Morgunblaðið - 31.12.2011, Side 1

Morgunblaðið - 31.12.2011, Side 1
L A U G A R D A G U R 3 1. D E S E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  307. tölublað  99. árgangur  ÁRAMÓT GETRAUNIR, STJÖRNUSPÁ, FRÉTTIR ÁRSINS, FÓLKIÐ Í FRÉTTUNUM, UMRÆÐAN Á ÁRINU, BESTU TÓNLEIKAR, SÝNINGAR, KVIKMYNDIR OG PLÖTUR ÁRSINS Morgunblaðið/Ómar Gleðilegt nýtt ár Ylfa Kristín K. Árnadóttir Hjörtur J. Guðmundsson Anna Lilja Þórisdóttir Þingflokkar stjórnarflokkanna sam- þykktu á fundum sínum í gær tillögu forsætisráðherra um breytingar á ráðherraskipan. Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason eru á leið út úr stjórn og Oddný Harðardóttir, for- maður þingflokks Samfylkingarinn- ar, tekur við fjármálaráðuneytinu. Jón segir þróun mála tengjast aðild- arviðræðunum við ESB. Hvorugur þingflokkanna sam- þykkti tillöguna samhljóða. Í VG sátu Ögmundur Jónasson og Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir hjá við at- kvæðagreiðsluna, auk Jóns. Þeir Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson greiddu atkvæði á móti á fundi Samfylkingarinnar og Árni Páll sat hjá. Eftir að fundi þingflokks Samfylk- ingarinnar lauk í gær tók við fundur stjórnar flokksins. Þar voru heitar umræður og skoðanir skiptar. Að lokum voru tillögur forsætisráð- herra samþykktar með 77 atkvæðum af 105. Eftir þessar breytingarnar á ráðu- neytunum gerist það í fyrsta skipti, svo vitað sé, að sami flokkurinn fari með þrjú stærstu ráðuneytin: For- sætis-, fjármála- og utanríkisráðu- neytið. „Þetta er mjög sögulegt, hreint út sagt,“ segir Grétar Þór Ey- þórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. „Þetta hefur aldrei gerst áður, a.m.k. aftur til stríðs eftir því sem ég hef getað rakið. Nú er þjóðin að vinna sig út úr efnahagshruni og sækja um aðild að ESB og sami stjórnmálaflokkurinn með þau ráðuneyti auk forsætisráðu- neytisins. Það er því einsdæmi í stjórnmálasögunni að flokkur hafi svo sterka stöðu í samsteypustjórn og hlýtur á margan hátt að koma á óvart.“ Atburðarás beintengd ESB En telur hann stöðu VG veikari eftir breytingarnar? „Flokkur sem gefur þetta mikið frá sér í ríkis- stjórnarsamstarfi hlýtur að vera að senda frá sér merki um að hann sé í veikari stöðu en áður,“ segir Grétar. „Hins vegar megum við ekki horfa framhjá því að VG er núna með alla atvinnuvegina og umhverfismálin.“ Jón Bjarnason segir atburða- rásina beintengda Evrópumálunum. „Þeir gleðjast í Brussel og þeir sem vilja hér hraðast ganga inn í Evrópu- sambandið, þeir gleðjast yfir þessu.“ MÁrni og Jón út »4 „Þeir gleðjast í Brussel“  Árni og Jón út, Oddný fer inn  Samfylkingin með þrjú stærstu ráðuneytin  Hlýtur að vera merki um veikari stöðu Vinstri grænna, segir stjórnmálafræðingur Morgunblaðið/Ómar Breytingar Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason eru ekki lengur ráðherrar. Búast má við að verð á al- gengum síg- arettum fari víða yfir 1.000 krónur pakkinn á nýju ári. Verð er þó mismunandi á milli verslana. Það mun því kosta yfir 50 krónur að brenna einum vindlingi. Vegna hækkana á tóbaksgjaldi hækkar heildsöluverð á sígarettum um 4,87%. Það þýðir að pakki af al- gengri tegund sem nú kostar 743 kr. fer í 780 kr. frá ÁTVR. Ef smásalar halda hlutfallslegri álagningu fer pakki sem kostaði í gær 960 í 1.007 krónur, og pakki sem kostaði 979 krónur fer í 1.026 krónur. Hins vegar mun sígar- ettupakki sem kostaði 940 krónur í gær fara í 986 kr., þannig að ein- hvers staðar verður hægt að fá síg- arettur undir þúsundkallinum. »14 Sígarettu- pakkinn yfir 1.000 krónur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.