Morgunblaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 16
Ingibjörg
Benediktsdóttir
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Dómarar Hæstaréttar Ís-lands kusu sér fyrir helginýjan forseta réttarins oghefur kjörið vakið spurn-
ingar. Þannig fór að Markús Sig-
urbjörnsson verður forseti frá 1. jan-
úar næstkomandi og Viðar Már
Matthíasson varaforseti. Kjör-
tímabilið verður að þessu sinni til 31.
desember 2016 en það var lengt úr
tveimur árum í fimm fyrr á þessu ári.
Spurningarnar tengjast þó síður kjör-
tímabilinu og lengd þess en heldur
niðurstöðu kjörsins.
Lengi hefur verið viðhöfð sú
regla að forsetaembættið hefur geng-
ið milli manna í réttinum í ágætu sam-
komulagi. Eins og sjá má af meðfylgj-
andi töflu hefði því að öllu eðlilegu
Garðar Gíslason átt að taka við emb-
ættinu um næstu áramót. Engar skýr-
ingar hafa hins vegar fengist á því
hvers vegna horfið hefur verið frá
venjunni og Þorsteinn A. Jónsson,
skrifstofustjóri Hæstaréttar, svaraði
ekki fyrirspurn Morgunblaðsins um
málið.
Ljóst er þó að kjörið er í höndum
dómaranna sjálfra og fer fram kosn-
ing á fundi þeirra. Ætti því að ríkja
samkomulag um breytinguna, að
minnsta kosti meðal meirihluta dóm-
ara.
Lengt að ósk Hæstaréttar
Hugsanlegt er þó að breytingin
tengist að einhverju leyti því að kjör-
tímabilið lengist úr tveimur árum í
fimm. Var það gert með breytingum á
lögum um dómstóla og frumvarp þess
efnis samþykkt á Alþingi í febrúar sl.
Var þá einnig samþykkt að fjölga
dómurum Hæstaréttar.
Raunar var þó ekki mælt fyrir
um lengra kjörtímabil í upphaflegu
frumvarpi en við meðferð málsins hjá
allsherjarnefnd var ákvæðinu bætt
inn í, að ósk Hæstaréttar. Í grein-
argerð allsherjarnefndar með breyt-
ingatillögunni segir að fulltrúi Hæsta-
réttar hafi greint nefndinni frá því, að
umfang embættisins muni aukast með
fjölgun dómara og annars starfsfólks.
Auk þess myndi lenging starfstíma
forseta hafa í för með sér meiri festu í
starfi viðkomandi forseta og meiri lík-
ur á að hann gæti sinnt tímafrekari
stjórnunarverkefnum.
Ekki var einhugur um þessa
breytingu meðal þingmanna og tveir
þingmenn Sjálfstæðisflokks, Birgir
Ármannsson og Sigurður Kári Krist-
jánsson, höfðu sig nokkuð í frammi
vegna hennar. „Ég verð satt að segja
að játa að mér finnst algjörlega
skorta á rökstuðning fyrir þessari
breytingu. Hún var ekki í frumvarpi
því sem lagt var fyrir á þingi og sent
út til umsagnar, var ekki í tillögum
starfshópsins sem vann á vegum
ráðuneytisins á síðasta ári og var ekki
í frumvarpi um breytingu á dóm-
stólalögum sem lagt var fyrir þingið
og fékk umfjöllun í fyrravetur þótt
það yrði ekki að lögum,“ sagði Birgir
og sagðist ekki sannfærður um rétt-
mæti breytingarinnar. „Þarna er með
einhverjum hætti verið að breyta því
og gefa því meira vægi eða sterkari
stöðu – ég veit ekki hvernig á að túlka
