust fimm börn: Elst Helga S., f. 1941, maki Andrés Þórð- arson; Kristján, f. 1943, maki Sigurdís Sigurðardóttir; Guð- mundur, f. 1946, maki Krist- Elsku mamma mín. Það er með miklum söknuði sem ég skrifa þessar línur. Ekki fleiri símtöl, heimsóknir eða skreppa á kaffihús sem okkur fannst svo gaman að gera. Þú varst svo sannarlega ætt- móðir okkar stóru fjölskyldu. Fylgdist með öllu sem fram fór, hvort sem það var skólaganga barnanna okkar eða íþróttir sem þau stunduðu. Allar utan- landsferðir sem við fórum í, þú vissir alltaf hvenær við fórum út og hvaða dag við komum heim enda fannst þér gaman að ferðast til annarra landa þegar þið pabbi voruð upp á ykkar besta og fóruð margar ferðir, ýmist með einhverjum úr fjöl- skyldunni eða bara tvö. Þegar ég var barn fannst mér svo gaman að fylgjast með þér þegar þið pabbi voruð að fara á dansleikina, þá var farið í spari- fötin, hárið lagað og skartið sett upp, að ógleymdu ilmvatninu sem mér fannst flottast, ég beið alltaf eftir að ég fengi líka, sem ég fékk. Þér fannst gaman að synda og fórst nær daglega í sund á yngri árum en í seinni tíð var það söngurinn á Hæðargarði sem þér fannst skemmtilegur, máttir ekki missa af honum. Ykkur pabba fannst gaman að spila brids og hafa fallega hluti í kringum ykkur. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Nú er komið að leiðarlokum. Ég veit að pabbi bíður eftir þér enda voruð þið samrýnd hjón og ykkur leið vel saman. Hvíl í friði elsku mamma. Þín dóttir, Guðríður (Didda). Með söknuð í hjarta kveð ég yndislega ömmu. Amma Fríða var alltaf öll af vilja gerð til að hjálpa, hvað sem var varstu ávallt til staðar elsku amma mín. Ég gleymi seint þeim dögum þegar ég kom til ykkar afa Kela og fékk nýsoðna ýsu, kartöflur og mikið af „gulri“ sósu, þú varst sú eina sem kunnir að gera þetta eins og ég vildi hafa það. Árin liðu og við urðum báðar eldri. Samskipti okkar breyttust og urðu enn betri. Við vorum alltaf tilbúnar að hjálpast að. Ryksugustundirnar voru góðar, ég ryksugaði og þú spurðir mig spjörunum úr um heima og geima, því þú varðst að fá að fylgjast með og varst ávallt með allt á hreinu. Okkur fannst svo ekki leiðinlegt að enda stund- irnar á því að fara saman í smá- bíltúr og á kaffihús því það „létti lundina“ hjá okkur báðum eins og við kölluðum það. En nú ert þú farin elsku amma mín og ég sakna þín sárt, en um leið veit ég að þér líður betur og svona vildir þú hafa þetta. Það hlýjar mér um hjartarætur. Afi Keli tekur nú kátur á móti þér og ég veit að þið munuð nú njóta samvista. Góða ferð amma mín. Þín Írunn Viðarsdóttir. Með söknuð í hjarta kveðjum við ömmu okkar og langömmu. Hjá ömmu Fríðu var alltaf gott að vera. Heimili hennar og afa Kela var alltaf fullt af kærleik sem umvafði okkur öll og iðaði af lífi. Þar var ávallt eitthvað gott að fá í gogginn en þó stóð þar upp úr steikti fiskurinn og súkkulaðikakan, svo ekki sé tal- að um karamelluíssósuna og flatkökurnar á jólunum. Amma Fríða var ættmóðir og húsfreyja af lífi og sál og ekki skiljum við enn hvernig henni tókst að sjóða skötu á Þorláksmessu án þess að nokkur lykt væri í húsinu. Áhugi ömmu Fríðu á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur var okkur svo dýrmætur og hvetjandi. Hún spurði alltaf út í hvernig skólinn eða daglegt líf gengi. Hún hikaði ekki við að láta okkur vita ef eitthvað var ekki alveg eins og hún taldi best en þó ávallt á kærleiksríkan og hvetjandi hátt. Eftir að við ux- um úr grasi og stofnuðum fjöl- skyldur, hvort sem við vorum búsett á Íslandi eða erlendis, sá amma alltaf fram á sinn síðasta dag til þess að við værum með nýjustu fréttir af stórfjölskyld- unni og enginn var skilinn út- undan. Með söknuð í hjarta varðveitum við allar þær góðu minningar sem við eigum um ömmu Fríðu og munu þær fylgja okkur um ókomna tíð. Lífsgildi og