Morgunblaðið - 05.12.2011, Síða 18

Morgunblaðið - 05.12.2011, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011 Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Á aðventu verða óeigingjörn störf sjálf- boðaliða oft áberandi. Með því að annast samfélagsverkefni og stuðla að breytingum leggja sjálfboðaliðar sitt af mörkum til að lina þjáningar og bæta mannlífið um leið og þeir sjálfir öðlast færni, byggja upp sjálfstraust og öðlast oft nýja lífssýn sem breytir lífi þeirra sjálfra. M.ö.o. sjálf- boðaliðar vinna að því að bæta líf annarra, en bæta sitt eigið um leið. Sjálfboðastörf eru mjög fjölbreytt og má þar nefna störf skáta- foringja, björg- unarsveitafólks, heim- sóknavina RKÍ, og foreldrafélaga, svo eitthvað sé nefnt. En svo má ekki gleyma sjálf- boðnum góðverkum eins og að moka snjó af tröppum nágrannans, aðstoða bílstjóra bilaðra bifreiða eða hjálpa aldraðri konu yfir götu, svo notað sé þekktasta dæmið um góðverk skáta. Þá þarf að hafa í huga að mikið af sjálfboðastarfi er unnið utan formlegra samtaka og margir líta aldrei á sig sem sjálf- boðaliða þrátt fyrir að sinna verk- efnum sem hvorki er lögboðin né atvinnutengd skylda þeirra. Í dag er ekki litið á störf sjálf- boðaliða sem ófagleg tóm- stundastörf heldur eru gerðar ríkar faglegar kröfur til þessara starfa. Óhætt er að segja að í flestum til- fellum standa sjálfboðaliðar undir þeim kröfum. Í mörgum tilfellum standast sjálfboðaliðar fyllilega samanburð við fólk sem hefur at- vinnu af sambærilegum störfum. Sjálfboðaliðar leita í auknum mæli í ögrandi og krefjandi verkefni sem veita þeim sjálfum lífsfyllingu og samfélagið verður að styðja þá í þeirri viðleitni til að tryggja áfram- haldandi viðgang sjálfboðaliða- starfs. Við mat á gildi sjálfboðaliðastarfs tel ég rangt að reyna að meta það til fjár með því að telja vinnustund- ir sjálfboðaliða og margfalda þær með einhverju tímakaupi. Það er gert lítið úr mikilvægi sjálfboða- starfs með því að setja á það efnahagslegan mælikvarða. Réttara er að meta framlag sjálfboðaliða í sam- félaginu sem lykilinn að lifandi og gefandi þjóðfélagi. Enda hvernig getum við sett fjárhagslegan mæli- kvarða á störf venju- legs fólks sem er að gera óvenjulega og ótrúlega hluti? Sjálf- boðaliðastörf eru ekki ólaunuð vegna þess að þau séu einskis virði, heldur vegna þess að þau eru ómetanleg. Skátahreyfingin byggir starf sitt að öllu leyti á sjálf- boðaliðum. Þetta eru sjálfboðaliðar sem vinna með börnum og ungmennum á vettvangi skátastarfsins. Við köll- um þá í daglegu tali skátaforingja. Þetta eru sjálfboðaliðar af alveg sérstakri tegund því þeir hafa tekið að sér langtímaverkefni við uppeldi skátanna. Svo eru aðrir sjálf- boðaliðar sem sinna meira umgjörð skátastarfsins, sjá til þess að að- staða sé fyrir hendi á hverjum stað til að taka á móti þeim börnum og ungmennum sem vilja taka þátt í skátastarfinu eða taka þátt í und- irbúningi og framkvæmd stórra viðburða eins og Landsmóts skáta. Skátahreyfinguna vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða til starfa við margvísleg og spennandi verkefni. Það er engin nauðsyn að hafa verið skáti á unga aldri til þess að koma og taka þátt, áhugi á verkefninu er allt sem þarf. Hugsaðu málið og hafðu samband ef þú vilt leggja þitt lóð á vogarskálarnar. Í dag 5. desember, á degi sjálf- boðaliðans, vil ég þakka ykkur öll- um