Morgunblaðið - 25.11.2011, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011
✝ Sólveig AnnaÞórleifsdóttir
fæddist í Grímsey
30. ágúst 1938.
Hún lést á Horn-
brekku í Ólafsfirði
16. nóvember
2011.
Sólveig Anna
var dóttir
hjónanna Að-
alheiðar Karls-
dóttur frá Garði,
f. 8. janúar 1914, d. 3. júní
1996, og Þórleifs Sigurbjörns-
sonar frá Sveinsstöðum í
Grímsey, f. 18. júlí 1914, d. 7.
maí 1987. Sólveig Anna var
elst þriggja systkina. Systkini
hennar eru Karl Garðar Þór-
leifsson, f. 21. maí 1943, d. 30.
apríl 2007, og Sigrún Þórleifs-
dóttir, f. 26. maí 1945.
Sólveig Anna giftist Einari
Þórarinssyni, f. 20. desember
hennar er Daði Már Sigurðs-
son. Sonur þeirra er Mikael
Þór, f. 9. desember 2009. c)
Edda Sigrún, f. 16. október
1993. Unnusti hennar er Aron
Ingvar Gissurarson. 3) Þór-
arinn Rúnar, f. 13. júlí 1968.
Sambýliskona hans er Guðrún
Johnsen, f. 5. apríl 1973. Börn
þeirra eru a) Valdís Anna, f. 7.
júní 2007, b) Sólveig Lára, f.
13. febrúar 2011.
Sólveig Anna ólst upp í
Grímsey til níu ára aldurs og
fluttist þá með foreldrum sín-
um til Ólafsfjarðar. Hún lauk
gagnfræðaprófi frá Héraðs-
skólanum á Laugarvatni og
vann síðan ýmis störf, þar á
meðal síðustu tíu starfsárin
við umönnun á dvalarheim-
ilinu Hornbrekku í Ólafsfirði.
Hún kynntist manni sínum
Einari snemma árs 1960 og
byrjuðu þau búskap í Brekku-
götu 21 í Ólafsfirði áður en
þau byggðu húsið á Gunnólfs-
götu 14 sem hefur verið heim-
ili þeirra síðan.
Útför Sólveigar fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag, 25.
nóvember 2011, kl. 14.
1937, hinn 20. des-
ember 1961. For-
eldrar hans voru
Sigrún Ágústs-
dóttir húsmóðir, f.
14. nóvember
1910, d. 23. októ-
ber 2005, og Þór-
arinn Jónsson
verkstjóri frá
Ásólfsskála, f. 5.
maí 1905, d. 8.
ágúst 1959. Börn
Sólveigar og Einars eru: 1)
Óskírð, f. 7. ágúst 1961, d. 7.
ágúst 1961. 2) Aðalheiður, f.
29. ágúst 1965, gift Guðmundi
Þór Guðjónssyni. Börn þeirra
eru a) Einar Þór, f. 10. maí
1986. Sambýliskona hans er
Elísabet María Guðmunds-
dóttir. Sonur þeirra er Guð-
mundur Þór, f. 15. júlí 2011.
b) Margrét Anna, f. 5. desem-
ber 1987. Sambýlismaður
Hún mamma mín lést á Horn-
brekku, Ólafsfirði þann 16. nóv-
ember sl. eftir löng og ströng
veikindi. Þegar ég hugsa til baka
þá finnst mér heilsuleysi hafa
fylgt mömmu nær alla tíð.
Mamma var glæsileg kona og
hafði einstaklega gaman af því
að klæðast fallegum fötum og
vera vel tilhöfð. Hún tók alltaf
eftir því ef ég var í nýjum fötum
eða með nýja eyrnalokka. Hún
var yndisleg mamma og börnun-
um mínum var hún besta amma
sem hægt er að hugsa sér. Hún
hafði endalausa þolinmæði og
var alltaf til í að vera með þau og
leika við þau og kenna þeim
ýmsa hluti.
Á þessari stundu reika marg-
ar minningar um hugann.
Mamma að raula við eldhús-
störfin og eru mér efst í minni
lögin Ljúfa Anna og Blærinn í
laufi. Kökurnar að kólna á eld-
húsbekknum og þú mamma mín
sest undir hárþurrkuna, því að
alla tíð vildir þú hafa hárið í lagi.
Ferðalögin okkar, bæði innan-
lands og utan. Þegar við bjugg-
um á Ólafsfirði þá var fastur lið-
ur að þið pabbi komuð í kaffi á
laugardags- og sunnudags-
morgnum og oftar en ekki fóru
barnabörnin með í Gunnólfsgöt-
una og eyddu deginum hjá
ömmu Sollu og afa nafna í góðu
yfirlæti.
