Morgunblaðið - 25.11.2011, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.11.2011, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 ✝ Friðrik AxelÞorsteinsson fæddist 23. nóv- ember 1947. Hann lést á blóðlækn- ingadeild 11G á Landspítalanum 19. nóvember 2011. Foreldrar hans voru Inga Ísaks- dóttir, f. 19 júlí 1927, og Þorsteinn E.V. Einarsson, f. 5. júní 1927, d. 27 október 2010. Stjúpfaðir Friðriks var Matthías Jónsson, f. 21 september 1918, d. 20 októ- ber 2006. Friðrik fæddist í Ási í Ása- hreppi í Rangárvallasýslu og bjó þar til hann fluttist til Reykja- víkur átta ára að aldri árið 1955. Hinn 27. september 1969 kvæntist hann Helgu Þórunni Einarsdóttur, f. 7 júlí 1948, og eignuðust þau þrjú börn: Matt- hías Örn Friðriksson, f. 18 febr- úar 1970, kona hans er Svafa Grönfeldt, f. 29. mars 1965, börn þeirra eru Viktor Grönfeldt Steinþórsson, f. 17. maí 1994, og Tinna Grönfeldt, f. 27.apríl 2002. Bjarki Hrafn Friðriksson, f. 13. apríl 1975, kona hans er Bryndís Guðmundsdóttir, f. 22. apríl 1974, synir þeirra eru Friðrik Örn Bjarkason, f. 31. ágúst 2001, Anton Ari Bjarka- son, f. 8. apríl 2004, og Arnar Darri Bjarkason, 24. janúar 2008. Ingibjörg Dröfn Friðriks- dóttir f. 7 júlí 1979, eiginmaður hennar er Gunnar Haf- steinsson, f. 20. september 1976, börn þeirra eru Hafsteinn Orri Gunnarsson, f. 18. júlí 2006, og Helga Dögg Gunn- arsdóttir, f. 26. maí 2010. Hálfsystkini Friðriks í móðurætt eru Steinunn Jóna Matthíasdóttir, f. 13. júní 1957, og Ísak Jakob Matthíasson, f. 25. júní 1963, kona hans er Hulda Gunnarsdóttir, f. 13. júlí 1962, og eiga þau þrjú börn. Hálfsystkini Friðriks í föðurætt eru átta talsins. Friðrik lærði bifreiðasmíði hjá Sigurði Ísakssyni og Þor- steini Pálssyni hjá Bifreiða- byggingum hf. og lauk sveins- prófi í greininni 21. júní 1969 og meistaraprófi 19. janúar 1975. Hann starfaði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá 16. maí 1971, lengst af sem varð- stjóri. Jafnframt starfaði Frið- rik sem ökukennari og skóla- stjóri Ökuskóla Íslands ásamt því að kenna bæði við Sjúkra- flutningaskólann og Bruna- málaskólann. Útför Friðriks fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 25. nóv- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Þegar lífið gefur þér hundr- að ástæður til að gráta sýndu þá lífinu að þú hefur þúsund ástæður til að gleðjast. Í dag kveðjum við ástkæran föður og einstakan vin. En við grátum ekki því við höfum misst hann. Við gleðjumst því við fengum tækifæri til að vera hluti af lífi hans. Við gleðjumst því hann gaf okkur styrk, hugrekki og von. Við gleðjumst í þeirri von að þrátt fyrir sorgir okkar bíð- ur bjartur dagur því hann kenndi okkur æðruleysi, tryggð og að elska skilyrðis- laust. Hann skilur eftir sig birtu, vináttu og þakklæti í hjörtum okkar allra. Lífið hefur gefið okkur ríka ástæðu til að gráta í dag en Frikki hefur gefið svo mörgum ástæðu til að gleðjast. Gleðjast með því hvernig hann lifði, hvernig hann kenndi og hvern- ig hann gerði þennan heim að betri stað. Hann lifði lífinu af heilind- um og hávaðalaust en markaði sín spor fumlaust og óhikað. Fólk gleymir orðum. Fólk gleymir athöfnum. En fólk gleymir aldrei hvernig við lát- um fólki líða í návist okkar. Það eru raunveruleg spor okk- ar í sandi tímans. Það var þar sem Frikki markaði spor sín. Hann kom við hjarta allra sem á vegi hans urðu. Ævistarf hans við slökkviliðs- og björg- unarstörf var helgað öðrum. Hann miðlaði af þekkingu og reynslu sinni. Hann snerti líf