Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 03.12.2011, Síða 20
BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fimmtán stjórnarfrumvörp komu fram síðasta daginn, sem þingmenn, þingnefndir og ráðherrar höfðu til að leggja fram ný þingmál svo þau kom- ist á dagskrá fyrir jólahlé 16. desem- ber nk. Fresturinn rann út á mið- nætti á miðvikudagskvöld og þann daginn komu einnig eitt nefndar- frumvarp og eitt þingmannafrum- varp. Frá því að Alþingi kom saman á sínu 140. löggjafarþingi 1. október sl. hafa 108 frumvörp komið fram, sem er mun meira en á sama tíma í fyrra, þegar 90 frumvörp höfðu verið lögð fram fyrir 1. desember. Mun fleiri komu hins vegar fram núna á síðustu stundu. Meðal frumvarpa sem lögð voru fram á miðvikudag voru frumvörp um siglingalög, sjúkratryggingar, eftirlit með skipum, umboðsmann skuldara, upplýsingalög, fjarskiptasjóð, tolla- lög og skyldutryggingu lífeyrisrétt- inda. Af þessum 108 frumvörpum eru 50 stjórnarfrumvarp, 55 frumvörp frá þingmönnum, þar af 42 frá stjórnar- andstöðunni, og þrjú nefndafrum- vörp. Aðeins tvö frumvörp af þessum 108 hafa verið samþykkt; fjáraukalög fyrir árið 2011 og breyting á lögum um fjármálafyrirtæki. Miðað við sama tíma og á síðasta löggjafarþingi, hinu 139. í röðinni, þá hefur stjórnarfrumvörpum fækkað lítillega á meðan frumvörpum þing- manna hefur fjölgað. Þannig hafði ríkisstjórnin lagt fram 54 frumvörp á sama tíma í fyrra, 1. desember 2010, en þingmenn lagt fram 34. „Stöðvast í þingflokkunum“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skýringuna á fáum stjórnar- frumvörpum hingað til á haust- þinginu blasa við. Frumvörpin komist ekki út úr ríkisstjórn „fyrr en eftir dúk og disk vegna innbyrðis ágrein- ings þar“. Loksins þegar málin kom- ist út úr ríkisstjórn þá stöðvist þau í þingflokkum stjórnarflokkanna, mis- lengi eftir málaflokkum. „Flokkarnir geta ekki komið sér saman um nokk- urn hlut,“ segir hún. Um fjölgun frumvarpa frá þing- mönnum segir Ragnheiður Elín sjálf- stæðismenn vera duglega að leggja fram þingmál, hvort sem það séu frumvörp, fyrirspurnir eða tillögur. „Við höfum lagt okkur fram um að vera ákveðin og ábyrg í stjórnarand- stöðunni. Við viljum ekki aðeins vera í því hlutverki að gagnrýna heldur einnig að koma fram með tillögur að lausnum, líkt og viðamiklar efnahags- tillögur eru til vitnis um. Hvatinn með þingmannafrumvörpunum er að reyna að stíga inn í þetta úrræðaleysi sem við öllum blasir og leggja gott til málanna,“ segir Ragnheiður Elín. Frumvörpum forgangsraðað Oddný G. Harðardóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, segir frumvörp hafa komið hægar inn framan af þingi vegna anna í ráðu- neytunum. Það sé af og frá að þau stoppi í ríkisstjórninni eða stjórnar- flokkunum. Oddný telur ólíklegt að frumvörpin komist öll á dagskrá fyrir jól, þó að þau hafi verið lögð fram. „Þeim frumvörpum sem fela í sér dagsetningar sem eru við það að renna út verður raðað fremst í for- gangsröðunina til að tryggja fram- gang þeirra,“ segir hún. Um aukinn fjölda þingmannafrum- varpa segir Oddný það eðlilegt að á síðari hluta kjörtímabilsins komi mörg mál frá þingmönnum. Þeir vilji koma þeim inn til umræðu nú og af- greiðslu áður en kjörtímabilinu lýkur. Átta stjórnarfrumvörp voru síðan lögð fram á Alþingi í gær en þau kom- ast þá ekki á dagskrá fyrr en eftir jólafrí ef farið er eftir reglum þings- ins. Rigndi inn síðasta daginn  Ráðherrar með 50 af 108 frumvörpum það sem af er þingi  Fimmtán komu inn á lokafresti til að komast á dagskrá fyrir jól  Aðeins tvö frumvörp verið afgreidd Með flestu frumvörpin » Það sem af er þingi hefur innanríkisráðherra lagt fram flest ráðherrafrumvörp, eða 19 talsins. Næstur kemur fjár- málaráðherra með 10 frum- vörp. » Af einstökum þingmönnum hafa Eygló Harðardóttir, Fram- sóknarflokki, og Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki, oftast verið fyrstu flutningsmenn, eða sjö sinnum hvort. Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Þingmenn hafa verið duglegir að leggja fram frumvörp, ekki síst þingmenn stjórnarandstöðunnar, eða 42 af 55 það sem af er þingi. Fjöldi frumvarpa á Alþingi 1. desember á 138. þingi 2009-2010, 139. þingi 2010-2011 og 140. þingi 2011-2012 138. þing 139. þing 140. þing Frumvörp frá: Ríkisstjórn Nefnd Þingmönnum 55 54 50 13 34 55 1 2 3 Samtals:69 Samtals:90 Samtals: 108 H ei m ild :A lþ in gi 30 .n óv 20 11 120 100 80 60 40 20 0 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Þórhallur Örn Guðlaugsson varði nýlega doktorsritgerð sína „Þjón- ustustjórnun: markaðs- og þjónustuáhersla í opinbera geiranum“ við viðskiptafræði- deild Háskóla Íslands. Rit- gerðin samanstendur af fjór- um ritrýndum greinum sem birst hafa eða hafa verið sam- þykktar til birtingar í rit- rýndum tímaritum. Að auki er upphafsgrein, þar sem gef- ið er fræðilegt yfirlit yfir við- fangsefnið, og lokagrein þar sem fjallað er um niðurstöður og frekari rannsóknir á svið- inu.  Þórhallur Örn Guðlaugsson er fæddur árið 1962. Hann lauk MS-prófi í viðskiptafræði frá HÍ árið 2001. Hann er kvæntur Dagbjörtu Sveinsdóttur fé- lagsfræðingi og eiga þau þrjú börn, Svein Guðlaug, Hafdísi Söru og Rebekku. Foreldrar eru Guðlaugur Þorgeirsson og Haf- dís Þórhallsdóttir. » FÓLK Doktor í við- skiptafræðum Þórunn Ásta Ólafsdóttir hefur varið dokt- orsritgerð sína „Ónæmissvör nýbura við bólu- setningu – Nýir ónæmisglæðar og ónæm- isvakar til verndar gegn pneumókokka- og inflúensu- sjúkdómum“ við læknadeild HÍ. Bólusetningar nýbura eru álitlegur kostur til að fá fram verndandi ónæmissvar snemma á ævinni og víða um heim er fæðingin eini tíminn sem börn fá örugglega þjón- ustu heilbrigðiskerfisins. Rannsóknirnar sýna að ný- burabólusetningar gegn S. pneumoniae og inflúensuveiru eru raunhæfur kostur.  Þórunn Ásta Ólafsdóttir er fædd árið 1978. Hún lauk MS prófi í heilbrigðisvísindum við HÍ 2005. Hún er dóttir hjónanna Ólafs Oddssonar og Guðríðar Steinunnar Jónsdóttur. Eig- inmaður hennar er Árni Ingvar Bjarnason og eiga þau dótturina Ólöfu Höllu. Doktor í heil- brigðisvísindum Ásdís Helgadóttir varði nýlega doktorsritgerð sína við véla- verkfræðideild University of California í Santa Barbara í Kaliforníu. Í doktorsritgerðinni hannaði Ásdís tölulegar aðferðir fyrir þrjár hlutafleiðujöfnur sem lýsa eðlisfræðilegum fyr- irbærum. Aðferðirnar eru allar einfaldar í framkvæmd, rand- skilyrði eru nákvæm jafnvel fyrir óreglulega jaðra og aðlag- anlegt ferningstré/átthyrn- ingatré. Hnitanetið er fínast þar sem nákvæmni er mest þörf svo veruleg töluleg hag- kvæmi næst.  Ásdís fæddist 1982 og lauk meistaraprófi frá háskólanum í Santa Barbara árið 2007 en þar hefur hún starfað undanfarið. Doktor í véla- verkfræði ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík sími 522 4500 www.ILVA.is 25% AF ÖLLUM SÓFUM OG SÓFASETTUM 1. - 4. DESEMBER Jólabasar Verður haldinn á vinnustofu Hrafnistu í Hafnarfirði Þriðjudaginn 6. Desember Opið milli 10:00 - 15:00 Við hvetjum alla til að koma og skoða fallegt handverk heimilismanna. Tilvalið að versla jólagjafirnar á góðu verði. Einnig er hægt að versla hér allt árið. Kveðja Starfsfólk iðjuþjálfunar og félagsstarfs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.