Morgunblaðið - 25.11.2011, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011
✝ GuðmundurGunnarsson
fæddist á Ak-
ureyri 25. júní
1928. Hann lést á
Landspítala, Foss-
vogi 17. nóvember
2011.
Foreldrar hans
voru Sólveig Guð-
mundsdóttir Kjer-
úlf, húsmóðir, f.
6.7. 1903, d. 7.10.
1987, og Gunnar Jónsson,
framkvæmdastjóri Sjúkrahúss
Akureyrar, f. 29.8. 1895, d.
16.5. 1969. Systkini Guð-
mundar eru: 1) Vilborg, f.
18.7. 1924, d. 5.2. 2007, 2) El-
ísabet, f. 10.2. 1926, d. 8.2.
1927, 3) Margrét, f. 12.2. 1931,
4) Jón, f. 19.9. 1933.
Guðmundur kvæntist Önnu
Júlíusdóttur hinn 29.8. 1949.
Anna fæddist á Atlastöðum í
Fljótavík í Sléttuhreppi 12.
desember 1923. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni 8.
febrúar 2009. Guðmundur og
Anna áttu saman fimm börn
en þau eru: 1) Sólveig, lög-
fræðingur, f. 18.11. 1948, d.
12.12. 2010, maki Björn Lín-
dal, lögmaður, f. 1.11. 1956.
Börn þeirra eru a) Vigdís Eva,
f. 2.11. 1983, og b) Guðmundur
Páll, f. 27.9. 1986. Þrjú börn
Sólveigar frá fyrra hjónbandi
eru: c) Sigyn Eiríksdóttir, f.
16.2. 1966, maki Friðrik Dag-
ur Arnarson, f. 8.11. 1956, d)
Signý Eiríksdóttir, f. 9.1. 1967,
maki Jón Tryggvason, f. 6.3.
1959, e) Óskar Örn Eiríksson,
Guðmundur lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1948. Hann lauk
fyrrihlutaprófi í verkfræði frá
Háskóla Íslands 1951 og prófi
í byggingarverkfræði frá DTH
í Kaupmannahöfn 1954. Guð-
mundur starfaði sem verk-
fræðingur hjá Regin hf. í
Reykjavík 1954-56. Þá var
hann bæjarverkfræðingur á
Akranesi 1956-58, síðar verk-
fræðingur hjá Vita- og hafna-
málastofnun 1958-63. Guð-
mundur stofnaði ásamt öðrum
verkfræðistofuna Hönnun sf.
árið 1963 og var fram-
kvæmdastjóri hennar 1965-75,
síðar stjórnarformaður og
framkvæmdarstjóri 1973-75.
Hann var einnig matsmaður
Ríkisábyrgðasjóðs og Stofn-
lánadeildar sjávarútvegsins
1968-75. Á árunum 1975-77
starfaði Guðmundur sem fram-
kvæmdastjóri Sambands sunn-
lenskra sveitarfélaga. Síðast
starfaði hann sem for-
stöðumaður tæknideildar Hús-
næðismálastofnunar frá 1977
en lét af störfum 1993. Guð-
mundur sat í stjórn Húsnæð-
isstofnunar ríkisins 1973-83, í
stjórn framkvæmdaráðs
Reykjavíkurborgar 1978-82 og
Byggingarþjónustunnar 1979-
88 og hannaði fjölda laxeld-
isstöðva og laxastiga, m.a. í
Miðfjarðará. Þá var hann einn-
ig ráðgjafi Veiðimálastofnunar
til margra ára. Guðmundur
var virkur í starfi aldraðra og
var hann formaður Samtaka
aldraðra á árunum 1996-2005,
og lét þannig mikið til sín taka
varðandi byggingu hentugra
íbúða fyrir aldraða.
Útför Guðmundar fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 25. nóvember 2011, og
hefst athöfnin kl. 13.
f. 14.5. 1969, maki
Emma Peirson, f.
18.9. 1978. 2)
Anna Margrét,
hjúkrunarfræð-
ingur, f. 15.9.
1955, maki Krist-
inn Ágúst Frið-
finnsson, sókn-
arprestur, f. 27.8.
1953, börn þeirra
eru: a) Friðfinnur
Freyr, f. 18.7.
1980, b) Melkorka Mjöll, f.
22.7. 1981, maki Skúli Skúla-
son, f. 22.4. 1980, c) Magnús
Már, f. 29.7. 1986, og d) Kol-
beinn Karl, f. 27.6. 1987. 3)
Gunnar Örn, rafeindavirki, f.
