Morgunblaðið - 25.11.2011, Síða 31

Morgunblaðið - 25.11.2011, Síða 31
síðasta dag var það fastur liður í heimsóknum til afa að hlusta á sögur um veru hans í Danmörku, af foreldrum okkar, um gerð hinna ýmsu laxastiga og virkjana, pólitík o.s.frv. og um leið fá sér kaffi og jólaköku. Afi Guðmundur var einstakur og margslunginn persónuleiki. Það yljar manni um hjartaræt- urnar að sjá að hans helstu per- sónueinkenni hafa varðveist í af- komendum hans, hvort sem það er ást á íslenskum mat, stærð- fræðikunnátta, þrjóskan, laxveið- in eða sagnaþörfin. Við þökkum fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með afa okkar og varðveitum í hjörtum okkar minningu um mann sem lifði lífinu til fulls til síðasta dags. Vigdís Eva og Guðmundur Páll. Við systkinin vorum svo heppin að fá að vera mikið í Bakkagerði hjá afa og ömmu þegar við vorum krakkar. Á heimili þeirra var ein- stök hlýja og fjör, alltaf mikið af fólki og veislur, þau voru einstakir gestgjafar og gjafmild bæði börn- um og fullorðnum. Afi var svona afi sem ég held að flestir óski sér að eiga. Hann virtist hafa enda- lausan tíma til að sinna okkur þrátt fyrir að vera útivinnandi á þeim tíma og flest börnin þeirra ennþá í heimahúsum. Afi var mjög upptekinn af því að láta okkur styrkja hugann og hjá þeim ömmu var stöðugt verið að ráða myndgátur og krossgátur, tefla, leggja kapal, spila og þess háttar. Afi kenndi manni nauðsyn- lega hluti eins og mannganginn, að flauta og já hann kenndi okkur líka á klukku. Í Bakkagerði lærði maður líka að hjóla og skíða (niður innkeyrsluna!) og ekki er hægt að minnast afa án þess að segja frá nammiskápnum sem öllum krökk- um (og fullorðnum) sem komu í heimsókn var boðið að kíkja í. Afi passaði alltaf að hafa hann fullan af kræsingum og aldrei var skammtað. Og enn er nammi í skápnum góða. Á menntaskólaárunum eyddi hann mörgum stundum með okk- ur í stærðfræðikennslu og alltaf jafn þolinmóður. Snemma lærðum við líka að drekka kaffi með því að dýfa kringlu eða kexi í dísætt kaffið hans. Afi átti stóran hóp afkomenda og hann var jafn rosalega stoltur af þeim öllum, hann ljómaði þegar talið barst að börnum eða barna- börnum, nú eða barnabarnabörn- um. Elsku afi, þín er sárt saknað en við erum jafnframt þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samveru- stunda með þér. Þú ert án efa í góðum félagsskap núna með mömmu okkar og ömmu. Sigyn, Signý og Óskar. Frændi minn og vinur Guð- mundur Gunnarsson er fallinn frá. Mæður okkar Guðbjörg og Sól- veig Guðmundsdætur Kjerulf voru mjög samrýmdar og voru þeir bræður Guðmundur og Jón í sveit á sumrin á æskuheimili mínu á Hafursá í Skógum á Héraði. Er fjölskylda mín flutti