Morgunblaðið - 05.12.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 05.12.2011, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011 ✝ Auður Ey-vinds fæddist í Reykjavík 30. september 1969. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 24. nóv- ember 2011. Foreldrar hennar voru Þórður Ingi Ey- vinds, f. 18. febr- úar 1922, d. 9. september 1979 og Magnea Elísabet Helgadóttir, f. 11. apríl 1929, d. 19. október 2001. Systkini Auðar eru 1) Helgi, f. 10. desember 1950. Fyrrverandi eiginkona hans er Sigurrós Halldórsdóttir og Börn Auðar og fyrrverandi eiginmanns hennar, Þorkels Sigurgeirssonar, f. 20. júní 1970, eru Sigurgeir Ingi, f. 13. apríl 1993, Elísabet Sól, f. 25. júní 1999 og Ísak Dagur, f. 17. ágúst 2007. Sambýlis- kona Þorkels er Guðný Jóns- dóttir. Foreldrar Þorkels eru Freygerður Pálmadóttir, f. 15. nóvember 1943 og Sig- urgeir Þorkelsson, f. 5. mars 1939. Auður lauk viðskiptafræði frá Háskóla Ísland árið 1995. Hún starfaði hjá Vegagerð- inni undanfarin 7 ár en þar á undan starfaði hún hjá Flug- málastjórn og í Samgöngu- málaráðuneytinu. Útför Auðar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 5. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. þeirra synir eru Arnar, Ívar, Sæv- ar og Rúnar. 2) Ingibjörg, f. 6. september 1953, d. 22. júní 1954. 3) Magnea Ingi- björg, f. 9. júní 1955, d. 10. júní 2000. Eiginmaður hennar var Sæ- mundur Runólfs- son og þeirra börn eru Inga Rún og Run- ólfur. Seinni kona Sæmundar er Kristín Svavarsdóttir. 4) Elín Anna, f. 3. september 1956. 5) Sveinn Friðrik, f. 27. október 1961, d. 2. desember 1978. Elsku mamma. Þó að ég myndi finna hvert einasta jákvæða lýsingarorð orðabókarinnar og setja það í efsta stig myndi það ekki nægja til að lýsa þér. Fallegust, frábær- ust, þetta er einfaldlega ekki nóg. Á sama hátt er ómögulegt að ætla að gera grein fyrir minning- um um góðar stundir sem við höfum átt saman í þessari grein. Til þess er einfaldega ekki nægt pláss. Saga þín er baráttusaga kven- hetju. Hetju sem þurfti að heyja ótalmarga erfiða bardaga en kom alltaf sterkari til baka, hetju sem sigraðist á öllum hindrunum. Að lokum kom þó óyfirstíganleg hindrun, bardagi sem engin hetja gat unnið. Ég veit samt að það er ekki til ein einasta mannvera sem hefði staðið sig betur en þú gerðir. Sterka hetjan mín. Betri fyrirmynd en þig er ekki hægt að hafa. Þó að þú sért nú farin muntu lifa áfram í minningum mínum. Ég hélt að ég myndi alltaf fá að hafa þig hjá mér. Að ég myndi alltaf geta leitað til þín og þegið af þér góð ráð og kannski knús. Við fengum ekki langan tíma saman og það er fátt sem ég óska heitar en að þú hefðir getað fylgt okkur lengra á lífsins leið. Ég er þó óendanlega þakklátur fyrir þann tíma sem við fengum. Að hafa að þekkt þig og elskað hefur verið mér hinn mesti auður. Þinn elskulegi sonur, Sigurgeir Ingi. Elsku mamma mín lést 24. nóvember um nóttina, kl. 01:15. Hún lést af sjúkdómi sem hún var búin að berjast við í næstum eitt ár. Sjúkdómurinn sem hún var með var krabbamein. Krabbameinið dreifðist og dreifðist, það var komið í lungun, nýrun, lifrina og beinin. Hún var mjög sterk, góð, fynd- in, skemmtileg og ólýsanleg. Þeir sem þekktu hana voru heppnir að fá að kynnast henni. Hún var svo falleg, jafnvel með sjúkdóminn. Hárið hennar var svo þykkt að hún var ennþá með það þegar hún lést. Við héldum öll að það myndi fara af út af lyfjunum, en nei, nei, það fór kannski helming- urinn en samt var hún falleg eins og engill. Og nú er hún virkilega engill, engillinn sem fylgist með okkur öllum. Ást mín til hennar mun aldrei hverfa né dofna. Ég