Morgunblaðið - 05.12.2011, Side 6

Morgunblaðið - 05.12.2011, Side 6
BAKSVIÐ Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Evrópusambandið fær mjög víðtæk- ar heimildir til eftirlits með verkefn- um fjármögnuðum með svonefndum IPA-styrkjum hér á landi verði rammasamningur um aðstoð við undirbúning fyrir inngöngu í sam- bandið á milli íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar þess stað- festur á Alþingi. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra lagði þingsályktunartillögu um staðfestingu rammasamningsins fram á Alþingi fyrir helgi og sam- hliða henni var lagt fram frumvarp frá Steingrími J. Sigfússyni fjár- málaráðherra, þar sem kveðið er á um að allir IPA-styrkir sem hingað komi verði undanþegnir hvers kyns opinberum gjöldum í samræmi við ákvæði samningsins. Aðgengi að ríkisstofnunum Fram kemur í rammasamningn- um að IPA-aðstoðin hér á landi verði háð miðlægri stjórn framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins og tekið fram að hún geti „gripið til allra þeirra aðgerða sem hún telur nauðsynlegar til að vakta þær áætl- anir sem um ræðir.“ Ennfremur er tekið fram að ís- lenskum stjórnvöldum beri að veita framkvæmdastjórninni alla þá að- stoð sem á þurfi að halda við eftirlit með IPA-aðstoðinni og framkvæmd hennar. Þar á meðal með því að „tryggja aðgang að félögum í ríkis- eigu og öðrum ríkisstofnunum sem koma að, eða er þörf fyrir, við fram- kvæmd áætlunar eða viðkomandi samnings.“ Þá er einnig kveðið á um það að ís- lenska ríkið skuli að sama skapi „láta allar umbeðnar upplýsingar og skjöl í té, þ.m.t. öll tölvuvædd gögn, og gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að greiða fyrir störfum þeirra aðila sem falið er að framkvæma endurskoðun og eftirlit.“ Fyrirvaralausar athuganir Í rammasamningnum er einnig kveðið á um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geti „gert at- huganir og framkvæmt skoðun á skjölum og á vettvangi, í því skyni að vernda fjárhagslega hagsmuni ESB með skilvirkum hætti“ eins og það er orðað. Þar er um að ræða fyrirvara- lausar skoðanir á starfsemi sem fjár- mögnuð er með IPA-styrkjum. Framkvæmdastjórninni ber þó að láta viðeigandi yfirvöld hér á landi vita fyrirfram af slíkum skoðunum sem og um markmið þeirra, tilgang og lagagrundvöll „til þess að þau séu í stakk búin að veita alla nauðsyn- lega aðstoð“. Þá kemur að lokum fram í ramma- samningnum að Evrópusambandið njóti friðhelgi á íslensku yfirráða- svæði gegn málshöfðunum, frá þriðja aðila, sem tengjast beint eða óbeint IPA-aðstoðinni og aukinheld- ur að íslenska ríkinu beri að verja þá friðhelgi fyrir dómstólum eða á stjórnsýslustigi hér á landi. ESB fær víð- tækar heimild- ir til eftirlits  Ríkinu ber að veita allar upplýsingar Evrópumál Íslenskum stjórnvöldum ber að veita ESB alla aðstoð. IPA-styrkir » Svonefnd IPA-aðstoð er hugsuð fyrir ríki sem sótt hafa um inngöngu í Evrópusam- bandið og ætlað að undirbúa þau fyrir hana. » Rammasamningur á milli framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins og íslenskra stjórnvalda er forsenda þess að hægt sé að veita umrædda aðstoð. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011 OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Gjafavörur Ostabúðarinnar f yr ir sælkerann Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fjárlaganefnd Alþingis afgreiddi fjárlögin fyrir árið 2012 út úr nefndinni í gærkvöldi, eftir um klukkustundar langan fund. Fjár- lögin verða því tekin til þriðju um- ræðu á morgun. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar og þing- maður Samfylkingarinnar, er ánægð með að þetta skuli vera komið í höfn. „Þessu er lokið hjá okkur í bili. Ég tel allt vera komið og mikilvægt að þetta fari í um- ræðu sem fyrst og verði klárað,“ segir Sigríður um málið. Kristján Þór Júlíusson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins og nefnd- armaður í fjárlaganefnd, er hins vegar ósáttur við afgreiðsluna „Við töldum að það þyrfti að gefa þessu meiri tíma til umræðu og yfirferð- ar. Þetta var í rauninni bara annar fundurinn þar sem var eitthvað rætt um innihaldið í fjárlögunum eftir aðra umræðu. Við komum fram með þær athugasemdir eftir aðra umræðu sem okkur þótti full ástæða til að ræða betur og að sumu leyti er meirihlutinn að mæta þeim sjónarmiðum en að okkar mati er ekki gengið nægjanlega langt á sumum sviðum, sérstaklega varðandi heilbrigðis- og öldrunar- mál.