jákvæð áhrif hennar á okkur munu lifa áfram og sú vitneskja veitir okkur huggun í sorg okkar, sem og hlýju í hjarta og bros á vör um ókomna tíð er við minnumst hennar. Við vottum börnum hennar, frændum og frænkum okkar dýpstu samúð og vonum að við getum veitt ykkur stuðning okk- ar og vináttu. Fjölskyldan öll er í bænum okkar þar sem við biðj- um að Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Stefán, Anna Þóra, Berglind, Benedikt, Vigdís, Trausti og langafabörnin Alexander, Guðmundur, Kristjana, Saga, Logi og Sóley. Við vorum svo lánsöm að eiga hana ömmu Fríðu. Það er sárt að sjá á eftir henni en við vitum að hún er komin á góðan stað, hann Keli afi tekur vel á móti henni. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn á Vestur- brúnina og síðar í Hæðargarð- inn til ömmu og afa. Þar var alltaf tekið vel á móti manni. Amma sá fyrir fallegu fyrir- myndarheimili. Alltaf átti hún amma „ömmu- súkkulaðiköku“ í ísskápnum. Sú uppskrift verður vel varðveitt, jafnvel þótt hún verði aldrei eins og hjá henni ömmu. Fiskurinn hennar ömmu var heldur engu líkur, enginn gat eldað hann eins og hún. Bestur í heimi með gulri sósu og nýuppteknum kartöflum úr garðinum. Alla okkar æsku voru jólin haldin hátíðleg á Vesturbrún. Þar var alltaf margt um mann- inn og sá amma um dýrindis mat og möndlugraut. Við minn- umst þess alltaf hve langan tíma það tók að vaska upp eftir mat- inn, því ekki voru pakkarnir opnaðir fyrr en eldhúsið var orðið glansandi fínt. Það er ýmislegt sem fer í gegnum hugann og má telja upp nokkrar minningar sem tengjast ömmu og bernsku okkar; mys- ingur í skeið, guli plastbollinn og hvíti plastbollinn, suðusúkku- laðið í hornskápnum, rifsberin í garðinum, búðarferðir með budduna, trékubbarnir í horn- skápnum, Fresca í glerflösku, útigeymslan troðfull matar, slát- urgerð í þvottahúsinu, kók úti í kistu. Alla sína tíð fylgdist amma vel með allri fjölskyldunni. Það var alltaf gaman að heyra í eða heimsækja ömmu og fá fréttir af ættingjum. Það lifa ótal góðar minningar um ömmu Fríðu í hjörtum okk- ar. Takk fyrir þær allar elsku amma. Hvíl þú í friði. Elín og Ari Þór. Elsku frænka mín. Frá fæðingu hefur þú hugsað um mig, en nú er minn tími að líta yfir okkar samveru á lífs- leiðinni. Sú samvera hefur tekið okkur frá einni álfunni í aðra því þín lífsgleði var að ferðast og njóta tilverunnar í ríkum mæli. Þar sem við áttum margar gleði- stundir saman, þá er þess helst að minnast hversu samrýmdar við vorum í einu og öllu, börnin okkar eru bestu vinir, hvar sem þau eru stödd í veröldinni. Minning þín lifir áfram í hjörtum allra þinna afkomenda og ættingja, því þín gestrisni og vinamót hafa snert alla í okkar stóru ætt. Við vottum öllum þínum nán- ustu ættingjum og vinum samúð á þessari kveðjustund, því þín verður sárt saknað af öllum sem þú hefur snert um ævina. Hinstu kveðjur, Guðríður S. Wilson. Hólmfríður V. Kristjánsdóttir ✝ Kristín Engil-ráð Kristjáns- dóttur fæddist í Hnífsdal 12. jan- úar 1915. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ í Reykjavík 18. nóv- ember 2011. Foreldrar henn- ar voru Jóna Sig- ríður Jónsdóttir, fædd á Folafæti í Súðavíkurhreppi 23. október 1885, d. 9. mars 1968 og Krist- ján Sigmundsson, fæddur 27. maí 1893 á Ingunnarstöðum Í Geiradal, A-Barð., d. í apríl 1916. Alsystkin Kristínar voru Jón Sveinbjörn, f. 13. sept- ember 1912, d. 2001 og Krist- jana, f. 22. desember 1915, d. 2007. Bræður Kristínar sam- mæðra eru Jón Kristján Bjarnason, f. 25. ágúst 1922 og Elías Bjarni Ísfjörð, f. 30. ágúst 1927, d. 12. september 1988. Kristín giftist Ottó Jóni Jóa- Kristjana Erlingsdóttir. Hún á sex börn. b) Anna Þóra Birg- isdóttir sem á tvö börn og c) Friðrik Jón Birgisson, sem einnig á tvö börn og d) Sunna Björg Birgisdóttir. Lang- ömmubörn Kristínar eru 24 og langalangömmubörnin eru 