hugsa til hennar á hverjum degi, ég bið til hennar hverja nótt. Segi t.d. fyndnar sögur, skemmtilegar eða bara allskonar sögur. T.d. um fyndnu hlutina sem gerast hjá okkur fjölskyldunni. Við munum alltaf hugsa til þín, elskulega mamma mín. Kossinn þinn minnir mig á kossinn minn, ég þarf að fá þann koss á kinn ég leita og leita en ei ég finn. Allar stelpur þurfa á mömmu að halda, með heita húð en ei kalda, nú er húð þín köld og líkaminn hefur engin völd. En ég dýrka og dái alla okkar tíma, og suma tíma sem við þurftum við að glíma, nú þarf ég að búa til nýjan tíma en ég geymi ennþá þá gömlu góðu tíma, en núna er það framtíðin, bless, bless fortíðin. En fortíðin geymist öll í einum stórum geymslusal, sumir segja að það sé heilinn fyrir mér er það hjartað. Það er það bjarta eins og ljósið, ljósið sem við förum öll í á endanum. En verið ei hrædd, til þess vorum við fædd allir lifa og deyja lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Þín elskulega dóttir, Elísabet Sól. Við vorum ung þegar leiðir okkar lágu saman og líf mitt fékk nýjan tilgang með þér. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Þú varst einstakur vinur og gerðir aðra í kringum þig að betri manneskjum og ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag án þín. Þú varst sterkur karakter, lífsglöð, réttsýn og alltaf til í að gera eitthvað fyrir aðra. Hvernig þú tókst á við krabba- meinið var aðdáunuarvert. Þú lést sjúkdóminn ekki stjórna þér og nýttir þann tíma sem eftir var í það sem skipti þig mestu máli, börnin okkar, fjölskylduna og vini. Þessi tími var afar dýrmæt- ur fyrir þá sem voru þér nánir. Börnin okkar þrjú eru það dýrmætasta sem við eigum og það er sorglegra en orð fá lýst að þú skulir í blóma lífsins hafa ver- ið tekin frá þeim. Söknuður okk- ar er mikill og andlát þitt skilur eftir stórt skarð í lífi okkar. Það er gríðarlega sárt að sjá á eftir þér, elsku Auður mín. Þú munt lifa áfram í börnunum okk- ar og minningin um þig og okkar tíma saman mun lifa í hjarta mínu um aldur og ævi. Þorkell. Kjarnakonan er nafnið sem ég notaði oft yfir þig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum. Spjallið okkar rétt áður en þú fórst gefur mér mikinn kraft inn í framtíðina. Mér finnst samt eins og ég hafi alltaf þekkt þig mjög vel, en það er útaf því að ég hef fengið að kynnast börn- unum þínum og er orðin þeim mjög náin. Það eru mér einstök forréttindi að fá að vera partur af þeirra lífi. Ég mun gera mitt allra besta til að hjálpa þeim að vaxa og dafna og ef þú vakir yfir okkur og sendir okkur góða strauma þá mun það ganga vel. Við Ísak Dagur förum með bænir á hverju kvöldi og biðjum fyrir því að þú vakir yfir okkur og að Guð passi vel uppá þig. Guð geymi þig, Guðný. Ég kynntist henni Auði fyrir rúmum tveimur áratugum þegar hún og bróðir minn felldu hugi saman og stofnuðu fjölskyldu fljótlega eftir það. Þau eiga sam- an þrjú yndisleg börn. Það var auðvelt að hrífast af Auði enda glæsileg, gáfuð, með hlýja og góða nærveru. Það var mikið áfall fyrir öll sem hana þekktu þegar hún greindist með krabba- mein fyrir um ári síðan og ljóst var að erfið barátta væri fram- undan. En hún tókst á við þennan skæða sjúkdóm með æðruleysi og þrótti. Nú er dvöl hennar hér á enda og mikil sorg ríkjandi. Ég er þakklátur fyrir okkar kynni, minningu hennar geymi ég í hjarta mínu um ókomin ár. Hún lætur nú ljós sitt skína á öðrum stað. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Baldur Sigurgeirsson. Árið 1971 hitti ég prinsessu, með hrokkið hár í prjónakjól og með þessi skýru fallegu augu, þetta var hún Auður sem kunni allar auglýsingarnar í sjónvarp- inu utanað og skátalögin sem Maggý stóra systir kenndi henni. Auður var langyngst af systkin- um sínum, alger gullmoli. Hún var bráðgáfuð, skýr, snögg í hreyfingum, stríðin, hreinskilin og góður hlustandi. Auður var mikið hjá Maggý og Sæma, eig- inlega uppeldisbarnið þeirra og mikill missir þegar Maggý var tekin frá okkur. Auður tók lífinu með sínu æðruleysi, aldrei kvart- að né fundið að hjá öðrum, þessa kosti fékk hún frá mömmu sinni sem hún hafði alltaf tíma fyrir og hugsaði vel um í hennar veikind- um. Auður kunni að lifa fyrir daginn í dag, var ekki að velta sér uppúr gærdeginum né spá í hvernig morgundagurinn yrði. Auður var að sjálfsögðu uppá- haldsfrænka strákanna minna, þeir trúðu öllu sem hún sagði enda hafði hún mjög gaman af að segja þeim skröksögur, hver trúði ekki þessum blásaklausu augum hennar, en svo var hlegið að sögunum eftirá. Elsku Auður, ég veit að þú ert umföðmuð þar sem þú ert núna. Ég bið Guð að gefa börnunum þínum, vandamönnum og vinum styrk. Fyrrum mágkona, Sigurrós. Lífsleiðin getur stundum verið bæði brött og þyrnum stráð, ekki síst þegar þeir deyja sem okkur þykir vænt um. Auður Eyvinds var kona með góða nærveru og mikla útgeislun þannig að fólki leið vel í návist hennar. Það er erfitt að kveðja hana nú eftir til- tölulega stutt en erfið veikindi. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 11 árum er ég kom inn í fjöl- skylduna sem nýja konan hans Sæmundar. Auður tók brosandi á móti mér með þeirri hlýju sem einkenndi hana alla tíð. Síðar kynntumst við betur og hjá okk- ur þróaðist gagnkvæm virðing og væntumþykja. Ávallt var gott að hitta Auði og einkum síðari árin áttum við margar góðar samræð- ur um lífið og tilveruna. Auður var systurbörnum sínum, fóstur- börnum mínum, miklu meira en bara frænka. Fyrir Ingu Rún var hún kletturinn og um svo margt tengingin við mömmu sína sem dó er Inga var tæplega 12 ára gömul. Mér er sagt að Auður hafi verið mjög lík systur sinni Maggý og með hverju árinu líkt- ist Inga Rún frænku sinni meira og meira. Það var ómetanlegur styrkur fyrir mig og fjölskylduna að hafa Auði nálægt, gott að vita af henni í baklandinu og geta leit- að til hennar þegar þörf var á. Strengurinn milli kynslóða í fjölskyldum er mikilvægur. Er Auður missti pabba sinn ung urðu Maggý og Sæmundur henn- ar jarðtenging og hún sagði gjarnan að þau hefðu verið sér sem önnur móðir og faðir. Síðar er Maggý dó frá ungum börnum sínum tók Auður við hlutverkinu gagnvart þeirra börnum, sér- staklega fyrir Ingu Rún og var henni sem önnur móðir. Nú er gott að vita af Ingu Rún þó ung sé, því við sem stöndum henni næst vitum að hún mun reynast börnum Auðar vel. Minningarnar eru margar og ég er sérstaklega þakklát fyrir síðasta árið sem við áttum með Auði eftir að hún fékk greiningu um ólæknandi sjúk- dóm. Árið nýtti Auður vel til að vera með börnunum sínum, ætt- ingjum og vinum. Hún lét krabbameinið ekki stjórna lífi sínu, var jákvæð, bjartsýn en umfram allt raunsæ. Ferð Auðar með börnum sínum þremur og Ingu Rún til Tyrklands í vor var ómetanleg og ferðir okkar í sum- ar, bæði vestur á Kóngsbakka og austur til Víkur, voru okkur öll- um dýrmætar. Kímnin og fallega brosið hennar Auðar fylgir okk- ur. Elsku Sigurgeir Ingi, Elísabet Sól, Ísak Dagur, Inga Rún og aðrir ástvinir, látum minningarn- ar um frábæra konu hjálpa okkur á þessum erfiðu tímum. Kristín Svavarsdóttir. Elskulega Auður, nú er lokið erfiðri baráttu við vágestinn ill- víga sem að lokum hafði betur, en engu að síður ert þú sjálf sigur- vegarinn, því allt síðan þú greindist með krabbameinið