það – án þess endilega að það sé rök-
stutt sérstaklega.“
Róbert Marshall, þáverandi for-
maður allsherjarnefndar, svaraði
Birgi þó með því að eftir að hafa
skoðað málið væri ekki annað
hægt en að fallast á sjónarmið
réttarins „[U]mfang þessa
starfs er að taka miklum
breytingum. Það er að verða
meira að vöxtum og þess
vegna er gripið til þessa. Það
er að tillögu réttarins sjálfs að
þetta er gert á þennan veg.“
Hæstiréttur bregður
af venju í forsetakjöri
Forsetar og varaforsetar Hæstaréttar
Ár Forseti Hæstaréttar Varaforseti Hæstaréttar
1999 Pétur Kr. Hafstein Garðar Gíslason
2000 Garðar Gíslason Guðrún Erlendsdóttir
2001 Garðar Gíslason Guðrún Erlendsdóttir
2002 Guðrún Erlendsdóttir Markús Sigurbjörnsson
2003 Guðrún Erlendsdóttir Markús Sigurbjörnsson
2004 Markús Sigurbjörnsson Gunnlaugur Claessen
2005 Markús Sigurbjörnsson Gunnlaugur Claessen
2006 Gunnlaugur Claessen Hrafn Bragason
2007 Gunnlaugur Claessen Hrafn Bragason1)
Árni Kolbeinsson2)
2008 Árni Kolbeinsson Ingibjörg Benediktsdóttir
2009 Árni Kobleinsson Ingibjörg Benediktsdóttir
2010 Ingibjörg Benediktsdóttir Garðar Gíslason
2011 Ingibjörg Benediktsdóttir Garðar Gíslason
2012 Markús Sigurbjörnsson Viðar Már Matthíasson
1) til 31. ágúst 2) frá 1. september til 31. desember.
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Angela Mer-kel, kansl-ari Þýska-
lands, varaði við
því í ræðu á þýska
þinginu á föstudag
að ríki á evrusvæð-
inu mundu þurfa að taka á sig
skerðingu fullveldis. Merkel
hefur hafnað skammtíma-
lausnum á borð við þær að
leyfa Seðlabanka Evrópu að
grípa í stórum stíl inn í skulda-
bréfamarkaðinn með kaupum
á bréfum sem aðrir vilja ekki
eiga, líkt og Nicolas Sarkozy,
forseti Frakklands, hefur lagt
til. Merkel telur að eina leiðin
sé að færa fullveldi ríkja í
verulegum mæli frá ríkjunum
sjálfum og til leiðtoga Evrópu-
sambandsins. Um þetta síð-
astnefnda er raunar enginn
ágreiningur meðal þeirra sem
mest áhrif hafa á evrusvæð-
inu, umræðan snýst aðallega
um hvort, eða öllu heldur
hversu miklar, skammtíma-
aðgerðir eigi að fara fram áður
en að afsali fullveldisins kem-
ur, eða samhliða því afsali.
Allir virðast líka orðnir
sammála um að evran sé orðin
slíkt vandamál að alls óvíst sé
að unnt sé að bjarga henni,
jafnvel þó að gripið verði til
ýtrustu aðgerða. Fari svo eru
vaxandi áhyggjur af afleiðing-
unum. The Wall Street Journ-
al skrifar til að mynda að ef til
vill dugi aðgerðirnar ekki og
fari svo sé talið fullvíst innan
stjórnkerfisins í Þýskalandi að
bylgja þjóðargjaldþrota fari
yfir evrusvæðið, sem gæti
hrundið Evrópu inn í kreppu
og haft neikvæð áhrif á efna-
hag heimsins.
Í lok þessarar viku munu
Merkel og Sarkozy reyna að
ná fram breyt-
ingum á stjórn-
skipulagi evru-
svæðisins í þeirri
von að það verði til
þess að markaðir á
svæðinu fari að
vinna eins og þeim er ætlað.