4.11. 1956, maki Helga Mar-
grét Söebech, lyfjatæknir, f.
1.5. 1958, en synir þeirra eru:
a) Þórður Freyr, f. 5.11. 1985,
b) Guðmundur Örn, f. 5.11.
1993, og c) Helgi Valur, f.
12.4. 1997. Gunnar Örn á einn-
ig dóttur frá fyrri sambúð: d)
Una, f. 16.3. 1975. 4) Hrönn,
hjúkrunarfræðingur, f. 16.9.
1959, maki Frank Sicari, kenn-
ari, f. 12.8. 1954, börn þeirra
eru: a) Francis Guðmundur, f.
15.10. 1983, b) Anna Sólveig, f.
2.2. 1986, og c) Richard, f. 6.3.
1987. 5) Hlíf, hjúkrunarfræð-
ingur, f. 16.9. 1959, maki Geir
Björnsson, tölvunarfræðingur,
f. 25.2. 1957, börn þeirra eru:
a) Ýrr, f. 31.5. 1979, maki
Birgir Tryggvason, f. 27.7.
1979, b) Auður, f. 10.2. 1985,
c) Arnar, f. 13.5. 1996, og d)
Björn, f. 13.5. 1996. Barna-
barnabörn Guðmundar eru 19.
Tengdafaðir minn Guðmundur
Gunnarsson er nú allur, 83 ára.
Ég læt aðra um að fara yfir átt-
haga og ættartölu og fjalla um
mína einstöku tengdamóður sem
fylgdi honum gegnum árin, en
mig langar að kveðja þennan öð-
ling með nokkrum orðum.
Það er margt að rifja upp þegar
litið er yfir farinn veg, en við átt-
um mikið saman að sælda þar sem
áhugamál okkar fóru einkar vel
saman. Hér er ég að tala um
bridds og stangveiði. Guðmundur
var með öflugri spilamönnum sem
ég hef kynnst svo ég tali nú ekki
um prúðmennskuna við spilaborð-
ið. Hann lét engan setja sig út af
laginu þegar spilamennskan var
annars vegar og hann hafði alveg
ótrúlega góð áhrif á alla í kringum
sig með sinni einstöku kímni.
Þannig var alveg sérstaklega
gaman og eftirsóknarvert að sitja
við spilaborðið þegar hann var
annars vegar.
Guðmundur var byggingaverk-
fræðingur að mennt og nýttist sú
þekking vel þegar kom að hans
helsta áhugamáli sem var við-
gangur og ræktun laxfiska. Hann
var einn aðalhvatamaður að hönn-
un og gerð laxastiga víðsvegar um
landið sem menn njóta enn í dag,
má þar nefna stigann í Kambs-
fossi í Austurá í Miðfirði og stig-
ann í Laxfossi í Norðurá, auk
laxastiga í smærri ám eins og Set-
bergsá á Snæfellsnesi og mörgum
fleiri ám. Hann hafði einstakt
innsæi hvað stigagerð varðaði og
voru flest hans verk ákaflega vel
heppnuð. Svo var hann veiðimað-
ur af guðs náð en ég held ég geti
fullyrt að það var fátt sem honum
þótti skemmtilegra en að veiða.
Það var ekki aðalatriðið að veiða
sjálfur heldur að vera viðstaddur,
gefa góð ráð og fylgjast með, ekk-
ert var skemmtilegra en tíminn
niðri við á.
Guðmundur var einhver æðru-
lausasti maður sem ég hef kynnst
og geðprýðin var mikil. Ég er ekki
í vafa um að ástæðan fyrir þeim
háa aldri sem hann náði var ein-
faldlega sú staðreynd að hann
gleymdi því að hann var hjartveik-
ur, hann hafði ekki af því neinar
minnstu áhyggjur. Hann var orð-
inn þekktur í apótekum landsins
nálægt helstu laxveiðiám, þegar
hann kom til að verða sér úti um
hjartalyfin sem hann gleymdi iðu-
lega heima. En alltaf bjargaðist
þetta með hans einstaka viðhorfi
til lífsins, kímni og þessu ótrúlega
æðruleysi sem hann bjó yfir.
Ég get ekki gleymt veiðiferð-
inni sem var farin fyrir nokkrum
árum snemma að morgni dags en
þegar ég var að ljúka við að hlaða
bílinn og hann rölti inn hlaðið hall-
aði hann sér upp að húsveggnum
fölur á vangann. Hann hafði feng-
ið aðkenningu en bað mig að segja
engum frá því, hann vildi með
engu móti fara á spítalann, nú var
það veiðiferðin sem gekk fyrir.
