Morgunblaðið - 25.11.2011, Page 41

Morgunblaðið - 25.11.2011, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 Hljómsveitin Todmobilehefur sent frá sér plöt-una 7 sem er einmitt sjö-unda hljóðversplata sveitarinnar. Þá er þetta jafnframt fyrsta platan frá árinu 2006 sem Todmobile sendir frá sér þar sem eingöngu er að finna nýtt frumsamið efni. Það er óþarfi að hafa mörg orð um Todmobile sem hefur verið ein vin- sælasta hljómsveit landsins um ára- bil, en það fer að nálgast aldarfjórð- ung frá því hljómsveitin var stofnuð árið 1988. Þau Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son, Andrea Gylfadóttir og Eyþór Arnalds hafa verið kjarn- inn í sveitinni frá upphafi, eða þar til nú. Á 7 er Eyþór Arnalds fjarri góðu gamni en nafni hans, söngvarinn Eyþór Ingi Gunn- laugsson, hefur gengið til liðs við þau Andreu og Þorvald Bjarna. Kalla gárunganir nýja liðsmanninn Eyþór „yngri“, en það vill svo skemmtilega til að hann fæddist árið 1989 sem er sama ár og fyrsta plata Todmobile kom út. Líkt og Andrea, sem er fyrir löngu búin að sýna sig og sanna, er Eyþór Ingi kraftmikill söngvari og á plötunni sýnir hann oft mikla takta, sem minna um margt á sígildar rokkhetjur. Í laginu „Alla leið“ sér maður Eyþór Inga nánast fyrir sér á fjallstoppi með vindinn í fangið að kallast á við náttúruöflin. Slík er dramatíkin og er af nægu að taka. Alls eru 12 lög á skífunni og sem- ur Þorvaldur Bjarni 11 þeirra en Andrea eitt. Hún sér jafnframt um textasmíði. Það sem einkennir 7 er mikill söngleikja- og jafnvel Evr- óvisjónbragur, en á þeim vettvangi er Þorvaldur Bjarni reyndar öllum hnútum kunnugur. Nefna má lög á borð við „Hafmey“, „Svo margt í mörgu“ og „Ég er bara ég“ sem dæmi. Todmobile-poppslagarar eru að sjálfsögðu á sínum stað, t.d. upp- hafslagið „Sjúklegt sjóv“, „Hér og nú“ og „Draumar og dægurlög“. Besta lagið á plötunni að mati und- irritaðs er hins vegar hið draum- kennda og dulúðuga „Gleym mér ei“. Mér er til efs að hljómsveitinni hafi leiðst við upptökur á 7 en það er mikil orka í Todmobile og liðsmenn- irnir allir í fantaformi. Sem fyrr plokkar Eiður Arnarsson bassann, Kjartan Valdemarsson leikur á hljómborð og þeir Ólafur Hólm og Benedikt Brynleifsson sjá um slag- verk og trommur. Fagmennskan er í fyrirrúmi hvað varðar allan hljóð- færaleik og þá hefur Eyþór Ingi án efa komið inn í sveitina sem ferskur blær. Þegar maður hlustar á 7 verður maður áþreifanlega var við áhrif úr ýmsum áttum. Til dæmis frá Queen, Muse og ýmsum proggrokksveitum sjöunda og áttunda áratugarins. Er nánast öllu hellt í blandarann í mini- rokkóperunni „Ég veit og ég sé“. Þetta á þó til að verða fulltilgerð- arlegt á köflum og lagasmíðarnar eru misáhugaverðar. Platan ætti hins vegar að hitta unnendur Todmobile beint í hjarta- stað og ég trúi ekki öðru en að hljómsveitin eigi eftir að standa fyrir mörgum „sjúkum sjóvum“ þar sem tónlistin mun njóta sín til fulls. Sjöunda „sjóv“ Todmobile Geisladiskur Todmobile – 7 bbbnn JÓN PÉTUR JÓNSSON TÓNLIST Ljósmynd/Ingólfur Bjargmundsson 7 Andrea og Eyþór Ingi á tónleikum Todmobile í Eldborg, 18. nóvember sl. Ein af skemmtilegustu –nei, bestu – plötum síð-asta árs var hiklaust No-Lo-Fi með Nolo, plata sem virtist falla af himnum ofan. Ekki bara að maður vissi ekkert hvaða drengir þetta væru sem stæðu að sveitinni heldur kom tón- listin sjálf líkt og þruma úr heið- skíru lofti, eða kannski öllu heldur eins og einhver dularfull sending úr geimnum; torkennilegar seg- ulbylgjur frá áður ókannaðri reiki- stjörnu. Tónlistin var svo yndislega furðuleg, svo ein- angruð frá öllu því sem var að gerast þá í ís- lenskri tónlist. Við nánari skoð- un kom svo í ljós að dúettinn var búinn að dæla efni linnulítið inn á gogoyoko-vefinn, tugum laga. Þetta hispursleysi, saman með dásamlegu þekkingarleysi á því sem má og ekki má í bransanum er styrkur Nolo og til allrar hamingju sáu Kimamenn að best væri að koma