Morgunblaðið - 25.11.2011, Síða 36

Morgunblaðið - 25.11.2011, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 Sveitin gaf sem kunnugt er út nýja plötu í haust, Svik, harmur og dauði 39 » Just Julian 4 er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar sunnudaginn 27. nóvember kl. 17. Þar verða flutt verk eftir tónskáldið Julian Michael Hewlett, sem hefur búið og starfað hérlendis sl. 23 ár sem píanóleikari, organisti, tónlistarkennari og kór- stjóri, fyrst á Skagaströnd, svo á Egilsstöðum og undanfarin tíu ár í Reykjavík. Hann býr sem stendur í Devon á Englandi þar sem hann einbeitir sér að tónsmíðum. Flytjendur á tónleikunum eru Julian M. Hewlett sem leikur á pí- anó, Kristín R. Sigurðardóttir sópr- an, Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópran og Ian Wilkinson bassasöngvari sem leikur einnig á euphonium-horn og básúnu. Þau munu leika píanóverk, einsöngslög og dúetta sem og ljóðaflokk sem nefnist East and West og er í kín- verskum anda. Auk þess munu þau frumflytja Vocalisu í þremur köfl- um fyrir sópran og píanó sem er undir sterkum djassáhrifum og verk fyrir annars vegar euphonium og píanó og hins vegar básúnu og píanó. Að sögn Kristínar eru tónleik- arnir hluti af tónleikaröð þar sem flutt eru ný og eldri verk eftir Juli- an, en næstu tónleikar í röðinni verða sennilega snemma á næsta ári. Segir hún tónskáldið stefna á upptökur tónverka sinna fljótlega, enda úr miklu efni að moða. Frumflytja ný tónverk í bland við eldri tónsmíðar  Tónleikar með verkum Julians á sunnudag kl. 17 Tónleikaröð Kristín R. Sigurðardóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Ian Wilkinson og Julian M. Hewlett flytja verk eftir þann síðastnefnda. Hljóðfærasmiðja LornaLAB verður haldin í Hafnarhúsinu á laugardag frá kl. 13 til 17. Tónskáldin Áki Ás- geirsson, Magnús Jensson og Jesp- er Pedersen leiða smiðjuna. Hljóð- færasmiðjan hefst klukkan 13 með kynningum og síðan tekur við fönd- urtími og kaffispjall. Gestir eru hvattir til að koma með rafdót og smátæki sem gefa frá sér hljóð og hægt er að taka í sundur og breyta. Smiðjan er sjálfstætt framhald hljóðfærasmiðju sem haldin var í október, þar sem lagt var upp með að kynna ólíkar aðferðir við smíði hljóðfæra og tilraunir þeim tengd- ar. Áhersla er annars vegar lögð á tölvustýringar fyrir órafmögnuð hljóðfæri, tónlistarvélmenni, raf- segla og stjórnun á kunnuglegum eða framandi hljóðfærum og hins vegar á „circuit bending“ sem felst í að breyta raftækjaleikföngum í hljóðfæri. LornaLAB stendur fyrir reglu- legum smiðjum í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur en þetta verður síðasta smiðjan á þessu ári. Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn. Hljóðfærasmiðja LornaLAB  Hljóðfærasmiðja í Hafnarhúsinu Þekking Frá hljóðfærasmiðju LornaLAB í Hafnarhúsinu. Fyrstu aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur verða haldnir á morg- un, 26. nóvember, í Skálholtsdóm- kirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Einsöngvari á tónleikunum verður Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór. Tveimur vikum síðar heldur kór- inn svo ferna aðventutónleika í Hall- grímskirkju, 10. og 11. desember, kl. 17 og 20 báða daga. Á þeim verður mezzósópransöngkonan Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir gestur kórsins. Sveinn Dúa hóf söngferil sinn í Karlakór Reykjavíkur og stundaði tónlistarnám við Söngskóla Sigurðar Demetz í Reykjavík og við óperu- deild Tónlistarháskólans í Vínar- borg. Sveinn hefur sungið ýmis óperuhlutverk í námi og starfi. Guðrún Jóhanna hefur búið og starfað á Spáni og hefur komið þar fram á tónleikum, sungið í óperum og tekið þátt í keppnum. Nokkrir fastagestir koma fram með karlakórnum á aðventu- tónleikum, orgelleikarinn Lenka Mateova, trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson og Eggert Pálsson páku- leikari. Stjórnandi Karlakórsins er Friðrik S. Kristinsson. Gestur Sveinn Dúa Hjörleifsson syngur með Karlakór Reykjavíkur. Aðventu- tónleikar