þúsunda. En fjölskyldan var honum allt. Hann var akkeri, sálufélagi og hornsteinn okkar. Hann kenndi okkur að lifa og deyja með reisn. Við vitum að hamingja okkar í lífinu markast ekki af því sem á daga okkar drífur heldur af af- stöðu okkar og hvernig við tökumst á við lífið. Frikki tókst á við gleði og sorg á sama hátt. Hann var ævinlega þakklátur fyrir það sem hann átti í stað þess að einblína á það sem hann skorti. Hann tókst á við hið óumflýjanlega af æðruleysi og óendanlegu baráttuþreki. Þegar sá fyrir enda orustunnar var hann jafn hugrakkur og æðrulaus og í upphafi hennar. Hann hafði ekki einungis kennt okkur að lifa heldur jafnframt hvernig átti að kveðja. Í langvinnri baráttu við sjúkdóma er það ekki einungis hátækni og fagmennska sem skiptir sköpum. Á stundum sem þessum er það mannúð og hluttekning starfsfólks blóð- lækningadeildar 11G á Land- spítalanum og stuðningur þess á þessari löngu leið sem verð- ur aldrei að fullu þökkuð. Hann gerði heiminn betri. En ekki einungis með verkum sínum og samskiptum við ann- að fólk heldur einnig með við- horfum sínum og gildum sem endurspeglast nú svo glöggt í fari sona hans og dóttur. Matti, Bjarki og Ingibjörg búa yfir styrk hans, umhyggju og ósérhlífni. Hann lifir áfram í þeim. Þessi vegferð sýnir hvað þau hafa að gefa heiminum. Við sem stöndum þeim næst njótum blessunar að fá að vera samferða þeim í gegnum lífið. Elsku Helga, söknuður þinn er óbærilegur. Þú hefur hundrað ástæður til að gráta en Frikki þinn gaf þúsund gleðistundir. Við sem fengum að njóta samveru, leiðsagnar og vináttu hans verðum ævar- andi þakklát fyrir þann tíma. En minningin lifir áfram í hug- rökku afabörnunum sem í dag fylgja honum síðasta spölinn. Svafa Grönfeldt. Meira: mbl.is/minningar Margs er að minnast, margt er að þakka þegar maður kveður góðan vin og félaga, Friðrik A. Þorsteinsson. Hann lærði meðal annars bifreiða- smíði ungur að aldri en hóf síðar störf fyrir slökkvilið Reykjavíkur. Friðrik þótti traustur og öruggur starfs- maður og vann sig fljótt upp í starfi. Hann var meðal annars aðalvarðstjóri um árabil og einn af aðalleiðbeinendum slökkviliðsins. Friðrik starfaði einnig sem ökukennari og nutu margir kennslu hans á þeim vettvangi. Hann var með þægi- lega nærveru og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Friðrik var vel virkur í fé- lagsmálum og starfaði m.a. með Round Table, ökukennur- um og Oddfellowreglunni. Á fyrstu árum Brunamálaskólans tók Friðrik virkan þátt í að byggja upp fræðslu fyrir skól- ann og sjá um námskeið víðs vegar um landið. Hann var skipulagður, öruggur og þótti einn af bestu leiðbeinendum skólans. Þekking hans í fyrstu hjálp og björgun úr bílflökum kom sér vel, þar sem hann var tvímælalaust einn af okkar bestu leiðbeinendum í öryggis- málum slökkviliða. Þar vann Friðrik ómetanlegt starf fyrir m.a. slökkvilið landsbyggðar- innar með sinni frábæru kennslu. Síðar kynntist ég Friðriki vegna fjölskyldu- tengsla og kom þá berlega í ljós hve mikill fjölskyldufaðir, umhyggjusamur og traustur, hann var. Það er dapurlegt að þurfa að kveðja þennan hæfi- leikaríka mann á besta aldri. Með þessum fátæklegu orðum viljum við minnast Friðriks og sendum Helgu, börnum, barnabörnum, ættingjum og vinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðmundur Haraldsson og fjölskylda. Mig langar í fáeinum orðum að minnast Friðriks Axels Þor- steinssonar, slökkviliðsmanns og ökukennara, en öðru frem- ur Frikka hennar Helgu frænku, yngri systur móður minnar. Frikki