Morgunblaðið - 03.12.2011, Page 37

Morgunblaðið - 03.12.2011, Page 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2011 Í því fjárlaga- frumvarpi sem nú ligg- ur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir því að sókn- argjaldið sem er meg- intekjustofn safnaða þjóðkirkjunnar, sem og annarra trúfélaga í landinu, verði skorið niður fjórða árið í röð og að þessu sinni um 3% frá krónutölu síð- asta árs. Nú kann ein- hverjum að þykja að 3% sé ekki mikill niðurskurður. En þegar hon- um er bætt við þann niðurskurð sem átt hefur sér stað undanfarin fjögur ár og tillit tekið til verðlagshækkana sem orðið hafa á tímabilinu er nú svo komið að starfsemi margra safn- aða er alveg við það að lamast. Hafa sumir þeirra jafnvel ekki einu sinni lengur nægar tekjur, til að standa undir afborgun langtímalána, jafn- vel þótt ekki væri notuð króna til safnaðarstarfsins eða í annan rekst- ur. Í áfangaskýrslu starfshóps, sem innanríkisráðherra skipaði sl. haust, til að meta áhrif niðurskurðar sókn- argjalda á starfsemi safnaða þjóð- kirkjunnar, kemur í ljós að nið- urskurður á tekjum safnaðanna frá árinu 2008 er rúmlega helmingi meiri en meðaltalsniðurskurðurinn hjá þeim stofnunum sem heyra und- ir innanríkisráðuneytið. Kemur þetta glögglega fram á meðfylgjandi mynd sem fylgir áliti starfshópsins. Á henni hafa þrír hagvísar verið stilltir á 100 fyrir árið 2008 og síðan er fylgst með þróun þeirra. Af myndinni má lesa að forstöðumönn- um stofnana sem falla undir innan- ríkisráðuneytið er gert að glíma við þann vanda að reka stofnanir sínar á næsta ári fyrir fjárheimildir sem mælast 105,44 meðan kostnaðurinn, sem al- mennt fylgir þróun vísitölu neysluverðs er kominn upp í 128,19. Söfnuðum þjóðkirkj- unnar er aftur á móti boðið upp á það að reka sig fyrir tekjur sem nema 79,4 þótt kostnaðurinn sé sá sami, þ.e. 128,19. Nið- urskurðurinn sem söfnuðirnir standa frammi fyrir, að teknu tilliti til kostnaðarhækkana, (38,1%), er því í raun rúmlega tvöfaldur sá niðurskurður sem stofnanir ráðu- neytisins hafa mátt sæta (17,7%). Að óbreyttu munu því á næsta ári renna um 530 milljónir króna í rík- issjóð vegna skerðingar sókn- argjalda umfram meðaltalsskerð- ingu þeirra stofnana sem heyra undir ráðuneytið. Skýringin á þessum mikla mun liggur í því að þess hefur ekki verið gætt við niðurskurð sóknargjald- anna að þau hafið verið verðbætt eins og verið hefur um fjárframlög til annarra aðila sem byggja rekstur sinn á framlögum fjárlaga, heldur hefur niðurskurðurinn jafnan verið af krónutölu fyrra árs, óverðbættri. Vegna þessa hefur sóknargjaldið því lækkað um nálægt 25% umfram fjárveitingar til reksturs annarra aðila, sem sætt hafa skerðingu til samræmis við almennan niðurskurð frá fjárlögum ársins 2008. Þetta hefur leitt til þess, sam- kvæmt gögnum frá Ríkisend- urskoðun, að árið 2010 náðu 92 sóknir ekki endum saman í rekstri sínum og hafði slíkum sóknum fjölg- að um liðlega 50% á þremur árum og stefnir í að þær verða vel á annað hundrað á yfirstandandi ári. Starfs- hópurinn telur því ljóst að þjóð- kirkjan muni með sama áframhaldi neyðast til að leggja niður mik- ilvægan hluta af kjarnastarfsemi sinni á allra næstu árum til að forða því að söfnuðirnir í heild komist í þrot. Enda eru þess, eins og áður sagði, jafnvel dæmi að einstakar sóknir séu þegar komnar í þrot. Staðan er því grafalvarleg og enn alvarlegri verður hún þegar að því er gætt að innheimta sóknargjald- anna hefur ekkert lækkað á þessu tímabili, heldur þvert á móti hækk- að! Það sem hinsvegar hefur gerst er það að ríkið hefur sem