Morgunblaðið - 05.12.2011, Page 24
24 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ER SVO
LEIÐUR
HÆTTU AÐ VERA
SVONA FÚLL KISI
VEISTU AF HVERJU ÞAÐ
ER SOKKUR Á ÞAKINU?
HANN
ÁTTI ÞAÐ
SKILIÐ
HVAÐ MEÐ AÐ
FARA ÚT MEÐ RUSLIÐ
FYRIR KONUNA ÞÍNA?
ÉG ER HRÓLFUR
HINN HRÆÐILEGI OG
ÉG LÆT ENGAN SKIPA
MÉR FYRIR!
VÁ, ÉG VISSI EKKI
AÐ KÁTI GRÆNI RISINN
ÆTTI VIÐ SVONA MIKIÐ
AF VANDAMÁLUM AÐ
STRÍÐA
ÞAÐ ER ORÐIÐ MJÖG
ERFITT AÐ VERA
VÖRUMERKI FYRIR ÞETTA
NIÐURSUÐUFYRIRTÆKI.
ÉG HEF EKKI VERIÐ
KÁTUR Í MÖRG ÁR OG
SVO ER ÉG EKKI EINU
SINNI GRÆNN LENGUR
ÉG ER ORÐINN HÁLF
GRÁR EN ÉG NOTA
PHOTOSHOP TVISVAR Á DAG
VÁ, MÉR
FINNST
LITURINN SVO
NÁTTÚRULEGUR
ÉG VEIT EKKI HVAÐ ER AÐ MÉR,
ÉG HEF ALLTAF HAFT SVO GAMAN
AÐ VINNUNNI MINNI
ÉG ER
ALLT Í EINU
BÚIN AÐ FÁ
NÓG AF ÞVÍ
AÐ HLUSTA Á
VANDAMÁL
FÓLKS
KANNSKI ERTU
BARA FARIN AÐ
BRENNA ÚT,
ÞÚ ÆTTIR AÐ
LEITA ÞÉR
RÁÐGJAFAR
ÞAÐ ER ALVEG LJÓST
AÐ ÞÚ ERT ALVEG
ÚTBRUNNIN
ÉG VERÐ AÐ
KOMAST AÐ...
...BRYNJUNNI HVAÐA HÁVAÐI ER ÞETTA
Á FYRSTA FARRÝMI
SKIPTIR
EKKI MÁLI, ÞAÐ
KEMUR OKKUR
EKKERT VIÐ
TONY
HVAÐ ER AÐ?
ÞÚ MÁTT
EKKI STANDA
UPP NÚNA
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.45 og
9.25, vinnust. kl. 9, vatnsleikfimi kl.
10.50, í Vesturbæjarlaug, útsk. og mynd-
list kl. 13. Óttar M. Norðfjörð les úr bók
sinni kl. 14.
Árskógar 4 | Handavinna, smíði og út-
skurður kl. 9, félagsvist kl. 13.30 og
myndlist kl. 16.
Boðinn | Botsía kl. 11. Valþór m/tálgun
kl. 13.30. Styrkur og þol, lokaður hópur.
Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur, handa-
vinna. Kópakórinn og syngur kl. 15.20 á
þriðjud., stjórn. Berglindar Björgúlfsd.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8.
Leikfimi kl. 9.15, upplestur á 2. hæð kl.
14. Jólakúlusýning mánaðarins.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Bók-
menntakynning FEBK í Gullsmára, 6.
des. kl. 20. Vilborg Davíðsdóttir ljóð-
skáld og kennari segir frá ævi sinni og
les upp.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, kaffispjall kl. 13.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Leiðbeinandi
í handavinnu við til hádegis, botsía kl.
9.15, gler- og postulínsmálun kl. 9.30,
lomber kl. 13, canasta kl. 13.15, kóræfing
kl. 16.30 og skapandi skrif kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu-
línsmálun kl. 9 ganga kl. 10, handavinna
og brids kl. 13, félagsvist kl. 20.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 11, vatns-
leikfimi kl. 12.15 og 14.15, málun kl. 14.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Gler/leir kl. 9, biljard kl. 10.
kaffispjall kl. 10.30, ganga kl. 11.20,
handavinna kl. 13, te og tónlist bóka-
safninu kl. 17.30, vatnsleikfimi kl. 18.30.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30, Ólafur Gunnarsson les
úr nýrri bók sinni kl. 11. Frá hádegi er
spilasalur opinn, kóræfing kl. 12.
Hraunsel | Ganga frá Haukah. Ásv. kl.
10, kórinn syngur í Drafnarhúsinu kl. 11,
glerbræðsla kl. 13, botsía og félagsvist
kl. 13.30, biljard í Hraunseli kl. 9-16.
Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl.
8.50, fundur í Æðstaráði kl. 10, handav.
og prjónah. kl. 9, saumur kl. 13, vist kl.
13.30, skapandi skrif kl. 16, bókmennta-
hópur þriðjud. kl. 20. Miðar á Vín-
arhljómleika á skrifstofu. Skráning í jóla-
kortagerð á miðvikud.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 13.30 í
Smáranum.
Korpúlfar Grafarvogi | Ganga í Eg-
islhöll kl. 10, sundleikfimi kl. 9.30 á
morgun.
Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10, handa-
vinna kl. 9, upplestur kl. 11, útskurður kl.
