Morgunblaðið - 31.12.2011, Síða 18

Morgunblaðið - 31.12.2011, Síða 18
BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Flugfélagið Ernir flaug að öllum lík- indum sitt síðasta áætlunarflug til Sauðárkróks í gærkvöldi en félagið ákvað að leggja niður flug þangað um áramótin þar sem að það nýtur ekki lengur ríkis- styrkja. Ásgeir Þor- steinsson, sölu- og markaðsstjóri Ernis, segir flug- félagið ásamt heimamönnum í Skagafirði hafa reynt margt til að geta haldið flug- inu áfram en til þess skorti fjár- magn. Telur félagið að á ári vanti 40 milljónir króna upp á. Ásta B. Pálmadóttir, sveitarstjóri í Skagafirði, bindur enn vonir við að þetta séu ekki endanleg örlög áætl- unarflugs til Sauðárkróks. „Það er mjög slæmt fyrir sam- félagið ef flugið hættir. Reyndar hef- ur áætlunin hjá Erni verið minni þetta árið en þeir ætluðu að laga hana ef þeir myndu halda áfram. Ernir er gott fyrirtæki og hefur þjónustað okkur Skagfirðinga alveg frábærlega vel,“ segir Ásta. Hún bendir á að samgönguáætlun Alþingis sé enn ókláruð og innanríkisráðherra hafi gefið vilyrði fyrir að hann myndi bæta við þær 10 milljónir króna sem fjárlaganefnd samþykkti fyrir jól. „Við höfum ekki enn gefið upp alla von,“ segir Ásta. 62 ára saga áætlunarflugs „Við munum skoða alla möguleika sem upp koma, en urðum að auglýsa að flug væri ekki lengur í sölu eftir áramót,“ segir Ásgeir en Ernir hafa flogið til Sauðárkróks frá árinu 2007. Áður flaug Íslandsflug þangað og þar áður Flugfélag Íslands frá árinu 1949, þannig að áætlunarflug til Sauðárkróks á sér orðið 62 ára sögu, þar af í 35 ár á núverandi Alexand- ersflugvelli. Flugsagan á Króknum nær enn lengra aftur, eða til þriðja áratugar 20. aldar. Þegar mest var flaug Ernir með um 7.000 farþega milli Sauðárkróks og Reykjavíkur yfir árið en hin seinni ár hefur farþegum fækkað samfara minni ríkisstyrk og ferðatíðni. Ernir flaug áfram í áætlun til Hornafjarðar og Vestmannaeyja, sem eru stærstu áfangastaðir félags- ins, en einnig er flogið til Bíldudals og Gjögurs. Þá hefur Ernir flug til Húsavíkur 15. apríl nk. en ekki hefur verið flogið þangað áætlunarflug frá árinu 1998. Áætlunarflug til Sauðár- króks leggst af um áramót Ljósmynd/Feykir Áætlunarflug Vél frá flugfélaginu Erni lenti á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki í gærkvöldi, líklega í síðasta sinn.  Flugfélagið Ernir telur 40 milljónir vanta upp á  Heimamenn gefast ekki upp Ásta Pálmadóttir ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Jólasnjór er nokkuð sem ekki vantar í Grundarfirði. Eftir frost- stillur og temmilegan snjó framan af desember tók hann til við að bæta allhressilega við snjóinn á að- fangadag og hefur síðan verið stöð- ug viðbót af snjó milli hátíða. Sem betur fer var nýbúið að ganga frá samningum um snjómokstur þannig að fólk kemst um á bílum innan bæj- ar en háir hraukar farnir að mynd- ast á götuhornum.    Helgihald fór allt fram með hefðbundnum hætti um jólin og fjöl- menni í messum á aðfangadagskvöld og annan í jólum í Grundarfjarðar- kirkju, sem og í Setbergskirkju á jóladag. En jólastund með föngum á Kvíabryggju á aðfangadag var blás- in af vegna ófærðar. Sóknarprestur- inn sr. Aðalsteinn Þorvaldsson þótti fara ótroðnar slóðir í predikun á að- fangadagskvöld er hann reyndi að fá viðstadda til að upplifa undrun hjarðsveinanna á Betlehemsvöllum fyrir rúmum 2000 árum.    Björgunarsveitin Klakkur hafði í nógu að snúast á aðfangadag að koma fólki til bjargar sem var á ferðinni í nágrenni Grundarfjarðar og um tíma var vegurinn til Ólafs- víkur ófær og þeim er þangað ætl- uðu snúið við. Dugði það skammt því sumir létu ekki segjast og fóru samt af stað og þurftu síðan að kalla eftir hjálp sveitarinnar þegar þeir voru orðnir kolfastir í skafli. Það er von- andi að þeir sömu verði duglegir við að styrkja björgunarsveitina með því að kaupa ríflegan skammt af flugeldum.    