sem á liðnu ári hafið sinnt sjálf- boðastörfum, smáum sem stórum og á ólíkum sviðum, fyrir ykkar framlag. Án þess væri Ísland stórum fátækara. Sjálfboðastörf verða ekki metin til fjár Eftir Braga Björnsson » Sjálfboða- liðastörf eru ekki ólaunuð vegna þess að þau séu einskis virði, heldur vegna þess að þau eru ómet- anleg. Bragi Björnsson Höfundur er skátahöfðingi Íslands og sjálfboðaliði. Einhverjir afkasta- mestu pennar um þess- ar mundir eru þeir Örn Sigurðsson arkitekt og Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur. Þeir eru því miður einnig mestu staðreyndafælur sem uppi hafa verið um langt skeið. Um það vitna ótrúlegar steypu- framkvæmdir þeirra á ritvellinum varðandi sjúkraflug og Reykjavíkurflugvöll gegnum tíðina. Hinn 23.11. sl. birti Mbl. grein eftir þá þar sem þeir agnúast út í grein eft- ir mig sem skömmu áður kom í sama blaði og taka til sín það sem ég sagði um linnulausan áróður ýmissa aðilja syðra gegn framkvæmdum á lands- byggðinni, sem og gegn hagsmunum hennar. Ekkert nefndi ég þessa lagsmenn né samtök þau sem þeir tala oft fyrir (Betri byggð) en mikið er ánægjulegt þegar þeir kannast við skömmina sem eiga hana. Skemmst er frá að segja að þeir Örn og Gunnar stað- festa í ritsmíð sinni allt það sem ég gagnrýndi í grein minni, út í hörgul. Þeir byrja grein þessa á að sverja af sér að vera andstæðingar lands- byggðarinnar, en síðan gengur grein- in öll út á að hygla höfuðborginni á kostnað landsbyggðarinnar sbr.: „Eðli málsins samkvæmt er þjóð- hagslega arðsamara að fara í endur- bætur á þjóðvegakerfinu á þessu svæði heldur en annars staðar á land- inu.“ Það á sem sé að merkja að fram- kvæmdir á vegakerfi landsmanna eiga að einskorðast við suðvestur- hornið. Samt afhjúpa þeir óvart eina staðreynd sem vinnur gegn málstað þeirra, þegar þeir greina frá því að á svæðinu frá Borgarnesi að Þjórsá búi um 80% landsmanna og þar séu um 80% ekinna km á ári hverju í landinu, en samt verði þar að- eins um 70% alvarlegra umferðarslysa! Sitjum ekki við hin, þessi 20% landsmanna með u.þ.b. 20% ekinna km, þar með uppi með mun meira hlutfall slysa m.v. höfðatölu eða 30%? Og sýnir það þá ekki ein- mitt þörfina fyrir þær úrbætur sem kallað er eftir á vegakerfi lands- ins, utan suðvestur- hornsins? Þ.e.a.s. fari þeir rétt með þessar hlutfallstölur en það væri nú ánægjuleg nýlunda hjá þeim. Kjarninn í öllum þeirra skrifum hefur hins vegar ævinlega byggst á því að agnúast út í veru flugvallarins okkar að Gnarrarstöðum. Þeim mál- flutningi ber að taka með þeim fyrir- vara að þeir fá alltaf dollaramerki í augun þegar þeir líta ofan í Vatns- mýrina. Þeir vilja byggja. Og það stórt. 45.000 manna byggð, hvorki meira né minna, var einhvern tímann í kortunum hjá þeim. Ofan í Vatns- mýrinni. Sem hlýtur að þýða að þarna á að stappa fólki eins og í Hong Kong! Sjáið þið til, ætli Vatnsmýrin nái að teljast fimmtungur af umfangi Akur- eyrarbæjar, sem er þó sæmilega þétt 17.000 manna byggð? Miklu púðri eyða þessir heiðursmenn í að tönnlast á því að flugvöllurinn valdi „stjórn- lausri útþenslu byggðar“, en í því sambandi langar mig að rifja upp orð Ómars nokkurs Ragnarssonar, sem félagarnir hafa ekki svarað efnislega þrátt fyrir að hafa þó staðið í orða- skaki við hann á síðum Fbl. undan- farið: „Á höfuðborgarsvæðinu austan Elliðaáa og sunnan Fossvogs búa nú um 130 þúsund manns. Hefðu þeir allir komist fyrir í Vatnsmýrinni?