tónlistinni út sem víðast en No-Lo- Fi kom út á snilldarmerkinu Braki sem er undirútgáfa Kima. En eigum við að gera tilraun til að lýsa því sem er í gangi hér? Jú, þetta er einhvers konar skrítipopp, eigum við að segja lágfitlandi (e. „lo-fi“) einlægir svefnherberg- issálmar? Ef það ætti að finna ein- hvern samanburð erlendis frá væri það helst Ariel Pink en Nolo er á svipaðri fegurðarlínu hvað hljóm og frágang varðar. Sem sagt, lög sem eru skökk, skæld og hljóma „illa“ – miðað við það sem almennt er talið gott – hljóma þvert á móti vel. Þetta heilnæma skeytingarleysi gagnvart viðteknum fegurð- arstöðlum í popptónlist er styrkur Nolo, það sem byggir undir gald- urinn. Á þann veg hugsa sannir snillingar/sannir brautryðjendur og uppskera jafnan lof og last í sama mæli. Þannig rúlla lögin fjórtán áfram samkvæmt fyrirfram skilgreindum lögmálum Nolo-heimsins sem er ekki fyrir okkur dauðlega að rýna í. Ódýr trommuheili, bjagaður (nánast bjánalegur) gítarleikur og skemmti- legur samsöngur piltanna sem dú- ettinn skipa hjálpast að við að búa til algerlega einstakan hljóðheim. Og hér er meira að segja útvarps- slagari, „Beautiful Way“. Hafið þökk fyrir áræðið, strákar, í tónlist- inni er nefnilega allt hægt. Jörð kallar … Geisladiskur Nolo – Nology bbbbn ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Nolobræður Ívar og Jón. á allaBÍÓ 750 kr. sýningar merktar með appelsínugulur SEEKING JUSTICE kl. 8 - 10:20 2D 16 HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 3 - 5:30 3D L HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 3 2D L HAPPY FEET 2 Enskt tal/ótextuð kl. 5:30 3D L TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 8 - 10:30 2D VIP TOWER HEIST kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 THE INBETWEENERS kl. 5:50 - 8 - 10:45 2D 16 THE HELP kl. 5 - 8 - 10:10 2D L FOOTLOOSE kl. 3 2D L ALGJÖR SVEPPI kl. 3 2D L SEEKING JUSTICE kl. 8 - 10:30 2D 16 HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 5:30 3D L HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 5:30 2D L TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 5:30 - 8 - 10:40 2D 12 THE IDES OF MARCH kl. 8 - 10:20 2D 14 THE INBETWEENERS kl. 8:20 - 10:30 2D 16 THE HELP kl. 5:30 2D L SEEKING JUSTICE kl. 10:20 2D 16 HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 5:50 3D L TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 8 2D 12 THE IDES OF MARCH kl. 10:10 2D 14 THE INBETWEENERS kl. 8 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L / AKUREYRI SEEKING JUSTICE kl. 10:20 2D 16 HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 6 3D L TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 8 2D 12 THE IDES OF MARCH kl. 8 2D 14 THE INBETWEENERS kl. 10:20 2D 16 THE SKIN I LIVE IN kl. 6 2D 16 HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 5:30 3D L TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 8 - 10:30 2D 12 THE INBETWEENERS kl. 10:20 2D 16 THREE MUSKETEERS kl. 5:40 - 8 2D 12 / KEFLAVÍK / SELFOSSI / KRINGLUNNI / EGILSHÖLL / ÁLFABAKKA HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 3 - 5:30 3D L HAPPY FEET 2 Enskt tal/ótextuð kl. 8 3D L TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 THE IDES OF MARCH kl. 10:20 2D 14 THE INBETWEENERS kl. 10:40 2D 16 THE HELP kl. 5:10 - 8 2D L BANGSÍMON Ísl. tal kl. 3:40 2D L VIP TÖFRANDI FJÖLSKYLDUSTUND FRÁ DISNEY SVIKRÁÐ 100/100 PHILADELPHIA INQUIRER 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY „MÖGNUÐ OG VEL GERÐ MYND“ -H.V.A. - FBL HHHH -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH ÍSLENSK TAL SÝND Á SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA HHHH - A.E.T MORGUNBLAÐIÐ - K.I. PRESSAN.IS HHH SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK BELLA ER Í LÍFSHÆTTU OG EDWARD OG JACOB ÞURFAAÐ SAMEINA KRAFTA SÍNA EF ÞEIR ÆTLA BJARGA LÍFI HENNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.