Öll skip voru bundin við bryggju yfir jóladagana en sum fóru út milli jóla og nýárs þar sem nógu margir virkir dagar eru í boði til þess að sækja góðan skammt af fiski. Öll vinna liggur niðri hjá GRUN hf. og Fisk Seafood um hátíðirnar en unnið hjá Soffaníasi Cesilssyni. Togarar GRUN hf. Helgi og Hringur voru bundnir við bryggju viku fyrir jól og fara ekki aftur út fyrr en um miðjan janúar og þar liggur vinnsla niðri á meðan. Senn liður að því að ný við- legubryggja fyrir smábáta verði vígð formlega og verður þá orðið sæmilega rúmt um þá báta en um leið verður tekið upp það fyrir- komulag að menn geta leigt sér einkastæði fyrir smábátinn sinn að sögn hafnarvarðar. Háir hraukar á götuhornum Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Vegleg Kampakátir karlar eftir vel unnið verk. Jólakerling heitir hún. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 „Við komumst ekki út úr inn- keyrslunni heima hjá okkur svo við skildum minn bíl eftir og fórum á hans,“ segir Elín Helga Þorbergs- dóttir, íbúi í Foldahverfi í Reykjavík, en hún ásamt eiginmanni sínum, Birgi Jóhanni Þormóðssyni, var á leið til vinnu er bifreið þeirra festist vegna ófærðar. Var því gripið til þess að skilja annan heimilisbílinn eftir og fara saman á bifreið eigin- mannsins. Það dugði skammt því sú festist einnig en að sögn Elínar Helgu var mjög snjóþungt í hverfinu og undir snjólaginu var svell. Taka þau hjón þá eftir þremur blaðberum Morgunblaðsins þar sem þeir óðu snjó upp fyrir hné og báru á öxlum sér þungar blaðburðartöskur. „Ég kallaði á þær og spurði hvort þær vildu koma og ýta með mér en það var nú ekki auðvelt hjá þeim því þær voru gangandi með töskur,“ seg- ir Elín Helga en bifreið blaðberanna hafði einnig fest skömmu áður og því voru þeir fótgangandi við blaðburð- inn. Segir Elín Helga það fullvíst að ef ekki hefði komið til hjálpsemi blað- beranna hefðu þau hjónin mætt seint til vinnu. „Við komum á réttum tíma og þökkum þeim innilega fyrir að hafa hjálpað okkur.“ Morguninn eftir færði Elín Helga blaðberunum hjálpsömu góðgæti að launum. khj@mbl.is Blaðberar til hjálpar hjónum Elín Helga Þorbergsdóttir  Óðu snjó upp fyrir hné við blaðburðinn Hátíðirnar geta reynst mörgum erf- iðar en rúmlega 180 manns hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, frá Þorláksmessu og yfir á jóladag. „Mestmegnis var um að ræða sál- ræn vandamál hjá fólki sem er ein- mana eða með einhvern geð- sjúkdóm,“ segir Haukur Árni Hjartarson, verkefnisstjóri Hjálp- arsímans. Eitthvað hafi líka verið um kynferðismál og heimilisofbeldi. Hjálparsíminn er þjónusta sem er opin fyrir alla og allir geta hringt í allan sólarhringinn ef þeir eru ein- mana, vantar upplýsingar eða líður illa og þurfa að tala við einhvern. Allt bundið trúnaði Aðspurður segir Haukur að fjöldi hringinga þessi jól sé svipaður og á sama tíma í fyrra. Þegar spurt er hvort meira sé hringt yfir hátíðirnar en aðra tíma ársins segir Haukur svo ekki vera. Í hverjum mánuði berist að meðaltali um 70 símtöl á sólarhring. Innhringingar séu þó sjaldnast svo margar á virkum dög- um og jólin því álagstími. Haukur segir allt sem fram fer bundið trúnaði og símanúmer Hjálp- arsímans komi ekki fram á símreikn- ingum þess sem hringir. Rauði krossinn fór í átakið „Líður þér illa í hjartanu?“ í október til að vekja athygli á þjónustu Hjálp- arsímans og sendi í því skyni út plaköt og auglýsti m.a. í kvikmynda- húsum. Átakinu lýkur nú um hátíð- irnar. sigrunrosa@mbl.is Margir einmana yfir hátíðirnar Morgunblaðið/Golli Aðstoð Einmana en umkringdur fólki, líkt og gildir um marga.  Yfir 180 hringdu í Hjálparsímann 1717 Slæm færð á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga á ekki að hafa umtals- verð áhrif á árlegt gamlárshlaup ÍR sem fram fer í dag kl. 12. Að sögn Sigurðar Þórarinssonar hlaups- stjóra er þetta í fyrsta skipti sem hlaupið er eftir nýrri leið en uppi- staða hennar er Sæbrautin sem er meginstofnæð og því alltaf vel fær. „Það hefur ekki verið sér- staklega rutt fyrir hlaupið. Í versta falli verða það stuttir kaflar á leið- inni sem eru illa ruddir. Það er hluti af sjarmanum við það að það getur viðrað hvernig sem er,“ segir Sigurður. Hann býst við fínum aðstæðum fyrir hlaupið enda sé veðurspáin góð þó að það verði líklega engin stór tímamet sett. kjartan@mbl.is Færðin truflar ekki gamlárshlaupið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.