Morgunblaðið - 05.12.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.12.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Arvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þingkosningar fóru fram í Rússlandi um helgina og skv. útgönguspá í gærkvöldi virtist Sameinað Rúss- land, flokkur forsætisráðherra landsins, Vladímírs Pútíns, hafa tap- að þónokkru fylgi frá síðustu kosn- ingum, árið 2007. Nýjustu tölur sýndu 49,7% fylgi við flokkinn en hann hlaut 64% atkvæða fyrir fjór- um árum. Allt stefndi því í að flokk- urinn missti s.k. stjórnarskrármeiri- hluta, tvo af hverjum þremur þingmönnum í neðri deild rússneska þingsins, Dúmunnar, þ.e. þann meirihluta sem þarf til að breyta stjórnarskrá landsins og lýsa yfir vantrausti á forseta. Rætist út- gönguspáin mun þingmannafjöldi flokksins fara úr 315 mönnum í 220 en 450 þingmenn eiga sæti í neðri deild Dúmunnar. Á vef fréttastöðvarinnar Sky var þetta sagt mikið högg fyrir Pútín og að litið væri á kosningarnar sem prófstein fyrir hann og flokk hans, hversu mikil tök hann hefði á þjóð- inni. Útgönguspárnar voru þó fleiri en ein og ein þeirra, gerð af samtök- unum VTSIOM, sýndi fylgi við Sam- einað Rússland upp á 48% og önnur 46% fylgi. Allar bentu spárnar þó til þess að flokkurinn missti stjórnar- skrármeirihlutann fyrrnefnda. Aðrir flokkar í framboði hafa sagt kosningarnar óréttlátar þar sem Sameinað Rússland njóti stuðn- ings víða að, bæði fjárhagslegs og í formi fjölmiðlaumfjöllunar. Þá höfðu einu sjálfstæðu samtökin í landinu sem sinna kosningaeftirliti, Golos, eða Röddin, skrásett 5.300 meint brot á kosningalögum í gær. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, sagði frá því í gærkvöldi að út- gönguspár sýndu 20% fylgi við Kommúnistaflokkinn. Varaformaður hans sagði flokkinn hafa fengið þús- undir símhringinga um meint kosn- ingabrot og svindl á fjölda kjörstaða og fréttamaður BBC í Moskvu sagð- ist hafa fengið margvíslegar fréttir af slíku svindli frá stjórnarandstöðu- flokkunum, m.a. þær að kjósendum væri greitt fyrir atkvæði. Þá var einnig greint frá því á vefnum að lög- reglan hefði handtekið 100 mótmæl- endur í miðborg Moskvu í gær. Reuters Högg Forsætisráðherrann Vladí- mír Pútín á kjörstað í gær. Sameinað Rússland tapar miklu fylgi  Útgönguspár í gærkvöldi bentu til þess að flokkur Pútíns missti stjórnarskrármeirihluta í neðri deild Dúmunnar Tvær sprengjur úr seinni heims- styrjöldinni voru gerðar óvirkar í borginni Koblenz í Þýskalandi í gær. Þær komu í ljós við bakka Rínar en langvarandi þurrkar hafa lækkað vatnsyfirborð árinnar töluvert und- anfarið. Nær helmingur íbúa borg- arinnar, um 45 þúsund manns, þurfti að yfirgefa heimili sín og aðra dval- arstaði og voru m.a. tvö sjúkrahús, sjö dvalarheimili fyrir aldraða og fangelsi rýmd. Aðgerðin var sú um- svifamesta í Þýskalandi frá árinu 1945, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Stærri sprengjan vó um 1,8 tonn en henni var varpað á borgina af breska flughernum á árunum 1943- 45. Sú minni vó 125 kg og var varpað af bandaríska flughernum. Um 600 tonn af virkum sprengjum finnast árlega í landinu. helgisnaer@mbl.is Hættuástand í Koblenz  Rýma þurfti svæði í tveggja km radíus frá sprengjum sem varpað var á borgina í seinni heimsstyrjöldinni Reuters Bið Vistmenn dvalarheimilis fyrir aldraða bíða þess að hættuástandi verði aflétt í Koblenz. Rýma þurfti stóran hluta borgarinnar í gær. Mikill fjöldi jólasveina kom saman í Greenwich- almenningsgarðinum í Lundúnum í gær, í skemmti- hlaupi sem blásið var til í góðgerðarskyni. Reyndar voru ekki eiginlegir jólasveinar á ferð heldur hlaupa- garpar í jólasveinabúningum, ýmist skeggjaðir eða skegglausir. Hvort konan fyrir miðju myndar var að hlusta á jólalög á hlaupunum fylgir ekki sögunni en kát var hún enda bráðskemmtilegt uppátæki. Reuters Jólasveinar á hlaupum í Lundúnum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Þetta hugtak Gamification er orðið hálfgert tískuorð, samt skilja ekki margir að fullu hvernig þessi nálgun virkar og um hvað gamification snýst,“ segir El- ísabet Grétars- dóttir, markaðs- sjtóri CCP, en hún hélt erindi um gamification á samkomu ÍMARK í liðinni viku. Ekki virðist enn hafa tekist að þýða hugtakið vel yfir á íslensku, en orðið gamification er dregið af enska orðinu „game“ og felst í sinni allra einföldustu