“ Þá vil ég einnig benda á að eftir að hafa alist upp í Mosfellsbæ (þá -sveit) og þekkjandi einnig til á Kjalarnesi og jafnvel í Kjós, get ég vitnað um að gamlir grannar mínir og vinir og vandamenn á þessum slóðum telja það hreint ekki til ókosta að búa svo- lítið utan við sjálfa borgina. Enda hafa víst flestir valið sér þessa búsetu án sértækrar hjálpar arkitekta, verk- fræðinga og Betri byggðar. Í grein sinni flagga félagarnir skýrslu ParX, sem unnin var fyrir samgönguráðherra 2007 þar sem ku standa að það kosti þjóðarbúið a.m.k. 3,5 milljarða á ári að hafa ekki byggð í Vatnsmýrinni, á verðlagi 2005. Svo bæta þeir við: „Aðrir telja að tap þjóðarbúsins sé a.m.k. fjórfalt eða um 14 milljarðar kr. á ári.“ Lesendur góðir, þessir „aðrir“ í þessari til- vitnun eru raunar greinarhöfund- arnir sjálfir. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem opinberar tölur er varða meinta óhagkvæmni af tilvist Vatnsmýrarflugvallar fá á sig einhvern óútskýrðan margföld- unarstuðul í meðförum þessara snill- inga. Forsendur þessara stökkbreyt- inga á tölunum hafa þó aldrei birst í skrifum þeirra. Ekki nokkurn tím- ann. Og seint virðast þeir ætla að láta af þeim plagsið að meta þessi meintu verðmæti landsins í Vatnsmýrinni (sem einnig hafa tekið stökkbreyt- ingum hjá þeim) ofar mannslífum, þar sem sjúkraflugið á í hlut. Og vel á minnst, ekki er heldur gert ráð fyrir þeim þætti í áðurnefndri skýrslu ParX. Þeim Gunnari og Erni virðist ómögulegt að haga málflutningi sín- um þannig að þeir rýri ekki eigin trú- verðugleika nánast í hverju orði. Eitt eftirminnilegt dæmi um þetta birtist í Mbl. þ. 8. jan. 2010 þar sem þeir skrifa ásamt með Einari nokkrum Ei- ríkssyni og þar kalla þeir sjúkraflug- sþjónustuna „þrönga sérhagsmuni“. Þarf frekari vitnanna við? Ísland vs Reykjavík Eftir Þorkel Á. Jóhannsson »Mikið er ánægjulegt þegar þeir kannast við skömmina sem eiga hana. Þorkell Á. Jóhannsson Höfundur er flugmaður, búsettur á Akureyri. Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða sam- taka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr felli- glugganum. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem send- ar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina Bréf til blaðsins Gamall maður reið fram hjá rauðum steini í heimtröðinni. Hann horfði á steininn en nennti ekki af baki og reið heim. Um nóttina gat gamli maðurinn ekki sofnað, honum varð svo hugsað um rauða steininn. Morguninn eftir spennti hann á klárinn og ætl- aði að sækja steininn en þá var hann farinn. Í dag erum við í hlutverki gamla manns- ins, við búum við næg tæki- færi en sóum tímanum, og lát- um fólk á atvinnuleysisbætur í stað þess að skapa því vinnu. Það verður hlutverk sagn- fræðinga og sálfræðinga framtíðarinnar að finna út úr því hvað þeim hjúum Stein- grími og Jóhönnu gengur til. Einhvern veginn er það þann- ig að það snýst allt í hönd- unum á þessu fólki, það er ekkert að marka hvað það segir. Þau hjú reyndu hvað þau gátu til að telja okkur trú um að ef við samþykktum ekki Icesave ruglið færi hér allt á hausinn samstundis. Enginn tæki mark á Íslend- ingum framar ef þeir sam- þykktu ekki þessa eignaupp- töku, vegna óreiðumanna. Annað hefur komið á daginn, allar þjóðir treysta Íslend- ingum, fyrir utan þau skötuhjú sem enginn treystir lengur. Glundroðakenningin