Það er nú ekki hægt að segja að
hann hafi verið neitt sérlega upp-
lífgandi og hress þennan dag en
hann hafði valið og ég samþykkt
það. Allt fór þetta vel og hann
jafnaði sig á þessu en það var al-
gerlega ljóst hvert aðalatriðið var.
Það var veiðin.
Það verður söknuður að öllum
sögunum og umræðunum um
virkjanir og náttúruvernd, sem nú
fara í minnisbankann og verða
geymdar þar. Eitt er víst að Guð-
mundur var ógleymanlegur mað-
ur og mun því lifa áfram með okk-
ur sem hann þekktu. Kæra
fjölskylda, innilegar samúðar-
kveðjur.
Geir Björnsson.
Guðmundur Gunnarsson var
sérstakur maður. Öðru fólki
reyndist hann traustur bakhjarl,
rólyndur, hjálpsamur og umburð-
arlyndur í senn. Og hjálpsemin
virtist alltaf áreynslulaus. Sam-
hliða var hann útsjónarsamur og
kjarkmikill málafylgjumaður sem
lét víða til sín taka.
Guðmundur var byggingar-
verkfræðingur að mennt og starf-
aði ætíð sem stjórnandi og sér-
fræðingur á því sviði. Áhugi hans
spannaði mörg svið verkfræðinn-
ar og oft voru úrlausnir hans
djarfar og frumlegar. Sem bæjar-
verkfræðingur á Akranesi notaði
hann risastór steypt ker við bygg-
ingu hafnargarðs. Hann hafði
frétt að afgangsker væru til frá
innrás Bandamanna í Normandí
en þau voru notuð til hafnargerð-
ar við innrásina. Þetta fannst Guð-
mundi tilvalið að nýta og enn
munu kerin vera hluti hafnar-
garðsins.
Guðmundur hannaði einnig
Kollafjarðarstöðina, fyrstu laxeld-
isstöðina á Íslandi, og marga laxa-
stiga sem bera útsjónarsemi hans
gott vitni. Hann var í forystu
verkfræðinga sem komu að hönn-
un vatnsaflsvirkjana og mikill
áhugamaður um bætta nýtingu
vatnsafls. Hann var í hópi fram-
faramanna sinnar samtíðar.
Í einkalífi var Guðmundur
hamingjumaður. Hann kvæntist
eiginkonu sinni, Önnu Júlíusdótt-
ur heitinni, ungur að árum. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast þeim hjónum þegar sam-
búð okkar Sólveigar, elstu dóttur
þeirra, hófst árið 1978. Það var
léttur andi yfir heimilinu og heim-
ilisfaðirinn dró unga menn á eintal
til skoðanaskipta. Þær samræður
gátu staðið lengi og jafnan hafði
sá eldri aðra skoðun á málefninu
en viðmælandinn. Það tók nokk-
urn tíma fyrir viðkomandi að átta
sig á að þar réð oft för græskulaus
stríðni Guðmundar.
Þegar litið er til baka voru
stundirnar sem við Sólveig áttum
með Guðmundi og Önnu afar
ánægjulegar.
Ég minnist sérstaklega dvalar
með þeim í Kaupmannahöfn en
ekki fór á milli mála að dvöl þeirra
í borginni á námsárum Guðmund-
ar var hamingjuríkt tímabil í lífi
þeirra. Gamlir samkomustaðir Ís-
lendinga voru leitaðir uppi og
sagðar sögur af atvikum og per-
sónum, dönskum og íslenskum,
sem höfðu orðið á vegi þeirra.
Ekki má gleyma samveru-
stundum í veiðikofanum í For-
sæludal. Guðmundur hafði náð
samningum við bændur um gerð
laxastiga í Vatnsdalsá sem við
nokkrir úr fjölskyldunni byggðum
undir hans stjórn og leigðum síð-
an ána ofan við stigann um 12 ára
skeið. Þetta var skemmtilegur
tími þótt mér tækist ekki að fullu
að öðlast viðurkenningu Guð-
mundar sem laxveiðimaður. Fram
til síðasta dags var hann að segja
mér til í laxveiðinni. Lengst af
veitti Guðmundur mér ráðgjöfina
með því að ganga til mín en þegar
fæturnir fóru að gefa sig sat hann
inni í bíl og notaði bílflautuna við
ráðgjöfina. Þótt þetta strekkti
stundum á taugum veiðimannsins
hlógum við fljótlega að öllu sam-
an.
