Morgunblaðið - 25.11.2011, Page 35
DAGBÓK 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
SÓLIN,
VINDURINN RIGNINGIN
HEFURÐU FARIÐ ÚT
ÚR HÚSI NÝLEGA?
ÞETTA ERU
ALLT ÁHUGAVERÐAR
KENNINGAR
ÉG
SKIL EKKI AF
HVERJU ÞÉR
LÍKAR EKKI VIÐ
MIG
ÉG ER MEÐ FALLEGT HÁR,
FALLEGT BROS,
LJÚFT YFIRBRAGÐ OG
HJARTA MITT ER FULLT
AF ÁST
EF ÉG LEGG ALLA ÞESSA
KOSTI SAMAN ÞÁ FÆ ÉG ÚT
FREKAR AÐLAÐANDI STELPU
KANNSKI LAGÐIRÐU
VITLAUST SAMAN
GERIR ÞÚ VIÐ LEKA?
JÁ,
EN...
...ÞAÐ GÆTI
SAMT BORGAÐ SIG AÐ
KAUPA NÝJAN BÁT
JÓNA, ÞÚ ERT
FRÁBÆR STELPA EN ÉG
HELD AÐ ÉG RÁÐI BARA
EKKI VIÐ ÞAÐ AÐ VERA
MEÐ FLUGFREYJU
ÞANNIG AÐ ÞÚ ÆTLAR
AÐ FARA FRÁ MÉR?
ÉG ER
HRÆDDUR
UM ÞAÐ ÞÁ
ÞAÐ...
BLESS, BLESS, TAKK FYRIR AÐ
FLJÚGA MEÐ OKKUR, BLESS, BLESS,
FARÐU VARLEGA NIÐUR TRÖPPURNAR,
TAKK FYRIR, BLESS, BLESS...
KLARA FANN NÝTT
SLAGORÐ FYRIR OKKUR
JÁ?
HVAÐ ER
ÞAÐ?
HVAÐ
FINNST
ÞÉR?
„ÞEGAR HLUTIR
ÞURFA AÐ KOMAST TIL
SKILA”...
HONUM FINNST
ÞAÐ VERA FRÁBÆRT UM...
FRÁIR Á FÆTI:
ÞEGAR HLUTIR
ÞURFA AÐ
KOMAST TIL
SKILA!
ÉG TRÚI ÞVÍ VARLA AÐ TONY
STARK SÉ UM BORÐ Í ÞESSARI VÉL
HANN ER NÚ BARA ENN
EIN OFURHETJAN M.J.
...MUNURINN ER BARA AÐ
HANN HEFUR OPINBERAÐ HVER
HANN ER HVERSDAGSLEGA
PENINGAR...FRÆGÐ...GOTT
ÚTLIT...OFURKRAFTAR...
HANN HEFUR ALLT!
EN ÉG Á
ÞIG ÁSTIN MÍN
SVO ÉG
ER RÍKARI EN
HANN
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, bingó
kl. 13.30.
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Stó-
ladans kl. 10.30. Bingó kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Kerti, söngstund
með Sigrúnu Erlu kl. 13, Soffíuhópur með
ljóðalestur og kynningu á lífsferli Theó-
dóru Thoroddsen kl. 13.45.
Bólstaðarhlíð 43 | Jólafagnaður fim. 8.
des. kl. 18. Jólahugvekja sr. Pálmi Matt-
híasson. Tónlistartríó leikur og syngur
jólalög. Jólasaga. Jólahlaðborð frá Lárúsi
Loftssyni. Skráning í s. 535-2760 f. mán.
5. des.
Dalbraut 18-20 | Stóladans kl. 10.30,
söngstund kl. 14.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8.
Lestur úr dagblöðum kl. 10, 2. hæð.
Listamaður mánaðarins.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Gleði-
gjafarnir í Gullsmára 13 syngja fös. 23.
nóv. kl. 14. Sturla Guðbjarnason stjórnar
og Guðni, Sigurður og Gunnlaugur spila
undir á harmonikku.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik-
félagið Snúður og Snælda æfing kl. 10.
Dansleikur sun. kl. 20, Klassík leikur fyrir
dansi.
Félagsheimilið Gjábakki | Málm- og
silfursmíði kl. 9.30/13, jóga kl. 10.50, fé-
lagsvist kl. 20. Á morgun, 26. nóv., verð-
ur laufabrauðsgerð og handverksmark-
aður kl. 13, Karlakór Kópavogs syngur kl.
14, Samkórinn kl. 15 og skólahljómsv.
flytur aðventulög kl. 16.15, súkkulaði með
rjóma á boðstólum.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10.
Leikfimi kl. 10.30, Gleðigjafarnir kl. 14.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Kaffispjall í krók kl. 10.30. Jóga
kl. 11. Spilað í krók kl. 13.30. Söngur kl.
14.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9. Prjónakaffi kl. 10, gestur Sigurður I.
Jóhannsson alþingismaður. Kl. 10.30
stafganga og létt ganga. Hljómsveitin
Hjónabandið kl. 11. Frá hád. spilasalur op-
inn. Gerðubergskór fer kl. 13 í heimsón í
Múlabæ, Seljahlíð og dagskrá í Mjódd.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, sölu-
sýning á glermunum Huldu kl. 13.
Hraunsel | Leikfimi Bjarkarhúsi kl. 11.30,
brids kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9/10.
Vinnustofa kl. 9 án leiðbeinanda. Bingó
kl. 13.30, kaffisala í hléi.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl.
