Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.12.2011, Qupperneq 20
BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fimmtán stjórnarfrumvörp komu fram síðasta daginn, sem þingmenn, þingnefndir og ráðherrar höfðu til að leggja fram ný þingmál svo þau kom- ist á dagskrá fyrir jólahlé 16. desem- ber nk. Fresturinn rann út á mið- nætti á miðvikudagskvöld og þann daginn komu einnig eitt nefndar- frumvarp og eitt þingmannafrum- varp. Frá því að Alþingi kom saman á sínu 140. löggjafarþingi 1. október sl. hafa 108 frumvörp komið fram, sem er mun meira en á sama tíma í fyrra, þegar 90 frumvörp höfðu verið lögð fram fyrir 1. desember. Mun fleiri komu hins vegar fram núna á síðustu stundu. Meðal frumvarpa sem lögð voru fram á miðvikudag voru frumvörp um siglingalög, sjúkratryggingar, eftirlit með skipum, umboðsmann skuldara, upplýsingalög, fjarskiptasjóð, tolla- lög og skyldutryggingu lífeyrisrétt- inda. Af þessum 108 frumvörpum eru 50 stjórnarfrumvarp, 55 frumvörp frá þingmönnum, þar af 42 frá stjórnar- andstöðunni, og þrjú nefndafrum- vörp. Aðeins tvö frumvörp af þessum 108 hafa verið samþykkt; fjáraukalög fyrir árið 2011 og breyting á lögum um fjármálafyrirtæki. Miðað við sama tíma og á síðasta löggjafarþingi, hinu 139. í röðinni, þá hefur stjórnarfrumvörpum fækkað lítillega á meðan frumvörpum þing- manna hefur fjölgað. Þannig hafði ríkisstjórnin lagt fram 54 frumvörp á sama tíma í fyrra, 1. desember 2010, en þingmenn lagt fram 34. „Stöðvast í þingflokkunum“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skýringuna á fáum stjórnar- frumvörpum hingað til á haust- þinginu blasa við. Frumvörpin komist ekki út úr ríkisstjórn „fyrr en eftir dúk og disk vegna innbyrðis ágrein- ings þar“. Loksins þegar málin kom- ist út úr ríkisstjórn þá stöðvist þau í þingflokkum stjórnarflokkanna, mis- lengi eftir málaflokkum. „Flokkarnir geta ekki komið sér saman um nokk- urn hlut,“ segir hún. Um fjölgun frumvarpa frá þing- mönnum segir Ragnheiður Elín sjálf- stæðismenn vera duglega að leggja fram þingmál, hvort sem það séu frumvörp, fyrirspurnir eða tillögur. „Við höfum lagt okkur fram um að vera ákveðin og ábyrg í stjórnarand- stöðunni. Við viljum ekki aðeins vera í því hlutverki að gagnrýna heldur einnig að koma fram með tillögur að lausnum, líkt og viðamiklar efnahags- tillögur eru til vitnis um. Hvatinn með þingmannafrumvörpunum er að reyna að stíga inn í þetta úrræðaleysi sem við öllum blasir og leggja gott til málanna,“ segir Ragnheiður Elín. Frumvörpum forgangsraðað Oddný G. Harðardóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, segir frumvörp hafa komið hægar inn framan af þingi vegna anna í ráðu- neytunum. Það sé af og frá að þau stoppi í ríkisstjórninni eða stjórnar- flokkunum. Oddný telur ólíklegt að frumvörpin komist öll á dagskrá fyrir jól, þó að þau hafi verið lögð fram. „Þeim frumvörpum sem fela í sér dagsetningar sem eru við það að renna út verður raðað fremst í for- gangsröðunina til að tryggja fram- gang þeirra,“ segir hún. Um aukinn fjölda þingmannafrum- varpa segir Oddný það eðlilegt að á síðari hluta kjörtímabilsins komi mörg mál frá þingmönnum. Þeir vilji koma þeim inn til umræðu nú og af- greiðslu áður en kjörtímabilinu lýkur. Átta stjórnarfrumvörp voru síðan lögð fram á Alþingi í gær en þau kom- ast þá ekki á dagskrá fyrr en eftir jólafrí ef farið er eftir reglum þings- ins. Rigndi inn síðasta daginn  Ráðherrar með 50 af 108 frumvörpum það sem af er þingi  Fimmtán komu inn á lokafresti til að komast á dagskrá fyrir jól  Aðeins tvö frumvörp verið afgreidd Með flestu frumvörpin » Það sem af er þingi hefur innanríkisráðherra lagt fram flest ráðherrafrumvörp, eða 19 talsins. Næstur kemur fjár- málaráðherra með 10 frum- vörp. » Af einstökum þingmönnum hafa Eygló Harðardóttir, Fram- sóknarflokki, og Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki, oftast verið fyrstu flutningsmenn, eða sjö sinnum hvort. Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Þingmenn hafa verið duglegir að leggja fram frumvörp, ekki síst þingmenn stjórnarandstöðunnar, eða 42 af 55 það sem af er þingi. Fjöldi frumvarpa á Alþingi 1. desember á 138. þingi 2009-2010, 139. þingi 2010-2011 og 140. þingi 2011-2012 138. þing 139. þing 140. þing Frumvörp frá: Ríkisstjórn Nefnd Þingmönnum 55 54 50 13 34 55 1 2 3 Samtals:69 Samtals:90 Samtals: 108 H ei m ild :A lþ in gi 30 .n óv 20 11 120 100 80 60 40 20 0 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Þórhallur Örn Guðlaugsson varði nýlega doktorsritgerð sína „Þjón- ustustjórnun: markaðs- og þjónustuáhersla í opinbera geiranum“ við viðskiptafræði- deild Háskóla Íslands. Rit- gerðin samanstendur af fjór- um ritrýndum greinum sem birst hafa eða hafa verið sam- þykktar til birtingar í rit- rýndum tímaritum. Að auki er upphafsgrein, þar sem gef- ið er fræðilegt yfirlit yfir við- fangsefnið, og lokagrein þar sem fjallað er um niðurstöður og frekari rannsóknir á svið- inu.  Þórhallur Örn Guðlaugsson er fæddur árið 1962. Hann lauk MS-prófi í viðskiptafræði frá HÍ árið 2001. Hann er kvæntur Dagbjörtu Sveinsdóttur fé- lagsfræðingi og eiga þau þrjú börn, Svein Guðlaug, Hafdísi Söru og Rebekku. Foreldrar eru Guðlaugur Þorgeirsson og Haf- dís Þórhallsdóttir. » FÓLK Doktor í við- skiptafræðum Þórunn Ásta Ólafsdóttir hefur varið dokt- orsritgerð sína „Ónæmissvör nýbura við bólu- setningu – Nýir ónæmisglæðar og ónæm- isvakar til verndar gegn pneumókokka- og inflúensu- sjúkdómum“ við læknadeild HÍ. Bólusetningar nýbura eru álitlegur kostur til að fá fram verndandi ónæmissvar snemma á ævinni og víða um heim er fæðingin eini tíminn sem börn fá örugglega þjón- ustu heilbrigðiskerfisins. Rannsóknirnar sýna að ný- burabólusetningar gegn S. pneumoniae og inflúensuveiru eru raunhæfur kostur.  Þórunn Ásta Ólafsdóttir er fædd árið 1978. Hún lauk MS prófi í heilbrigðisvísindum við HÍ 2005. Hún er dóttir hjónanna Ólafs Oddssonar og Guðríðar Steinunnar Jónsdóttur. Eig- inmaður hennar er Árni Ingvar Bjarnason og eiga þau dótturina Ólöfu Höllu. Doktor í heil- brigðisvísindum Ásdís Helgadóttir varði nýlega doktorsritgerð sína við véla- verkfræðideild University of California í Santa Barbara í Kaliforníu. Í doktorsritgerðinni hannaði Ásdís tölulegar aðferðir fyrir þrjár hlutafleiðujöfnur sem lýsa eðlisfræðilegum fyr- irbærum. Aðferðirnar eru allar einfaldar í framkvæmd, rand- skilyrði eru nákvæm jafnvel fyrir óreglulega jaðra og aðlag- anlegt ferningstré/átthyrn- ingatré. Hnitanetið er fínast þar sem nákvæmni er mest þörf svo veruleg töluleg hag- kvæmi næst.  Ásdís fæddist 1982 og lauk meistaraprófi frá háskólanum í Santa Barbara árið 2007 en þar hefur hún starfað undanfarið. Doktor í véla- verkfræði ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík sími 522 4500 www.ILVA.is 25% AF ÖLLUM SÓFUM OG SÓFASETTUM 1. - 4. DESEMBER Jólabasar Verður haldinn á vinnustofu Hrafnistu í Hafnarfirði Þriðjudaginn 6. Desember Opið milli 10:00 - 15:00 Við hvetjum alla til að koma og skoða fallegt handverk heimilismanna. Tilvalið að versla jólagjafirnar á góðu verði. Einnig er hægt að versla hér allt árið. Kveðja Starfsfólk iðjuþjálfunar og félagsstarfs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.