fyr- ir tæpu ári mættir þú þeim dómi með þeim kjarki og þeirri reisn að fátítt hlýtur að teljast. Aldrei heyrðum við þig kvarta meðan á veikindaferlinu stóð, heldur varst þú ákveðin í því með bjartsýnina að leiðarljósi að njóta lífsins meðan þú gætir. Og gleðilegt var til þess að vita að í maí sl. gast þú farið í tveggja vikna ferð til útlanda ásamt börnum þínum og þinni góðu systurdóttur Ingu Rún. Einnig fórst þú nú í október sl. í stutta ferð til London ásamt nokkrum af þínum bestu vinkon- um, en við heimkomuna var orðið ljóst að þér var farið mjög mikið að hraka. Allan þinn veikindaferil stóð með þér þétt stuðningsnet vina og þinna nánustu, allir reiðubún- ir að styðja þig af fremsta megni, enda þú þannig gerð að fyrir þig vildu allir allt gera. Við hjónin höfum átt með þér samleið í rúmlega 20 ár, höfum litið á þig sem okkar eigin dóttur og kynnst vel þínum góðu mann- kostum sem við vitum að lifa áfram í þínum frábæru börnum sem nú syrgja sárt mömmu sína. Enginn þekkir nema sá sem reynir þá ólýsanlegu sorg hvers foreldris sem stendur frammi fyrir því að verða burtkallað í blóma lífsins og fara á mis við þá gleði að sjá börn sín komast til þorska og manndóms. Þessum grimmu örlögum mættir þú með einstöku æðru- leysi og huggun er að því að vita að börnin eiga sér örugga vist hjá föður sínum og sambýliskonu sem hefur reynst þeim frábær- lega. Starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi eru færðar alúðar- þakkir fyrir frábæra umönnun þá daga sem hún dvaldi þar og orð var á því haft hvílíkum sál- arstyrk hún byggi yfir. Séra Hirti Magna Jóhanns- syni eru færðar alúðarþakkir fyr- ir hans ómetanlega framlag á sorgarstundum. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Við söknum þín meira en orð fá lýst og þú verður ætíð ein okk- ar ljúfasta minning. Guð blessi minningu þína, elsku Auður okkar. Sigurgeir og Freyja. Mikið er það óraunverulegt að sitja hér og skrifa minningar- grein um þig, elsku Auður okkar. Hversu ósanngjarnt getur lífið verið að taka þig svona snemma. Þú sem varst svo lífsglöð og al- veg stórkostleg manneskja. Við minnumst þín sem fjöl- skyldukletts sem gerðir allt til að halda öllum saman. Hlýlegar móttökur og gleði voru alltaf til staðar í kringum þig, elsku frænka. Það var yndislegt að fá þig í heimsókn til okkar og kynnast Nadíu litlu. Við munum svo sann- arlega segja henni frá þér og hversu mikil baráttukona þú varst. Við eigum öll góðar minningar um Auði. Við skulum muna bros- ið hennar, hláturinn og ekki síst þann styrk sem hún bjó yfir. Öll getum við lært af því þegar á móti blæs. En nú er komið að kveðju- stund, elsku Auður frænka. Takk fyrir samfylgdina og megi Guð varðveita þig. Elsku Sigurgeir Ingi, Elísabet Sól og Ísak Dagur, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Rúnar, Edda og Nadía Rós. Við sjáum fyrir okkur unga og glæsilega konu þegar við hugs- um um Auði Eyvinds, hún var svo langyngst af okkur frænkun- um, barnabörnum ömmu Magn- eu og afa Helga á Langholtsveg- inum. Það var á vormánuðum í fyrra sem við ákváðum að hafa frænkuhitting og rifja upp bernskuminningar okkar, sorgir og sigra. Það var yndislegt kvöld og mikið hlegið. Við vorum svo ánægðar að láta þetta loksins verða að veruleika og ákváðum að hittast nú reglulega og rækta frænkusambandið. Það var síðan á haustdögum á síðasta ári sem við fengum þær fréttir að Auður okkar væri orðin alvarlega veik, okkur var mikið brugðið, þvílíkt óréttlæti. Það hafa verið mikið um áföll í hennar fjölskyldu. Síðasta frænkuboðið hélt hún sjálf á heimili sínu nú í lok sum- ars, hún lét ekkert stöðva sig