Margir hafa haldið því fram að það væri vonlaust að vinstri menn gætu stjórnað landinu og því hefur verið haldið fram að slík stjórn myndi koma á algjörum glundroða hjá þjóð- inni. Ja, oft ratast kjöf- tugum satt á munn. Hér í þjóð- félaginu ríkir algjör glundroði, sama hvert litið er. Þessi stjórn er búin að vega svo að þegnunum að mat- arbiðraðir hér eru orðnar lengri en á Kúbu. Heilbrigð- iskerfið sem var það besta í heimi er lamað, það mun taka áratugi að byggja það upp aft- ur. Skólaganga er stórskert, sem með tímanum mun kosta það að menntunarstig þjóð- arinnar mun líkjast því sem við þekkjum í þróunarríkj- unum. Það sem þó er alvarlegast er að við nýtum ekki auðlindir okkar sem eru þó það eina sem getur komið okkur til bjargar. Þessi ríkisstjórn vildi ekki stóriðju, hún vildi eitt- hvað annað eins og hjúin boð- uðu. Nú höfum við það, þetta eitthvað annað eru atvinnu- leysisbætur. Verst af öllu er þó að það eina sem er að ganga virkilega vel, og heldur lífinu í okkur Íslendingum, sjávarútvegurinn, er í miðri skotskífu ríkisstjórnarinnar, sem rífst nú yfir því hvernig er hægt að knésetja hann á sem allra skemmstum tíma. Er ekki kominn tími til að stoppa þennan sandkassaleik? ÓMAR SIGURÐSSON, skipstjóri. Helreiðin Frá Ómari Sigurðssyni Ómar Sigurðsson Íslendingar hafa aldrei og munu aldrei geta stjórnað sér sjálfir. Kannski hafa samfylking- armenn og aðrir ESB-sinnar áttað sig á þessu, og það sé ástæðan fyrir því að þeir vilja endilega flytja yfirstjórn landsins til Brussel og Berlínar. Í gegnum söguna má sjá að það hafa alltaf verið margir smákóngar á Íslandi. Á öldum áður voru málin gerð upp með mannvígum, þ.e. að höggva mann og annan. Í dag nota menn ekki svo róttæk- ar aðferðir, heldur láta nægja að reyta mannorðið hver af öðrum. Ég tel að alveg frá lýðveldisstofnun a.m.k. hafi landinu verið illa stjórnað. Mér finnst það einsýnt að fjórflokkurinn svokallaði virðir hagsmuni þjóð- arinnar að vettugi. Flokkar þessir, Sjálfstæð- isflokkur, Framsóknarflokkur og forverar Sam- fylkingar og VG, hafa verið við stjórnvölinn allan lýðveldistímann, lengst Sjálfstæðis- og Framsókn. Þetta eru fyrst og fremst stofnanir sem eru í sér- hagsmunagæslu, sama hvert nafnið á flokknum er. Á meðan við vorum undir dönskum höfðum við bara einn kóng í einu, en eftir lýðveldisstofnun spruttu aftur upp ótal smákóngar sem allir vildu ráða. Og ekki er ástandið betra í dag; smákóng- arnir eru svo margir að það tekst aldrei samstaða um að gera eitthvað af viti, þjóðinni í hag. Stund- um lítur út fyrir, þegar nýtt fólk býður sig fram, að það hafi góðan ásetning og ætli að gera góða hluti. En um leið og það kemst inn á þing er það orðið hluti af grámygluðum stofnunum sem kalla sig stjórnmálaflokka. Þannig mun aldrei neitt breyt- ast á Íslandi meðan þessi skrímsli eru allsráðandi, og hugsa fyrst og fremst um eigin hag og þeirra aðila sem moka í þau peningum. Enginn af þessum svokallaða fjórflokki er hæfur til að stjórna. Það gerir smákóngastríð og rótgróin spilling. Kannski eigum við ekkert betra skilið. Ís- lensk þjóðarsál er ekki til, þjóðarheild er ekki til. Aðeins fullt af smákóngum, sem allir vilja ráða og haga hlutunum eftir sínu höfði. ÓSKAR AÐALGEIR ÓSKARSSON verslunarmaður. Smákóngaríkið Ísland Frá Óskari Aðalgeiri Óskarssyni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.