Að leiðarlokum þakka ég vin-
áttuna sem Guðmundur sýndi
mér alla tíð. Guðmundur tengdist
afkomendum sínum nánum bönd-
um og ég veit að hans er sárt
saknað. Lífsferill hans getur að
svo mörgu leyti verið þeim og öðr-
um fyrirmynd. Minningin um
þennan góða mann lifir.
Björn Líndal.
Afi okkar lést umvafinn og um-
kringdur nánum aðstandendum
sem héldu í hendur hans báðar.
5. nóv. hélt afi fjölskylduboð.
Þar var farið yfir sögu fjölskyld-
unnar í myndum. Þarna var afi
með öllum saman í síðasta skiptið
og ég held að hann hafi vitað það.
Hann náði einhvern veginn að
hafa alveg sérstakan áhuga á öll-
um. Jón bróðir hans var honum
mikilvægur. Hann fylgdist vel
með mömmu á Grænlandi og
drakk alltaf morgunkaffi með
Hrönn, sem býr í BNA í gegnum
Skype. Um tíma fór hann í sund á
morgnana með Sólveigu.
Það var vinsælt að koma til afa,
máð dyrabjallan ber þess merki.
Hann gat verið þrjóskur og þver
en um leið var hann einlægur og
sannur. Hann hlustaði af um-
hyggju og ráðlagði af heilindum.
Hann vildi að fólk hefði frelsi til að
vera ósammála honum, eins pirr-
andi og fólk gat nú verið, sérstak-
lega ef fólk var með vitlausar póli-
tískar skoðanir.
Afi var mikið fyrir nýjungar.
Hann var kominn með uppþvotta-
vél á undan flestum öðrum, ferða-
síma um leið og þeir komu á mark-
aðinn, þá líklega um 15-20 kíló.
Hann var að sjálfsögðu með ró-
bótaryksugu og Vitamix-mat-
vinnsluvél. Síðasta nýjungin var
að verða veikur. Afi var aldrei
veikur. Hann fékk kannski krans-
æðastíflu og stundum hjartaáföll.
En þá var bara að leggja sig smá.
Á meðan stalst amma til að
hringja í lækni. Óþekk sem hún
var. Og þá neyddist afi til að fara á
eitthvert af þessum „stórhættu-
legu“ sjúkrahúsum.
En þetta var fyrir löngu. Afi
hélt áfram að hrúga smjöri ofan á
brauðið og borða feitan mat. Sagði
að það væri alltaf verið að breyta
ráðleggingunum. Stundum átti að
borða hafragraut, svo mátti það
ekki lengur en fólki ráðlagt að
borða hafrana hráa, svo fór hafra-
grautur á bannlista. Nei, það var
ekki hægt að taka mark á þessum
næringarfræðingum.
Afi var mikill sögumaður. Það
var yfirborð og það var merking,
lögmál og innsæi. Hann miðlaði
arfi sínum áfram og ég var svo
heppin að fá að hlusta, rökræða,
vera ósammála og sammála.
Afi hafði misst ömmu og dóttur
sína hana Sólveigu. Það má því
segja að eftir mörg hjartaáföll hafi
hjartað hans verið búið að fá nóg.
Nýlega bauð Gunni honum í
mat. Afi var lélegur í hnjánum og
því tregur til. Gunni sagði að þau
skyldu keyra hann heim á eftir,
auk þess sem það væri svínasteik
með puru í matinn. Afi fór og átti
góða kvöldstund.
Þetta var síðasta kvöldið hans
heima. Það er mikil huggun að
vita að hann varði því í að njóta
gæða lífsins með fjölskyldunni.
Morguninn eftir var hann lagð-
ur inn á gjörgæsludeild. Hlíf
frænka hafði stjórn og skipulag á
öllu.
Ég sé afa fyrir mér í frægu
peysunni, með Grape, að leysa
krossgátur. „Viltu kaffi?“ –„Já
takk“ „helltu þá upp á kaffi, það er
ekki þjónusta hérna“.
Barnabörnin minnast hans
gjarnan með því að segja að hann
hafi verið einn af þeirra bestu vin-
um.
Afi talaði oft um að orka eydd-
ist ekki. „Við erum ekkert nema
orka,“ sagði hann.