til Akureyrar 1942 varð mjög náinn samgangur milli fjölskyldnanna og kynntist ég Guðmundi þá vel þótt tölverður aldursmunur væri. Eftir stúdentspróf frá MA fór Guðmundur í nám í byggingar- verkfræði fyrst við Háskóla Ís- lands og siðan við Polyteknisk Læreanstalt í Kaupmannahöfn. Árið 1948 var happaár fyrir nafna minn því þá kynntist hann og kvæntist Önnu Júlíusdóttur sæm ættuð var úr Fljótavík og komin af vestfirskum dugnaðarforkum. Anna var yndisleg kona, glaðsinna með smitandi hlátur og stórt hjarta og skapaði þeim hjónum ástríkt heimili. Að loknu námi í Kaupmanna- höfn ákváðu þau hjónin að fara í ökuferð um Evrópu og buðu mér og vini mínum Júlíusi Sólnes með í ferðina. Þetta var mín fyrsta utan- landsferð og að sjálfsögðu ógleymanlegt ævintýri og ánægð- ir vorum við Júlíus með Þórarin Björnsson skólameistara þegar hann veitti okkur fararleyfi rétt fyrir próf. Ég hef oft hugsað til þessarar ferðar og hugulsemi þeirra hjóna að nenna að taka okkur strákana með. Við hjóninn Jórunn og ég urð- um margoft aðnjótandi gestrisni og vinsemdar þeirra hjóna á námsárunum hér og hugsum ætíð til þeirra með hlýju og þakklæti Guðmundur var miklisvirtur verkfræðingur og vann margvís- leg störf, bæði við einkafyrirtæki og opinberar stofnanir. Hann var dugnaðarforkur og þegar kom að starfslokum fór hann að vinna að skipulagningu og byggingu hús- næðis fyrir aldraða meðan kraftar leyfðu. Guðmundur hafði mikinn áhuga á stangveiði og þar gat hann samnýtt verkfræðiþekkingu sína og áhugamál því hann hann- aði bæði laxeldisstöðvar og fjölda laxastiga. Hann hafði mikinn áhuga á pólitík og það var átaksverk og ekki heiglum hent að karpa við hann um Framsóknarflokkinn. Ég varð þeirrar ánægju og heiðurs aðnjótandi að fá að sinna frænda mínum í veikindum hans síðustu árin Það var létt verk og skemmtilegt að hitta hann æðru- lausan og jákvæðan og vita af þeim góða stuðningi og ástúð sem börnin hans og fjölskyldan öll veitti honum Guðmundur Oddsson. Æskuvinur minn, Guðmundur Gunnarsson er látinn. Fjölskylda hans varð fyrir miklum missi og sorg þegar Anna kona hans lést fyrir tæpum þrem árum og Sólveg dóttir þeirra lést fyrir tæpu ári. Guðmundur bar sig þó alltaf vel. Við vorum þrír nátengdir æsku- vinir í Menntaskólanum á Akur- eyri, Guðmundur, Stefán Karls- son og undirritaður (Gummi, Stebbi og Ommi). Við vorum ná- grannar en fjölskyldur okkar bjuggu á Ytribrekkunni efst við Skátagilið og því stutt á milli heimilanna og samgangur mikill. Við vorum allir í stærðfræði- deildinni og þaðan er margs að minnast. Minnisstæð er skíðaferð á Kaldbak með Sveini Þórðarsyni kennara sem fararstjóra. Einnig fórum við í júní 1947 að skoða Heklugosið