tilheyrði heldri kynslóð stórfjölskyldunnar sem kennd er við Skerjafjörð- inn ásamt Helgu, foreldrum mínum, Elínu eldri systur mömmu og manni hennar Þor- steini auk Markúsar bróður þeirra og konu hans Hönnu sem bæði eru látin. Mér þykir við hæfi að setja þessa kveðju mína í þetta sam- hengi stórfjölskyldunnar enda eru bönd þessarar fjölskyldu sterk og samverustundirnar margar og árvissar. Slík fjöl- skyldubönd móta auðvitað þá sem heyra til og víst er að minningarnar sem ég ber í brjósti eru margar og góðar og Frikki skipar þar víða sess enda hefur samgangurinn alla tíð verið mikill. Ef til vill sér- staklega við þennan arminn í fjölskyldunni þar sem við börn yngri systranna erum nálæg í aldri. Þegar ég settist niður og leiddi hugann að þeim minn- ingum sem ég tengi við Frikka frá blautu barnsbeini þá kom æði margt upp í hugann og samhengislaust hvarflaði hug- urinn til að mynda að jólaballi í gömlu slökkvistöðinni í Skóg- arhlíð, sem ég man að við Oddný fengum eitthvert sinn að taka þátt í, auk annarra heimsókna á þann vinnustað Frikka sem var mér mikið æv- intýri sem barni. Upp í hugann kom líka blá Mazda 626 sem ég er þess fullviss að Frikki og Helga áttu einhvern tímann á Hvassaleitisárunum. Það er fyrsta minningarkornið sem ég tengi við ökukennarann Frikka sem auðvitað kenndi okkur systkinunum öllum að aka bíl þó að bláa Mazdan hafi ekki verið brúkuð til þess. Mazdan sú arna var hins vegar fyrsta bifreiðin sem ég man eftir með fótstig báðum megin og tveim- ur baksýnisspeglum sem ung- um dreng fannst mikið til koma. Þá man ég einhverju seinna þegar Frikki ásamt kollegum sínum úr slökkviliðinu hélt slökkviæfingu í götunni heima í Kópavogi er gamla félagsheim- ili ÍK var fargað. Það var rogg- inn strákur sem gerði lýðnum ljóst að þarna væri það Frikki frændi sem öllu stjórnaði og réði. Þá eru mér auðvitað minnisstæðir ökutímarnir með Frikka þar sem hann kveikti sér gjarnan í pípu og lét ekki rykki eða skrykki raska ró sinni og ýmis fleiri augnablik og minningarbrot gæti ég talið til. Það var í reynd mikill hetjublær yfir Frikka í huga mér sem barns og unglings og það var ekki í eina skiptið forð- um, þegar ÍK-heimilið brann, sem ég hnakkabrattur sagði fé- lögunum frá frændseminni við Frikka. Rígfullorðinn er ég enn hreykinn en þó miklu frekar þakklátur fyrir að hafa átt samleið með Frikka í gegnum öll mín uppvaxtar- og fullorð- insár. Vandaðri menn verða ekki á vegi manns. Með hóg- værð, yfirvegun og einstaka rósemi Frikka í huga stenst ég þá freistingu að gera kynnum mínum af mannkostun hans skil í lengra máli. Ég get að- eins vonað að í einhverju hafi þeir átt þátt í mótun þess sem hér heldur á penna. Fyrir hönd foreldra minna, systra, maka og barna kveð ég Frikka hinstu kveðju og sendi þér, elsku Helga frænka, Matta, Bjarka, Ingibjörgu og fjölskyldum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Aðalsteinsson. Það er mikil gæfa í lífi hvers manns að eignast góðan og traustan vin á lífsleiðinni, ekki síst að eignast traustan vin á æsku- og mótunarárunum. Við sem þessar línur ritum vorum svo lánsamir að eiga Friðrik Axel Þorsteinsson að vini frá því við vorum 12 ára, eða í rúm 50 ár. Líf okkar hefur verið samofið allt frá unglingsárum til líðandi stundar. Minningarnar fljúga í gegn- um hugann en erfitt reynist að festa þær á blað, söknuðurinn vegna fráfalls Frikka er mikill og það tekur tíma að átta sig á því mikla tómarúmi sem fráfall hans skilur okkur eftir í. Frikki var í okkar hópi allt í