8.50. Thaichi kl. 9. Myndlist kl. 13. Gáfu-
mannakaffi kl. 15. Hæðargarðsbíó kl. 16.
ATH. Nýtum gömlu jólakortin og gerum
ný næstu þrjá miðvikudaga, skráning
stendur yfir. Sjá www.facebook.com/
haedargardur.
Íþróttafélagið Glóð | Í Kópavogsskóla
opið hús í línudansi kl. 14.40. Zumba-
byrjendur kl. 16.
Norðurbrún 1 | Myndlist/útskurður kl.
9. Bingó kl. 14.
Vesturgata 7 | Setustofa kl. 9, enska kl.
10.15, tölvukennsla byrj. kl. 12.30, tölvu-
kennsla framh kl. 14.10, sungið v/flygil kl.
13.30. Dansað í aðalsal kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Jóla- og að-
ventufagnaður fös. 2. des. kl. 18, jóla-
hlaðborð og skemmtiatriði. Veislustjóri
Ingibjörg Ólafsdóttir óperusöngkona.
Uppl. og skráning í s. 4119450. Smiðja kl.
8.30, leirmótun og handav. kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, bingó
kl. 13.30.
Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30.
Ef tilsvar Guðrúnar „Þeim varég verst“ er þekktasta og
rómantískasta svar Íslandssög-
unnar, þá er svar Ólafar ríku „Eigi
skal gráta Björn bónda“ númer tvö
og mjög praktískt í daglegu lífi
þegar menn þurfa að herða sig
upp,“ skrifar Ólafur Stefánsson í
hugleiðingum sem birtast í Vísna-
horninu.
„Ólöf Loftsdóttir hins ríka var
mikill skörungur og það kom ekki
síst í ljós þegar enskir voru búnir
að drepa mann hennar Björn hirð-
stjóra, en Englendingar óðu hér
uppi á fimmtándu öld sérstaklega
og stunduðu fiskveiðar og fisk-
kaup. Þeir stálu líka fiski frá kóng-
inum og var það heldur illa liðið af
hans hágöfgi sem alltaf var í aura-
hraki.
Þegar Ólöf var orðin ekkja hélt
hún sig ekki síður að höfðingja sið,
stóð í stórdeilum um jarðeignir og
erfðahluta og hélt hirðskáld, lík-
lega ein kvenna, en það var Svart-
ur Þórðarson kenndur við Hofstaði.
Hann var gott skáld, gerði t.d.
Skaufhalabálk, þar sem ljóðmæl-
andinn er Refur í eiginlegri merk-
ingu. Sem sagt gamall rebbi sem
lýsir lífi sínu fram á dauðastund.
Það ætti að gefa Skaufhalabálk út
sem barnabók fyrir jólin og vel
myndskreytta. Skíðaríma er einnig
eftir hann og er vel kveðið frásagn-
arkvæði.
Um Ólöfu orti Svartur t.d. Lof-
mansöng, og tók svo brímaheitt á
hendingunum að húsfreyju þótti
nóg um. „Ekki meir, Svartur,“
sagði hún þá, ekkjan.
Var það ekki Fornólfur sem fann
þarna yrkisefni, og er í þessi vísa?
Nú eru slokknir allir eldar
ellin hrukkar bleika kinn,
líður að vetri, kólnar, kveldar,
kveddu ei fleira Svartur minn.“
Sigurður Sigurðarson kastar
fram jólavísu, en nýútkomin er ævi-
saga hans, Sigurður dýralæknir:
Veiti jól um veröld enn
von og trú og gleði
og breyti þeim í betri menn,
sem breyskir eru í geði.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Guðrúnu og Ólöfu ríku
Dans dans dans
Flott hæfileikakeppni
er nú í gangi á RÚV.
Þar kemur ungt hæfi-
leikaríkt fólk og dans-
ar okkur til skemmt-
unar. Frábært að hafa
hæfileikakeppni sem
nær til allra fjöl-
skyldumeðlima. Síð-
asta laugardag settist
ég niður og horfði á
keppnina. Bein út-
sending gerir kröfur
til þeirra sem stjórna
og við vitum að það er
ekki hægt að klippa og
yfirfara. Oft reynum
við að vera fyndin og það án þess að
gera okkur grein fyrir hvað við erum
að segja. Það gerðist einmitt í síð-
asta þætti. Ung, hæfileikarík stúlka
hafði dansað og komið var að um-
sögnum. Dómarar töldu að hún hefði
ekki verið nógu lifandi í sínum flutn-
ingi og semsagt ekki náð að sleppa
af sér beislinu. Þá dettur út úr
Ragnhildi Steinunni
þáttastjórnanda að
hún hefði átt að reykja
eina jónu áður. Eina
jónu? Heyrði ég rétt?
Jú ég hafði heyrt rétt.
Eiturlyf eru eitthvert
mesta böl sem hægt er
að hugsa sér og eyði-
leggja líf fjölda ung-
menna. Hugsum áður
en við tölum.
Sveinbjörg
Björnsdóttir.
Vinstri-kvartettinn
Það hefði verið meira
jafnrétti ef Egill hefði
boðið Vigdísi Hauksdóttur frekar en
Jóni Kaldal í Silfrið hinn 20.11. sl.
þar sem fjórir vinstrimenn rifust við
eina hægrikonu.
Matta.
Velvakandi
Ást er…
… að hafa eitthvað betra
að gera en að horfa á
rigninguna.