en þá var fararstjóri Steindór Steindórsson. Við þremenningarnir unnum líka saman í sumarvinnu við upp- steypu Sjúkrahússins á Akureyri. Erfitt var fyrir óvana stúdentana að byrja í steypuvinnu eftir vet- urinn og man ég að maður lagðist dauðþreyttur í malarbinginn í hléum. Við fórum eftirminnilega ferð austur að Jökulsá á Fjöllum þar sem bekkjarbróðir okkar Grímur Helgason var í brúar- vinnu við nýja hengibrú skammt frá Grímsstöðum. Faðir minn lán- aði mér Ford Junior til ferðarinn- ar og urðu fagnaðarfundir þegar við hittum Grím vin okkar. Hann hafði ekki komist heim til sín um vorið og varð að ráði að fara aust- ur á Seyðisfjörð. Þetta var feik- iskemmtilegt ferðalag en bílstjór- inn var nú stundum klökkur og fann til með bílnum á þessum vondu vegum, til dæmis þegar sauð á honum upp Stafina. Við Gummi fórum saman í verkfræðideildina og fyrsta árið leigðum við tvö herbergi vestar- lega á Hringbrautinni. Anna var fyrir norðan og þau Guðmundur eignuðust Sólveigu um haustið. Sumarið 1950 vorum við á land- mælinganámskeiði og seinnihluta sumarsins mældum við landsvæði á Akureyri með tveim bekkjar- bræðrum okkar, teiknuðum kort- ið um veturinn sem bærinn keypti síðar. Svo komu indæl Kaupmanna- hafnarár og við æskuvinirnir Gummi, Stebbi og Ommi komnir í sama bæjarfélag. Við Ólöf áttum von á fjölgun í fjölskyldunni vorið 1954. Fæðinguna bar nokkuð brátt að og fæddist barnið heima í Vinkelager, morguninn eftir birt- ist Gummi, hissa á að lítil stúlka væri komin í heiminn. Hann skrif- ar í gestabókina: „Ommi ljómar af monti í gegnum skeggið, alveg eins og hann hafi tekið patent á því að setja börn í heiminn.“ Eftir heimkomuna dreifðust nýbakaðir verkfræðingar til ým- issa félaga og stofnana. Alltaf var gott samband við gamla skóla- félaga og fjölskyldur þeirra, farið var saman á árshátíð verkfræð- inga og komið saman á heimilum við ýmis tækifæri. Við Guðmund- ur stofnuðum með öðrum verk- fræðingum hvor sína verkfræði- stofuna en undanfari þess var langvinnt verkfall verkfræðinga. Það vill oft brenna við að með árunum fækkar fundum gamalla vina. Margir stúdentaárgangar hafa brugðist við þessu með því að hittast einu sinni í mánuð og drekka saman kaffi. Þetta hefur okkar árgangur gert með góðum árangri. Stúdentar frá MA 1948 þakka Guðmundi Gunnarssyni farsæla samfylgd og senda fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Karl Ómar Jónsson. Við fráfall Guðmundar Gunn- arssonar hafa framsóknarmenn í Reykjavík misst traustan liðs- mann, en um árabil var hann í framvarðasveit flokksins í höfuð- borginni og um skeið formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélag- anna. Guðmundur reyndist þing- mönnum