öllu, traustur, úrræðagóður, glaðvær og áreiðanlegur. Hann var okkar foringi og fyrir- mynd. 13 ára gengum við í Lind- argötuskólann, fórum í bíó- og gönguferðir sem oft enduðu með því að sest var á steinvegg við Rauðarárstíginn, nálægt heimili Frikka og þar ræddum við lands- og heimsmálin af mikilli innlifun. Vorið 1965 keyptum við þrír saman Ford ’55 sem við áttum saman í um eitt ár. Vélin í þeim bíl náði sjaldnast að kólna og var samkomulagið um þessa sameign okkar lýsandi dæmi um okkar góðu vináttu og samheldni og eigum við margar góðar minningar frá þessu Ford-ári. Frikki kynnist Helgu þetta ár en sennilega hefur Helga fyrst tekið eftir Frikka þegar hann vann við að setja upp neon-skilti á Hótel Holti við Bergstaðastræti en hún var þá í Verslunarskólan- um við Grundarstíg. Það voru margar ungar skólastúlkur sem horfðu aðdáunaraugum á þennan unga og myndarlega pilt uppi á þaki við vinnu sína, en Helga heillaði Frikka. Þau opinbera trúlofun sína um jólin 1968, giftast, festa kaup á sinni fyrstu íbúð í Efstalandi og í febrúar 1970 fæðist Matti, fyrsta barn þeirra, og við strákarnir ásamt Frikka fögn- uðum fæðingunni sitjandi á málningardósum í íbúðinni sem Frikki var að gera klára fyrir sína litlu fjölskyldu. Frikki giftur, orðinn pabbi og íbúðar- eigandi, við vorum stoltir af okkar vini. Á þessum árum bættust Maggi, Árni og Óskar í vina- hópinn. Síðar þegar við stofn- uðum heimili og byrjuðum bú- skap var ákveðið að á „stór- afmælum“ skyldi gefa lampa, enda var lítið til af búslóð hjá okkur öllum og lampar kæmu sér alltaf vel. Þessi hópur fékk nafnið „Lampavinafélagið“ og ásamt eiginkonum okkar myndaðist vinahópur sem hald- ið hefur saman í um 40 ár. Það var fyrir um það bil 9 árum að Frikki greindist með þann sjúkdóm sem að lokum lagði hann að velli. Hann barðist hetjulega öll þessi ár en við hlið hans í þessari baráttu stóð Helga eins og klettur. Frikki nefndi oft hvað hans læknar og hjúkrunarfólk væri frábært og bæri hann nánast á höndum sér. Fyrir það var hann þakk- látur. Núna að leiðarlokum viljum við félagarnir þakka Frikka fyrir vináttuna og samferðina í öll þessi ár. Genginn er góður og vand- aður drengur. Við söknum hans mjög. Elsku Helga, Matti, Bjarki, Ingibjörg, tengdabörn, afa- börn, Inga móðir Frikka og systkini, ykkar söknuður er þó mestur. Megi góður Guð veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Frikki, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínir vinir, Valdimar (Valli) og Grétar. Gleði, hlátur, glens og grín eru orð sem koma upp í hug- ann þegar sest er niður til að rita nokkur fátækleg orð um góðan dreng sem fallinn er frá alltof fljótt. Kynni okkar hófust upp úr 1990 þegar líkamsræktarstöðin Máttur tók til starfa, sá þar grannan, kvikan, spengilegan mann reyna sitt allra besta við að halda taktinum, dáðist að honum því hann var alltaf með þeim fremstu við spegilinn. Það þorði ég ekki því þá hefði enginn taktur verið í salnum. Þróuðust þessi kynni í það að verða stór og góður hópur sem leysti öll vandamál heims- ins á nokkrum mínútum eftir góðan leikfimitíma, þar var nú hlegið, spjallað, drukkið kaffi og jafnvel fengið sér í nefið – það mátti aldrei klikka. Hópur þessi hélt áfram og flutti svo yfir í Hreyfingu og alltaf var Frikki, eins og við kölluðum hann, einn af okkar kjölfestumönnum. Hópurinn hélt þorrablót sem og jólaglögg og margar góðar minningar koma fram í hugann, en eitt ber þó hæst; þar sem Frikki fór var alltaf gleði. Hann gaf svo mikið af sér að áður