Enginn veit hvernig fer en all-
ir vita að niðurstaðan ræðst af
því samkomulagi sem Merkel
og Sarkozy ná. Önnur ríki
skipta litlu sem engu máli í
þessu sambandi og áhrif
þeirra á gang mála eru, þegar
á reynir, nánast engin. Þó er
verið að fjalla um mögulegt
þjóðargjaldþrot þessara ríkja,
afsal þeirra á fullveldi sínu og
líklega verulega skerðingu á
lífskjörum íbúa margra þeirra.
Ríkisstjórn Íslands hefur
ekki enn gert neitt með það að
innan Evrópusambandsins
leikur allt á reiðiskjálfi og þá
ekki síst á evrusvæðinu. Þang-
að alla leið ætlar ríkisstjórnin
með Ísland ef hún hefur styrk
til og ef henni endist örendið.
Og ríkisstjórnin lætur sér
fátt um finnast þó að Evrópu-
sambandið sé að gerbreytast
frá því hún vélaði út samþykkt
fyrir því að sækja um aðild og
gerir ekkert með það þó að
hún hafi enga heimild fengið
til að sækja um aðild að því
sambandsríki sem Evrópu-
sambandið, eða í það minnsta
evrusvæðið, virðist vera að
breytast í. Umsóknarferlinu
ætti að vera sjálfhætt þegar
aðstæður hafa breyst svo mjög
innan Evrópusambandsins, en
af einhverjum ástæðum anar
ríkisstjórnin áfram án þess að
útskýra með hvaða rökum hún
er að reyna að þröngva Íslandi
inn í hið verðandi sam-
bandsríki.
Evrópusambandið
færist nær sam-
bandsríki, en hvers
vegna eltir Ísland?}
Ögurstund nálgast
Í Bretlandi erhefð fyrir því
að forsætisráð-
herrann notfæri
sér þingrofsheim-
ildina og efni til
kosninga á seinni
hluta kjörtímabils,
þegar sæmilega stendur í hans
pólitíska ból. Kosningar fara
þá fram þremur vikum síðar.
Forsætisráðherra hefur sam-
bærilegan rétt á Íslandi. En
ekki hefur tíðkast að nota
hann með sama hætti, þótt
umræða um þingrof og kosn-
ingar hafi vissulega átt sér
stað innan samsteypustjórna
hér á landi. Hefðin er önnur
hér og líklegt að flokks-
pólitískt þingrof myndi mæl-
ast illa fyrir. Við bætist að
nærri átta vikur tekur að
koma kosningum á
og margt breytist
á svo löngum tíma.
Kosningaþreyta er
fljót að grípa um
sig hér á landi. Það
er umhugsunar-
efni þegar horft er
til Bandaríkjanna, þar sem
baráttan fyrir forsetakosn-
ingar stendur í tæp tvö ár. Og
eins hitt hve þetta fjölmenna
og þróttmikla lýðræðisríki
nær lítilli þátttöku, þrátt fyrir
langa og mikla kosningabar-
áttu. Og eins hitt, hvað úrtak
frambjóðenda er oft dapur-
legt, úr svo miklu úrvali, eins
og verður að segja um þann
hóp sem repúblikanar hafa
kynnt núna, einmitt þegar
vinningslíkur þeirra virtust
vænlegar.
Íslendingar myndu
engjast um af kosn-
ingaleiða byggju
þeir við bandarískan
veruleika}
Ólíkar kosningahefðir
Þ
essi bók er „fágæti“ segja sérfræð-
ingarnir.“ Þannig hljóðaði kveðjan
sem fylgdi bókinni Nútíma mann-
líf og kvæðin eftir Guðmund Har-
aldsson frá árinu 1974.
Forvitnilegt er að virða fyrir sér höfundinn
á forsíðu bókarinnar. Það leynir sér ekki að
manninum liggur mikið á hjarta, hann horfir
hvössu og einbeittu augnaráði framhjá lesand-
anum og að því er virðist út í myrkrið. Sex-
pensarinn, yfirvaraskeggið og bindisnælan allt
til marks um að hann ræktar sína sérvisku.