og borgarfulltrúum Framsóknarflokksins ráðagóður og sagði sínar skoðanir umbúða- laust, án tillits til þess hvort þær væru til vinsælda fallnar eða ekki. Hin síðari ár var Guðmundur í forystu Samtaka aldraðra í Reykjavík ásamt samherja sínum Jóni Aðalsteini Jónassyni og fleiru góðu fólki, en félagsskapur þeirra lyfti grettistaki í íbúðamálum eldri borgara. Með mikilli fram- sýni hafa Samtök aldraðra reist stórglæsilegar íbúðir m.a. við Dal- braut og í Fossvogi með ódýrari og hagkvæmari hætti en ýmsum öðrum hefur tekist. Þessar bygg- ingar eru glæsilegur minnisvarði um framtakssama aðila, sem höfðu félagshyggju að leiðarljósi í þágu fjöldans. Hér hefur aðeins verið drepið á félagsmálastörf Guðmundar, en lengst af starfaði hann fyrir Hús- næðismálastofnun ríkisins (nú Íbúðalánasjóð) og lagði þar gjörva hönd á plóg. Með þessum fáu línum vil ég þakka Guðmundi samfylgdina og votta fjölskyldu hans samúð. Blessuð sé minning hans. Alfreð Þorsteinsson. „Við vinnum hér að velferð og búsetuúræðum eldri borgara,“ var eitt af því fyrsta sem Guð- mundur sagði við mig er hann ásamt öðrum réð mig í vinnu á skrifstofu Samtaka aldraðra bsf. þar sem hann var formaður á þeim tíma. Þar hófust kynni okkar og unnum við saman í tæp tíu ár. Ég lærði mikið af Guðmundi, hann var jú verkfræðingur með mikla og góða þekkingu á bygg- ingum, fyrir utan hve fróður hann var um réttindi eldri borgara, þ.m.t. tryggingamál. Á því tímabili sem við unnum saman byggði félagið fimm ný fjölbýlishús fyrir félagsmenn 63 ára eða eldri fyrir utan þær rúm- lega 300 íbúðir sem áður höfðu verið byggðar og fóru í endursölu í gegnum samtökin. Margar og stundum erfiðar fyrirspurnir komu til skrifstofunnar og oftar en ekki þurfti ég að leita til Guð- mundar með þær, það var jafnt um íbúðir, tryggingamál og annað sem laut að velferð eldri borgara. Það brást aldrei að Guðmundur aðstoðaði félagsmenn og jafn- framt mig með svörum við öllu sem um var spurt. Mér verður oft hugsað til þess hve oft ég hringdi heim í hann með tilheyrandi ónæði bæði fyrir hann og konu hans, Önnu heitna, en það brást aldrei að hlý var svörunin og úr- lausnir komu í hvert sinn. Þessi mikla sjálfboðavinna er Guðmundur vann í þágu eldri borgara verður eflaust aldrei metin til fulls né merk saga Sam- taka aldraðra bsf. sem byggja íbúðir á kostnaðarverði, en sjál- boðastarf þessara merku manna og kvenna sem stofnsettu og héldu þessu félagi gangandi verð- ur aldrei fullþakkað. Komandi kynslóðir munu njóta þessara bygginga jafnt og þeir sem þar búa nú og þeirrar vinnu sem Guð- mundur lagði á sig ólaunað, þar sem hann var fremstur meðal jafninga. Guðmundur gaf mér þekkingu sem ég áður