Morgunblaðið - 05.12.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.12.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011 Hágæða gólfbón fyrir flest gólfefni - einfalt og fljótlegt í notkun! Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Áfangar - Vélaleiga Húsavíkur - Nesbakki - Skipavík - SR byggingavörur - Eyjatölvur - Miðstöðin - Óskaþrif Hólmavík - Pottar og prik - Núpur - Litaver - Byggt og búið Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is Nú er að undirbúa sig fyrir Ljósafoss- gönguna hinn 10. desember næst- komandi. Slatti af göngugörpum mun ganga alla leið á toppinn þar sem verður flaggað fyrir Ljósinu en flestir ganga frá svokölluðum Steini. Þaðan hefst aðalgangan um 16.30 en fólk getur líka sameinast göngunni hvar sem er á leiðinni. Allir þátttakendur eru beðnir að hafa meðferðis vasa / ennisljós eða kyndil á leiðinni niður í rökkrinu sem þá verður skollið á. En takmarkið er að búa til svokallaðan Ljósafoss frá toppi Esjunnar og niður að rótum. Nánari upplýsingar má nálgast á ljosid.org. Endilega … … skapið Ljósafoss niður Esju Morgunblaðið/Kristinn Ganga Göngugarpar lýsa upp Esjuna í Ljósafossgöngu niður Esjuna. Fátt er eins notalegt á köldum vetr- arkvöldum og að sitja inni og sýsla við handavinnu. Nú er rétti tíminn til að prjóna eða hekla eitthvað fallegt í jólapakkann. Elín nokkur er heklari með meiru og heldur úti skemmti- legu bloggi sem kallast Handóð. Hún byrjaði að hekla árið 1996 og er að mestu sjálflærð en hún skrifar um sjálfa sig að hún sé óhrædd við að prófa sig áfram. Handóð er hún líka og skrifar að sér leiðist ótrúlega sé hún ekki með heklið sitt í höndunum. Á síðunni má meðal annars sjá myndir úr garnleiðangri sem Elín fór í nýlega. Þar leiðbeinir hún lesendum sínum um úrval og verð í þeim versl- unum sem hún heimsótti. Einnig er þar að finna uppskriftir að því sem Elín hefur heklað og myndir með. Eitt sniðugt er fallegt hekl utan um krukkur sem hægt er að setja spritt- kerti ofan í. Lítil og sæt jólagjöf. Vefsíðan www.handod.blogspot.com Morgunblaðið/Eggert Skrautlegt Hér hefur verið heklað litríkt skraut utan um reiðhjól. Handóðir heklarar sameinist Nýreykt Benedikt Kristjánsson og dóttir hans, Rut Benediktsdóttir, með nautatungur. Atli Vigfússon laxam@simnet.is Ég reyki einungis við taðog það þarf helst að veratveggja ára,“ segir Bene-dikt Kristjánsson, bóndi á Hólmavaði í Aðaldal, sem kann tökin á því sem gera þarf í reykhús- inu til þess að þar verði til mikið góð- meti úr allskonar hráefni. Á Hólmavaði er mikil hefð fyrir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru enda voru faðir hans og afi þekktir fyrir að reykja betur en margir aðrir og fólk kom langt að til þess að fá reykt á Hólmavaði. Hangikjöt og nautatungur Þessa dagana er Benedikt að reykja, bæði fyrir sína fjölskyldu sem og ættingja og vini. Þetta er mikið verk því passa þarf eldinn vel og svo er misjafnt hvað hver tegund er reykt lengi og hve lengi sumt ligg- ur í salti. Í reykhúsinu gefur að líta bæði hangikjöt og hangibóga auk þess nautatungur, sperðla og m.fl. Mátulegur reykur Um árabil reykti Benedikt sviðahausa fyrir kunningja sinn og munu þeir vera herramannsmatur fyrir þá sem því venjast. Reyktar rúllupylsur eru líka vinsælar og eru þær góð nýting á slögum sem reynd- ar eru líka notuð í magála sem fólk borðar með laufabrauði á jólunum eða bara sem venjulegt álegg. Á seinni árum eru slögin oft notuð sem hráefni í bjúgu og sperðla, ýmist hökkuð eða brytjuð. Reyking á matvælum er í raun langur ferill þar sem stinga þarf út úr fjárhúsunum og síðan að þurrka taðið í góðu veðri að sumarlagi. Sum- ir reykja við fleira en taðið og nota viðargreinar svo sem birki og gulvíði til reykingarinnar og gefur það mjög góðan keim. Aðrir nota lyng sem þeir slá og þurrka að sumrinu og enn aðrir nota sag sem þeir setja á eld- inn. Þá er mikil yfirlega að passa reykinn þannig að hann sé mátuleg- ur og að hann gangi hægt og sígandi inn í kjötið og gefi gott bragð. Kofa- reyking er byggð á aldagömlum að- ferðum sem þjóðin hefur kunnað frá ómunatíð. Í dag alast ekki allir upp við þessa hefð eftir að þétt- býlismyndun varð svo mikil sem raun ber vitni. Á Hólmavaði koma heimakrakkarnir í reykhúsið eftir að skóla lýkur og finnst gaman að fylgj- ast með því sem fram fer. Og ef til Mjög matarlegt í reykhúsinu Á Hólmavaði í Aðaldal er mikil hefð fyrir reykingu matvæla. Bóndinn á bænum Benedikt Kristjánsson er nú önnum kafinn við að reykja hangikjöt, hangibóga, nautatungur og fleira fyrir fjölskyldu sína, ættingja og vini. Miklar breytingar eru ívændum á reglum ummerkingar matvæla.Að lokinni margra ára vinnu innan Evrópusambandsins við endurskoðun reglna um merk- ingar á matvælum er nú búið að gefa út reglugerðina „Food inform- ation to consumers“ eða „Upplýs- ingar um matvæli til neytenda“. Markmið reglnanna er að auðvelda neytendum að taka upplýsta ákvörðun við fæðuval með því að tryggja að mikilvægar upplýsingar sem tengjast heilnæmi, öryggi og innihaldi matvara birtist á við- unandi hátt á umbúðum og víðar. Reglugerðin verður tekin upp á Ís- landi á næstu misserum og mun þá koma í stað núverandi reglna um merkingu matvæla, merkingu nær- ingargildis o.fl. Í nýju reglunum er lögð áhersla á skýrari upplýsingar fyrir neyt- endur. Þar má nefna skilgreiningu lágmarksleturstærðar þess texta sem skylt er að merkja og áherslu á áberandi merkingu ofnæmis- og óþolsvalda í innihaldslýsingu. Lögð er áhersla á að neytendur hafi ít- arlegri upplýsingar en nú til að velja matvæli sem þeim henta. Sem dæmi verður skylt að merkja nær- ingargildi flestra pakkaðra mat- væla. Frestur til að uppfylla þá kröfu er 3-5 ár. Ísland getur ákveð- ið hvort og þá hvernig á að næring- argildismerkja matvæli í lausasölu, t.d. á veitingastöðum, í bakaríum og á salat- og sælgætisbörum. Með breytingunum verður erfiðara að villa um fyrir neytendum um inni- hald og samsetningu matvæla. Auð- velt á að vera að greina vörur sem eru eftirlíkingar, s.s. ostlíki því að í slíkum tilfellum eiga upplýsingar um staðgönguhráefni að koma fram í tilgreindri leturstærð í nánd við heiti vöru. Skylt verður að merkja Örugg matvæli – allra hagur Betri merkingar á mat Merkingar Í nýju reglunum er lögð áhersla á skýrari upplýsingar. Morgunblaðið/Kristinn Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.