í Skálholti  Tónleikar Karla- kórs Reykjavíkur Dagskrá til að minnast tón- skáldsins, ljóðskáldsins og myndlistarmannsins Péturs Pálssonar verður haldin á sunnudag á Gallery Bar 46 á Hverfisgötu 46 og hefst kl. 17. Pétur Pálsson fæddist árið 1931 og lést árið 1979. Hann samdi mikið af lögum við eigin ljóð og annarra, en þekktastur er hann fyrir lög sín við Sól- eyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum. Samkoman á sunnudag er á vegum gamalla vina Péturs og vandamanna og listamanna. Flutt verða valin lög hans. Tón-, ljóð- og myndlist Péturs Pálssonar minnst á Bar 46 Trérista af Pétri Pálssyni. Selkórinn heldur tvenna tón- leika í Seltjarnarneskirkju næstkomandi laugardag, þá fyrri kl. 14 og síðari kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna er meðal annars verk þar sem hefðbundnum messuköflum er raðað saman úr ýmsum mess- um svo úr verður messa sem kórfélagar kalla Jónsmessu eftir kórstjóranum Jóni Karli Einarssyni. Einsöngvarar eru Ingibjörg Guðjónsdóttir og Davíð Ólafsson en undirleikari er Dagný Björgvinsdóttir. Með kórn- um leikur rythmasveit Kjartans Valdemarssonar píanóleikara. Tónlist Selkórinn í Sel- tjarnarneskirkju Jón Karl Einarsson Íslenska óperan mun setja upp óperuna La Bohème eftir Gia- como Puccini á vormisseri en um hlutverkaskipan og aðra aðstandendur sýningarinnar verður tilkynnt síðar, að því er fram kemur í tilkynningu. Frumsýning verður um miðjan mars og hefst miðasala í des- ember. La Bohème samdi Ítal- inn Giacomo Puccini og var hún frumsýnd í Turin á Ítalíu árið 1896. Hún var síðast sett upp í Íslensku óp- erunni árið 2001. Í óperunni segir af ungu fólki í París um miðja 19. öld, ástum rithöfundarins Ru- dolfo og saumakonunnar Mímí. Tónlist La Bohéme í Ís- lensku óperunni Giacomo Puccini Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Litli föstudagur nefnist einkasýning Helga Þórssonar sem opnuð verður í Nýlistasafninu á morgun kl. 17. Sýn- ingin er haldin í tilefni þess að í des- ember mun Helgi færa safninu verk að gjöf, en safneign Nýlistasafnsins telur nú um tvö þúsund verk. Að sögn Helga verður mikill fjöldi verka á sýningunni, aðallega mál- verk en einnig skúlptúrar í bland. „Ég ætlaði fyrst bara að vera með ný verk, en svo er sýningarrýmið svo stórt og þar sem ég hef ekki haldið einkasýningu í langan tíma ákvað ég að blanda saman nýrri og eldri verkum. Þetta verður því eins og sprengja, en ekki settlegt.“ Í sýningum sínum teflir Helgi gjarnan saman margskonar efniviði, fundnum hlutum sem taka breyt- ingum í meðförum hans, málverkum, höggmyndum og hljóði og nær með því að umbreyta sýningarrýminu. Í fréttatilkynningu frá Nýlistasafninu kemur fram að verk Helga fjalli um hið fjarstæðukennda, hann hafi ein- staka, undurfurðulega og um leið heimilislega og afslappaða nálgun í verkum sínum. Verk hans einkenn- ist gjarnan af glaðlegri skreytiblæti og tónum þar sem mörk á milli ein- stakra verka eru óljós og samsetn- ing þeirra rennur í eina heild. „Fólki finnst verkin mín mjög litaglöð, en ég er ekkert endilega að nota skæra liti heldur nota oft jarðliti. Ég held bara að margir séu orðnir óvanir lit- um í myndlist þar sem áhersla síð- ustu ára hefur verið á hið mínímal- íska svo jaðrar við að vera sterílt,“ segir Helgi og tekur fram að sjálfur sæki hann sér innblástur í gömlu málarana. Sem lið í sýningunni hyggst Helgi standa fyrir jólabasar í Nýlistasafn- inu síðustu sýningarvikuna, en henni lýkur á Þorláksmessu, þar sem fjöl- margir listamenn munu bjóða verk sín til sölu. „Ég tók þátt í svona jóla- basar ásamt fleiri listamönnum fyrir nokkrum árum og það gafst svona líka vel. Það skapaði góða stemningu auk þess sem maður fékk smápening í vasann til að kaupa jólagjafir fyrir. Við ætlum því að endurtaka leikinn.“ „Eins og sprengja“  Helgi Þórsson með einkasýningu í Nýlistasafninu Morgunblaðið/Ómar Skreytiblæti Helgi Þórsson heldur einkasýningu sem nefnist Litli föstudagur í Nýlistasafninu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.