hafði ekki, sem gerði líf mitt betra, það verð- ur aldrei fullþakkað. Hvíldu í friði. Sólveig Guðmundsdóttir. Við fráfall Guðmundar Gunn- arssonar verkfræðings vakna góð- ar minningar frá ánægjulegu samstarfi okkar sem störfuðu að veiðimálum á vegum hins opin- bera við hann á seinni helmingi seinustu aldar. Aðkoma hans fólst í því að hann hannaði um 30 laxa- stiga í ám víðs vegar um land en það jafngildir því að hann hafi hannað annan hvern fiskveg sem byggður var á því tímabili sem þetta stóð yfir. Þá veitti hann ráð- gjöf í sínu fagi við framkvæmdir í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði og auk þess tók hann þátt í athug- un á möguleikum til fiskræktar og fiskeldis víða um land. Guðmundur Gunnarsson var því velvirkur þáttakandi í að efla auðlindina sem felst í ám og vötn- um landsins enda bar hann í brjósti alla tíð mikinn áhuga á þessu málefni. Persónulega er mér einkar ljúft á kveðjustund að þakka Guð- mundi þau góðu kynni sem hann gaf af sér í samskiptum. Hann var einstaklega viðræðugóður, hæv- erskur maður sem lagði ávallt gott til mála, var glaðsinna og góð- ur félagi í alla staði. Ánægjulegt var að eiga stund með honum og öðrum félögum okkar þegar málin voru rædd. Ég votta börnum Guðmundar og öðrum ástvinum hans innilega samúð við fráfall hans. Blessuð sé minning Guðmund- ar Gunnarssonar. Einar Hannesson. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 V i n n i n g a s k r á 30. útdráttur 24. nóvember 2011 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 7 5 9 2 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 4 9 0 2 1 3 2 7 5 5 4 1 5 5 5 9 7 7 7 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 11834 18503 28970 39321 57317 77433 16199 23486 34706 42019 60101 78446 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 4 3 1 9 0 7 3 2 4 0 0 1 3 0 3 7 1 3 7 2 5 4 4 1 7 3 9 4 8 3 5 9 5 8 3 3 9 7 6 3 1 2 9 5 3 2 4 7 9 1 3 2 2 0 8 3 7 3 4 7 4 2 2 5 7 5 0 2 1 6 5 8 3 6 4 3 3 2 4 1 3 4 5 2 2 4 8 3 5 3 2 2 5 4 3 8 1 8 2 4 2 9 2 0 5 3 9 7 8 6 0 1 7 7 3 9 4 6 1 3 6 9 6 2 5 2 4 1 3 2 9 8 2 3 8 2 2 0 4 3 7 2 6 5 4 2 5 6 6 1 5 9 7 3 9 6 5 1 4 0 1 7 2 5 3 3 9 3 3 3 9 5 3 8 7 1 1 4 3 8 8 2 5 4 4 6 2 6 1 7 1 3 4 1 7 6 1 5 7 9 1 2 5 8 2 3 3 3 4 5 3 3 9 4 2 2 4 4 3 5 7 5 4 8 4 2 6 2 0 2 6 4 1 9 7 1 5 8 0 3 2 7 4 6 6 3 4 0 0 4 3 9 5 9 7 4 4 5 6 7 5 5 1 6 6 6 2 5 5 0 4 7 0 6 1 9 1 5 7 2 8 0 4 9 3 4 0 0 6 4 0 0 2 3 4 4 5 7 2 5 6 9 5 7 6 2 7 9 2 5 2 5 3 2 0 8 0 5 2 9 1 6 1 3 4 3 6 2 4 0 7 4 7 4 7 1 4 0 5 7 2 0 2 6 3 4 1 0 6 4 1 0 2 1 3 4 5 2 9 5 0 5 3 6 7 8 6 4 1 6 0 5 4 7 3 3 7 5 8 0 1 7 6 3 4 8 7 V i n n i n g u r Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur) 4 6 1 1 2 