Bragi Kristjónsson bóksali gerir honum skil
í minningargrein í Morgunblaðinu árið 1995,
sem birt er í nýútkominni bók með greinasafni
hans Sómamenn og fleira fólk, en þar stendur:
„Hann var alla ævi sína örsnauður alþýðumað-
ur, eignaðist ekki svo mikið sem kaffikönnu
um dagana og vann framundir fimmtugt sem bygging-
arverkamaður, togarasjómaður í Hvítahafinu, teppabank-
ari og eyrarkarl.“
Guðmundur var sannarlega merkilegur karl enda frá
Merkisteini á Eyrarbakka. Það segir sína sögu að hann
tók ofan hatt sinn þegar hann mætti eldri konum á göngu
og var „alla tíð dálítið hneigður fyrir kvenfólk“, að því er
fram kemur í viðtali Guðmundar Daníelssonar í upphafi
bókarinnar, „ekki síst búlduleitar stúlkur, dökkhærðar“.
Óhætt er að fullyrða um Guðmund að hann kunni sig.
Það sést glöggt á þessu safni greina og ljóða úr ýmsum
smábókum, sem Guðmundur sendi frá sér um dagana, til
að mynda ljóðinu „Ort fyrir prentara“ frá árinu 1972:
Gaman er að herrum þeim,
sem prenta góðar bækur,
sem ritlingana
– þess – gefur oft góðan kostinn,
handa þeim mörgu lesendum.
Skáldskapur Guðmundar er lofsamlegur um
menn og málefni og stíllinn áreynslulaus prósi
eða atómkveðskapur, „stórhreinlegur naív-
ismi“ eins og Bragi orðar það, en svo eru þar
líka ádrepur eins og Skattavísan 1972:
Margt er það sem heyrir manninum til
með skattafargani sínu …
En skemmtilegast þykir mér að lesa rann-
sóknir Guðmundar á mannlífinu, sem skráðar
eru af undanbragðalausri nákvæmni og stæla-
laust, hvort sem hann tekur fyrir lífstykkja-
saumastofu eða niðulagningariðjur á Vest-
fjörðum: „Já, t.d. humarinn og rækjurnar, sem er svo
rómað ofan á brauðsneiðar, bæði á kaffistofum, sem og í
afmælum, og er þessi iðnaður búinn að starfa í um 20 ár
eða svo og er engin skömm að því arna.“
Í lok minningargreinar Braga stendur: „Líf Guðmundar
Haraldssonar sagnahöfundar leið um dal og hól án þess að
hann nokkru sinni léti illt af sér leiða. Þegar hann kvaddi
viðmælendur á mannamótum eða gatnamótum, mælti
hann jafnan: „A-allt í haginn.““
Ekki þarf alltaf að ganga mikið á í lífinu til þess að skrif-
að sé um það. Bókin um Guðmund er fágæt eins og mað-
urinn sjálfur – og kveðjan heyrist varla lengur:
A-allt í haginn. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
A-allt í haginn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. dóm-
stólalaga fer forseti með yfir-
stjórn Hæstaréttar. Hann stýrir
meðal annars þeirri starfsemi
Hæstaréttar sem er ekki hluti af
meðferð máls fyrir dómi, skiptir
verkum milli dómara og annarra
starfsmanna og fer með agavald
yfir þeim.
Forseti Hæstaréttar ber
ábyrgð á rekstri réttarins og fjár-
reiðum og kemur fram af hálfu
dómstólsins út á við, auk þess
að gegna þeim sérstöku
störfum sem mælt er fyrir
um í öðrum lögum.
Þá sinnir hann dóm-
störfum jafnt og aðrir
dómarar þrátt fyrir að
sinna einnig starfi for-
seta réttarins.
Núverandi forseti
Hæstaréttar er Ingi-
björg Benediktsdóttir.
Forseti fer
með agavald
STARF FORSETANS