Mamma var dugleg að hvetja
okkur systkinin og sparaði aldr-
ei hólið hvorki við okkur né
barnabörnin sín. Henni fannst
allt sem við gerðum fallegt og
voru ófáar myndir eftir barna-
börnin sem voru hengdar upp í
Gunnólfsgötunni. Mamma var
stolt af fjölskyldunni sinni.
Fyrir rúmlega 12 árum fór
heilsuleysið verulega að segja til
sín. Pabbi stóð eins og klettur
við hlið hennar og sá um að hún
gæti verið sem lengst heima.
Síðastliðin 6 ár hefur hún búið á
Dvalarheimilinu Hornbrekku,
Ólafsfirði. Þar naut hún einstak-
lega góðrar umönnunar og færi
ég starfsfólki Hornbrekku bestu
þakkir fyrir.
Elsku móðir, ástkær minning þín
yljar mér þá skuggar lífsins sveima.
Alltaf áttir eitthvað gott til mín
yndishlýju þinni mun ei gleyma.
Söknuðurinn sveipar myrkan blæ
sárt þín andlátsfregn mitt bugar sinni.
Ein í fjarlægð ekki til þín næ
ég þó vildi lúta að kistu þinni.
Þér ég alla ástúð þakka vil
arfleifð þá er gaf þín móðurhlýja.
Ekki lengur á þá sælu til
unaðsríkt í faðminn þinn að flýja.
Yfir hafið hugann sendi á flug
hinsta kveðja berist kærri móður.
Gefi drottinn gjafari mér dug
gleðji og huggi þann er drýpur hljóður.
(Aðalheiður Karlsdóttir frá Garði.)
Elsku mamma mín, ég trúi
því að nú getir þú gert allt sem
heilsuleysið hamlaði áður. Til
dæmis heimsótt barnabörnin og
langömmustrákana þína. Ég
trúi því líka að nú líði þér vel.
Bestu kveðjur til Diddu litlu.
Ég elska þig.
Þín
Aðalheiður.
Eftir langvarandi veikindi er
tengdamóðir mín Sólveig Anna
látin, heiðurskona á besta aldri.
Þrátt fyrir veikindin var hún
alltaf jákvæð og bar sig vel og
aldrei heyrði ég hana kvarta.
Sólveig Anna var glæsileg
kona, glaðvær og það var alltaf
reisn yfir henni. Hún naut sín í
að vera vel til höfð, í fínum föt-
um, fallega máluð og ekki síst að
hafa hárið vel upp sett. Það var
stíll yfir henni.
Sólveig lifði fyrir fjölskyld-
una og þá sérstaklega barna-
börnin sín sem hún elskaði að
vera með. Hún var iðin við að
segja þeim sögur, leika við og
umfram allt að hlusta á þau.
Börnin mín áttu góðan vin þar
sem amma Solla var og vissu
fátt betra en að heimsækja hana
og afa nafna í Gunnólfsgötuna.
Þar var þeim gefinn góður tími,
brauð smurt og skorið í bita svo
litlu munnarnir ættu auðveldara
með að njóta þess sem amma
gaf og ósjaldan voru haldin partí
að þeirra sið. Börnin mín sakna
góðrar ömmu sem var þeim allt.
Sólveig hafði unun af lífinu.
Hún var mikill fagurkeri, hafði
unun af myndlist og tónlist og
vel að sér í þeim efnum. Hún var
sterk kona, hreinskilin, með
góða réttlætiskennd og hafði
sínar skoðanir. Hún var góður
og skemmtilegur vinur.
Nú er þrautagöngu tengda-
móður minnar lokið. Hún er
komin á góðan stað og dvelur nú
með dóttur sinni sem hún missti
svo unga.
Á þessari stundu er hugur
minn hjá Einari tengdaföður
mínum sem var eiginkonu sinni
stoð og styrkur allt til enda. Ég
veit að sá stuðningur sem hann
fær í dag er ómetanlegur. Fyrir
hann þökkum við. Guð veri með
þér elsku Einar og fjölskyldunni
í sorginni.
Ég sakna þín elsku tengdó.
Guðmundur Þór.
Elsku amma mín. Aldrei mun
ég gleyma hinum fjölmörgu
heimsóknum mínum til þín á
mínum yngri árum. Sitjandi í
símastólnum kallaðir þú til mín:
„Einar, finndu mig.“ Fyrst hélt
ég að einhver spennandi verk-
efni biðu mín en ég var fljótur að
læra að það eina sem þú vildir
voru faðmlög, knús og kossar.