en menn vissu var hlegið, slegið í borðið og dósin gekk á milli. Fyrir nokkrum árum ágerð- ist baráttan og sáum við hvern- ig þrótturinn dvínaði smátt og smátt en alltaf mætti sá gamli og tók þátt í umræðum og úr- lausnum dagsins. Gladdi það okkur mikið þeg- ar Pétur Arnarsson, flugstjóri og félagi okkar í endalausri baráttu í Hreyfingu, bauð Frikka með til New York núna um miðjan september, en son- ur Friðriks var kóari eins og þeir tala sín á milli. Stuttu eft- ir flugtak fóru að birtast sms- skilaboð með myndum af þeim félögum, bar þó hæst þegar á skjáinn kom frábær mynd af þeim félögum með Dorrit for- setafrú á milli sín! Get nú ímyndað mér hláturinn frammi í stjórnklefa þegar þeir félagar voru að senda þessar góðu myndir frá sér. Það eru bara góðar minn- ingar sem Hreyfingarhópurinn á í minningu sinni af góðum dreng og eitt er víst að við eig- um eftir að sjást í tíma á betri stað. Fyrir hönd Hreyfingarhóps- ins sendum við Helgu og öðr- um aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur en eftir stendur minning um góð- an mann. Jón Pétur Jónsson og félagar úr Hreyfingu. Friðrik Þorsteinsson, slökkviliðs- og sjúkraflutninga- maður, hóf störf við afleysing- ar hjá Slökkviliði Reykjavíkur árið 1971. Ári síðar var hann ráðinn brunavörður og starfaði óslitið fyrir liðið, og síðar Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins, þar til hann lauk störfum vorið 2010. Hann varð aðstoð- arvarðstjóri árið 1979 og varð- stjóri 1992. Árið 2005 var Frið- rik ráðinn deildarstjóri á verkstæði slökkviliðsins. Friðrik var mikill fagmaður og bar hag slökkviliðsins og samstarfsmanna sinna fyrir brjósti. Hann var traustur samstarfsmaður, sem stóð ætíð við bak sinna manna. Í starfi slökkviliðsmanna eru slíkir menn ómetanlegir, ekki síst þegar mikið liggur við og menn eiga líf sitt undir því að hafa traustan mann sér við hlið. Það var gott að vinna með honum í eldi og hann var góður sjúkra- flutningamaður. Friðrik tók virkan þátt í þróun starfsins og uppbygg- ingu liðsins. Hann lagði m.a. línur vegna kaupa á björgunar- búnaði til þess að bjarga fólki úr bílflökum eftir slys og var lengi okkar fremsti sérfræð- ingur á því sviði. Ég fékk oft beiðni frá öðrum slökkviliðum um að fá sendan starfsmann til að fara yfir ýmis mál og var oftar en ekki beðið sérstaklega um Friðrik, einkum vegna mál- efna sem snertu umræddan búnað. Hann var aðalkennari landsins á notkun búnaðarins í fjölda ára. Friðrik var eftir- sóttur kennari, kenndi bæði innan og utan liðsins. Hann var leiðandi ásamt öðrum í upp- byggingu á menntun sjúkra- flutningamanna. Öryggismál vorum honum hugleikin, sér- staklega akstur okkar manna í útköllum. Hann var þar á heimavelli sem einn af okkar reyndustu ökukennurum, en Friðrik starfaði lengi sem öku- kennari. Friðrik Axel Þorsteinsson HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi minn er far- inn, allt of fljótt. Hann lést eftir langa og hetjulega baráttu en var hvíldinni feginn. Hann tókst á við veikindi sín með hugrekki og æðruleysi al- veg til enda, hugrekki og æðruleysi sem ég vonast til að geta tileinkað mér. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt hann fyrir pabba og verð alltaf stolt að vera Friðriksdóttir. Ingibjörg. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegar móður okkar, SIGRÍÐAR MARÍNAR EINARSDÓTTUR. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Guðni Ólafsson, Guðlaug Ólafsdóttir, Pétur Ólafur Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.