Og nú er hann afi okkar hjá
ömmu og Sólveigu og þau munu
fylgja okkur þó að þau hafi þurft
að fara.
Takk fyrir allt, elsku afi, þú
skilur mikið eftir í hjarta okkar og
lífi.
Melkorka Mjöll
Kristinsdóttir.
Erfitt er að hugsa til þess að afi
minn, einn af mínum bestu vinum,
sé farinn. Við vorum tengd á ólýs-
anlegan hátt. Ég á svo mikið af
góðum minningum um hann afa
enda var hann einstakur maður.
Heimsókn til hans var orðin eins-
konar rútína í lífi mínu. Við eld-
uðum saman, spjölluðum um dag-
inn, veginn og lífið en oftast var
rædd pólitík. Þrátt fyrir að skoð-
anir okkar hafi ekki farið saman
um ýmis málefni virtum við hvort
annað og höfðum gaman af því að
rökræða. Við vorum jafningjar.
Við áttum ófáar stundir saman
og sjaldan leið sú stund sem hann
sagði mér ekki sögur frá lífi sínu
sem verkfræðingur og eiginmað-
ur. Áhugamálin hans, stangveiði
og pólitík, voru oft aðalsöguper-
sónan í sögum hans sem og börn
og barnabörn enda var hann mik-
ill fjölskyldumaður. Áhrif afa á líf
mitt voru mikil og bý ég að þeim
dýrmæta tíma sem við áttum sam-
an. Ég get ekki lýst því hvernig
það er að eiga afa sem var einn af
mínum bestu vinum. Það verður
erfitt að fylla upp í það gat sem
hann skilur eftir í lífi mínu, en
hann á alltaf sinn stað í hjarta
mínu. Hvíldu í friði elsku afi minn.
Auður Geirsdóttir.
Nú ertu farinn, afi. Einn af
mínum allra bestu vinum og einn
minn mesti trúnaðarvinur. Ég
vissi alltaf að samband okkar var
mjög sérstakt og mér fannst við
skilja hvor annan á alveg sérstöku
stigi, sem ekki er hægt að út-
skýra. Það er kannski vegna þess
að ég lít ekki á dauða þinn sem
sorgarstund í hefðbundnum skiln-
ingi orðsins, þótt ég muni auðvitað
sakna þín ævilangt og þeirra sam-
ræðna og stunda sem við áttum
saman. Ég man það svo skýrt þeg-
ar þú sagðir við mig í sumar að þú
skildir ekki fólk sem vildi enda-
laust framlengja lífið, þetta væri
spurning um lífsgæði en ekki lífs-
lengd. Enginn segir svona nema
maður sem veit að hans líf hans
var gjöfult og maður sem veit að
skilur sáttur við.
Þegar ég hugsa um andlát þitt,
umkringdur fjölskyldunni, búinn
að eiga langt og gott samtal við
mig tveir dögum fyrr, búinn að
kveðja fjölskylduna í allsherjar
fjölskylduboði, rúmlega viku áður,
og í alla staði sáttur við þitt, þá get
ég ekki hugsað um annað en hvað
þetta var fullkomið. Þinn tími var
kominn og þrátt fyrir mikinn
söknuð fagna ég því að hafa
kynnst þér, fagna því að hafa átt
með þér ógleymanlegar stundir,
fagna þú kemst nú til ömmu og
Sólveigar og fagna því að þú gast
skilið við sáttur og ánægður með
allt sem þú skildir eftir. Ég get því
ekki annað en fundið fyrir mikilli
hamingju í þinn garð um leið og ég
kveð þig í hinsta sinn.
Um leið og ég minnist þín fer
ég í huga mér í gegnum þær
stundir sem við áttum saman og
þær minningar sem ég á af þér.
Ég held að fáir geti hugsað sér
betri afa. Alltaf gastu notið þess
að taka mann í spjall um daginn
og veginn og alltaf átti maður að
traustan vin sem var, þrátt fyrir
aldur í árum, í raun tímalaus.
Sömu gleraugun, sama peysan,
sama hárið, sami afinn sem höfð-
aði til allra í fjölskyldunni, hvort
sem þeir voru ungir eða aldnir,
veiðimenn eða ekki, framsóknar-
eða samfylkingarmenn, eða hvað
það nú var. Hver sem kom í heim-
sókn fékk að sjá og vita að áhugi
þinn á fólki og því sem það hafði
fram að færa var einlægur. Ég
held að allir geti verið sammála
um að það orð sem lýsi þér hvað
best sé „stórmenni“.