7 0 2 1 2 5 9 3 0 0 1 8 3 8 6 4 4 4 9 6 9 0 5 8 9 1 0 7 1 9 9 3 8 2 1 1 8 3 1 2 1 3 3 0 3 0 4 3 6 3 8 8 8 3 4 9 9 7 6 5 9 4 5 8 7 2 8 9 9 5 6 3 1 2 1 1 3 2 1 5 8 8 3 0 4 8 6 3 8 9 8 3 5 0 3 1 0 5 9 8 5 5 7 3 5 4 7 8 4 0 1 2 2 7 3 2 1 7 5 0 3 1 2 4 7 3 9 3 6 9 5 0 4 7 9 5 9 9 2 1 7 3 6 3 2 8 4 7 1 2 3 5 0 2 1 8 4 2 3 1 3 7 9 3 9 4 3 7 5 0 8 4 6 6 0 2 3 5 7 3 6 5 0 1 1 3 7 1 3 1 7 2 2 2 0 6 0 3 1 4 0 5 3 9 6 0 2 5 1 8 3 2 6 0 8 6 2 7 3 8 8 5 1 3 0 9 1 3 2 4 2 2 2 6 1 8 3 1 6 0 5 3 9 6 2 2 5 2 6 2 8 6 0 8 8 1 7 4 1 2 9 1 3 2 2 1 3 5 6 4 2 2 6 2 6 3 2 4 3 1 3 9 9 3 8 5 2 6 3 1 6 1 2 0 9 7 4 6 0 3 2 0 6 6 1 4 4 1 5 2 2 6 5 1 3 2 5 8 6 4 0 4 0 7 5 2 6 3 5 6 1 4 8 3 7 4 6 6 0 2 2 1 9 1 4 5 0 8 2 2 6 8 1 3 2 9 6 8 4 0 5 3 2 5 3 0 5 8 6 1 8 6 0 7 4 8 6 3 2 6 3 4 1 4 9 9 3 2 2 8 6 4 3 3 4 2 6 4 1 6 4 3 5 3 4 3 1 6 2 0 3 6 7 5 3 7 2 2 9 8 6 1 5 7 5 6 2 3 0 8 1 3 3 5 5 1 4 1 9 0 1 5 3 5 7 4 6 2 5 5 1 7 5 7 8 5 3 3 9 9 1 6 7 7 0 2 3 4 0 2 3 3 9 4 8 4 2 1 0 0 5 4 9 7 5 6 3 0 1 7 7 5 8 8 2 4 2 2 6 1 7 2 3 5 2 3 6 5 1 3 4 4 4 5 4 2 3 3 3 5 5 0 1 9 6 4 4 7 3 7 6 3 0 8 4 7 5 0 1 7 2 4 5 2 3 6 5 5 3 4 5 8 5 4 2 4 3 0 5 5 0 5 6 6 4 4 8 2 7 6 6 8 6 4 9 0 9 1 7 7 8 1 2 3 6 7 7 3 4 6 9 5 4 2 5 7 8 5 5 2 5 0 6 4 7 7 5 7 7 0 9 6 5 2 4 4 1 8 1 0 1 2 4 6 6 7 3 4 8 7 8 4 2 5 8 4 5 5 4 6 0 6 5 3 1 6 7 7 2 0 9 5 3 1 3 1 8 5 5 4 2 5 6 8 5 3 4 9 1 8 4 3 0 1 1 5 5 6 9 9 6 5 9 4 4 7 7 6 9 1 5 4 8 8 1 8 7 9 8 2 5 9 3 4 3 5 6 3 6 4 3 2 7 3 5 5 9 7 3 6 6 0 1 0 7 7 8 0 0 5 9 3 7 1 8 9 0 0 2 6 5 6 0 3 6 2 8 6 4 3 9 0 3 5 6 2 4 6 6 6 3 8 1 7 7 9 3 8 6 1 2 6 1 9 1 0 9 2 6 6 9 3 3 6 2 8 7 4 4 1 6 4 5 6 2 8 2 6 6 4 7 0 7 8 0 4 3 7 2 7 0 1 9 1 6 2 2 6 7 2 8 3 6 7 7 0 4 4 2 3 7 5 6 5 8 8 6 6 5 9 3 7 8 3 2 1 7 3 3 2 1 9 4 4 4 2 6 9 9 5 3 6 7 7 5 4 4 7 1 2 5 6 6 5 1 6 6 6 9 0 7 9 1 8 5 7 5 9 1 1 9 4 6 4 2 7 0 7 0 3 7 1 5 8 4 5 8 2 5 5 6 7 0 9 6 7 0 1 7 7 9 2 5 0 8 3 7 4 1 9 5 4 6 2 7 4 7 4 3 7 2 8 0 4 6 6 7 9 5 6 8 3 7 6 7 4 4 2 7 9 2 7 6 8 5 3 3 1 9 5 8 5 2 7 6 3 5 3 7 5 5 4 4 6 7 2 2 5 7 1 8 8 6 8 2 0 8 7 9 5 5 4 8 9 2 4 1 9 7 5 1 2 8 1 7 4 3 8 1 7 8 4 7 0 5 2 5 7 2 3 7 6 9 0 0 8 9 0 2 5 1 9 8 6 9 2 9 1 8 6 3 8 2 3 2 4 7 3 0 7 5 7 9 5 2 6 9 7 2 8 9 4 3 3 1 9 9 6 8 2 9 2 3 7 3 8 3 7 9 4 7 7 5 3 5 8 1 0 2 7 0 7 1 8 1 0 1 1 3 1 9 9 7 3 2 9 8 4 4 3 8 4 0 9 4 7 8 8 2 5 8 4 1 9 7 1 1 3 8 1 0 2 3 7 2 0 4 6 4 2 9 8 7 8 3 8 4 7 2 4 8 4 2 4 5 8 8 8 1 7 1 2 3 3 1 0 9 1 1 2 0 8 6 3 2 9 9 2 3 3 8 5 6 2 4 8 4 9 8 5 8 9 0 5 7 1 7 2 7 Næsti útdráttur fer fram 1. des 2011 Heimasíða á Interneti: www.das.is Til afa Olla. Ég man eftir Ólafsvegi 14 heima hjá afa Olla og ömmu Þorfinnu. Sveina systir þín og Palli bjuggu á efri hæðinni. Ég man eftir stiganum upp til þeirra