Alltaf kom ég hlaupandi í fangið
á þér. Síðan brostir þú til mín,
snerir þér síðan að afa og sagðir:
„Sjáðu hvað hann er góður við
mig.“
Alltaf var ég velkominn til þín
og þú gafst þér alltaf tíma fyrir
mig. Þú settist á gólfið með mér
og við lékum okkur með bíla,
kubba og leikfangakalla. Þú
varst alltaf til í að vera með,
hlustaðir á alls kyns sögur sem
ég hafði að segja, spurðir mig
spurninga og horfðir á mig með
bros á vör á meðan ég svaraði
þeim af bestu getu. Alltaf varstu
sammála mér.
Þú stóðst alltaf við bakið á
mér, varst alltaf í mínu liði. Allt-
af með, aldrei á móti.
Elsku amma mín. Ég er mikið
búinn að hugsa um þann tíma
sem við áttum saman, alla þá
umhyggju og ást sem þú færðir
mér og að þú varst til staðar
þegar ég þurfti á þér að halda.
Þú varst minn besti vinur.
Mér þykir rosalega vænt um
þig elsku amma mín. Minning
mín um þig mun halda áfram að
lifa í hjarta mínu.
Þinn túlípani,
Einar Þór.
Elsku amma Solla. Ég á svo
mikið af góðum minningum um
þig elsku amma mín. Þegar við
bjuggum í Ólafsfirði sóttum við
systkinin mikið til ykkar afa og í
Gunnólfsgötunni leið okkur allt-
af vel. Þrátt fyrir veikindi þín
sýndir þú okkur alltaf svo mik-
inn áhuga og varst okkur ynd-
isleg amma. Mig langar að
þakka þér fyrir það.
Ég man svo vel eftir því þegar
við Einar vorum á leikskóla, þá
komst þú oft og sóttir okkur á
leikskólann. Á leiðinni heim
urðu stundum pollar á vegi okk-
ar og brugðum við þá á leik og
létum spýtur fljóta á þeim. Þú
lést okkur leika með ímyndunar-
aflið og ég man vel að þér þótti
þetta alveg jafnskemmtilegt og
okkur Einari. Þú kenndir mér að
fara með faðirvorið ef ég vakn-
aði upp við martröð á nóttunni.
Ég geri það enn þann dag í dag
og alltaf finnst mér það jafn-
notalegt. Þegar ég hugsa um
kyssustólinn okkar finn ég fyrir
mikilli hlýju í hjarta mínu. Það
var óskráð regla þegar við kom-
um heim til ykkar afa að þú sett-
ist í kyssustólinn þinn, en þá
komum við systkinin og kysstum
þig og knúsuðum.
Allar ferðirnar á Akureyri
með ykkur afa og líka Kringlu-
ferðirnar eru mér minnisstæðar.
Þér þótti alltaf svo gaman að
arka með mér í fatabúðir og
ósjaldan sem við gengum út úr
búðunum með fatapoka. Þú
varst aldrei spör á hólið, stund-
um varð ég vör við að þú varst að
stara á mig og þegar þú sást að
ég tók eftir því sagðir þú alltaf:
„Ég var bara að horfa á þig og
dást að því hvað þú værir falleg
elskan.“
Þú hafðir gaman af því að eiga
falleg föt og var lillaður litur í
sérstöku uppáhaldi hjá þér. Þeg-
ar við hittumst tókstu líka alltaf
eftir því ef ég var í einhverju
nýju, hvort sem það var ný flík
eða nýtt glingur og varst alltaf
svo dugleg að hæla því sem þér
þótti fallegt.
Þú varst trúuð kona og fórst
alltaf með bænirnar þínar á
kvöldin. Þú sagðir okkur að við
værum alltaf í bænum þínum og
þú bæðir Guð um að passa okk-
ur. Nú mun ég biðja mínar bæn-
ir og biðja Guð um að passa þig
og umvefja þig ást og hlýju á
þínum nýja tilverustað.
Það er svo sárt að hugsa til
þess að ég sjái þig ekki meir og
söknuðurinn er svo mikill en ég
veit að nú ert þú komin á fal-
legan stað og laus við öll þín
veikindi. Ég mun geyma fallega
minningu um þig í hjarta mínu
um ókomin ár, elsku amma mín.
Tíminn flýgur áfram
og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið
um það hvert hann fer.
En ég vona bara að hann
hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.