enda einstök manneskja og al- gjör hetja í okkar huga. Við systurnar munum minnast elsku frænku okkar um ókomna tíð, það er erfitt til þess að hugsa að hún geti ekki leitt börnin sín í gegnum lífið. Við sjáum glaðlegt andlit hennar ljóslifandi fyrir okkur og munum geyma það í hjörtum okkar, hennar verður sárt sakn- að. Að leiðarlokum viljum við kveðja elsku Auði og biðja Guð að blessa minningu hennar og styrkja börnin hennar Sigurgeir, Elísabetu og Ísak litla og alla ást- vini hennar í þessari miklu sorg. Kær kveðja, Hafdís, Bryndís og Arndís Halldórsdætur. Það er með miklum söknuði og trega sem ég kveð þig, kæra vin- kona. Ég varð þeirra gæfu að njót- andi að fá að kynnast þér þegar þú varst lítil stúlka, þegar Sæ- mundur bróðir minn giftist henni Maggý systur þinni. Já, oftar en ekki fannst mér að þú værir dótt- ir þeirra, svo náin sem þið voruð. Fljótlega komu eiginleikar þínir í ljós, þú varst sami sterki karakt- erinn og hún Maggý systir þín sem enn er sárt saknað, en hún lést aðeins 45 ára gömul og nú ert þú tekin frá okkur aðeins 42 ára. Það var okkur öllum sem þig þekktuð, mikið áfall þegar þú varst greind með sama sjúkdóm og Maggý fyrir tæpu ári. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig þú skipulagðir og notaðir þann stutta tíma sem þér var gefinn. Það var mér sérstaklega ánægju- legt að fá að vera með þér eina helgi í sumar austur í Vík með börnunum þínum, en þá vissir þú vel að hverju stefndi. Þú vildir greinilega leyfa þeim að sjá og njóta þess sem þú hafðir gaman af þegar þú varst hjá okkur ung stúlka. Þú vildir fara ein með börnunum þínum niðri í fjöru og þar dvölduð þið saman hluta úr degi, þaðan hefur þú eflaust átt góðar minningar úr æsku. Þegar Maggý veiktist varst þú hennar stoð og stytta. Þú varst alltaf tilbúin að rétta hönd og hughreysta þá sem í kringum ykkur voru. Það kom líka í þinn hlut að gefa henni beinmerginn, ekkert var sjálfsagðara. Síðan Maggý lést hefur þú reynst Ingu Rún sem besta móð- ir og vinkona, fyrir það áttu bestu þakkir. Það var þér líkt að taka hana með þér í sumarfrí til Tyrklands í vor, minningar frá þeirri ferð verða Ingu Rún dýr- mætar, svo og leikhúsferðirnar ykkar. Allar góðu minningarnar um þig verða henni gott vega- nesti og eiga eftir að ylja henni um hjartarætur um ókomna tíð. Þú skrifaðir í minningargrein um Maggý systur þína, að þú vonaðir að þú gætir endurgoldið börnunum hennar allt sem hún hafði gert fyrir þig, það hefur þú svo sannarlega gert. Foreldrar mínir dáðu þig eins og allir sem þér kynntust, mamma talaði oft um hvað þú værir sérstakur unglingur, en þú bjóst hjá þeim hluta úr sumri. Alltaf þegar þú komst heim úr vinnu fórstu að hjálpa mömmu við eitt og annað sem gera þurfti á stóru heimili. Ég minnist þess hvað hún Maggý systir þín var alltaf stolt af þér, þú varst afburða náms- maður og örugglega hefur hún hvatt þig til dáða. Ég hef það fyr- ir satt að þú hafir verið frábær- lega vel liðin alls staðar þar sem þú varst í vinnu, það kemur eng- um á óvart sem þig þekkti. Frá móður minni Sigríði Karlsdóttur sem dáði þig svo mikið, sendi ég bestu kveðju. Það er erfitt til þess að hugsa að fá ekki oftar að sjá fallega brosið þitt, en vonandi líður þér betur á góðum stað, með öllum þínum sem farnir eru á undan þér. Eftir lifir minning um ein- staka manneskju sem er sárt saknað. Megi Guð blessa börnin þín fallegu og veita þeim styrk í þessari miklu sorg. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Oddný Runólfsdóttir. Auður Eyvinds  Fleiri minningargreinar um Auði Eyvinds bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.