inn- heimtumaður haldið eftir sífellt stærri hluta sóknargjaldsins sem þó er í raun ekkert annað en fé- lagsgjald safnaðarmeðlimanna, en ekki fjárveiting á fjárlögum eins og sumir virðast hafa misskilið. Í þessu sambandi skal það rifjað upp að þegar undirritaður hóf störf sem sóknarprestur í Vík í Mýrdal árið 1982 tíðkaðist það enn að gjald- keri sóknarnefndar gekk fyrir hvers manns dyr til að innheimta sókn- argjaldið. Ég gekkst þess vegna fljótlega fyrir því að semja við sýslu- manninn, sem á þeim tíma var inn- heimtumaður opinberra gjalda, um að hann annaðist þessa innheimtu svipað og gjaldheimtan í Reykjavík gerði þá fyrir söfnuðina í höfuðborg- inni. Á þessum tíma vissu allir hverjum þessar tekjur tilheyrðu. Þegar staðgreiðsla skatta var tek- in upp vildi ríkisvaldið útrýma öllum „nefsköttum“. Því var kirkjunni og öðrum trúfélögum gert það tilboð, að ríkið skyldi taka að sér að inn- heimta og síðan skila sókn- argjöldum til réttra aðila, sem til- tekið hlutfall af tekjuskatti. Var það fyrirkomulag síðan fest í lög með gildandi lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987. Í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga segir að það meginsjón- armið hafi verið haft við tillögugerð- ina að trúfélögin haldi tekjustofnum sínum óskertum, miðað við það sem þau hafi áður haft. Jafnframt sé mikilvægt að reglur sem settar verði tryggi stöðugleika á tekju- stofnum þeirra. Þá segir í grein- argerðinni að kostir þeirrar leiðar, sem valin var við að reikna út og skipta umræddum gjöldum, séu einkum þeir að hún sé einföld í framkvæmd, hún tryggi til fram- búðar stöðugleika á umræddum tekjustofnum og fylgi tekjubreyt- ingum. Þetta auðveldi trúfélögunum að áætla tekjur sínar og byggja fjár- hagsáætlanir á þeim. Nú blasir hins vegar við að við þetta hefur ekki verið staðið heldur allir samningar brotnir og loforð svikin. Staðreyndin er sú að skil rík- isins á innheimtum sóknargjöldum hafa verið skorin þannig niður að ríkið stendur trúfélögunum aðeins skil á tæplega tveimur þriðju þeirra sóknargjalda sem innheimt eru. Af- gangurinn er látinn renna í rík- issjóð. Verður það að teljast nokkuð rausnarleg innheimtuþóknun, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sumir vildu jafnvel taka sér í munn mun sterkari orð um þetta framferði og halda því fram að farið hafi verið ófrjálsri hendi um sjóði trúfélag- anna. Hlýtur það því að vera ský- laus krafa þeirra að sú skerðing, sem orðin er, verði leiðrétt. Því vart verður því trúað að stjórnvöld ætli sér í alvöru að leggja starfsemi trú- félaganna í rúst eins og nú virðist stefna í. Eftir Gísla Jónasson » Staðreyndin er sú að skil ríkisins á inn- heimtum sóknargjöld- um hafa verið skorin þannig niður að ríkið stendur trúfélögunum aðeins skil á tæplega tveimur þriðju þeirra sóknargjalda sem inn- heimt eru. Afgangurinn er látinn renna í rík- issjóð. Gísli Jónasson Höfundur er prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Ætla stjórnvöld að leggja starfsemi trúfélaganna í rúst? Þjóðkirkjan, tekjur af sóknargjöldumm.v.með- alfjölgun milli ára 2010 – 2012 og án úrsagna Þróun fjárveitinga, önnur gjöld en laun,meðaltal stofnana IRR sem hlutu almennar verðbætur fjárlaga Þróun vísitölu neyslu- verðs (áætluð fyrir 2012) 130 120 110 100 90 80 70 2008 2009 2010 2011 2012 100 128,19 105,44 79,4 Í fannhvítri borg Töluverður snjór er á götum og gangstéttum Reykjavíkur og því eiga bæði bréf- og blaðberar höfuðborgarinnar talsvert erfiðara með að komast leiðar sinnar. Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.