(Megas)
Þín ömmustelpa,
Margrét Anna.
Elsku amma mín. Ég trúi því
ekki enn að þú sért farin frá okk-
ur en ég veit samt að þér líður
miklu betur á þeim stað sem þú
ert á núna. Nú ertu komin til að
passa hana Diddu litlu og ég veit
að núna ertu í faðmi allra hinna
sem þú eflaust saknaðir.
Þegar ég rifja upp þær stund-
ir sem við áttum saman þá
varstu alltaf besta vinkona mín.
Við spiluðum og spjölluðum
saman og þú hagaðir þér við
okkur systkinin eins og við vær-
um þínir jafningjar. Ég man
rosa vel eftir því þegar við vor-
um tvær heima þegar afi var enn
í vinnunni og við ákváðum að
spila Matador. Við áttum fullt af
hótelum á hverri götu en við vor-
um lítið að pæla í reglunum þar
sem að samveran var aðalatrið-
ið.
Eftir að við fluttum suður var
erfitt að skreppa í heimsókn til
ykkar því fjarlægðin var mikil,
en þrátt fyrir hana fjölgaði góð-
um símtölum á milli okkar og ég
veit að ég hafði oft nefnt við þig
og afa hversu gott það væri ef ég
gæti stokkið yfir í næsta hús í
heimsókn til ykkar, bara ef það
hefði verið þá hefðum við átt
fleiri góðar stundir saman. Þú
veist samt að þér er alltaf vel-
komið að koma og kíkja í heim-
sókn til okkar og ég trúi ekki
öðru en að þú sitjir hérna við
hliðina á mér þegar ég skrifa
þetta. Veistu amma, ég er svo
þakklát fyrir að hafa hitt þig
þarna um daginn þegar við öll
fjölskyldan komum í heimsókn
til þín. Bara að fá að kyssa þig og
vanga í seinasta skiptið mun
sitja fast í huga mínum um
ókomna tíð.
Mér þykir alveg rosalega
mikið vænt um þig og mun alltaf
gera það elsku amma mín. Bið
að heilsa.
Litla stelpan þín,
Edda Sigrún.
Sólveig Anna
Þórleifsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Guð blessi þig elsku
langamma.
Þinn langömmustrákur,
Mikael Þór.
Vilhjálmur Grímsson hóf störf
á gatnadeild Framkvæmda- og
eignasviðs árið 2005 og starfaði
þar til loka árs 2009.
Hann var jákvæður, áhuga-
samur og framsýnn og skynjaði
vel þörf fyrir nýjungar. Einnig
var hann góður samstarfsmaður
og miðlaði óeigingjarnt af reynslu
sinni og þekkingu og var ósérhlíf-
inn við að sinna öllum þeim verk-
um sem honum voru falin. Vil-
hjálmur var félagslyndur og
skemmtilegur maður sem gat líka
verið dálítill töffari eins og þegar
hann keypti sér Harley Davidson-
mótorhjól og kom íklæddur leð-
urdressi til vinnu. Við minnumst
skemmtilegrar myndlistarsýning-
ar sem hann setti upp með verk-
um sínum hér á vinnustað okkar
við mikla hrifningu allra. En fyrst
og fremst var Villi góður drengur
og það var skemmtilegt og upp-
lífgandi að vera vinnufélagi hans.
Að leiðarlokum viljum við
þakka Vilhjálmi góða samfylgd og
biðjum góðan Guð að styrkja fjöl-
skyldu hans.
Fyrir hönd fyrrum vinnu-
félaga,
Sighvatur Arnarsson.
Kvatt hefur þennan heim Vil-
hjálmur Grímsson, fyrrverandi
landsforseti og senator. Mig lang-
ar með grein þessari að minnast
stuttlega aðkomu hans að starfi
JC-hreyfingarinnar á Íslandi. Vil-
hjálmur var virkur í starfi JC Suð-
urnesja, fyrsta formlega aðildar-
félaginu sem stofnað var árið
1967. Vilhjálmur varð landsforseti
JC Íslands og starfaði sem slíkur
á árunum 1974-1975. Vilhjálmur
starfaði vel og lengi fyrir JC-
hreyfinguna og hlaut að launum
útnefningu sem senator eða ævi-
félagi. Eftir að hefðbundnu JC-
starfi lauk tók Vilhjálmur lengi vel
virkan þátt í starfi Hins íslenska
senats.
