Morgunblaðið - 25.11.2011, Page 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011
„Þetta var bara eins og sena úr
manns villtustu bernskudraumum“
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ragnar Kjartansson myndlistar-
maður hlaut mánudaginn sl. fyrstu
verðlaun gjörningatvíæringsins Per-
forma í New York, kennd við Mal-
colm McLaren heitinn, fyrrverandi
umboðsmann Sex Pistols, fyrir gjörn-
ing sinn Bliss sem framinn var laug-
ardaginn sl. Í gjörningnum fluttu
Ragnar og hópur íslenskra söngvara,
með Kristján Jóhannsson fremstan í
flokki, lokakafla óperu Mozarts,
Brúðkaups Fígarós, í 12 klukku-
stundir við undirleik 14 manna hljóm-
sveitar sem tónlistarmaðurinn Davíð
Þór Jónsson stýrði en faðir Ragnars,
Kjartan Ragnarsson, leikstýrði
gjörningnum.
Umfjöllun um gjörninginn hefur
verið þónokkur í bandarískum fjöl-
miðlum, m.a. fjallað um hann í tíma-
ritinu Art in America og hinn þekkti
myndlistarrýnir Roberta Smith
fjallar um hann á vef New York Tim-
es. Blaðamaður bar nokkrar spurn-
ingar undir Ragnar í gær tengdar vel
heppnaðri þátttöku hans á Performa.
„Fór betur en ég hefði getað
ímyndað mér“
– Nú virðist gjörningurinn hafa
tekist með miklum ágætum, ef marka
má umfjallanir. Fór annars eitthvað
úrskeiðis eða kom eitthvað óvænt
upp á sem þú áttir ekki von á?
„Nei. Ég treysti samstarfs-
mönnum mínum fullkomlega og allt
fór eiginlega betur en ég hefði getað
ímyndað mér. Þegar maður er um-
kringdur svona mögnuðu fólki getur
ekkert farið úrskeiðis.“
– Roberta Smith fer jákvæðum
orðum um gjörninginn. Það hlýtur að
kitla hégómagirndina?
„Já, auðvitað kitlar það hégóm-
ann.“
– Hvernig lagðist þessi langa lota í
söngvarana, var enginn farinn að
missa röddina?
„Nei, hrein fegurð eyðileggur ekki
raddböndin. Það vissi Wolfgang.“
– Þið hafið eflaust fagnað vel eftir
þetta, var haldið partí?
„Já, það var dásemdarpartí.“
– Þú hefur flutt marga gjörninga
núna sem spanna langan tíma og fela
í sér endurtekningu. Hefurðu lært
eitthvað nýtt af þessum endurteknu
endurtekningagjörningum, séð
listina í nýju ljósi t.d.?
„Ég bara veit að raunveruleikinn
er erfiðari en gjörningalist.“
– Hvaða gjörning á að fremja
næst?
„Jólin.“
– Þú fékkst fyrstu McLaren-
verðlaun tvíæringsins veitt lista-
manni undir fertugu sem þykir með
verki sínu, gjörningi, hafa sýnt mik-
inn frumleika og opnað hug gesta. Og
enginn annar en Lou Reed sem af-
henti þér þau! Hvernig var sú athöfn?
Mér skilst að hann hafi átt erfitt með
eftirnafnið, Kjartansson?
„Þetta var bara eins og sena úr
manns villtustu bernskudraumum.
Ekkert raunverulegt við að knúsa
Lou Reed og Grail Marcus.“
Íslandsfrumsýning á Song
– Hvað er svo framundan?
„Sýning í i8 galleríi. Opnuð hinn 16.
desember. Á þessari sýningu frum-
sýni ég á Íslandi myndbandsverkið
Song sem ég vann með þremur stór-
kostlegum frænkum mínum. Tómas
Örn Tómasson kvikmyndatökumaður
fann upp nýja tækni til að taka upp
sex tíma gjörning í einni töku. Verkið
er um fegurðina, ástina, kvikmynda-
vélina og þrána. Síðan verða á sýn-
ingunni vatnslitamyndir frá lendum
heimshryggðarinnar í Bresku-
Kólumbíu.“
Ragnar Kjartansson hlaut McLaren-verðlaun Performa í New York
Alsæla Frá flutningi gjörningsins Bliss á Performa 11 tvíæringnum í New
York, laugardaginn síðastliðinn. Ragnar og Kristján Jóhannsson á mynd.
Tónlistartímaritið NME birtir ár-
lega lista sinn yfir þá tónlistarmenn
sem svalastir þykja í tónlistar-
bransanum og að þessu sinni trónir
á toppnum bandaríski rapparinn
Azelia Banks. Í öðru sæti er hinn
eitursvali Jarvis Cocker og for-
sprakki Cerebral Ballzy, Honor Tit-
us, í því þriðja.
Svöl Rapparinn Azelia Banks.
Banks er svölust
tónlistarmanna
Söngleikur byggður á grínmynd-
inni A Fish Called Wanda verður að
öllum líkindum settur á svið. Leik-
arinn John Cleese fór með eitt aðal-
hlutverkanna í myndinni og segir
hann að samkomulag hafi náðst við
rétthafa kvikmyndarinnar, MGM,
um að söngleikurinn verði gerður.
Cleese mun vera að leita að leik-
stjóra fyrir söngleikinn, að því er
fram kemur á vef Guardian.
Á svið Kevin Kline og Michael Palin í
A Fish Called Wanda frá árinu 1988.
Söngleikur um
fiskinn Wöndu
NICOLAS CAGE
AND GUY PEARCE
JANUARY JONES
SEEKING
allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D á1.000 kr. SPARB
NÚMERUÐ SÆMIÐASALA Á SAMBIO.IS
- OK
HHHHH
- THE SUN
HHHH
MÖGNUÐ GAMANMYND
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
„BESTA
KVIKMYND
ÁRSINS“
- CBS TV
HHHH
„FYNDIN,
TILKOMUMIKIL“
- BACKSTAGE
HHHH
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
91/100
ENTERTAINMENT
WEEKLY
„ÆÐISLEG FRAMHALDSMYND.“
- RICHARD CORLISS / TIME
„BRAD PITT OG MATT
DAMON ERU
SPRENGHLÆGILEGIR.“
- MARA REINSTEIN /
US WEEKLY
„WE WERE DANCING IN OUR SEATS!“
„4 BROSKALLAR AF 4 MÖGULEGUM :).“
- NEWSDAY KIDSDAY
„HAPPY FEET 2 ER JAFNVEL
BETRI EN FYRRI MYNDIN!“
„HIN FULLKOMNA
HELGIDAGASKEMMTUN“
- MARA REINSTEIN / US
WEEKLY
HHHH
SÝND Í ÁLFABAKKA
MYNDIR ÞÚ
FARA YFIR
STRIKIÐ FYRIR
HEFNDINA?
FRÁBÆR SPENNUÞRILLER
FRÁ LEIKSTJÓRANUM
ROGER DONALDSON