Morgunblaðið - 31.12.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 31.12.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Hugmyndabók Ólafar Har-aldsdóttur, Í dag, erætlað til að gera lífið dá-lítið skemmtilegra. Bók- in er sett upp eins og dagbók en er þó ekki ársbundin og er því end- urnýtanleg. Þannig er bæði hægt að nota bókina til að skrifa niður góðar hugmyndir og minningar. Bókina handskrifaði Ólöf og myndskreytti en hún vonast til að fólk bæti einnig eigin hugmyndum við bókina. Allar hugmyndir góðar „Þessi hugmynd var búin að gerjast dálítið lengi í kollinum á mér og endanlega útkoman er nokkuð langt frá því sem ég var að hugsa í fyrstu. Ég ætlaði t.d. að hafa bókina upphleypta að hluta og gera ýmsar svona kúnstir en maður getur ekki gert allt í einu. Ein- hverjar hugmyndir ætla ég því að geyma til síðari tíma. Aðallega lang- aði mig þó að gera bók sem gerði lífið skemmtilegra. Við hvern dag skrifaði ég ákveðna hugmynd eins og t.d. að standa á höndum og drekka vatn úr glasi með röri, drull- umalla í moldinni eða tvista á stofu- gólfinu. Á sumum síðunum eru líka eyður þar sem maður getur fyllt inn í hvað megi gera í dag. Ég reyndi að hafa hugmyndirnar sem ólík- astar og fjölbreyttastar. Í raun er engin hugmynd fáránleg sem slík þó einhverjum kunni að finnast það. Ég vonast síðan til að fólk bæti sín- um eigin hugmyndum við. En for- síðan er líka alveg hvít og hug- myndin að maður geti gert sína eigin forsíðu,“ segir Ólöf. Sækir í sveitina Ólöf gaf bókina út sjálf og lét prenta í 500 eintökum en hún hlaut styrk frá Evrópu unga fólksins sem Drullumallað og tvistað Mikilvægt er að njóta líðandi stundar og hversdags- ins. Ólöf Haraldsdóttir gefur fólki ýmsar skemmti- legar hugmyndir að því hvernig lífga megi upp á lífið með litlum hlutum í bók sinni Í dag. Bókina hand- skrifaði Ólöf og myndskreytti. Auð Forsíðuna má skreyta að vild. Við hvern dag skrifaði ég ákveðna hugmynd eins og t.d. að standa á höndum og drekka vatn úr glasi með röri, drullu- malla í moldinni eða tvista á stofugólfinu Áramót eru tími grímanna og glens- ins og þá er nú tilvalið að skemmta sér við að skoða síðuna maskital- ia.com. Þar eru gríðarlega gott úrval handgerðra ítalskra gríma sem eru hver annarri flottari, enda hefðin forn og sterk þar í landi. Gersemar þessar eru skreyttar fjöðrum og glitsteinum. Vefsíðan www.maskitalia.com Glæsileg Ekki væri amalegt að skarta þessari grímu við gott tækifæri. Dásamlegar handgerðar grímur Allir sem vettlingi geta valdið ættu að skunda út í kvöld og taka þátt í þeim góða og skemmtilega sið að brenna gamla árið burt með því að kveikja stórt bál og syngja Nú árið er liðið í aldanna skaut. Fagna svo jafn- harðan nýja árinu með gleðilegt nýtt ár-faðmlagi og kossum. Fyrir þá sem það vilja og hafa aldur til er svo um að gera að skála í freyðandi veigum. Skjóta upp flugeldum eða bara njóta þess að horfa á dýrðina sem aðrir skjóta upp, t.d. á Skólavörðuholtinu, þar er ævinlega góð stemning og sýn. Endilega … … brennið og skjótið Morgunblaðið/Árni Sæberg Skólavörðuholt Dásamlegt í kvöld. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.