Ég hitti Vilhjálm aðeins á 50
ára afmælisfagnaði hreyfingar-
innar á síðasta ári. Þar var sam-
ankominn um helmingur þeirra
landsforseta sem gegnt höfðu
embættinu á þeim 50 árum sem
hreyfingin hafði starfað. Einn af
öðrum vorum við kynntir inn í sal-
inn en Vilhjálmi hlotnaðist sá
heiður að vera fyrstur þar sem
hann var sá okkar er fyrst gegndi
embættinu. Það var mér heiður að
hitta Vilhjálm á þessari hátíðar-
stundu.
Vilhjálmur
Grímsson
✝ VilhjálmurGrímsson
tæknifræðingur
fæddist í Færeyjum
3. ágúst 1942. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 12. nóv-
ember 2011.
Vilhjálmur var
jarðsunginn frá
Fella- og Hóla-
kirkju 18. nóv-
ember 2011.
Fyrir hönd JCI-
hreyfingarinnar á
Íslandi vil ég votta
eftirlifandi eigin-
konu Vilhjálms, Vig-
dísi Pálsdóttur, og
fjölskyldu þeirra
innilegustu samúð.
Megi minning Vil-
hjálms lifa um
ókomna tíma.
Ingólfur
Már Ingólfsson,
landsforseti JCI
Íslands 2011.
Kveðja frá stjórn Verndar
Vilhjálmur Grímsson var for-
maður fangahjálparinnar Vernd-
ar árin 1994-2000. Jafnframt var
hann samtímis ráðinn fram-
kvæmdastjóri samtakanna eins
og venja hafði verið um áratuga-
skeið.
Það kom fljótt í ljós að Vil-
hjálmur var dugmikill og hafði
mikinn metnað fyrir hönd fanga-
hjálparinnar. Vilhjálmur var
mannvinur og vildi greiða götu
manna til betra lífs og fór stund-
um ótroðnar slóðir til þess. Hann
var góður fulltrúi Verndar gagn-
vart skjólstæðingum samtakanna
og fyrir það er þakkað af heilum
hug. Skjólstæðingar Verndar
fundu að hann vildi beina þeim á
rétta braut í vinsemd og af um-
hyggju.
En þeir áttuðu sig líka skjótt á
því að hann var ákveðinn í viðhorf-
um sínum og gaf ekki eftir ef það
yrði gert á kostnað hjálparinnar
til betra lífs. Hann gaf sér allan
þann tíma er þurfti til að ræða við
skjólstæðingana um hvernig haga
skyldi göngunni til nýs lífs og
fylgdist vel með mörgum þeirra
eftir að vist þeirra lauk á áfanga-
heimili Verndar. Þeir vissu að hjá
honum gátu þeir síðar leitað ráða
ef með þurfti.
Í Vilhjálmi blundaði listhneigð
sem hann veitti útrás með því að
mála myndir og teikna. Þessar
myndir drógu fram kröftugan
mann en jafnframt viðkvæman.
Þær voru sumar hverjar hrjúfar
en báru jafnframt mildan tón sem
oft var trúarlegur. Þetta voru
gjarnan stórar myndir og þær
voru grípandi vegna myndefnisins
en ekki stærðarinnar. Myndir eft-
ir hann prýddu gjarnan forsíðu
Verndarblaðsins þau ár sem hann
stýrði fangahjálpinni Vernd og
tjáðu þær iðulega með drama-
tískum hætti þann lífsvanda sem
skjólstæðingar samtakanna glíma
við.
Sterkar myndir sem vöktu fólk
til umhugsunar. Margar mynda
hans prýða áfangaheimili samtak-
anna í Reykjavík.
Stjórn Verndar minnist Vil-
hjálms Grímssonar með virðingu
og þökk. Guð blessi minningu
hans.
F.h. stjórnar Verndar,
Hreinn S. Hákonarson,
formaður.
✝
Okkar ástkæri
RAGNAR RAGNARSSON,
Goðatúni 12,
Garðabæ,
sem lést miðvikudaginn 9. nóvember, verður
jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn
25. nóvember kl. 15.00.
Alfreð R. Jónsson,
Sigurjón Kristinsson, Kristbjörg Sigurjónsdóttir,
Arnleif M. Kristinsdóttir, Reynir Stefánsson,
Hrefna Kristinsdóttir, Eiríkur Þ. Sigurjónsson,
Bjarni Kristinsson, Oddný K. Jósefsdóttir,
Júlíana Magnúsdóttir,
Jóhanna Magnúsdóttir,
Sveinn Magnússon, Guðrún Hinriksdóttir,
Kristján Magnússon, Snjólaug Brjánsdóttir,
Ingibjörg Magnúsdóttir, Sigurður Guðmundsson.