Morgunblaðið - 31.12.2011, Side 11

Morgunblaðið - 31.12.2011, Side 11
Morgunblaðið/RAX létti nokkuð undir með henni. Auk þess að vera mikil handavinnukona er Ólöf einnig á lokaári í leiklist við Listaháskóla Íslands og því á kafi í nemendaleikhúsinu. „Mér finnst gaman að gera svo margt. Ég er mikil handa- vinnukona, prjóna, sauma og bró- dera og hef líka gaman af því að teikna. Ég var í tvö ár að dunda við bókina með öðru en svo í haust ákvað ég að klára hana. Ég kem úr sveit og finnst alltaf gott að fara í sveitina og út í náttúruna þar sem hugurinn fer alveg á fullt. Því sótti ég mikið þangað þegar ég var að klára bókina. Ég held við höfum alltaf gott af því að vera minnt á það að litlu hlut- irnir geta verið áhugaverðir og skemmtilegir. Frekar en að vera alltaf að bíða eftir að eitthvað stórt og merkilegt gerist á fólk frekar að njóta hverrar stundar,“ segir Ólöf. Draumur Hægt er að skrifa bæði hugmyndir og minningar í bókina. Höfundur Ólöf Haraldsdóttir leik- listarnemi og handavinnukona gef- ur út hugmyndabókina Í dag. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 www.sa.is RJÚFUM KYRRSTÖÐUNA NÝTUM TÆKIFÆRIN GLEÐILEGT NÝTT ATHAFNAÁR Þá er kominn gamlársdagur og í kvöld kveðjum við gamla árið með þakklæti og von um að við taki nýtt og enn betra ár. Í kvöld fagna margir í faðmi vina og ættingja, borða góðan mat og eiga ánægjulega sam- verustund. Það er ýmislegt sem ekki má ekki vanta á gamlárskvöld og meðal þess er góður áramótakokteill. Barþjónninn Stefán Bjartur Runólfs- son og félagar á Kolabrautinni göldr- uðu fram kokteil sem kallast fjólublár draumur. Fjólublár draumur 12-16 myntulauf 7-10 bláber 4,5 cl Absolut-vodka 2 cl DeKuyper-bláberjalíkjör 2 cl sítrónusafi 2 cl ljóst sykursíróp 3,5 cl appelsínusafi freyðivín eða kampavín Aðferð Sett eru 12-16 myntulauf og ca 7- 10 bláber í hanastélshristiglas og marið saman. Út í glasið fara síðan 4,5 cl af Absolut-vodka, 2 cl af De- Kuyper-bláberjalíkjör, 2 cl af sí- trónusafa og 2 cl af ljósu sykursírópi. Sýrópið er soðið saman með 50% vatni og 50% sykri. Út í þetta fer einnig 3,5 cl appelsínusafi. Þá er settur klaki í glasið og svo er glasið hrist, til að blanda saman og kæla innihaldið. Síðan er innihaldið síað í hanastélsglas með grófu gata- sigti. Klaki er settur í hanastéls- glasið, helst mulinn klaki. Loks er glasið fyllt upp með Veuve Clicquot Ponsardin-kampavíni. Rör er sett í og þá er fjólublái draumurinn tilbúinn. Áramótakokteillinn Morgunblaðið/Ómar Kokteill Fjólublár draumur með bláberjalíkjör, myntu og ýmsu fleira. Áramót í fjólubláum draumi Veislukostur Gott er að narta í ost með drykkjunum á gamlárskvöldi. Klassískt Súkkulaðihúðuð jarðaber geta verið forréttur eða eftirréttur. Girnilegt Humar má elda í ýmsum útfærslum og nota ferskt sallat með.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.