í gegnum þvottahúsið, hvað hann var brattur. Nú eruð þið öll farinn til stjarnanna eins og ég segi við Jósef Dag. Ég man eftir því þegar ég sat ofan á sýrutunnunni og lokið gaf sig og ég datt ofan í, kannski eru það ekki alltaf mínar minn- ingar, svo oft var búið að segja þessa sögu. Ég man eftir fjárhúsinu þínu og kindunum sem voru í fjósa- hverfinu og ég man hvað mér fannst það sárt og erfitt þegar þú sagðir mér að nú þyrftir að slátra öllum kindunum og brjóta niður fjárhúsið þitt en í dag eru engar leifar af gamla hverfinu sem við krakkarnir vorum svo vön að leika okkur í, bara iðn- aðarhúsnæði og malbik. Ég man eftir veiðiferðunum sem ég fékk að koma með þér og Þresti í, stundum inní Fljót eða Ólafsfjarðará. Og ég man eftir Illugastöðum þar sem við fórum í berjamó og lékum okkur með bolta eða spiluðum badmin- ton. Ég man þegar ég fékk að gista hjá þér og ömmu, þegar ég vaknaði á nóttunni við hroturnar í ykkur til skiptis, hvað mér fannst gott að vera hjá ykkur. Ég man eftir mjölbræðslunni, hvað mér fannst gaman að koma Ólafur Nikulás Víglundsson ✝ Ólafur NikulásVíglundsson fæddist í Hafn- arfirði 16. júlí 1927. Hann lést á Borgarspítalanum 12. nóvember 2011. Útför Ólafs fór fram frá Ólafs- fjarðarkirkju 18. nóvember 2011. í heimsókn til ykk- ar, Þrastar og Agn- ars. Þegar ég fékk að sitja hjá þér á dráttarvélinni og moka fiskúrgangi því ekki var það lyktin sem ég heill- aðist af heldur fé- lagsskapur ykkar. Ég man eftir pípunum þínum og Zippo-kveikjurun- um, samt man ég ekki eftir að hafa séð þig reykja. Ég man hvað þú varst alltaf tilbúinn að lána mér bílana þína eftir að ég fékk bílpróf þó svo að tvisvar hafi ég skemmt þá eitt- hvað. Ég held líka að amma hafi nú eitthvað haft með það að gera. Ég man að þú varst alltaf tilbúinn að aðstoða mig, á hvað hátt sem var, þó svo að þér lík- aði ekki alltaf þær leiðir sem ég fór í lífinu. Ég man eftir 60 ára afmælinu þínu, þegar við vorum í Fen- eyjum og sigldum um síkin, þeg- ar „gondólinn“, eftir að hafa verið að rífast og skammast yfir hinum bátunum, ældi síðan allri sangríunni sem hann hafði inn- byrt fyrir daginn. Og ég man eftir svipnum á öllum í bátnum því hugmyndir mínar um gon- dóla áttu að vera syngjandi, glæsilegur maður sem var ímynd rómantíkur. Ég man eftir símtölum okkar og þeim skiptum sem ég kom í heimsókn eftir að ég fór í nám og flutti að norðan. Og ég man hvað ég hafði gaman af því að ræða pólitík við þig. Ég man eftir 80 ára afmælinu þínu og eftir hattinum sem ég gaf þér, mér fannst hann alltaf klæða þig svo vel. Ég man eftir svo mörgu. Takk fyrir allar minningarn- ar. Kveðja. Ólafur Þór.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.