Morgunblaðið - 31.12.2011, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 31.12.2011, Qupperneq 48
48 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞEIR BERJAST SVO SANNARLEGA FYRIR MÁLSTAÐNUM ÞESSI DAGUR GETUR EKKI ORÐIÐ MIKIÐ VERRI ÍSBÍLLINN ER MÆTTUR! ÞETTA ER OF LANGT GENGIÐ ÞEGAR ÞÚ VERÐUR ELDRI ÞÁ BORGAR SIG FYRIR ÞIG AÐ SPARA SMÁ PENING Í HVERJUM MÁNUÐI ÞAÐ MUN KOMA ÞÉR AÐ ÓVART HVERSU MIKLU ÞÚ VERÐUR BÚINN AÐ SAFNA Í LOK ÁRSINS OG ÞÁ GETURÐU HALDIÐ SVALLVEISLU FYRIR ÞIG OG VINI ÞÍNA HVAÐ ERTU AÐ GERA? ÉG ER AÐ LÆRA FÖRÐUN Í GEGNUM NETIÐ ERTU VISS UM AÐ ÞAÐ SÉ SNIÐUGT FYRIR ÞIG AÐ PRÓFA MÁLNINGUNA Á SJÁLFUM ÞÉR? KANNSKI GEFUR ÞAÐ EKKI ALVEG RÉTTA MYND ÞESSI FARÐI LÍTUR FREKAR GÁLULEGA ÚT Á MÉR ÞÁ ERUM VIÐ NÆSTUM ÞVÍ BÚIN AÐ MERKJA ÖLL FÖTIN HENNAR KÖTU, FYRIR ÚTILEGUNA ÚFF! ÞETTA TÓK SINN TÍMA ÉG VERÐ AÐ VIÐURKENNA AÐ MÉR FINNST PÍNULÍTIÐ ÓÞÆGILEGT AÐ SENDA HANA BURTU Í 2 VIKUR ER KATA ENNÞÁ JAFN SPENNT? Ó, JÁ EFTIR ÁTÖKIN VIÐ IRON MAN ÞÁ FER PETER AFTUR HEIM TIL M.J. AF HVERJU GEKK IRON MAN BERSERKS- GANG Í MIÐBÆNUM HANN ER VANUR AÐ HJÁLPA FÓLKI ÞAÐ ER EITTHVAÐ MJÖG SKRÍTIÐ Á SEYÐI OG ÉG MUN KOMAST TIL BOTNS Í ÞESSU Eftir fall íslensku bankanna ermargt talað um nauðsynlega siðbót í viðskiptum. En hvert er sið- ferði viðskipta? Vel var komið orð- um að því fyrir röskum átta hundr- uð árum í Árna sögu biskups (45. kafla), þegar sagði frá kröfum ís- lenskra bænda við lögtöku Jóns- bókar, „að öll falslaus kaup skyldu föst vera, þau sem einskis manns rétti væri hrundið í“. Með þessu voru þrjú skilyrði sett fyrir eðlileg- um viðskiptum: 1) samningar skyldu standa, 2) en ekki mætti beita blekkingum 3) né brjóta í við- skiptunum rétt á þriðja manni. Siðferði viðskipta er lágmarks- siðferði. Það kveður aðeins á um þetta þrennt, en ekki hitt, að kaup- menn og viðskiptavinir þeirra eigi til dæmis að vera hugrakkir, örlát- ir, fórnfúsir, góðgjarnir eða þjóð- hollir. Þetta getur þó verið kostur frekar en galli, því að það gerir ólíkum mönnum kleift að vinna saman. Þeir þurfa ekki að koma sér saman um neitt annað en viðskiptin sjálf. Kaupmaðurinn í Feneyjum í leikriti Shakespeares orðaði þetta skýrt, þegar hann sagði við kristna viðskiptavini: „Ég vil semja við ykk- ur, kaupa við ykkur, ganga með ykkur, ræða við ykkur, og allt það; en ég vil ekki snæða með ykkur, drekka með ykkur, né biðja með ykkur. Hvað er að frétta úr kaup- höllinni?“ Í viðskiptum tengir gagnkvæmur hagur menn saman. Greining Adams Smiths í Auðlegð þjóðanna frá 1776 (I. bók, 2. kafla) er sígild: „Það er ekki vegna góðvildar slátr- arans, bruggarans eða bakarans, sem við væntum þess að fá máls- verðinn okkar, heldur vegna þess að þeir hugsa um eigin hag.“ Gagnkvæmur hagur getur tengt ólíka menn og ókunnuga traustar saman en margt annað: „Tilhneig- ing okkar til að skjóta á útlendinga minnkar stórlega, þegar við kom- umst svo langt að sjá í þeim vænt- anlega viðskiptavini,“ mælti John Prince Smith á þriðja þýska við- skiptaþinginu í Köln 13. september 1860. Matarástin er að minnsta kosti ekki eins brigðul og náungakær- leikurinn, enda orti Örn Arnarson: Vinsemd brást og bróðurást, breyttist ást hjá konum. Matarást var skömminni skást, skjaldan brást hún vonum. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Falslaus kaup Hannes S. Blöndal (1863-1932)skáld var blaðamaður vest- anhafs um skeið en vann síðast við Landsbankann eftir að hann sneri aftur heim.Um hann var sagt, að í æsku hefði skáldskapur hans ein- kennst af græskulausu gamni en flest verið alvarlegs efnis í síðari kvæðum hans. Á gamlárskvöld 1881 héldu skólapiltar á Möðruvöll- um í Hörgárdal brennu allmikla. Nokkrir bjuggust sem álfar, stigu þeir dans og sungu kvæði það, er hér fer á eftir: Göngum háum hólum úr, höldum dans í kveld, látum aðra lýði leika sér við eld. Stígum, stígum vorn dans, stynur freðin grund, silfurrúnir ritar máni ránar á sund. Horfum á, og horfum á, höldar kveikja eld upp á háum hólum á heilagt gamlárskveld. Stígum stígum vorn dans o.s.frv. Sjá þeir ei, og sjá þeir ei svartan álfafans, sem á hálu hjarni harðan stígur dans. Stígum, stígum vorn dans o.s.frv. Verum kátir, kveðjum ár, kveðum snjallt og hátt, allir álfar dansa ávallt þessa nátt. Stígum, stígum vorn dans o.o.frv. Allir flytja álfar sig áramótin við, hlaupa þá í hópum um hóla og klettarið. Stígum, stígum vorn dans o.s.frv. Kveðjum dag, og kveðjum ár, kveðum álfasöng, undir rámum rómi rymur fjallaþröng. Stígum, stígum vorn dans o.s.frv. Höldum vora hóla í, hættum nú í kveld, látum aðra lýði leika sér við eld. Stígum, stígum vorn dans o.s.frv. Þessa átthendu kallar Stephan G. Stephansson „Gamlárs-skeggið“. Brýni legg að oddi og egg, ætla að sneggja kjaft á segg, gróft sem vegg og grátt sem hregg gamlárs-skeggið af mér hegg. Guðmundur skáld á Sandi sendi þessa nýjárskveðju árið 1938: Sólargang lengir, sunnanblærinn hlýn- ar. Svellrunnið hjarn í brekkuslakka dvínar. Uppi á himni opnar hallir sínar eilífðin. – Heyrðu! Kysstu varir mínar! Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Allir flytja álfar sig áramótin við Ást er… … að stoppa eftir langan akstur til að knúsast og kyssast. Þjóðvegasjoppa Velvakandi Strætó bregst yfir hátíðirnar Mér finnst það svei mér þá skjóta skökku við að um leið og fólk er hvatt til að nota almenn- ingssamgöngutæki meira, þá hefur þjónustan lítið batnað. Núna um stórhátíðirnar er þetta mjög bagalegt, en bæði á aðfangadag og núna í dag á gamlársdag, hætta flestir strætisvagn- arnir að ganga um klukkan tvö að deginum til. Hvernig á það fólk að fara að sem á ekki bíl og þarf að komast leiðar sinnar? Margir þurfa ein- mitt að fara í matarboð í kvöld og ekki er fýsilegt fyrir þá sem eru ekki ungir og hraustir að fara um á tveimur jafnfljótum í þessu fannfergi og hálku. Þeir sem hafa ekki efni á að reka einkabíl hafa ekki efni á taxa á hátíðartaxta. Fótafúin bíllaus kona í Vesturbænum. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.