13, samverustund með djákna kl. 14.
Vesturgata 7 | Setustofa og botsía kl. 9,
handavinna kl. 9.15, leikfimi kl. 10.30,
kóræfing kl. 13. Jólafagnaður 9. des. kl.
17. Veislustjóri Þorvaldur Halldórsson,
Sigurgeir v/ flygilinn. Jólahlaðborð.
Söngfuglarnir syngja undir stjórn Gróu
Hreinsd. Danssýning frá danssk. Jóns
Péturs og Köru. Jólahugvekja, Guð-
mundur Haukur leikur fyrir dansi, skrán-
ing í s. 535-2740.
Í laugardagsblaðinu rifjaði ég upp
nokkur stuðlaföll. Hér koma fleiri
hvert úr sinni áttinni:
Ef ég væri orðinn fær að skapa forlög
manna hér í heim,
hefði ég annan taum á þeim.
Þessi neftóbaksvísa hafði Jóhann
Sveinsson frá Flögu heyrt að væri
eftir Sigurð Guðmundsson frá Kol-
grímsstöðum í Eyjafirði, sem kallaði
sig Kolsted:
Pontan mín var prýdd með Rínar ljóma.
Utan gljáir á ’ana;
innan fáir sjá ’ana.
Ísleifur Gíslason kaupmaður á
Sauðárkróki orti:
Lýðskrum, rógur, last og Gróu-sögur,
ekkert hamlar útsölu
og allt á gamla verðinu.
Sigurður Breiðfjörð orti í 17.
mansöng Númarímu:
Fel ég mig í flokki rímaranna,
því ætíð get ég, eins og þeir
arnar saman hnoðað leir.
Í ljóðinu Búmannsefni segir Jó-
hannes úr Kötlum:
Fram til dala fór ég smali ungur,
– blárra sala breið um göng
bar ég malinn einn og söng.
Drífa Viðar yrkir í mansöng í rím-
unni af Maggó og Stapadraugnum:
Skartar voð en skellur boði á kinnung.
Stefnir gnoð á mávamið
marglit roð að bjástra við.
Einar Jónsson fiskifræðingur
sendi mér bréf á netinu fyrir viku
rúmri, svohljóðandi:
„Tilefnið er skógarhögg höfðingj-
ans í Ráðhúsi Reykjavíkur sem
mörgum hér innanhúss hefur mjög
mislíkað. Sagan segir að borgar-
stjóri hafi verið að efna gamalt kosn-
ingaloforð en þau hefur hann mörg
hver svikið svo hann hefði vel getað
látið þetta eiga sig. Áratuga gamlar
aspir, allt að 10 metrar á hæð, voru
allar stráfelldar og það „á snöggu
augabragði (afskorið verður fljótt)“.
Hér hefði mátt standa öðru vísi að
verki og nota sögina til að snyrta
ræturnar sem ekkert skaðast af því
auk þess sem það er vel þekkt er-
lendis að kringum stór tré verður
stöðugt að vera að laga gangstétt-
arhellur; það er óhjákvæmilegt og á
ekki bara við um aspir. Sem sé, fávís
fljótfærni hjá Gnarr og í sumar mun
Ráðhúsið standa reytt sínum feg-
urstu skrautfjöðrum þótt einhverjar
hríslur verði sjálfsagt settar í stað-
inn en það tekur tíma fyrir tré að
vaxa og hananú!
Eftir að Jón Gnarr (asparbani) lét
fella allar aspirnar í kringum Ráð-
húsið:
Ráðhúsið rúið viðum
af ráðsmönnum vits-andvana.
Seint mun með þannig siðum
sómi af asparbana.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Asparbani og ráðhúsið
Spurningar um jól-
in
Sannleikurinn er sá að
það er oft beinlínis
dapurlegt að hlusta á
fréttamenn spyrja
blessuð börnin út í jól-
in. Það er spurt hvort
þau hlakki til jólanna.
Það er spurt hvað þau
haldi að þau fái í jóla-
gjöf. Það er spurt
hvort það verði gam-
an. Og það er spurt
hvaða jólasveinn sé
skemmtilegastur.
En fáum dettur í
hug að spyrja ung-
dóminn hvers vegna við höldum jól.
Og hvort þau haldi að öllum líði vel á
jólunum. Eða hvað við getum gert til
að gleðja aðra á þeirri hátíð. Eða
jafnvel hvort þau haldi að einhver
fari í jólaköttinn. Í sömu mund eru
sýndar fréttamyndir
af hrikalegri hung-
ursneyð í Afríku. Vit-
anlega er nauðsynlegt
að tala við unga fólkið
á léttu nótunum. En
hvar er kærleikurinn?
Þarf þetta alltaf að
vera eitthvert rugl um
Barbie-dúkkur?
Líklega væri miklu
heppilegra að börnin
væru látin spyrja
fréttamennina hvað
þeir haldi um jólin.
Það yrðu ábyggilega
gáfulegri spurningar
sem frá þeim kæmu.
Börn eru nefnilega
stórbrotið fólk eins og hún Herdís
okkar Egilsdóttir segir.
Hallgrímur Sveinsson.
Velvakandi
Ást er…
… að fara út í öfgar til að
sýna heiminum hvað þið
eruð ástfangin.