4. Kristín bjó á Siglufirði frá árinu 1939 þangað til Ottó lést í september 1973. Þar sinnti hún húsmóðurstörfum, saltaði síld, vann við saumaskap og ýmis önnur íhlaupaverk auk þess að sinna heyöflun fyrir kindur þeirra Ottós. Eftir fráfall Ottós flutti Kristín til Reykjavíkur. Þar bjó hún fyrstu misserin hjá bróður sínum Jóni Kr. Bjarna- syni og mágkonu, Guðríði Pálsdóttur í Hamrahlíð, síðar bjó hún á Tómasarhaga í all- mörg ár. Í nálega 20 ár eða fram á 95. aldursár bjó hún í sér íbúð í húsi dóttur sinnar og tengdasonar að Bláskógum 12 og loks síðastliðin tæplega tvö ár á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Í Reykjavík starf- aði Kristín við heimilishjálp en lengst af hjá Landspítalanum við ræstingar og eldhússtörf. Útför Kristínar fer fram frá Seljakirkju í Breiðholti í dag, 25. nóvember 2011 kl. 15. kimssyni þann 6. desember 1941. Ottó fæddist á Siglufirði 15. maí 1915, d. 28. sept- ember 1973. Börn Kristínar og Ottós eru: 1) Ólafur Styrmir, f. 8. apríl 1943, kvæntur Steinunni Árna- dóttur. Börn þeirra eru: a) Ingibjörg. Hún á þrjú börn. b) Kristín. Hún á tvo syni. c) Erna. Hún á tvö börn. 2) Jóa- kim Sverrir, f. 8. september 1947. Börn hans eru: a) Ing- ólfur Stangeland. Móðir hans er Helga Ingólfsdóttir. b) Anna María, sem á tvö börn og c)Hanna Soffía, sem einnig á tvö börn. Móðir þeirra er fyrrverandi eiginkona Jóa- kims, Helle Kalm. 3) Helga Dóra, f. 28. ágúst 1949, gift Gunnari Dagbjartssyni. Dóttir þeirra er Helena og hún á einn son. Börn Helgu eru: a) Þá hefur amma Kristín kvatt okkur, og langar mig að minn- ast hennar með örfáum orðum. Síðastliðin vika hefur reynst eins og aukatími með ömmu því minningarnar hafa átt hug manns allan, og amma litla þot- ið um efst í huganum. Því amma þaut! Maður man varla eftir henni gangandi, miklu frekar hlaupandi. Það er helst að sól- skinið hafi náð henni í kyrr- stöðu. Ósjaldan rambaði maður fram á hana í sólbaði í garðinum heima, stundum þegar enginn annar hefði verið í sólbaði. Enda var amma alltaf kaffi- brún. Við grínuðumst oft með að það þyrfti einungis að spá sólskini þá væri amma orðin brún. Ekki var það einungis húðlit- urinn sem varð til þess að manni þótti amma Kristín alltaf svolítið „útlensk“, heldur líka hvernig hún talaði um útlönd. Það var engu líkara en hún hefði ferðast um allan heiminn, séð allt og skoðað, og smakkað hina ótrúlegustu hluti. Ég vissi allavega alltaf að amma hafði farið til Afríku og það þótti mér, já og þykir enn, mjög merkilegt. „Amma mín hefur komið til Afríku“ grobbaði mað- ur sig. Svo gat maður setið í stof- unni hennar og hlustað á sjóinn í stóru kuðungunum, á meðan amma skar niður greip. Hún var ótrúlega dugleg að borða ávexti, ólíkt mörgum af hennar kynslóð. Siður sem hún hefur líklega lært á öllum ferðalög- unum. Við í Bláskógunum vitn- um æði oft í þá gömlu og segj- um: „Já þetta er nú gott í ferðalög.“ Því þótt hún hafi kannski ekki heimsótt öll æv- intýralönd heimsins var hún mjög dugleg að ferðast, og hafði gaman af. Og nú er hún farin í enn eitt ferðalagið, á fallegasta staðinn. En mun líka ferðast um hjörtu okkar um ókomin ár. Ég er þakklát fyrir allar skemmtilegu sögurnar sem ég kann af henni, og get sagt börn- unum mínum. Með mitt fyrsta barn á leiðinni kveð ég ömmu Kristínu, og þannig kristallast hringrás lífsins hjá okkur. – Góða ferð amma mín. Líf, dauði, sorg, gleði svo undarlega samofin. Í einni andrá slokknar líf. Í næstu andrá kviknar líf. Svo óbærileg sorgin yfir dauða. Svo dásamleg gleðin yfir lífi. Líf, dauði, sorg, gleði svo undarlega samofin. (Pétrína Þorsteinsdóttir) Sunna Björg Birgisdóttir. Fyrstu minningarnar um ömmu og afa á Sigló eru afi á reiðhjóli með ömmu á slánni og þau svo undur ástfangin. Þau kysstust og hlógu saman, amma skammaði afa fyrir að pissa í kopp sem var fyrir barnabörnin