mynd í því að gera leið- inlega hluti skemmtilega. „Gamific- ation er umfram allt markaðstæki og snýst um að beita þeirri nálgun að gera markaðsefni áhugaverðara fyr- ir neytendur með því að skapa virði fyrir þá gegnum afþreyingu eða skemmtun þegar markaðsefnisins er neytt,“ útskýrir Elísabet. „Mælingar gefa til kynna að meðalmanneskjan fái um 3.000 til 6.000 markaðsskila- boð á hverjum degi enda margir að reyna að ná til neytenda. Ein leiðin til að ná betur athygli fólks er að beita aðferðum gamification og standa þannig upp úr. Þegar vel tekst til verður hin jákvæða upplifun neytandans tengd beint við hegðun hans og þátttöku í því sem seljand- inn vill koma á framfæri, og það skapast sterk tilfinningaleg tengsl við markaðsefnið.“ Búa til upplifun Elísabet getur nefnt nokkur vel þekkt dæmi lesendum til glöggvun- ar: „Eitt þekktasta vörumerkið í dag sem notar þessa nálgun mjög vel er snjallsímavefurinn Foursquare, en í gegnum hann geta fyrirtæki beinlín- is verðlaunað neytendur fyrir að vera á ákveðnum stöðum. Það verður til skemmtileg keppni á milli fólks um að gera ákveðna hluti, sem selj- endur um leið sækjast eftir og njóta góðs af.“ Íslensk fyrirtæki segir Elísabet að hafi enn ekki tekið gamification í sína þjónustu nema að mjög litlu leyti. „Eitt dæmi er bókhaldsforritið Meniga, sem leyfir notendum að bera fjárhag sinn saman við meðaltöl allra annarra, með myndrænum hætti. Yfirleitt þykir það frekar leið- inlegt að sjá um bókhaldið, en með þessum samanburði verður til áhugaverðari upplifun,“ segir hún. „Annað mjög gott dæmi er Mottu- mars, þar sem verður til skemmtileg samfélagsleg upplifun í kringum ákveðinn hlut og stór hópur fólks dregst inn í uppátækið og tekur þátt með því að setja myndir af sér á net- ið eða minnir vini sína á að styrkja söfnunarátakið.“ Jákvæð hvatning Elísabet segir að mannskepnan hafi gaman af að leika sér og ef tekst að gera leiðinlega hluti skemmtilega í gegnum leik sé hægt að áorka mjög miklu og eigi við á flestum sviðum. „Það má t.d. ímynda sér banka sem nálgast viðskiptavini sína með því að gefa þeim stig fyrir að bæta fjár- hagslega heilsu sína. Að sitja fjár- málanámskeið eða leggja reglulega fyrir gæti þá hækkað fólk upp um „borð“ og skapað spennandi upplifun af annars lítt spennandi viðfangs- efni.“ Fræðin á bak við gamification seg- ir Elísabet að séu í senn flókin og einföld. „Gamification snýst um að nýta jákvæða innri og ytri hvatningu og skapa jákvæða skilyrðingu tengda ákveðinni hegðun. Það þarf hins vegar ekki að vera snúið verk fyrir flinkt markaðsfólk, sem kann skil á félags- og sálfræði, að beita grunnhugmyndum gamification í verkum sínum.“ Leiðinlegir hlutir gerðir skemmtilegir  „Gamification“ áhugaverð nálgun við markaðsstarf og jafnvel samfélagsmál  Skemmtun sterkt markaðstæki Elísabet Grétarsdóttir Morgunblaðið/Golli Kátína Elísabet segir Mottu-mars gott dæmi um hvernig skemmtileg iðja er notuð við markaðssetningu. Gamification nýtist ekki aðeins í markaðsstarfi. Elísabet segir þannig hægt að nota sömu lögmál í stjórnun, og ef vinnan er gerð að líflegum leik eigi starfsmenn oft auðveldara með að takast á við mikið álag og miklar kröfur. Það má jafnvel nota gamifica- tion til að búa til betra samfélag: „Gerð var áhugaverð tilraun í Sví- þjóð. Þar var markmiðið að draga úr umferðarhraða og úr varð, í stað þess að beita aðeins nei- kvæðum refsingum, að reyna já- kvæða leikjanálgun,“ segir El- ísabet en tilraunin fór þannig fram að hraðamyndavél fylgdist með umferð á vegarspotta, og tók mynd af þeim sem óku undir há- markshraða. Nokkrum metrum neðar á veginum fékk ökumað- urinn skilaboð sem óskuðu honum til hamingju og tilkynntu að hann væri kominn í happdrættispott verkefnisins, og voru vinnings- hafar síðan dregnir út. Útkoman varð sú að hraði bíla á veginum minnkaði um 22%.“ Elísabet segir bíla raunar gott dæmi um bæði neikvæðar og já- kvæðar afleiðingar leikja. „Því má halda fram að hraðamælirinn ýti í raun undir hraðan og orkufrekan akstur, því ef ekið er á hæfilegum hraða sýnir mælirinn ekki „fullt hús stiga“. Án vafa myndi það breyta aksturslaginu ef vísarnir í mælaborðinu gæfu þeim mun hærri „stig“ eftir því sem bílnum væri ekið af meiri skynsemi.“ Leikir sem bæta samfélagið NÁLGUN SEM MÁ NOTA VÍÐA Erlent

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.