Morgunblaðið - 31.12.2011, Síða 27
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011
Kaupfélag Skagfirðinga óskar starfsfólki,
félagsmönnum, viðskiptavinum
svo og landsmönnum öllum
velfarnaðar á nýju ári.
Þökkum viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Kaupfélag Skagfirðinga
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Fullyrt er að um 250 þúsund manns hafi tekið þátt
í mótmælum gegn stjórn Bashar al-Assads Sýr-
landforseta á bænadegi múslíma í gær. Athygli
vakti að tugþúsundir söfnuðust saman í Douma,
einu úthverfa höfuðborgarinnar Damaskus, og
reyndu að leggja undir sig ráðhúsið en annars hef-
ur lítið borið á mótmælum í borginni. Eftirlits-
menn Arababandalagsins eru nú í landinu til að
rannsaka ástandið og kanna hvort Assad hafi stað-
ið við loforð um að beita ekki hervaldi gegn stjórn-
arandstæðingum.
Mótmælendur krefjast þess að Assad forseti
fari frá og verði sóttur til saka en yfir 5.000 manns
hafa fallið í átökum hers og stjórnarandstæðinga
síðan í marsmánuði, að sögn fulltrúa Sameinuðu
Fjölmenn mótmæli í úthverfi Damaskus
Öryggissveitir Assads sagðar hafa fellt minnst 13 manns á bænadeginum
Gagnrýnt að súdanskur hershöfðingi skuli stýra eftirliti Arababandalagsins
þjóðanna. Langflest fórnarlömbin eru óvopnaðir
borgarar, þar á meðal fjöldi barna. Talið er að her-
menn hafi orðið minnst 13 manns að bana í gær.
„Við hvetjum ykkur til að greina skýrt á milli
morðingjans og fórnarlambsins,“ sögðu samtökin
Sýrlenska byltingin 2011, sem birtu yfirlýsingu á
Facebook í gær. „Byltingin okkar, sem byrjaði
fyrir níu mánuðum, er friðsamleg“.
Umdeildur yfirmaður eftirlitsmanna
Hart hefur verið deilt á Arababandalagið fyrir
að láta formann eftirlitshópsins vera Mustafa al-
Dabi, hershöfðingja frá Súdan. Forseti landsins,
Omar al-Bashir, er eftirlýstur hjá stríðsglæpa-
dómstólnum í Haag vegna atburðanna í Darfur-
héraði. Þar var Dabi leyniþjónustufulltrúi en
hundruð þúsunda manna hafa fallið í héraðinu í
árásum hrottalegra vígamanna sem stjórn al-Bas-
hirs gerir út. Fyrstu yfirlýsingar Dabis eftir kom-
una til Sýrlands í vikunni þóttu einnig benda til
þess að hann væri hliðhollur Assad.
Eftirlitið hjálpar
» Rami Abdel Rahman, tals-
maður samtakanna Eftirlits-
stöðvar mannréttinda í Sýr-
landi (SOHR), með bækistöð
í Bretlandi, segir mótmæl-
endur ekki munu láta hrotta-
leg viðbrögð sýrlenskra
ráðamanna þagga niður í
sér.
» Rahman segir að eftirlits-
nefnd Arababandalagsins
geri gagn þrátt fyrir gagn-
rýni á hana. ,,Frumkvæði
Arababandalagsins er eini
ljósgeislinn sem við sjáum
núna,“ segir hann.
Reuters
Mótmæli Börn í borginni Amude í Sýrlandi
mynda sigurmerkið á fundi gegn Assad forseta.
Fylgi forsetaframbjóðenda repú-
blikana hefur sveiflast mikið til en
svonefnt forval fer fram í Iowa 3.
janúar og síðan eru raunverulegar
forkosningar í New Hampshire
viku síðar. En síðustu kannanir
benda til þess að Mitt Romney, fyrr-
verandi ríkisstjóri í Massachusetts,
muni sigra naumlega í Iowa og með
yfirburðum í New Hampshire.
Romney getur státað af mikilli
reynslu og draga fáir í efa að hann
hafi staðið sig vel sem ríkisstjóri.
En hann er vellauðugur og það er
óspart notað gegn honum. Rifjað er
upp að fyrirtæki í hans eigu hafi
sagt upp fjölda starfsmanna og þeir
eru dregnir fram í dagsljósið til að
lýsa þrengingum sínum.
Romney gengur oft illa að ná
sambandi við venjulega kjósendur.
Einnig eru sumir tortryggnir
vegna trúar hans en Romney er
mormóni. Frambjóðandinn hefur
síðustu vikurnar tekið upp alþýð-
legan fatastíl, gallabuxur og striga-
skó. Og minnt á að faðirinn, George
Romney, hafi unnið sig upp úr fá-
tækt, byrjað sem trésmiður en orð-
ið forstjóri bílaverksmiðju og síðar
vinsæll ríkisstjóri í Michigan.
kjon@mbl.is
Reuters
Romney efstur
í könnunum
Hljóð! Þingmaðurinn Ron Paul frá Texas er næstefstur í Iowa, hér eru stuðningsmenn á kosningafundi.