sem hún þurfti svo að bera fleytifullan niður snarbrattar tröppur en hún fyrirgaf honum á hverjum morgni. Amma bað- aði okkur í bala á Sigló og þeg- ar sundlaugin var opnuð var farið í sund. Hún lærði þá að synda og hélt því áfram þegar hún kom til Reykjavíkur. Amma okkar gekk ekki, hún hljóp, hún var alltaf útitekin og falleg og puntaði sig með slæðum og skartgripum þegar tilefni var til. Amma skráði sig í ensku og dönsku í námsflokkunum af því hana langaði til að ferðast og það gerði hún. Hún kom m.a.s. alla leið til Kenýa og heimsótti okkur. Amma okkar var einstök handavinnukona. Hún saumaði og prjónaði á okkur, dúkkurnar og börnin okkar. Jólin á okkar heimilum vitna um myndar- skapinn og skrautið hennar er í miklu uppáhaldi. Það er alveg dásamlegt fyrir börnin okkar að hafa kynnst langömmu sinni og notið góðra stunda með henni. Samverustundir í jólafríi á Kan- aríeyjum, Húsafelli og svo á gamlárskvöld þar sem allir minnast hennar fyrir að vera manna hressust og alltaf til í gönguferð á brennuna. Við syst- ur erum óskaplega þakklátar fyrir að hafa átt hana að í öll þessi ár, nú er hún komin til afa sem hún saknaði alltaf. Ingibjörg, Kristín og Erna Ólafsdætur. Að alast upp með ömmu í sama húsi er nokkuð sem allir ættu að fá að upplifa. Ég var svo heppin að amma mín bjó í kjallaranum í húsi foreldra minna öll mín uppvaxtarár. Það eru bara þrjú ár síðan við amma hættum að búa undir sama þaki. Ég og amma, amma og ég. Ég man eftir því þegar ég sat einu sinni niðri hjá henni að bíða eftir henni þegar leið okk- ar lá alla leið niður í Laug- ardalslaug með strætó. Mikið fannst mér hún óralengi að hafa sig til. En hún var að fara svo miklu meira en bara í sund. Hún var að fara í ferðalag með strætó niður í bæ, búin að pakka nesti og myndavél og alls konar dóti sem ég hélt að mað- ur þyrfti ekki að hafa með sér í sund. En fyrir vikið var sund- ferðin upplifun og það var sko gaman og alltaf svo gott veður. Það er alltaf svo gott veður þeg- ar maður er lítill og er að ves- enast með ömmu sinni. Við amma dönsuðum líka Óla skans. Ég fékk að standa á rist- unum á henni og hún fór með mig rólega og yfirvegað á hæg- um Óla skans fram alla stofu og svo þegar Vala konan hans varð óttalegur vargur hentist amma með mig í loftköstum til baka og við hlógum báðar, bæði hátt og mikið og endurtókum leikinn nokkrum sinnum í viðbót. Amma kenndi mér líka að spila og leggja kapal og stundum sat ég niðri hjá henni á kvöldin og við spiluðum lönguvitleysu fram eftir kvöldi. Amma leyfði mér stundum að búa til tjald úr sófa- borðinu hennar og teppi og leyfði mér að hafa logandi kerti í tjaldinu. Einu sinni kviknaði í tjaldinu en ömmu fannst það nú ekkert tiltökumál. Ég held að fyrir henni hafi gildi leiksins verið eldinum yfirsterkari. Fyrir jólin bökuðum við smá- kökur í litla eldhúsinu hennar, allar sortirnar og næstum alltaf seint á kvöldin. Amma var svo góð á kvöldin. Amma bakaði bestu pönnukökur í heimi og ég man ennþá eftir lyktinni af þeim og bragðinu þegar ég reyni með misjöfnum árangri að herma eftir því hvernig hún gerði þær. Hún var líka handa- vinnusnillingur og það liggja eftir hana ótrúleg listaverk sem við afkomendurnir erum stolt af að eiga. Eftir næstum því 97 ára við- burðaríka ævi skilur amma eftir sig ógleymanlegar stundir og minningar sem við afkomendur hennar höldum á lífi um ókomna tíð. Ömmu tókst svo vel að vera amma mín einmitt eins og ömmur eiga að vera öll þessi 25 ár sem við bjuggum í sama húsi. Ég er innilega þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast ömmu svona vel, umgangast hana daglega, og læra svona mikið af henni. Því sumt gera ömmur bara og enginn annar. Blessuð sé minning elsku ömmu, hennar verður sárt saknað. Helena. Kristín Engilráð Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.