Ég trúi því ekki enn að þú sért
farinn en ég veit að nákvæmlega
svona hefðir þú viljað hafa þetta.
Nú taka amma og Sólveig á móti
þér og nú hefst nýr kafli. Fáir ein-
staklingar hafa haft jafn djúpstæð
áhrif á mitt líf og þú og á stundum
sem þessum áttar maður sig á því
hvað skiptir máli í lífinu. Það eru
ekki peningar eða eigur, heldur
lífsgæðin, fjölskyldan sem maður
ræktar í kringum sig, stundirnar
sem maður á með fólkinu sínu,
þau góðu gildi sem maður tileink-
ar sér og það góða sem maður
gerir í lífinu. Á þessu prófi virðist
þú hafa dúxað og því ekki hægt að
finna betri tíma til að kveðja sam-
kvæmið. Um leið get ég ekki ann-
að en þakkað fyrir mig lofað því að
reyna að feta í fótspor þín eftir
bestu getu. Þín verður sárt sakn-
að.
Kveðja,
Kolbeinn Karl Kristinsson.
Í dag kveðjum við afa okkar
Guðmund. Ef til væri hefðbundin
lýsing á því hvernig afar ættu al-
mennt að vera og líta út – þá féll
afi Guðmundur algerlega innan
hennar. Með skjannahvítt, þykkt
(og stundum örlítið ógreitt) hár,
stór gleraugu með þykkri um-
gjörð, örlítið breiður um sig miðj-
an, dillandi hlátur, mikil frásagn-
arþörf og stolt. Afi Guðmundur
var af gamla skólanum, saug
merginn úr kótelettunum, borðaði
hákarl, skötu og hamsatólg.
Ekkert múður og ekkert græn-
metisfæði. Fyrir stuttu voru þeir
bræður, Guðmundur og Jón,
sendir til Hveragerðis til al-
mennrar heilsubótar. Einhverju
síðar virtust þeir bræður hafa guf-
að upp. Höfðu þeir þá fengið nóg
af áðurnefndu grænmetisfæði og
stungið af í bæinn. Eftir mikla eft-
irgrennslan tókst að hafa uppi á
þeim, heima hjá afa, að fá sér
kaffi. Enginn reyndi að telja þá á
að snúa aftur til Hveragerðis.
Afi Guðmundur var einstaklega
ánægður þegar móðir okkar
ákvað að taka upp skötuveislu á
Þorláksmessu. Viðkvæðið var þó
yfirleitt að skatan væri ekki nógu
vel kæst. Eitt árið fékk fjölskyld-
an senda tindabikkju að vestan.
Afi skríkti nánast af gleði – ef
menn á besta aldri geta yfirhöfuð
skríkt. Afi fékk þann heiður að fá
sér fyrsta skammtinn, enda náði
helmingur borðsins ekki andanum
vegna ólyktar. Hófst hann strax
handa við að koma skötunni niður.
Okkur hinum varð litið á afa og þá
tókum við eftir því að tárin láku
niður kinnar hans. Smá hósti
fylgdi í kjölfarið. Vissu þá allir við-
staddir að skatan væri nógu kæst.
Stundum var það sagt um afa
Guðmund að hann væri örlítið
þrjóskur. Það gat þó komið sér
vel, sérstaklega þegar hann var
kallaður til í stærðfræðineyðartil-
vikum okkar barnabarnanna á
Tjarnargötunni, en afi var ein-
staklega klár stærðfræðingur.
Aðstæður voru yfirleitt með þeim
hætti að stutt var í stærðfræði-
próf annars hvors okkar systkina
og var þá móðir okkar fljót að
kalla til björgunarsveitina. Þó svo
að við værum nánast vonlaus í
stærðfræði tókst honum oftast að
koma í kollinn á okkur þeim helstu
atriðum sem máli skiptu. Afi hafði
líka aðra sýn á útreikninga en
kennarar okkar – og þá var stund-
um fátt um svör hjá þeim þegar
kom að úrlausnum okkar á prófi –
en réttar voru þær! Þá var afi
mikill sagnamaður en allt fram á
Guðmundur
Gunnarsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi, ég sakna þín.
Vonandi líður þér vel uppi á
himnum. Vonandi hittir þú
hana ömmu svo þið getið
verið saman aftur. Elsku
afi, ég veit að núna líður þér
vel sem engill í himnaríki.
Ég elska þig.
Þín
Emma Ýrr.