“ Viðfangsefni í lausu lofti Kristján Þór hefði viljað meiri tíma til að fara ofan í þær breyt- ingar sem er verið að gera á fjár- veitingum til heilbrigðismála. „Þó að vissulega sé bætt í á sumum stöðum eru ýmis viðfangsefni skilin eftir í lausu lofti. Það er t.d. ekki komið til móts við landsmenn í um- kvörtunum í öldrunarþjónustu. Það eru ýmsir svona þættir sem mér finnst menn ekki mæta með þeim sóma sem við viljum öll hafa um þessa tvo mikilvægu málaflokka.“ Fjárlög afgreidd úr nefnd  Fjárlögin tekin til þriðju umræðu á Alþingi á morgun  Sjálfstæðismenn vildu meiri tíma til yfirferðar og umræðu „Við töldum að það þyrfti að gefa þessu meiri tíma til um- ræðu og yfirferðar“ Kristján Þór Júlíusson Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Gera má ráð fyrir að heildargreiðsla veiðigjalds á árinu 2012/2013 verði um 9,1 milljarður króna og hækki úr 9,46 krónum á þorskígildiskíló í 19,21 krónu. Þetta kemur fram í svari Jóns Bjarnasonar sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnsson- ar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi á föstudaginn. Í svarinu kemur fram að miðað sé við sömu forsendur um afla, fram- legð og þorskígildisstuðla og not- aðar voru við útreikning á áætluðu veiðigjaldi á yfirstandandi fiskveiði- ári og að hlutfall við útreikning á veiðigjaldi af reiknaðri framlegð hækki úr 13,3% í 27%. Samkvæmt svarinu var veiði- gjaldið á síðasta yfirstandandi fisk- veiðiári rúmlega þrír milljarðar króna en hækkar í rúmlega níu milljarða króna eins og áður kemur fram. Milljarðar af landsbyggðinni Miðað við að veiðigjaldið verði 27% af framlegð útgerðarfyrirtækj- anna á næsta ári þýðir það að sögn Einars að um 7,7 milljarðar króna muni fara úr hagkerfi landsbyggð- arinnar og í ríkissjóð í ljósi þess að 85% þess séu greidd af útgerðum utan höfuðborgarsvæðisins. Að hans sögn er þannig um að ræða í raun landsbyggðarskatt sem eðlileg krafa sé að skili sér aftur til landsbyggð- arinnar með einhverjum hætti í stað þess að vera nýtt til verkefna á höf- uðborgarsvæðinu. Segir Einar að þar sé einfaldlega um að ræða eðli- lega sanngirniskröfu. Samkvæmt svari sjávarútvegs- ráðherra greiða útgerðir sem gera út frá Vestmannaeyjum hæsta veiði- gjaldið á yfirstandandi fiskveiðiári eða rúmlega 421 milljón króna. Næst kemur Reykjavík með tæp- lega 389 milljónir og því næst út- gerðir sem gera út frá Grindavík með rúmlega 221 milljón króna. Þá koma Akranes, Akureyri, Neskaup- staður og Hornafjörður þar sem út- gerðir greiða vel yfir eitt hundrað milljónir. Veiðigjald nemi níu milljörðum króna  Útgerðir í Vestmannaeyjum greiða mest í veiðigjald Morgunblaðið/Ómar Sjávarútvegur Samkvæmt svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var veiðigjaldið á síðasta yfirstandandi fiskveiðiári rúmlega þrír milljarðar króna en hækkar hins vegar í rúmlega níu milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Veiðigjald eftir heimahöfnum fiskiskipa á yfirstandandi fiskveiðiári (í krónum) Ve stm an na ey jar Re yk jav ík Gr ind av ík Ak ran es Ak ure yri Ne ska up sta ðu r Ho rna fjö rðu r Óla fsf jör ðu r Es kif jör ðu r Ha fna rfjö rðu r Da lvík 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 M ill jó ni r kr ón a 42 1. 11 5. 0 81 38 8. 85 8. 46 0 22 1. 33 3. 57 6 16 7. 96 9. 43 6 15 4. 43 5. 82 8 15 4. 31 2. 49 4 13 1. 35 3. 41 2 91 .9 30 .1 93 87 .3 45 .3 62 83 .3 92 .3 44 75 .0 88 .8 39 Veiðigjald » Gert er ráð fyrir að veiði- gjald hækki á næsta fisk- veiðiári í 9,1 milljarð króna frá því að vera þrír milljarðar á yf- irstandandi fiskveiðiári sam- kvæmt svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. » Fram kemur að miðað sé við sömu forsendur um afla, fram- legð og þorskígildisstuðla og við útreikning á áætluðu veiði- gjaldi á yfirstandandi ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.